Morgunblaðið - 29.03.1963, Qupperneq 17

Morgunblaðið - 29.03.1963, Qupperneq 17
^ Fostudagur 29. marr 1983 MORCUHBLADIÐ 17 Mestíir forystu kjarabætur undir Sjáif stæðismanna Greín Sveinbjörns Hannessonar Núverandi stjórn Óðins, talið frá vinstri: Guðmundur Sigrurjónsson, Þorsteinn Kristjánsson, Jóhann Sigurðsson, Sveinbjörn Hannesson, formaður, Valdimar Ketilsson og Friðleifur I. Frið- riksson. Á myndina vantar Pétur Sigurðsson. MÁLFUNDAFÉLAGIÐ Óðinn, félag Sjálfstseðismanna innan launþegasamtakana, var stofnað 29. marz 1938 og er því 25 ára í dag. ! Stofnendur Óðins voru 41 verkamenn og sjómenn, er komu saman á fund í Varðarhúsinu við Kalkofnsveg. Aðalhvatamenn að stofnun félagsins voru þeir Sig- urður Halldórsson, Sigurður Guð brandsson og Magnús Ólafsson. Unnu þeir allir að stofnun félags- ins undir ágætri forustu Sigurðar Halldórssonar. Fyrstu stjórn fé- lagsins skipuðu: ! Sigurður Halldórsson formað- ur, Magnús Ólafsson varafor- maður, Hans A. Guðmundsson rit ari, Ingvi Hannesson gjaldkeri og Sigurður Guðbrandsson með- Stjórnandi. Eftir einn mánuð tók Axel Guð mundsson við ritarastörfum til næsta fundar. Risu gegn ofríkinu Stofnendur Óðins sýndu mikinn kjark og bjartsýni, er þeir ör- fáir risu upp gegn ofríki vinstri aflanna, gegn kommúnisma og oi- beldi í verkalýðshreyfingunni. . Og ekki skorti ógnanir og hót- anir í þeirra garð. Eldri verka- menn gleyma seint þeim tímum, er Alþýðuflokkurinn, Alþýðu- sambandið og verkalýðsfélögin voru eitt og hið sama. Verka- menft voru hraktir úr vinnu ef fori'ngjunum líkaði ekki stjórn- málaskoðanir þeirra, og engan mátti kjósa til trúnaðarstarfa, nema hann væri félagi Alþýðu- flokksins og hlýddi fyrirskipun- um hans skiJyrðislaust. Það var vegna þessa ofríkis og misréttis, sem Óðinn var stofnaður. Krafa hans var, að hver verkamaður heíði sama rétt til vinnu, hvaða Stjórnmálaskoðun, sem hann að- hylltist, að verkalýðsfélögin og Alþýðusambandið yrðu slitin úr terigslum við Alþýðuflokkinn og gerð algerlega óháð pólitískri tog- streitu, að viðhafðar yrðu lýð- ræðislegar reglur við kosningar í verkalýðsfélögunum, hlutfalls- kosningar. Misréttið leiðrétt Óðinsfélagar leituðu samstarfs við aðra verkamenn í Dagsbrún, sem einnig vildu hrinda af sér oki Alþýðuflokksins og foringja hans. Við atkvæðagreiðslu, sem knúin var fram í Dagsbrún, var samþykkt með yfirgnæfandi meirihluta atkvæða, að verka- menn vildu hafa samtök sín fyrir utan áhrif pólitískra spekúlanta og flokka. Forystumenn Sjálfstæðisflokks lns sýndu málefnum Óðins strax fullan stuðning og skilning. Einn af þingmönnum flokksins flutti á Alþingi 1940 frumvarp um hlut- fallskosningar í verkalýðsfélög- unum, sem alltaf hefir verið höfuðkrafa Óðins. Frumvarpið náði að vísu ekki samþykki, en hins vegar lýsti Alþingi því yfir, að rétt væri að hin pólitísku tengsl milli Alþýðuflokksins og verkalýðsfélaganna yrðu rofin, og gera þyrfti breytingar á Al- þýðusambandinu. Þetta var gert á næsta Alþýðusambandsþingi. Lýðræðisvilji verkamanna hafði sigrað undir forystu