Morgunblaðið - 03.04.1963, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 03.04.1963, Blaðsíða 20
20 MORCDlSBLAÐlb Miðvikudagur 3. apríl 1963 DUNKERLEYS Alec fékR lánaðan penna og blek og samningurinn var undir- ritaður. — Ég skal fá Carterson hann á morgun, sagði hann. — Hann heldur, að hann geti komið bókinni út í apríl. Ég skal svo hafa auga með'honum og sjá um, að hún líti sómasamlega út. Hún þakkaði honum aftur og fór að fara í hanzkana. — Jæja, nú verð ég að fara. Hún stóð upp, en Alec sagði: — Hérna er dálítið, sem ég vil sýna þér. Geturðu séð af mín- útu í viðbót? Þetta var eintak af „Gulu bók- inni“. Hún opnaðist á stað, þar sem hún hafði sýnilega oft verið opnuð áður. Hann lagði hana feimnislaga á borðið fyrir fram- an hana. Efst á fremstu síðu las hún: „Skriftamál, eftir Alec Diliwórth." — Það er bara smásaga; sagði hann hóglega. En svo bætti hann við, eins og ögrandi: — En það er nú samt allnokkuð, að koma henni að í Gulu bókina. Ég hitti Henry Harland. Hann hrósaði henni og bað um meira. Það gæti vel orðið eitthvað úr þvi. Ég er nú ekki þrælbundinn hjá Dunkerley, skilurðu. Hesba varð hrærð. Þetta sam- bland af auðmýkt og stolti, hlé- drægni og óánægju með eigin 'lcjör og leynda metorða,girnd — allt þetta kom upp á yfir- borðið, á þessu hversdagslega augnabliki. Hennar eigin reynsla gerði henni skiljanlega þessa kvöl, sem hrjáði hann. En nú var hún komin á þurrt land Og horfði frá sínum óhulta stað á baráttuna, sem hann átti í. Ein- hver kjarni hygginda og hagsýni aftraði henni frá því að stinga sér aftur í vatnið, sem hún nú var sloppin upp úr. Hún óskaði honum til ham- ingju með að hafa komizt í Gulu bókina. — Mitt eintak ætti að verða komið heim til mín þegar ég kem þangað, sagði hún. — Ég hiakka til að lesa hana strax í kvöld. — Þú verður að segja mér, hvernig þér finnst hún, sagði Alec. — Og þú ert eina mann- eskjan, sem ég hef sagt það við. Láttu mig vita á morgun. Ég er að fara með hana systur mína í dálitla jólaveiziu í Gafé Royal í kvöld. Geturðu komið með okkur? Ég vildi gjarna, að þú kynntist Elsie. Aftur hringdi einhver viðvör- unarbjalla í huga Hesbu, og hún var fegin að hafa góða og gilda afsökun. — Því miður, sagði hún. — Sir Daniel hefur kvöldboð heima hjá sér, og ég hef lofað að koma. — O, þú þarft nú ekki að vera lengi frameftir í slíku sam- kvæmi. Afsakaðu þig klukkan tí . og komdu þá til okkar. Við verðum þá búin að borða, en við getum fengið okkur eitthvað að drekka saman. — Ég get ekki löfað því, sagði hún. — Þú veizt hvernig þessu er öllu er varið. Maður getur ekki þotið svona burt. Nei, þú mátt ekki vera að búast við mér. Alec var enn að fara í yfir- fakkann, sem sýndist alltaf vera að gleypa hann. — Við förum þaðan líklega klukkan ellefu, sagði hann, — en þangað til lif- um við í voninni. Bless á meðan. Ég þarf að ganga fi á ýmsu smá- vegis í skrifstofunni. Hún horfði á þessa litlu ein- manalegu mannsmy-nd hverfa í áttina að ánni, en sneri síðan inn í mann grúann í Strand. Með an hún ók í strætisva,gninum til íbúðar sinnar í Bayswatergötu, brutust tveir kraftar um í huga hennar: aðdráttaraflið í öllu því, sem var ævintýralegt og hættu- legt, frjálst og óháð, hjá Alec Biilworth, og svo röddun, sem reyndi að sannfæra hana um, að hún hefði lokið baráttu sinni og að nú skipti það mestu að treysta það, sem hún hafði áunn- ið. Þesssi tvö herbergi, sem hún bafgi búið húsgögnum, eftir þvi sem takmörkuð efni hennar leyfðu, voru henni kær og hugg- andi, hugsaði hún með sjálfri sér, þagar hún var komin heim. Hér var -vígið, sem hún þurfti að verja, vígið, sem varði hana gegn undirdjúpunum, sem