Morgunblaðið - 03.04.1963, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 03.04.1963, Blaðsíða 2
MORGVHBLAÐIB Miðvikudagur 3. apríl 1963 Tilbúinn áburöur lækkar 2 STJÓRN Áburðarverksmiðjunnar h.f. hefir nú, að fengu samþykki landbúnaðarráðherra, ákveðið heildsöluverð á tilbúnum áburði fyrir árið 1963, sem næst 3% lægra en 1962 fyrir þrífosfat og kalí og 2% lægra fyrir brenni- steinssúrt kalí og blandaðan áburð. Verðið er sem hér segir: sem verið hefir, en uppskipunar- og afhendingarkostnaður, sem bæta þarf við ofangreint verð, er ekki innifalinn. Verðjöfnun, sem æskileg hefir verið talin, er framkvæmd á sama hátt og gert var 1962. Niður- greiðslur ríkissjóðs hafa verið Þrífosfat 45% P2O5 .............. Kalí, klósúrt 50% KaO ........... Kalí, brennisteinssúrt 50% K2O Blandaður garðáburður 9-14-14 Tröllamjöl 20, 50% N ............ Kalksaltplétur 15,5% N ...... „Dolomit' kalk .................. kr. 2.620.00 hver smálest — 1.800.00 — — — 2.720.00 — — — 2.920.00 — — — 3.900.00 — — — 1.980.00 — — — 1.520.00 — — Ofangreint verð miðað við áburðinn kominn á hafnir, svo Titnnic-fiéttln ehbi nprílgnbb MRGUNBLAÐIÐ birti í gær grein og frétt upi skýrslu. sem stýrimaður á norsku sel- veiðiskipi gaf norska ræðis- manninum í Reykjavík fyrir rúmum fimmtíu árum. Gaf stýrimaðurinn i skyn að skip hans hafi verið statt í næsta nágTenni við hafskipið Titanic þegar það fórst á leið til New York um miðjan apríl 1912. Skýrsla þessi hefur ekki fyrr verið birt og vakti mkila at hygli. Allmargir lesendur blaðsins hringdu og spurðu hvort hér væri um apríl-gabb að ræða, en svo var ekki. Blaðið birti ekkert apríl-gabb að þessu sinni, enda var 1. apríl mánu- dagur. — Argentina Framihald af bis. 1 Og þeir hafi nú á valdi sínu bong irnar Bahia Blanca og La Plata og nokkra borgarhluta í Buenos Aires. Einnig segja þeir að fjöldi óbreyttra borgara fylgi þeim. í útvarpssendingu í kvöld skoruðu upprei9narmenn á Argentínuibúa að fy.lkja sér um hinn heilaga xnálstað uppreisnarinnar og safn ast saman undir fána Argentínu til baráttu gegn hatri, spillingu Og upplausn, sem leiði landið til kommúnisma, ef ekkert sé að gert til þess að koma í veg fyrir það. Stjórn Argentínu gerir lítið úr ’ fylgi uppreisnarmanna innan ihiersirLS. Seigir hún að mikill meirihluti hans hafi sýnt henni hollnustu og í kvöld skýrði Jose Maria Guido, forseti frá þvi, að hann hefði sett á fót nefnd hers höfðingja til þess að brjóta upp reisnarmenn á bak aftur. í þeirri nefnd ættu m.a. sæti yfirmenn landhers flughers og flota. For maður nefndarinnar er Juan Carkos Ongania og í kvöld skýrði hann frá því að hafnar væru að gerðir gegn uppreisnarmönnum. Einu átökin, sem skýrt hefur verið frá að orðið hafi í Argen- tínu í dag, eru þau, að flugvéla aveit, sem uppreisnarmenn náðu yfir gerðu árás á skriðdreka- sveit holla stjóminni. Atlburður þessi varð skammt fyrir utan Buenos Aires. Engar fregnir hafa borizt af mannfalli í Apgentinu i dag. SPILAKVÖLD Sj álfstæðisfélags Garða- og Bessastaðahrepps verður næstkomandi mánudag, 8. apríl, og færist næsta spila- kvöld félagsins þannig fram um nokkra daga. ákveðnar hin sama krónntala á hverja smálest ofangreindra áburðartegunda, eins og var árið 1962. Innflutn. köfnunaráburffar eykst Vegna aukinnar