Morgunblaðið - 03.04.1963, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 03.04.1963, Blaðsíða 6
6 Miðvíkudagur 3. apríl 1963 MORCVNBLAÐIÐ ★ KVIKMYNDIR * KVIKMYNDIR * KVIKMYNDIR ★ * KVIKMYNDIR * SKRIFAR UM: ★ KVIKMYNDIR ★ HÁSK'ÓLABÍÓ: MACBETH. FL.ESTIR íslendingar, sem áhuga hafa á bókmenntum, munu kann ast við hið stórbrotna leikrit Shakerpeares, Macbeth og margir hafa vafalaust lesið það í hinni frábæru þýðingu Matthíasar Jochumssonar. Englendingar hafa nú gert kvikmynd eftir leikritinu með Maurice Evans og Judith Anderson í aðalhlutverkunum, Macbeth og lady Macbeth. Er myndin tekin í litum í Hermitage kastala í Skotlandi og í nágrenni hans. Þessi blóðugi harmleikur gerist í Skotlandi til forna. Hefst hann á því að hinn sigursæli herforingi, Macbeth, hittir uppi á heiðum Skotlands þrjár nornir, sem hylla hann og segja fyrir að hann eigi eftir að komast til mikilla met- orða og meðal annars verða kon ungur Skotlands. Þessi spádóm- ur nornanna vekur í brjósti Mac- beths óslökkvandi metorðagirnd og valdagræðgi, er færist æ meir í aukana eftir því sem spádómarn ir rætast. Fer svo, er Duncan konungur er í heimsókn hjá Mac- beth, að Macbeth myrðir konung inn og hefur lady Macbeth óspart eggjað mann sinn til ódæðisverks ins, því að hún var ekki síður haldin metorðagirnd en bóndi hennar og var mun kaldrifjaðri en hann. Mácbeth er nú tekinn til konungs, en sú upphefð verð- ur honum og konu hans dýrkeypt. Samvizkan þjáir hann öllum stundum og í æði sínú drýgir hann hvert ódæðið öðru verra. Kona hans verður vitskert af sam vizkubiti og ótta og hann sér í æðisköstunum fyrir sér þá sem hann hefur látið myrða. Að lok- um deyr lady Macbeth og skömmu síðar fer her manns að Macbeth, en hann lætur lífið í einvígi við einn af mönnum þeim, sem hann hefur leikið hvað verst. Vitanlega er þetta fátæklegur útdráttur úr þessu mikla meistara verki, en hér er ekki rúm til að rekja efnið frekar. Það er vissulega mikið vanda- verk svo vel fari hin stórbrotnu leikrit Shakespeares, en ekki verð ur annað sagt en að hér hafi af- burðavel tekizt. Að sjálfsögðu er farið fljótt yfir sögu í myndinni en atburðarásin þó furðuvel rak- in. Og vitanlega nýtur hinn snilld arlegi texti höfundarins sín ekki nema að litlu leyti. En myndin gefur atburðunum meira svigrúm hvílíkt listaverk hér er um að ræða. AUSTURBÆ J ARBÍÓ: MILLJÓNAÞJÓFURINN PÉTUR VOSS. ÞEIR SEM lesið hafa skáldsögu E. Seeliger, samnefnda þessari mynd, hefðu áreiðanlega gaman af að sjá myndina, en sagan hefur komið út í íslenzkri þýðingu. — Pétur Voss er býsna fjölhæfur náungi, — ævintýramaður, rit- höfundur og kvennagull og lendir alltaf í nýjum og nýjum ævintýr um, en stendur alltaf með pálm ann í höndunum að lokum, enda getur hann tekið á sig öll hugsan leg gerfi svo að segja á svip- stundu. í mynd þessari gerist Pét ur innbrotsþjófur, að vísu gervi- þjófur, til þess í>ð bjarga góðum vini sínum og tilvonandi tengda- pabba úr miklum fjárhagsörðug- leikum. Þannig er mál með vexti að Rottmann bankastjóri er í mestu klípu. Hann hefur lánað gömlum vini sínum, van Zanten gimsteinakaupmanni, mikla fjár- hæð til gimsteinakaupa. En Zant en, sem er í Hong Kong, lendir í bílslysi og er þá stolið gimstein