Morgunblaðið - 22.03.1963, Blaðsíða 23
r T'ostudagur 22. marz 1963
23
— Gullfoss
r Framhald af bls. 1.
á fundi þessum rætt um fjarlæg-
ingu olíunnar, en ekki talað um
kokshitarana. Að fundinum
loknum, þegar þeir Viggó voru
á leið niður landgöngubrúna
hafði maður á bryggjunni hróp-
að: „Það er kviknað í“ og bent
aftur með skipinu. Kvaðst skip-
stjóri þá hafa séð eldhring, u.þ.b.
2 metra í þvermál, og voru log-
arnir á að gizka tíu sentimetra
háir.
Bierfreund, hæstaréttarlög-
maður, spurði skipstjóra þá,
hvort hann hefði séð kokshit-
arana, en hann kvaðst ekki hafa
fengið tíma til þess að líta á þá
— „ég hugsaði ekki um annað
en hættuna, sem af eldinum gat
stafað“, sagði skipstjóri.
★ • ★
Erlingur Jónsson, stýrimaður,
sagði að það væri á ábyrgð
skipasmíðastöðvarinnar, hafi
ekki verið tryggt, að ventlar
botngeymisins væru í lagi. Hann
bar, að olían hefði verið flutt í
botngeyminn fyrir bádegi á laug-
ardag, en síðdegis á sunnudag
hefði vélstjórinn sagt frá olíunni
í dokkinni.
Stýrimaður telur, að olían hafi
fyrst safnazt í brunn undir dokk-
inni, en vatnið hafi þrýst henni
upp á sunnudag. Hann' kveðst
þegar í stað hafa hringt til varð-
manna skipasmíðastöðvarinnar
og beðið um, að olían yrði þá
þegar fjarlægð. Hefði yfirvörð-
urinn svarað því til, að það væri
ekki hægt fyrr en á mánudag,
en gerðar yrðu allar nauðsynleg-
ar öryggisráðstafanir.
Bierfreund spurði stýrimann,
hvort hann hefði gert sig á-
nægðan með þetta svar og svar-
aði hann, að það væri hlutverk
skipasmíðastöðvarinnar að
tryggja, að" olía ylli ekki skaða
og að fjarlægja hana. Sagði
hann skipshöfnina vera mjög
háða skipasmíðastöðinni um all-
ar öryggisráðstafanir. Hann
kvaðst einnig hafa séð bruna-
verði á bryggjunni á sunnudag
og ekki hafa orðið var við eld-
glæður í kokshiturunum.
Bierfreund, lögmaður, spurði,
hvort stýrimaður hefði ekki tal-
ið óvarlegt að láta fimmtíu
manns sofa um borð í skipinu
yfir nóttina. Stýrimaður kvaðst
hafa verið þess fullviss, að allar
nauðsynlegar ráðstafanir hefðu
verið gerðar af hálfu skipasmíða
stöðvarinnar og því ekki haft
áhyggjur. Hann sagði engan hafa
notað gaslampa á mánudag og
hann hefði reyndar þegar á
sunnudag, er olían sást, gefið öll-
um fyrirmæli um að hafa ekki
opinn eld í skipinu. Vörðurinn
við landgöngubrúna hefði kom-
ið fyrirmælum hans á framfæri
við fólkið, er það kom um borð
úr landgönguleyfi.
Á mánudag sagði stýrimaður
verkamenn skipasmíðastöðvar-
innar hafa unnið með logsuðu-
tækjum um borð og hafði hann
þá einnig séð verkamenn fleygja
vatni undir skipið og gufu stíga
þar upp. Taldi stýrimaður, að
vatnið gufaði upp af skipshlið-
inni, vegna þess að verið var
að logsjóða inni í skipinu. Sagði
Ihann yfirbrunavörð Burmeister
& Wain ekki hafa talið hættu
é ferðum.
, ★ ★ ★
Grétar Hjartarson, háseti, upp
lýsti í réttinum, að hann heföi
verið að nota gaslampa á tíma-
bilinu kl. 8 til 8,25 á mánudags-
xnorgun. Hann hefði ekki feng-
ið um það fyrirmæli, en aðeins
haldið áfram verki sínu frá því
é laugardag. Hásetinn kvaðst
hins vegar ekki hafa notað lam.p
ann klukikan tíu um morguninn,
eins og verkamenn skipasmíða-
etöðvarinnar héldu fram. Taldi
hann vist, að enginn annar hefði
heldur notað lampann, því að
hann væri sá eini er til væri
á skipinu.
