Morgunblaðið - 22.03.1963, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 22.03.1963, Blaðsíða 12
12 MORCTJ TS BLÁÐIÐ Föstudagur 22. marz 1963 tJtgefandi: Hf. Arvakur, Reykjavík. Framkvæmdastjóri: Sigfús Jónsson. Ritstjórar: Sigurður Bjarnason frá Vigui. Matthías Johannessen, Eyjólfur Konráð Jónsson. Auglýsingar: Arni Garðar Kristinsson. Útbreiðslustjóri: Sverrir Þórðarson. Ritstjórn: Aðs,istræti 6. Auglýsingar og afgreiðsla: Aðalstræti 6. Sími 22480. Askriftargjald kr. 65.00 á mánuði innaniands. 1 lausasölu kr. 4.00 eintakió. VIÐREISN AÐ VERKI ITvarvetna er viðreisnin að - •“■■■■ verki, eins og kunnugt er. Framkvæmdir eru meiri en nokkru sinni áður og lífs- kjörin betri, en jafnhliða söfnum við íslendingar mikl- um gjaldeyrisvarasjóðum- og sparifjáraukning er meiri en dæmi eru til um áður. Framsóknarmenn eru nú hættir að nota s'lagorð sitt: Viðreisn að verki. En þeim mun meiri ástæða er til þess að stuðningsmenn Viðreisn- arstjórnarinnar haldi því á lofti, því að sannarlega er viðreisnin að verki. Framsóknarmenn finna það líka, að viðreisnin vinnur með stjórnarflokkunum. Þess vegna eru þeir nú farnir að gera sér grein fyrir því, að flokkur þeirra er ekki í sókn. Á fyrstu árum viðreisnarinn- ar voru þeir bjartsýnir, því að einhverjir hafa þá sjálf- sagt trúað fullyrðingum þeirra um það, að hér yrði samdráttur, kreppa og hvers- kyns óáran sem afleiðing við- reisnarinnar. Þess vegna voru Framsóknarleiðtogarnir gunn reifir. Nú er hinsvegar Ijóst, að af þeim er dregið. Þeir keppast við að afneita fyrri orðum sínum. Þeir forðast eins og heitan eldinn að nefna fyrri fullyrðingar sínar um afleið- ingar viðreisnarinnar og af- neita jafnvel afstöðu sinni í landhelgismálinu. Allt er þetta góðs viti og sýnir, að stjórnarflokkarnir hafa góða aðstöðu í þeim kosningum, sem framundan eru, en auðvitað verður að reka flóttann, og það mim líka verða gert. Landsmenn hafa nú kynnzt því, hvernig viðreisnin reyn- ist í framkvæmd, og það er áreiðanlegt, að almenningur telur hana hafa reynzt betur en nokkur þorði fyrirfram að vona. Þó er hér aðeins um upphaf framfarasóknarinnar að ræða. Grundvöllur hefur verið lagður að stórstígustu fram- förum í sögu landsins. Fram- kvæmdasjóðimir styrkjast með hverjum deginum sem líður, sparifé eykst og gjald- eyrisinnstæður eru nú orðnar svo miklar að ekki þarf að vera hætta á erfiðleikum og skerðingu krónunnar, þótt eitthvað blési á móti. AUÐUR OG VELMEGUN ótt íslenzka þjóðin búi nú við meiri velmegun en nokkru sinni áður og menn hafi meira milli handanna, þá hefur um leið tekizt að leggja til hliðar geysimiklar fjár- hæðir, sem hægt er að nota til framkvæmda. Fyrstu verkefni Viðreisn- arstjórnarinnar hlutu að verða þau að rétta við gjald- þrotasjóðina, styrkja gjald- eyrisstöðuna og leggja þann- ig þann grundvöll, sem síðan yrði byggt á. Þessu marki hef- ur nú verið náð. Viðreisnin sjálf hefur tekizt. Þess végna mun uppbyggingin verða stórstígari með hverjum mán- uðinum og árinu, sem líður. Auðvitað er hægt að gera þann árangur, sem náðst hef- ur, að engu, ef hér ætti annað hvort að ríkja stjómleysi eða þá að aftur yrði horfið til haftakerfisins, óstjórnarinnar og spillingarinnar. Þeir, sem styrkja kommún- ista eða Framsóknarmenn, stuðla að því, að annað hvort verði ofan á, nýtt uppbóta- fargan eða’ stjómleysi. — Ef þessir tveir flokkar fengju starfhæfan meirihluta á Al- þingi mundu þeir sjálfsagt reyna að mynda „þjóðfylk- ingarstjóm“. Ef þeim tækist að ná „stöðvunarvaldinu“, sem Framsóknarmenn segjast keppa að, þá mundi það leiða til stómleysis og upplausnar, sem fljótlega mundi gera að engu þann mikla árangur, sem náðst hefur. Þetta gera landsmenn sér æ ljósara, og það er af þess- um ástæðum, sem stjórnar- andstæðingar eru komnir á undanhald. Þeir em á fiótta undan viðreisninni, því að svo sannarlega má nú tala um: Viðreisn að verkL SAMVINNA EVRÓPURÍKJA ¥ Efnahagsbandalagsmálinu -*• eru Framsóknarmenn einnig á undanhaldi sem von- legt er, því að allir gera sér nú ljósa grein fyrir því, að þeir hugðust nota þetta mál í flokkspólitískum tilgangi, hvað sem þjóðarhagsmunum leið. Þeir