unum, sem hann hafði keypt. — Hann getur því ekki staðið í skil um við Rottmann, sem þess vegna getur heldur ekki staðið í skilum við viðskiptamenn sína. Rottmann segir Pétri hversu komið er og Pétur sér enga leið út úr vandræð unum aðra en þá að búa til inn- brot og þjánað úr banka Rott- manns, þar sem reyndar er ekki eyrir að hafa, en með því móti er von um að Rottmann geti fengið greiðslufrest hjá kröfuhöfum sín- um. Pétur tekur að sér innbrotið. Þegar hann kemur í bankann eru þar fyrir ósviknir innbrotsþjófar. Pétur ræður niðurlögum þeirra, en þeir halda að Pétur hafi haft með sér allan fjársjóðinn. Við- skiptamenn Rottmanns fela leyni lögrumanninum Bobby Dodd að hafa uppi á þjófunum og líður ekki á löngu þar til upp kemst hver þjófurinn er. Og nú hefst eltingarleikurinn. Er ekki að orð- Síldar og fiskimjölsverk- smiðja á Breiðdalsvík lengja það, að leynilögreglumað | þar er margt að sjá og leikurinn t Fischer’s í hlutverki Péturs og urinn, sem reyndar stígur ekki í er yfirleitt góður. Einkum er þó Walters Gillers í hlutverki leyni vitið, eltir Pétur land úr landi og bráðsnjall leikur þeirra O. W.' lögreglumannsins, Bobby Dodd’s. álfu úr álfu, en þegar til Hong®- Kong kemur, verður málið allt miklu flóknara og spennan meiri og kemst þá allt upp að lokum um gimsteinahvarfið, — en ekki er vert að rekja það hér. Allan tím ann hafa bófarnir, sem Pétur hitti í bankanum, verið á hælum hon- um, til þess að klófesta frá hon- um „þýfið“, en það voru líka fleiri sem eltu hann, sem sé Bar- bara, hin unga og fríða dóttir Rott manns bankastjóra, sem er bál- skotin í Pétri, og þarf ekki að segja frá því hversu þeirra við- skiptum lýkur. Eins og áður segir, er mynd þessi bráðfjörug og margt fyndið og hlægilegt, sem gerist. Myndin er tekin í mörgum löndum svo Breiðdal, 12. marz 1963. EINS og öllum bændum er í fersku minni, lagði að með stór- snjó seint í október í haust, og sló nokkrum óhug á menn, að hætt væri við fóðurskorti, ef svo héldist. Nú horfir öllu betur, því frá því fyrir jól hefur verið sér- lega hagstæð tíð fyrir beitarpen- ing, svo með kjarnfóðurgjöf hef- ur mátt spara mjög mikil hey, og ættu menn að Vera sæmilega við því búnir, ef vorið kæmi með kuldakast, og eiga þá hey til innigjafar, ef á þyrfti að halda. Við því má líka vissulega búast, samkvæmt reynslu. Áhugi fyrir mjólkurfram- leiðslu er að aukast hér, en vant- ar aðstöðu til að koma mjólkinni í verð, nema með smjörgerð. í mjög náinni framtíð verður aS hefjast handa, um skipulagða vinnstlu á mjólkurafurðum, eða dreifingu sölumjólkur til nálægra þorpa. markvissrar hugsunar og ske- leggs starfs framvarða tunguna ar. Minnis þessa, góðir blaða- menn! Gætuð þið ekki beitt hug viti ykkar og fagkunnáttu til skemmtilegs og vekjandi áróð- urs fyrir móðurmálinu, og léð þessu rúm í dálkum blaðanna Bólusett vlð inflúenzu í janúar var hagstæð tíð fyrir útgerðina, en síðan hafa orðið veruleg úrtök vegna rosa á mið- um. Afli í net er allgóður þegar gefur, og landaði Bragi nýlega 40 tonnum. Héraðslæknir, Heimir Bjarna- son, ferðast nú um héraðið, og bólusetur þá sem óska vegna in- flúenzunnar, fyrst og fremst sjó- menn og frystihús-starfsfólik, svo og flest fólk á heimilum um