köfnunarefnis þarfar landsins hefir innflutning- ur köfnunarefnisáburðar aukizt frá fyrra ári, og er ammonium nitrat, með sama efnainnihaldi og Kjarni, flutt inn á þessu ári. Eftir að gerð hefir verið verð- jöfnun milli Kjarna og innflutts köfnunarefnisáburðar, sem er dýrari í innkaupum en Kjarni hefir verð Kjarna og innflutts köfnunarefnisáburðar 33,5% N, verið ákveðið kr. 2.760.00 á hverja smálest, en það er um 6% hærra verð en var á síðastliðnu ári. (Frá Áburðarverksmiðjunni h;f.). Ráðstjórnarríkin kaupa frystan fisk 2. apríl, 1963, var undirritaður í Reykjavík samningur um sölu á 15000 tonnum af frystum bol- fiskflökum til Ráðstjórnarríkj- anna. Aðilar að samningi þessum eru innkaupastofnunin Prodin- torg Moskvu, og Sölumiðstöð hraðfrystihúsanna og Sjávaraf- urðadeild SÍS. Samkvæmt samningi þessum er heimilt að afgreiða eftirtald ar freðfisktegundir: Þorsk, karfa, ýsu, steinbít, ufsa og löngu. Allt magnið afskipist fyrir lok þessa árs. Af hálfu Ráðstjórnarríkjanna önnuðust samningagerð þessa Hr. Sihekin, verzlunarráðunaut- ur og Hr. Prokrovski, verzlunar fulltrúi, en af hálfu seljenda unnu að samningsgerðinni þeir Einar Sigurðsson, útgerðarmaður, Árni 'PinnfbjörnsBOn, V Va’I'arð J. Ólafsson, framkvæmdastjóri. Sölusamninkurinn er í sam- ræmi við bókun frá 19. desember Fyrsti dagur sjóbirtings- veiðonno í APRÍL var fyrsti veiðidagur- inn í ánum. Voru margir búnir að bíða með óþreyju góðviðris- dagana á undan, eftir að geta rennt fyrir sjóbirting og streymdu reykvískir veiðimienn austur fyrir fjall eldsnemma á mánudaginn. Mbl. er kunnugt um að í báð- um Rangánum urðu menn var- ir og fengu veiði, einkum í Eystri-Rangá. Þeir sem voru við 'Þorleifslæk í Ölfusi munu þó hafa orðið fengsælastir. Einnig fóru veiðimenn alla leið austur í Austur-Skaftafellssýslu, en ekki hefur fróttzt um veiði þeirra. 1962, um viðskipti milli Ráð- stjórnarríkjanna og íslands. (Frá Sölumiðstöð Hrað- frystihúsanna og SÍS). Kvennokór S.V.F.1. og Korlnkór Keflnvíkur syngjn í Beykjovík Kvennakór S.V.F.f. og Karla- kór Keflavíkur efna til samsöngs í Gamla bíó í kvöld og annaff kvöld. I»egar er uppselt á sam- sönginn í kvöld. Kórarnir héldu þrjár söng- sögskemmtanir í Keflavík rétt fyrir mánaðarmótin síðustu og hlutu mjög góða dóma. Á söng- skránni er fjöldi laga úr óperum og óperettum, og hafa mörg þeirra eigi áður verið flutt hér opinberlega fyrr. Eins og áður hefur verið sagt frá í fréttum syngja sjö einsöngv arar með kórunum. Sú breyting hefur þó orðið á, að ung söng- kona, Þórunn Ólafsdóttir, syng- ur í veikindaforföllum Snæbjarg ar Snæbjarnar. Aðrir einsöngvar ar eru: Eygló Viktorsdóttir, Er- lingur Vigfússon, Vincenzo M. Hlýjnsti morz síðnn 1929 NÝLIÐINN marzmánuður er hlýrri en allir marzmánuðir hafa verið aftur til ársins 1929. Meðalhitinn í Reykjavík var 4,7 stig, Akureyri 2,5 stig og Horna- firði 4,9 stig. Er þetta hlýrra en meðalhiti í aprílmánuði og 4 stigum hlýrra en meðalhitinn í marz á árunum 1931—1960. Alhvít jörð hefur aðeins verið 30 daga á vetrinum. Er þetta hlýjasti vetur síðan 1928—1929, en þá var jörð alhvít í 23 daga yfir veturinn. skjóta á brezka flugvél á leið til Berlínar Berlín, S. apríl — (NTB-AP).