Óðins- félaga. Enn er þó eftir að fá hlutfallskosningu lögfesta í verka lýðsfélögunum. Með því teljum við bezt tryggt, að fengnar umbætur og kjara- bætur verði öruggar, og frekari framkvæmdir og hagsbætur mögulegar. ALDARFJÓRÐUNGUR er liðinn frá því að Málfundafélagið Óðinn var stofnað. Það á því orðið nokkuð langa og að mörgu leyti merkiiega sögu að baki sér. Sú saga verður að þessu sinni sögð af öðrum en mér. En mér þykir ekki með öllu óviðeigandi á þess- um merku tímamótum í sögu fé- lagsins, að rifja hér upp að nokkru tvö helztu tildrögin að stofnun Óðins. Á þeim tíma, sem Málfunda- íélagið Cfðinn var stofnað, var uppbyggingu verkalýðssamtak- anna hér á landi þann veg háttað, að enginn stéttarfélagsmaður var löglega kosinn fulltrúi á þing Al- þýðusambands íslands, nema hann hefði áður skrifað nafn sitt undir yfirlýsingu þess efnis, að hann væri flokksbundinn með- limur í Alþýðuflokknum. Svona skammt var lýðræðis- hugsjón forystumanna Alþýðu- flokksins á veg komin í þá daga. Við slíkt ofbeldi gagnvart skoð anafrelsi manna gátu annarra flokka menn innan verkalýðs- samtakanna að vonum ekki sætt Samúð milli stétta Óðinn lítur svo á, að betri sé samúð og samvinna milli laun- ,þega og atvinnurekenda, heldur en sundrung og illvilji. Með því væri hægt að koma í veg fyrir verkföll og vinnustöðvanir, en ná sama árangri eða betri hvað kaup og aðbúnað snertir. Því miður er það svo, að enn í dag verðum við Óðinsfélagar, eins og allir góðir íslendingar, að standa í harðri baráttu við ofríki sig til frambúðar. Þetta var eitt tilefni til þess, að verkamenn þeir, sem fylgdu Sjálfstæðis- flokknum að málum, tóku að hópa sig saman og láta til sín taka innan stéttarfélaga laun- þega. Þeir stofnuðu Óðinn til að sameina krafta sína í baráttunni fyrir auknu lýðræði og mannrétt- indum innan samtaka islenzkrar alþýðu. Kommúnistar lögðust á sveif með Sjálfstæðismönnum í þeirri baráttu þá, enda höfðu þeir í þá daga hvergi náð verulegri fót- festu innan samtaka verkalýðs- ins. Siðar kom þó í ljós, svo sem öllum er kunnugt, að tilgangur kommúnista fyrir auknu lýðræði innan verkalýðssamtakanna var annar og auðnuminni fyrir með- limi samtakanna, en tilgangur Sjálfstæðismanna. Fyrir komm- únistum vakti það eitt, að nota lýðræðishugsjónina sem stökkpall t valdabaráttu þeirra innan sam- takanna, unz þeir næðu sjálfir þeirri aðstöðu að traðka á skoð- unum annarra og svipta pólitíska andstæðinga sjálfsögðustu mauu- og lævíslegan áróður kommún- ist. Það er leitt til þess að vita, að á íslandi skuli vera til menn, sem vilja svíkja þjóð sína og fé- laga fyrir hagsmuni erlends stór- veldis. Ég vil minna á orðin, sem látinn verkalýðsleiðtogi viðhafði á Dagsbrúnarfundi 1938 „það er hið hættulegasta ævintýri fyrir íslenzka alþýðu, að taka sér merki mannanna frá Moskvu í hönd og ganga með það út í bar- réttindum, svo sem fram hefur komið í Dagsbrún og Iðju, á með- an þeir sátu þar að völdum, og raunar öllum félögum, þar sem þeir hafa náð meirihluta aðstöðu í, að ógleymdu ofbeldi