svo auðvelt var að detta í. Hún stóð stundarkom við gluggann í setustofunni sinni uppi á fyrstu hæð og horfði nig- ur á Ijósin í leiguvögnunum, sem mörkuðu blikandi Ijósrák á dimman garðinn þarna úti fyrir. Svo dró hún fyrir gluggann og settist í hægindastólinn við arin- inn. Hún tók að lesta Skriftamál og fann til óróa sálar, sem virt- ist ekki fremur tilheyra þessum strætum en mávur tilheyrir ruslafötunni, sem hann étur úr. 10. Laurie Dunkerley gekk með Hesbu úr setustofunni og fram að framdyrunum. Þessi sam- kvæmi hjá föður hans fundust honum ekkert sérlega skemmti- leg — það var ekki nema nær- vera þessarar „upþrennandi konu“. sem gerði það þolanlegt í þetta sinn. Honum fannst Theódór Chrystal hátíðlegur merkilegur með sig og leifjin- lagur, því að nú var hann ekki hræddur Við hann lengur — því að hvaða háskólastúdent hefur nokkru sinni verið hræddur við skólastjóra sinn fyrrverandi? Dina var í hans augum eins og hver annar gælukettlingur, og þessi Felix Boys, sem hún hafði dregið inn í húsið með sér, var ekki annað en krakki, sem ekki var hægt að tala við — jafnvel þótt Dina hefgi lofað manni að komast að með orð við hann. Það var allt í la.gi með Grace Satterfield — honum þótti vænt um Grace frænku, en einhvern veginn varð hann svo lítill við hliðina á henni. Hún var svo róleg, tilfinningasljó (að honum fannst) og svo lærð. Að hlusta á hana og Chrystal tala saman um eitthvert efni var líkast því að vera áheyrandi á kirkju- fundi í Kantaraborg. Nei, hann var þarna algjörlega úti á þekju, en það versta var, aQ prófastur- inn hafði það til að vera alltaf að snúa sér að honum með þetta frystibros sitt og segja: — Hvað finnst Laurie um þetta? Eða: —■ Þetta getur Laurie áreiðan- lega frætt okkur um. Nei, þetta hafði verið hund- leiðinlegt kvöld, hugsaði Laurie, og hann var gripinn einskonar heimþrá, en hann hugsagi til viðræðna sinna við félaganna í Oxford, áður en hann fór í jóla- leyfið. Leiguvagna og kvöld- verða hjá Romano með mennt- uðu og frjálslyndu kvenfólki — Þetta var efnið, sem hann hafði hugsað sér í jólabúðinginn sinn. Laurie hafði mikla löngun til að njóta slíkra gsega, en til ALLTAF FJÖLGAR VOLKSWAGEN VORIÐ ER I NAIMD Eruð þér farinn að hugsa til sumarferða? Er það þá ekki einmitt VOLKSWAGEN, sem leysir vandann? PANTIÐ TÍMANLEGA VOLKSWAGEN er ódýr í innkaupi og rekstri. Verð frá kr: 121.525,— VERIÐ HAGSYN Vinsældir VOLKSWAGEN hér á landi sanna ótvírætt kosti hans við okkar stað hætti. — VOLKSWAGEN er ekkert tízku fyrirbæri það sannar bezt hið háa endur- söluverð hans. VELJIÐ VOLKSWAGEN. HEILDYERZLUNIN HEKLA H F ’ Laugavegi 170—172 — Reykjavík — Sími 11275. þess var lítil von fyrir soninn í Dunkerley-fjölskyldunni. Hans fjölskylda eyddi ekki peningum heldur festi þá og gerði áætlanir fyrir framtíðina. Jafnvel í kvöld — á sjálfu hátíðiskvöldinu — hafði Sir Daniel ekki getað stillt sig um það eftir mat að fara að tala um útfærslu á fyrir- tækin-u og fara líka að gefa út bækur. Eitthvað handa Laurie! Mundu það, drengur minn! Þú gætir gert það að miklu fyrir- tæki. Og þú, Theó. Þessi bók þín um Hebreabréfig er náttúr- lega full.góð, en dettur þér í hug, að hún fái þúsund lesendur? Og á maður að eyða hæfileikum sín- um í að skemmta þúsund lesend- um — hátt reiknað? Nei, nei. Sannarlega! Og Laurie vissi mætavel á hverju gat verið vOn, þegar sir Daniel byrjaði setn- ingu með þessu orði — sannar- lega hefur guð ætlað okkur að láta hæfileika okkar koma sem allra flestum a(j gagni. Og það er enginn vafi á því, Chrystal minn góður, að hægt væri að koma af stað mikilli andlegri vakningu, ef réttu mennirnir