• t. ★ ★ ★
\ Vélstjórinn bar, að þegar á
fimmtudag eða föstudag hefðu
borizt boð um. að eftirlits-
MORcrnvm.AÐiÐ'
*st kleift að eignast sínar eigin
búðir var ákveðið að selja íbúð-
rnar tilbúnar undir tréverk. Á
iami hátt var talið, að allmargir
nundu geta unnið við að ljúka
sinni eigin íbúð.
Þegar lokið var úthlutun síð-
ustu íbúðanna, sem nú eru í
smíðum við Álftamýri, hefur sam
tals verið úthlutað 517 íbúðum
frá því að framkvæmdir hófust.
Öllum þessum xbúðum hefur
verið úthlutað með mjög hag-
stæðum lánskjörum samkv. lög-
um um útrýrningu heilsuspill-
andi húsnæði.
Mynd þessi var tekin af brunanum í Gullfossi sl. mánuðag.
Má glöggt sjá hvar logar í olíunni við skipshlið.
maður Lloyd’s hefði viður-
kennt viðgerðina á botngeym
inum. Tilkynnt hefði verið af
hálfu skipasmíðastöðvarinnar,
að allt væri tilbúið. Vélstjóri
kvaðst hafa fyrirskipað að lita
eftir því, að lokaðar væru
lúgur geymisins (þar sem far
ið er inn í hann til viðgerða
og hreinsunar) en ekki fyrir-
skipað eftirlit með botnventl-
unum því að það væri skylda
skipasmiðastöðvarinnar að
tryggja, að þeir væru fastir.
Hann kvaðst ekki vita nár-
kvæmlega, hve mikið magn
af olíu var í geymunum og
hefði hann því ekki getað geng
ið úr skugga um það með
mælingum, hvort olía rynni
út. Vélstjórinn kvaðst hafa
séð glóð í kokshiturunum á
sunnudag og þá þegar gert
varðmanni stöðvarinnar að-
vart, — en sá kvaðst vita af
henni og fullvissaðium,að hún
yrði slökkt. Á mánudagsmorg
un hafði sá starfsmaður
skipasm.ðastöðvarinnar, sem
átti að sjá um, að ventlarnir
væru í lagi ,leitað uppi vél-
stjórann og harmað nristök
sín.
★ ★ ★
Viggo Maack, skipaverkfræð-
ingur skýrði frá því, að hann
hefði komið um borð í Gullfoss
á sunnudagskvöld og þá verið
sagt frá olíunrii.
Hann hringdi þegar til Ohrist-
ensen, yfirverkfræðings hjá
Burmeister & Wain, sem þá Vissi
af oliunni og kornu þeir sér sam
an um að hittast á mánudag og
ræða málið. Viggo Maack tók
einnig eftir glóð í kokshitaran-
um og talaði um það við vél-
stjórann. Hann hafði þá þegar
rætt niálið við varðmanninn og
létti áhyggjum Viggós er hann
heyrði undirtektir hans. Á fund-
inum næsta morgun, þar sem
þeir hitust, Viggo Maack, Christ
ensen yfirverkfræðingur, Kristj-
án skipstjóri og Ásgeir vélstjóri,
var rætt um oliuna. Yfirvenk-
fræðingurinn viðurkenndi þá, að
skipasmíðastöðin ætti að standa
straum af kostnaði við að fjar-
lægja olíuna ,hreinsa hana og
flytja aftur um borð, — og bæta
rýrnun olíunnar.
Að fundi þeirra loknum ætl-
aði Maaok frá borði og var stadd
•ur við landgönguibrúna, er upp
víst varð um eldinn.
— Rytgaard.
* Herskálum fer ört fækkandi
Við úthlutun á þessu húsnæði
hafa þeir ávallt gengið fyrir, sem
búið hafa í herskálum eða öðr-
um heilsuspillandi íbúðum, auk
þeirra, sem verið hafa í leiguhús-
næði borgarsjóðs. En með því að
rýma það, hefur verið hægt að
gefa þeim herskálabúum kost á
leiguhúsnæði, sem ekki hafa bol-
magn til þess að kaupa. Með þess-
um ráðstöfunum hefur herskálum
farið ört fækkandi.