þeirra inn- an heildarsamtakanna, Alþýðu- sambandi íslands. Annað tilefni að stofnun Óðins var það, að þeir menn, sem að stofnun hans stóðu, höfðu önnur og þjóðlegri sjónarmið gagnvart kjarabaráttu alþýðunnar, en hin- ir svo kölluðu verkalýðsflokkar. Sjálfstæðismenn gátu ekki fellt sig við það sjónarmið, að stétt ætti að vinna gegn stétt, heldur væri það blátt áfram þjóðarnauð syn, að auka sem mest gagn- kvæman skilning og velvild milli hinna ýmsu stétta þjóðfélagsins. Með því hljóti að nást betri og raunverulegri árangur fyrir bættum kjörum verkalýðsins. Þetta hefur fylgismönnum Sjálf stæðisflokksins innan launþega- samtakanna tekist að gera að stað reynd, þar sem þeir hafa náð meirihluta aðstöðu í stéttarfélóg- um. Stofnun Úðins Eftir Sígurð Halldórsson, fyrsta formann félagsins áttuna. Undir því merki mun hún bíða ósigur og falla“. Hafa náð beztum samningum Traust launþega á leiðsögn Óðinsfélaga héfir farið ört vax- mdi. Nú eru Óðinsmenn í stjórn- um margra verkalýðsfélaga 1 bænum í samstarfi við aðra lýð- ræðissinna. Verkamenn, sjómenn, bílstjórar, iðnaðarmenn, verzlun- armenn og aðrir launþegar hafa fundið, að það er alltaf hægt að trúa Sjálfstæðismönnum fyrir sínum málum. Þau verkalýðsfé- lögum, sem eru í höndum Sjálf- stæðismanna hafa náð beztum samningum og kjarabótum fyrir félaga sína og það í flestum til— fellum án verkfalls og vinnu- stöðvunar. Þá eru þau ekki fá umbótamálin, sem fyrst hafa ver- ið rædd á fundum Óðins, en orð- ið vérkamönnum til mikilla hags- bóta. Nægir að benda á skatt- frelsi verkamanna við byggingu eigin íbúða, Bústaðavegshúsin og smáíbúðirnar. Einnig má. minna á baráttu Sjálfstæðisverkamanna og Sjálf- stæðisflokksins fyrir verkamanna bústöðum og almannatryggingum. Það hve miklu Óðinn hefir getað komið til leiðar er fyrst og fremst vegna hins nána samstarfs, velvilja, skilnings og fyrirgreiðslu sem foruátumenn Sjálfstæðis- flokksins hafa alltaf sýnt starf- semi okkar Óðinsmanna. En Óðinsfélagar hafa líka ver- ið traustir flokksfélagar og ör- 'iggir liðsmenn. Öll þau mál, sem Óðinn hefir borið fram, hafa afl- að flokknum vinsæla. Nú í sumar eru framundan Al- þingiskosningar. Ég'efa það ekki, að Óðinsfélagar láta ekki sitt eftir liggja við að gera sigur Sjálf stæðisflokksins mikinn. Þeir vita, að sigur Sjálfstæðisflokks- ins er s.gur þjóðarinnar. Framh. á bls. 23. -0---------------------C Sigurður Halldórsson t Óffinsmenn hafa auk þessa bent á þau sannindi öffrum fremur, aS fleira er kjarabót íyrir launþegn en hækkun timakaups. Sýna þaS bezt hin mörgu málefni, sem þelr hafa barizt fyrir til hagsbóta fyrir alþýffu. En eins og segir í upphafl var þaff ekki tilgangurinn meff þessum greiuarstúf, að rekja þá sögu hér. Ég óska Óðinsmönnum til ham- ingju meff þessi merku tímamót í sögu félagsins, og vona aff þeiin auðnist aff marka eigi ómerkari spor í stjórnmálasögu þjóffarinnar næsta aldarf jórðungi.nn, en þeim hefur tekizt á þeim, sem liffúm er. Sigurður HaUdórsson. '

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.