mfu samstarf við aðra lýðræðissinna, þótt þeim væri fullljóst, að þeir mundu gæta hagsmuna þjóðarinnar í hvívetna, enda hafði enginn ágreiningur orðið við Fram- sóknarmenn um aðgerðir í þessu þýðingarmikla máli. Helzta vöm Framsóknar- manna á flóttanum eru útúr- snúningar og barnalegur skætingur. Þannig víkur Tíminn að þeim ummælum Myndin er tekin í samsæti, sem leiðtogar Kúbu héldu fyrir skömmu, og sýnir hún (talið frá vinstri): Shen Chi- en, sendiherra Kína, Ernesto „Che‘ Guevara iðnaðarmála- ráðherra, Raul Castro hermála ráðherra og Alexei Alexeev sendiherra Sovétríkjanna. Það er ekki að sjá á þessart mynd að skoðanaágreiningur ríki meðal fjórmenninganna. Viðræðum Kúrda og iraksstjórnar miðar lítt London, 21. marz NTB—AFP. HAFT er eftir talsmanni Kúrda í London, að viðræðurnar í írak milli fulltrúa byltingastjórnarinn ar og sendinefndar Kúrda undir forystu Mullah Mustafa E1 Barz- ani hafi strandað. Ástæðan virðist vera sú, að byltingarstjórnin telji sig ekki hafa tíma til að sinna samningunum við Kúrda, vegna viðræðnanna um tengzl Araba- ríkjanna, sem staðið hafa yfir í Kairo að undanförnu. Stjórnarfulltrúarnir hafa lagt síðustu kröfur E1 Barzani fyrir stjórnina, en helztu atriði þeirra eru: 1) Kúrdar hafi eigin her, sem einnig annist löggæzlu. 2) Hið fyrirhugaða íraska Kúrdistan nái einnig yfir norður- héruð íraks, Mosul og Kirkuk. 3) Kúrdistan njóti 70% tekna af olíuvinnslu landsins. Ingólfs Jónssonar á blaða- mannafundi í Ríkisútvarp- inu, að raunverulegt efna- hagsbandalag Evrópu væri enn ekki til, heldur væri þar um að ræða bandalag nokk- urra Evrópuþjóða. Tíminn segir hinsvegar, að Ingólfur haldi því fram, að bandalag það, sem nefnt er Efnahags- bandalag Evrópu, væri ekki til. Auðvitað skildu allir orð ráðherrans réttilega, þannig að eiginlegt Evrópubandalag væri ekki til, heldur þvert á móti væri Evrópa nú alveg klofin, hvað sem síðar kynni að verða. Hitt er svo engin furðá, þótt Framsóknarmenn reyni að hnýta í Ingólf Jónsson, landbúnaðarráðherra, eftir frammistöðu hans á blaða- mannafundinum, því hann svaraði þar greíðlega öllum spumingum og bezt þeim, sem sjálfsagt hefur verið ætlazt til að kæmu honum í klípu. Þetta heyrðu útvarpshlust- endur um allt land og það svíður Framsóknarmönnum mest. Byltingarstjórnin hefur áður lýst því yfir að sú sjálfstjórn, er Kúrdar kunni að hljóta, muni ekki ná til utanríkismála, efna- ha'gs- og landvarnamála. Björn Jónsson Róðinn til ICflO í Pnrís BJÖRN Jónsson, framkvæmda- stjóri flugöryggisþjónustunnar, hefur sagt starfi sínu lausu og ráðizt til Alþjóða flugmálastofn- unarinnar ICAO, International Civil Aviation Organisation. Björn fer um miðjan næsta mánuð til Parísar þar sem hann mun starfa næstu árin í sam- bandi við flugöryggismál og flug- umferðastjórn. Á síðastliðnu ári starfaði Björn í París hjá IACO við sams konar störf og hann hefur nú ráðizt til að gegna framvegis. Björn Jónsson er kvæntur Maríu Hafliðadóttur og eiga þau 4 börn. Fjölskyldan öll mun búa í París. Starf Björns hjá íslenzku flug- málastjórninni hefur nú verið auglýst laust til umsóknar og nrun verða veitt í vor. Kjallari fyllist af gasi Essen, 21. marz (NTB-DPA) • MIKIL sprenging varð í dag í Þéttbýlu íbúðarhverfi í iðnað- arborginni Essen í Ruhr-héraðl í Þýzkalandi. Nærri fimmtítt manns særðust, sumir lífshættu- lega. Eignatjón varð töhivert. Orsök sp<rengingarinnar var sú, að skurðgrafa sleit í sund- ur gasleiðslu með þeim afleið- inguan að húskjallari einn fyllt- ist gasi og varð sprenging í því. Fimm manneskjur meiddust lífa hættiulega en tugir annarra særð- ust af rúðubrotum, sam flugu um næsta nágrennL Bjarni Gislason Róðinn til ICA0 í Rnnkok BJARNI Gíslason, stöðvarstjóri 1 Gufunesi, hefur verið ráðinn til starfa hjá Alþjóða flugmálastofn- uninni, IACO, Internatinal Civil Aviation Oranisation. Bjarni heldur utan væntanlega næstkomandi föstudag, en hann mun hafa aðsetur í Bankok i Thailandi, þar sem hann mun starfa að fjarsikiptamálum á veg- um ICAO. Kona Bjarna, Guðný Gestsdótt- ir, fer með manni' sinum, sem mun starfa í ár.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.