Þegar framkvæmdir þessar
hófust var búið í 542 herskálum,
en nú í ársbyrjun var búið í 142,
svo að þeim hefur fækkað um
400 á undanfömum árum. En þar
sem allmargir sóttu um íbúðir í
Álftamýri úr leiguhúsnæði borg-
arsjóðs og herskálunum, fækkar
þeim niður í 112, þegar íbúarnir
eru fluttir í þessar íbúðir. Verð
ur þá búið að útrýma þeim að
80% frá upphafi, en auk þess
hefur mikill fjöldi skúra verið
rifinn.
Þegar lokið verður við Álfta-
mýrarhúsin verður búið að greiða
úr borgarsjóði um 125 millj. kr,
vegna þessara framkvæmda, en
þær tillögur, sem nú liggja fyrir,
munu ekki kosta minna 75 millj
kr. Þegar þeim framkvæmdum
verður lokið, verður því búið
að greiða úr borgarsjóði um 200
millj. kr.
★ Merk samþykkt
Guðmundur Vigfússon (K)
kvað hér um merka samþykkt
að ræða, þar sem ekki yrði hj
því komizt að reisa leiguhús
viðleitninni til útrýmingar heilsu
spillandi íbúðum, en um margra
ára skeið hefðu verið harðar
deilur um það innan borgarstjórn
arinnar, hvort þá leið skyldi fara.
Þá kvað hann stofnun bygging-
arsjóðsins hafa verið raunhæfa
og eðlilega leið í viðleitninni til
aðútrýma heilsuspillandi íbúðum,
en hins vegar hefðu framlög til
hans að sínu áliti ávallt verið
skorin við nögL
Alfreð Gíslason (K) raeddi
nokkuð um þann drátt, sem orð-
ið hefði á útrýmingu heilspill-
andi húsnæði samkvæmt bygg-
ingaáætluninni frá 1957. Var Al-
freð eini borgarfulltrúinn, seni
lét í ljós efa um, að full alvara
lægi að baki hinum framkomnu
tillögum og benti á það til sann-
indamerkis, að aðeins fáeinir
mánuðir eru nú til alþingiskosn-
inga. — Þá skýrði AG frá því,
að hann hefði heyrt þess getið,
að það væri fjárhagslega hag-
kvæmara fyrir Reykjavíkurborg
að kaupa íbúðir af einkaaðilum,
sem þó byggja þær í gróðaskyni,
en annast byggingarstarfsemina
sjálf.
— Borgarstjórn
Framhald af bls. 2.
Byggingarsjóð Reykjavíkurborg
ar ' eftir tillögum sjálfstæðis-
manna. Stofnframlag sjóðsins
var ákveðið 42 millj. kr. Síðan
hefur borgarstjórn veitt á fjár-
hagsáætlun árlegt framiag að upp
hæð 9 millj. kr., en þetta ár var
það hækkað í 10 millj. Bygging-
arsjóðurinn mun því í árslok
nema um 92 millj. kr.
★ 517 íbúðum liefur verið
úthlutað
Til þess að sem flestum reynd
★ Fagnaði góðum undirtektum
Gísli Halldórsson lýsti yfir
ánægju sinni með þær góðu und-
irtektir, sem tillögur borgarráðs
hefðu hlotið hjá borgarfulltrú-
um minnihlutaflokkanna. Þá
skýrði hann frá því, að við það
væri miðað, að byggingarfram-
kvæmdum þessum geti verið Iok
ið innan 2 ára og vék að þeirri
spurningu, hvort það væri fjár-
hagslega kleift. Skýrði hann frá
því, að Byggingarsjóður Reykja-
víkurborgar mundi væntanlega
geta lagt til þeirra 26 millj. kr.
á Þessu ári, 20 millj. kr. framlag
úr borgarsjóði á næstu 2 árum,
og auk þessa mættí vænta 30
millj. kr. framlags ríkissjóðs.
Væri hér alls um að ræða 76'
millj. kr., en ráðgerður kostnaður
er u. þ. b. 75 millj. kr., svo að
fjárhagsgrundvöllur framkvæmd-
anna virðist tryggður.
