Morgunblaðið - 22.03.1963, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 22.03.1963, Blaðsíða 14
14 MORGílTSBL 4 Ð1Ð Föstudagur 22. marz 1963 Eg þakka innilega mikla vinsemd og virðingu mér sýnda á sjötugsafmælinu. Jón Sigtryggsson. Veiðileyfi Tilboð óskast í veiðiréttindi í lax- og silungsveiðiána Leirá í Leirársveit. Tilboðum sé skilað til Njáls Markússonar, Vestur-Leirá, Görðum, fyrir 15. apríl n.k. Sími um Akranes. Réttur áskilinn til að taka hvaða tilboði sem er eða hafna öllum. Lokað ■ dag vegna jarðarfarar. KRISTINN JÓNSSON. vagna- og bílasmiðja. Jarðarför VALTÝS STEFÁNSSONAR ritstjóra, fer fram frá Dómkirkjunni laugard. 23. marz kl. 10,30 fyrir hádegi. Kirkjuathöfninni verður útvarpað. Aðstandendur. Móðir okkar og tengdamóðir ARNFRÍÐUR JÓNSDÓxTIR frá Hafnarfirði andaðist að Landakotsspítala 20. marz. F.h. vandamanna. Steinunn Guðjónsdóttir, Guðni Jónsson. ÞORÐUR ÞORÐARSON Bergþórugötu 15 andaðist á Borgarspítalanum 20. marz. Þorgerður Jónsdóttir, Aðalheiður Magnúsdóttir, Haukur Þórðarsnn, Steinar Þórðarson. Útför móður minnar, tengdamóður og ömmu GUÐRÚNAR EINARSDÓTTUR Austurgötu 5, Hafnarfirði fer fram frá Hafnarfjarðarkirkju laugardaginn 23. þ.m. kl. 2 e.h. — Athöfnin hefst með bæn að heimili hinnar látnu kl. 1,30. — Blóm afþökkuð, en þeim sem vildu minnast hinnar látnu er bent á K.F.U.M. og K., Hafnar- firði. Guðni Steingrímsson, Vilborg Pétursdóttir og dætur. Þökkum innilega auðsýnda samúð við fráfall og jarðarför MAGNÚSAR HANNIBALSSONAR Djúpavík Guðfinna Guðmundsdóttir, börn og tengdaböm. Hjartanlegar þakkir færum við öllum þeim, sem sýndu okkur samúð og hluttekningu við andlát og jarðar- för eiginkonu minnar, móður, tengdamóður, ömmu og systur LAUFEYJAR ÞORSTEINSDÓTTUR. Friðrik Sigurðsson, Erna Friðriksdóttir, Þorsteinn Friðriksson, Sigurður Friðriksson, Gunnar Guðmundsson, Friðrik Gunnarsson, Þorsteinn Ómar Gunnarsson, Halldóra Þorsteinsdóttir. Innilegar þakkir til allra fjær og nær er sýndu okkur samúð og vinarhug við andlát og jarðarför mannsins míns, föður og sonar BJÖRNS ÞÓRARINSSONAR frá Hjallhól. Margrét Sigurjónsdóttir og börn, Guðbjörg Guðjónsdóttir, Þórarinn Björnsson. Samkæmisslæður hvítar — svartar. Skozkar lambsullarpeysur Fjölmargir tizkulitir Leðurbindi Stretch hárbönd Stretch og terylene Dömusíðbuxur Nýtt úrval Laugavegi 19. — Sími 17445. ’ SVIATOSLAV RICHTER KARAJAN VÍNAR-FÍLHARM. leika fyrir yður G,2»k-* 138 822 S &JesvUsxJta{l 18 822 M EINSTAKA HLJÓMTÖKU AF TCHAIKOVSKY KONSERT NR. 1 HVERFITÓNAR IGOR STRAVINSKY mCONDUCTS I 1961 SBRG 72 007 S BRG 72 007 M HVERFITÓNAR Hverfisgötu 50 Rvík Brynjólfur Hannibalsson og Bjarney Jóhanns- dóttir í DAG verður til moldar borinn i Brynjólfur Hannibalsson, sjó- maður frá Meðaldal í Dýrafirði. Hann varð bráðkvaddur um borð í vélbátnum Sigrúnu frá Akranesi 14. marz sl., 47 ára að aldri. Er hann fjórði sjómaður- inn frá Akranesi, er dauðinn hef- ur með sama hætti svo snögg- léga hrifið burt um borð í bát sínum á rúmlega ári, allt vaskir og dugandi menn á bezta aldri. Er það stórt skarð í hina vösku sjómannastétt Akurnesinga, og er mikil eftirsjá að þeim öllum. Hinn 16. október sl. fylgdi Brynjólfur konu sinni, Bjarn- eyju Jóhannsdóttur til grafar. Fáa hefði grunað, að svo skammt yrði á milli þeirra hjóna, sem til þekktu. Dauði Bjarneyjar kom engum á óvart. Hún hafði barizt hétjulegri baráttu við erfiðan sjúkdóm í mörg ár, unz yfir lauk. Þessi fáu orð eru skrifuð til minningar um þau hjón bæði og eiga að túlka þakklæti mitt til þeirra fyrir það, sem ég átti þeim gott upp að inna. Haustið 1958 fluttu þau til Akraness frá Meðaldal í Dýra- firði, þar sem þau bjuggu góðu búi um margra ára skeið. Það var þeim ekki sársaukalaust að þurfa að yfirgefa hina góðu jörð og hinar fögru byggðir Dýra- fjarðar og alla sína vini og sam- ferðamenn, er þau höfðu verið með þar vestra. Sjúkleiki Bjarn- eyjar gerði