— S O V É Z K orustuflugvél af gerðinni MIG skaut í dag fjórum skotum að einkaflug- vél brezka sjónvarpsleikar- ans Hughies Greens, en hann var á leið til Vestur-Berlínar frá Vestur-Þýzkalandi. Green lenti heilu og höldnu í Vestur-Berlín. Sagði hann, að þegar hann hefði verið kominn nokkuð áleiðis til borgarinnar hefðu tvær sovézkar orustuflug- vélar af gerðinni MIG nálgast flugvél hans. Önnur gaf honum merki um að lenda, en hann sinnti því ekki. Þá skaut hin MIG flugvélin fjórum skotum að flugvél hans. Green var á lrið til Vestur- Berlínar til þess að skemmta brezkum flugmönnum þar. Þeg- ar brezk yfirvöld í Berlín fóru fram á lendingarleyfi fyrir flug- vél Grenns, mótmæltu Sovétrík- in og sögðust andvíg því, að einkaflugvélum væri leyft að fljúga á flugleiðunum til Ber- línar. Brezk yfirvöld í Berlín vísuðu mótmælum Sovétríkjanna á bug. , Demetz, Hjálmar Kjartansson, Böðvar Pálsson og Haukur Þórð- arson. — T unglskot Framhald af bls. 1. teldi sennilegt, að tunglflaugin myndi senda myndir frá tungl- inu, sem auðvelduðu vísinda- mönnum að gera sér grein fyrir eðli yfirborðs þess, hæð fjallanna og dýpt gíganna. Hann sagði að næsta skref, sem Sovétríkin myndu stíga í rannsóknum á tunglinu yrði að senda sjálfvirka rannsóknarstofu þangað. Eins og áður segir gáfu sovézk- ir vísindamenn engar nákvæm- ar upplýsingar um tilgang tungl- flaugarinnar í dag, en skýrt var frá því, að á morgun, miðviku- dag yrði skýrt nánar frá henni. Engin merki hafa heyrzt frá eld- flauginni í rannsóknarstöðinni á Jordell Bank í Bretlandi, en Bochum rannsóknarstöðin í Vest- ur-Þýzkalandi hefur heyrt til hennar. Fyrsta eldflaugin, sem Rússar sendu áleiðis til tunglsins var Lunik 1. Henni var skotið á loft 2. janúar 1959. Fór hún framhjá tunglinu í 6.900 km fjarlægð. Lunik 2. sendu Sovétríkin til tunglsins 12. sept. 1959 og var það fyrsta eldflaugin, sem hitti yfirborð tunglsins. Lunik 3. sendi myndir af bákhlið tunglsins til jarðar í október 1959. Minningar- athöfn í gær fór fram minningarat- höfn um flugmennina tvo.J Stefán Magnússon, flugstjóraj og Þórff Úlfarsson flugmann.j sem fórust með flugvél á leiff 1 frá Bandarikjunum fyrir | skömmu. í kirkjunni töluffu J sr. Jón Auðuns og sr. Jakobl Jónsson, dr. Páll ísólfsson lékj sorgarlög á orgel, karlakórJ söng og Guffmundur Jónsson] söng einsöng. Geysilegt fjölmenni var viffl minningarathöfnina, og kirkj | an þéttsetin. Var kirkjan mik- ] iff skreytt blómum og athöfn- in mjög hátíðleg. Sólrún fékk 2200 tunnur f GÆRMORGUN komu nokkrir ReykjavLkurbátanna inn með góða sildveiði. Sólrún kom drekik hlaðin með 2200 tunnur. Ekki er það þó það rmesta sem hún hefur fengið, því báturinn hefur borið 300 tunnum meira. Akraborgin hafði 1400 tunnur, Guðimundux Þórðarson 800, Við- ir n 800 og 6 skip önraur komu með 70—3i50 tunnur. Síldin fékkst út af Grindavík. Hún var falleg og fór mest í frystihúa og eitthvað í bræðslu. Ekkert hafði fréttzt af síldveiði í gærkvöldi. _ [SNAIShnit'r | / SVSOhnútar H SnjUcma » ÚSl 7 Shúrir K Þrumur ws KuUoM V HttnM HHmt 1 L LmaSl n r ,/-,,-9 ,, i i ^ Itv» r " L /O/O ..•* LÆGÐIN SA af Hvarfi var í var mikil á Suðurlandi, 8—9 gær á hreyfingu norður, og stiga hiti og glaðasólskin, en var búizt við áhrifum frá kalsi framan af degi á Norður herani hér í dag. Veðurbláða laradi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.