allt hið víðáttuimikla Djúpavogshér- að. Nú eru aðeins eftir þrjár sýningar á leikriti Sigurðar Róberts- sonar, ,Dimmuborgir“, sem sýnt er um þessar mundir í Þjóð- leikhúsinu og verður næsta sýning í kvöld. — Myndin er af Sigríði Hagalín og Stefáni Thors í hlutverkum sínum. Síldar og Fiskimjölsverksmiðja Um alllangt skeið hafa verið uppi hugmyndir um stofnun síldar og fiskimjölsverksmiðju hér á Breið dalsvík. Nú hefur verið sbofnað hlutafélagið Síldariðjan h.f. til að koma þessu máli í framkvæmd. Stjórn hlutafélagsins skipa: Svan ur Sigurðsson, skipstjóri, Pétur Sigurðsson verzlunarmaður og Páll Guðmundsson oddviti. Enn: sækir í sama horf með trúflanir á útvarpi. Þegar tíðar- far er eins og að undanförnu, þokur og súld eða slydda, reyn- ist ekki unnt að fylgjast með kvölddagskrá. Verður sjónvarpið fyr komið til suðvesturlandsins, en unnt reynist að tryggja Aust- firðingum viðhlítandi skilyrði til að njóta útvarpsins? — Fréttaritari.' en leiksvið og leikurinn er af- burðagóður og þá fyrst og frernst leikur þeirra Maurice Evans og Judith Anderson’s, en Horden í hlutverki Banquos, sem Macbeth lét myrða og Ian Bannen, er leik ur Macduff banamann Macbeths. Þetta er ein af þeim myndum, sem manni verða lengi minnis- stæðar. Mér skilst að Háskólabíó hafi í gær hætt sýningum á þessari mynd, en vildi varpa fram þeirri tillögu að bíóið tæki hana aftur til sýninga, svo sem flestir fái tækifæri til að kynnast því, • Að ganga í ljósi. Þið blaðamenn hafið jnanna mest áhrif á marga hluti, ekki sízt á málfar manna. Orð og órðatiltæki hafa festst í málinu fyrir atbeina blaða og útvarps, sum góð og þörf, sum lakari. Nýir hlutir og nýjar hugmynd ir þarfnast nýrra orða. Almenn ingur aðhyllist ekki frekar am- bögur eh vel mynduð orð og setningar. En ekki er furða þótt klaufaleg orð og talshættir, sem sífellt er staglazt á í blöðum og útvarpi, verði mönnum tungu- töm. Eg er ekki málfróð, aðeins minnug á það málfar, sem ég ólst upp við fyrir hálfri öld. Þegar reistir voru götuvitar, kviknaði orðatiltækið: „að ganga á grænu ljósi“. í mínu ungdæmi gengu menn á gólfinu og túninu. Börnin léku sér úti í sólskininu. Menn stóðu úti I tunglsljósi. Hins vegar urðu villuráfandi menn allshugar fegnir, þegar rofaði til og þeir sáu ljós í. baðstofuglugga. — Gengu þeir þá á ljósið. Góðir blaðamenn! Viljið þið vinna að því að ís- lendingar haldi áfram að ganga á ljós og í ljósi eins og þeir hafa gert frá upphafi. • Fyrir skelegga baráttu. Þeim, sem hlustað hafa á tíma ágætu fyrirlestra um is- lenzkuna, sem útvarpið flytur á sunnudögum, verður það ljóst, að nútímamálið hefur ekki náð þeim þroska, sem það hefur hlot ið „af sjálfu sér“, heldur vegna öðru hverju. Eg hefi tínt saman nokkur skrípi úr blöðum og útvarpi og hnoðað úr þessu bögur, sem reyndar samsvara innihaldinu. Örlaði á „einhverjum". Enginn „forðar“ leiðindum. Alt úr skorðum er „í dag“. „OUið“ hefur þessu, hvað? Kappar unnu „keppnir“ margar, sem kunnugt er af útvarpshrósi. En ósigrinum enginn „bjargar“, þótt ekið sé „á rauðu Ijósi“. — G. BOSCH 0 Höfum varahlutl í flestar tegundir Bosch BOSCH startara og dynamóa. GUNNAR GUNNARSSON Egilsstaðir bosch

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.