★ Góð tíðindi
Einar Ágústsson (F) kvað til-
lögurnar einhver hin beztu tíð-
indi, sem frá borgarráði hefðu
komið um langt skeið. En vonir
stæðu til, að þar með væri lokið
þeim Ijóta kapítula í sögu Reykja
víkur að fólk búi í kofaskríflum
frá dögum hersetunnar. Um fátt
hefði verið meira rætt í borgar-
stjórninni en nauðsyn slíkra ráð-
stafana, en meirihlutinn jafnan
mætt því með litlum skilningi.
Hins vegar gat hann þess, að ekk-
ert ákvæði væri um það, hvenær
framkvæmdum ætti að vera lok
ið, og lagði til, að miðað skyldi
við árslok 1964, en þeirri tillögu
var vísað frá með tilvísun til
þess, að áherzla yrði lögð á að
hraða framkvæmdum, og jafn-
framt var upplýst, að vonir stæðu
til, að þeim gæti verið lokið á
2 árum.
★ Glæsilegar framkvæmdir
Soffía Ingvarsdóttir (A) lýsti
yfir sérstakri ánægju sinni með
tillögur borgarráðs, sem hún
kvað mjög góðar og glæsilegar.
Lagði hún áherzlu á, að öldruðu
fólki verði gefinn kostur á ein-
hverjum þessara íbúða. Að lok-
um kvað hún það álit sitt, að hér
væri um miklar og glæsilegar
byggingarframkvæmdir að ræða,
sem hún efaði ekki, að hrint yrði
í framkvæmd svo fljótt sem
kostur værL
★ Affalstefnan sú, aff einstakl.
eigi húsnæffi sitt.
Geir Hallgrímsson vék nokk-
uð að þeim ágreiningi, sem verið
hefur í borigarstjórn um það,
hvort Reykjavíkurborg eigi að
byggja íbúðir til sölu eða leigu,
í tilefni af ræðu Guðmundar Vig
fússonar. Hann kvað það alls
ekki hafa verið stefnu meiri-
hluta borgarstjórnar að ekki
komi undir nokkrum kringum-
stæðum til greina, að borgin
úyggði leiguhúsnæði, eins og
minnihlutaflokkarnir héldu niú
fram. Þetta mætti glöggt sjá af
reynslunni, enda gerðu Sjálf-
stæðismenn sér Ijósa grein fyrir
því, að borgarfélagið þurfti allt
af að eiga nokkurt leiguhúsnæði,
t.d. til afnota fyrir framfærslu-
þega. Hins vegar hafi það verið
meginstefna Sjálfstæðismanna að
sem flestar fjölskyldur gætu bú
ið í sínu eigin húsnæði og að
sjálfsagt væri að létta frekar
undir með fólki til þess, að það
geti eignast húsnæði. Hinn góða
árangur þeirrar stefnu mætti
m.a. sjá af því, að 80% þeirra,
sem í upphafi byggingaráaetlun-
arinnar bjuggu í herskálum,
væru nú fluttir úr þeim og mang
ir hverjir einmitt getað fest kaup
á þeim söluíbúðum, sem borgar-
félagið hefur á undanförnum ár-
úm látið byggja.
Þá vék borgarstjóri nokkrum
orðum að verði söluíbúða borig-
arsjóðs. Sá háttur hefði verið
hafður á, að framkvæmdirnar
hefðu verið boðnar út og hag-
stæðustu tilboðum tekið. Með
þessu móti hefði verið unnt að
selja þær aftur á því verði, sem
hagstofan hefði reiknað út, að
vísitöluhúsið stæði í. Því væru
allar fullyrðingar um það, að
íbúðir þessar yrðu að trljast dýr
ar, út í hött. Hitt væri svo aftur
sjálfsagt að kaupa íbúðir af ein-
stökum byggingarmeisturum, ef
þeir gætu selt þær við lægra
verði en borgin gæti byggt' þær
fyrir. þrátt fyrir útboð fram-
kvæmdanna. Ástæðulaust væri
að sjá ofsjónir yfir ágóða einka
aðilanna af þeim viðskiptum,
hann væri ekki frá neinum tek
inn, heldur væri þar um að ræða
verðmætasköpun, sem einkafram
takið væri vel komið að.
1 lok ræðu sinnar sagði borg
arstjóri, að eftir sem áður væri
það stefna Sjálfstæðismanna, að
sem flestar fjölskyldur eigi sitt
húsnæði og aðstoð opinberra að
ila komi ekki til fyrr en geta ein
staklinganna þrýtur. Með vax-
andi velmegun mætti vænta þess
að þessu marki verði náð.