það að verkum, að annarra kosta var ekki völ. Eins og titt er um sveitaheim- ili voru jafnan mörg börn í sum- ardvöl í Meðaldal. Eitt af þess- um börnum átti ég og get borið um, að á betri stað varð tæpast kosið fyrir börn að dveljast. Tóku þau slíku ástfóstri við son minn, að þau hefðu ekki getað verið betri við hann, þótt þau hefðu átt hann. Það var þeim báðum ljúfara að vera veitendur en þiggjendur, enda bæði gest- risin og góð heim að sækja. Bjarney Jóhannsdóttir var fædd að Lónseyri við Arnar- fjörð 21. september 1909. For- eldrar hennar voru hjónin Jó- hann Jónsson og Bjarney Frið- riksdóttir, er þar bjuggu. Bjarn- ey var þriðja í röðinni af 9 börn- um þeirra hjóna. Systkin henn- ar, sem eftir lifa, eru: Jón, skatt- stjóri á ísafirði, Jensína, frú í Reykjavík, Bjarni, forstjóri á Siglufirði, Friðrik, starfsmaður í Aburðarverksmiðjunni, Guðný, frú í Reykjavík, Jónína, frú ■' Reykjavík og Sigurleifur, vél- smiður á ísafirði. Árið 1932, 9. júlí, giftist Bjarn- ey fyrri manni sínum, Andrési Kristjánssyni í Meðaldal í Dýra- firði. Eignuðust þau fjóra syni, Kristján, skipstjóra á togaranum Surprise, Helga, rafvirkjanema á Akranesi, Gunnar stúdent og Andrés, báðir bankastarfsmenn í Reykjavík. Bjarney missti mann sinn eftir aðeins sjö ára sambúð. Yngsti sonurinn, Andrés, fæddist tveimur mánuðum efUr lát föður síns. Það segir sig sjálft, að þetta hafa verið erfiðir tímar fyrir Bjarneyju að standa þannig uppi fyrirvinnulaus með fjóra unga drengi. En öll él birtir upp um síðir. Árið eftir réðist Bryn- jólfur Hannibalsson til hent.ar sem ráðsmaður. Giftu þau sig 19. desember 1943. Eignuðust pau eina dóttur, Margréti að nafni, sem nú er 17 ára. Meðan Bjarney gekk heil til skógar, þótti hún með afbrigðum dugleg og hamhleypa til ailra verka, enda var hún komin af kjarnmiklu og duglegu fólki, Hún var hreinskilin og sagði skoðanir sínar umbúðalaust. Brynjólfur Hannibalsson var fæddur að Kotum í Önundar- firði 29. maí 1915. Foreldrar han* voru hjónin Hannibal Hálfdán- arson og Guðrún Sveinsdóttir. er bjuggu að Kotum. Systkin Bryn- jólfs voru átta og eru öll á lífl. Þau eru: Hálfdán, bóndi á Hnaus um í Breiðuvík á Snæfellsnesi, Óskar og Bóas, er búa í Reykja- vík, Hansína, Kristín, Sólrún og Sveinsína í Reykjavík og Aðal- heiður, sem er búsett á ísafirði, Brynjólfur byrjaði snemma að vinna fyrir sér. Réðist hann 18 ára gamall í vegavinnu og vann við lagningu vegarins yfir Breið- dalsheiði til Önundarfjarðar. Var það erfið vinna, enda ekki komin til sögunnar hin stórvirku tæki, sem nú eru notuð við vegalagn- ingu. Slík vinna var ekki heppi- leg fyrir kappsfulla, óharðnaða unglinga, eins og Brynjólfur var, enda bar hann þess merki æ síð- an. —■ Þegar Brynjólfur kom að Meðaldal árið 1940, var vélaöld- in i landbúnaðinum að hefja inn- reið sína. Hann var fljótur að átta sig á því, að án þeirra tækja var óhugsandi að komast neitt áfram. Aflaði hann sér tækja eins fljótt og kostur var á og efnin leyfðu. A skömmum tíma ræktaði hann og sléttaði mest allt túnið. Ennfremur byggði hann upp hús, eins og föng voru á. Brynjólfur var góður bóndi og þótti sérlega góður fjármaður. Dugnaði hans var viðbrugðið, læginn og duglegur, hvort held- ur hann vann að sveitastörfum eða við sjómennsku. Eftir að hann kom til Akraness, var hann ávallt með sama skipstjóranum, Helga Ibsen, kunnum aflamanni, Helgi hefur látið þau orð falla um Brynjólf, að betri sjómann og félaga sé vart hægt að kjósa sér, Síðast en ekki sízt, reyndist hann sjúpsonum sínum með af- brigðum vel. Þar komu mann- kostir hans bezt í ljós. Reyndist hann þeim eins vel og hann hefði átt þá sjólfur. Konu sinni og dóttur reyndist hann á sömu lund. Slíkra manna er gott að minnast. Ég votta aðstandendum þeirra hjóna mína innilegustu samúð. Blessuð sé minning þeirra. Geirlaugur Árnason.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.