skrifuðu um þá réttu hluti á réttan hátt. Þann hátt, að það nái til alls almennings — stuttar bækur, sem hnyppa almennilega í mannskapinn. Þú ættir að beita þér að því, Chrystal. Ef svo fyrirtæki eins og mitt fengi það til meðferðar, gæti það nág til 30 eða 40 þúsund manna. Laurie hafði aldrei orðið var við svona brennandi áhuga hjá föður sínum, síðan hann var að stofna fyrsta garðyrkjublaðig. Jæja, hugsaði hann og hristi um leið höfuðið, þegar Sim gamli ýtti vínflöskunni til hans, guði sé lof fyrir, að við þurfum ekki að hanga hérna mikið lengur, og Hesba Lewison er uppi, og það er svei mér lítandi á hana, með sterkrauða kjólinn og svarta hárig. Hann þurfti að ná í hana afsíðis og vita, hvort hún vildi koma með honum út að borða, eitthvert kvöldið. Sir Daniel gat varla farið að banna honum það. Og þá gætu þau talað saman um eitthvað annað uppbyggilegra en andlega vakningu, sem gæfi vel í aðra hönd. En svo, þegar þeir komu upp í setustofuna, hafði móðir hans sagt. — Dan! ÞaQ er naumast ykkur hefur dvalizt. Ungfrú Lewison er rétt að fara! Það var ómögulegt að halda í hana og hún gerði enga grein fyrir því, hversvegna hún þyrfti að fara. Hún yrði að fara, það var allt og sumt, og hún sýndist vera taugaóstyrk og fyrtin, þeg- ar þau skiptust á að reyna að halda í hana. — Ég ætla að útvega yður leiguvagn, sagði Laurie, þegar þau stóðu í kuldanum úti viQ fordyrnar. aiíltvarpiö Miðvlkudagnr 3. april 8.00 Morgunútvarp. 12.00 Hádegisútvarp. 13.00 „Við vinnuna": Tónleikar. 14.40 „Við, sem heima sitjum": Sig- urlaug Bjarnadóttir les skáld- söguna „Gesti" eftir Kristínu Sigfúsdóttur (14). ( 15.00 Síðdegisútvarp. 17.40 Framburðarkennsla 1 dönsku og enskú. \ 18.00 Útvarpssaga barnanna: „Böm in í Fögrúhlíð" eftir Halvor Floden; V. (Sigurður Gunn- arsson). 18.20 Veðurfregnir. — 18.30 Þing- fréttir. — 18.50 Tilkynningar. 19.30 Fréttir. 20.00 Varnaðarorð: Gestur Ólafsson forstöðumaður bifreiðaeftir- lits ríkisins talar um umferð- armál. 20.05 Tony Mottola og hljómsveit leika vinsæl ítölsk lög. 20.20 Kvöldvaka: a) Lestur fornrita: Ólafs saga helga; XXII. (Óskar Halldórs- son cand. mag.). b) Kvæðalög: Sigríður Frið- riksdóttir og Elísabet Björns- róttir kveða. c) Sigurbjörn Stefánsson flyt- ur frásöguþátt um hákarla- veiðar — eftir Guðlaug Sig- urðsson, Siglufirði. 21.10 Föstuguðsþjónusta i útvarps- sal. — Prestur: Sr. Gunnar Árnason. Organleikari: Jón G. Þórarinsson. 21.45 íslenzkt mál (Jón Aðalsteinn Jónsson cand. mag.). 22.00 Fréttir og veðurfregnir. 22.10 Passiusálmar (45). 22.20 Kvöldsagan: „Svarta skýið" eftir Fred Hoyle; XIII. (Örn- ólfur Thorlacius). 22.40 Næturhljómleikar. 23.30 Dagskrárlok. KALLI KÚREKI •— Kúreki, þú veizt ekki hvað þú ert nálægt dauðanum. — Hvort sem hún er konan þín eða ekki, þá skaltu slá hana einu sinni enn og ég brýt í þér hrygglengjuna. — Dragðu hólkana, eða farðu að - * - * - vinna að því að koma þessari kerru í lag. — Allt í lagi, ég skal koma mér af stað í betta sinn. — En ég skal segja þér einn hlut. Hestarnir mínir, hundarnir og konan Teiknarú Fred Harman vita annað hvort hver er húsbóndinn, eða þau verða að gera svo vel að læra það. — Allt í lagi, þú ert búinn að segja mér það. Leystu nú af henni böndin, eða ég skal kenna þér ýmislegt. BUT LEMME TELL Y0U SOMETHW'/ MY HORSES, DOS-S, AW’WOMEM EITHEE KWOW WHO'S BOSS, OE THEY LEARM.-TH' HARD WAV/ 7 OKAY, YOU TOLP ME f MOW, UNTIE HER.'-OR , I'LL SHOW YOU SOME HARD WAYS YOU N6VEK HEAED I Fjórði hver miði vinnur að meðaltalil Hæstu vinhingar 1/2 milljón krónur. Lægstu 1000 krónur. Dregið 5. hvers mánaðar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.