Morgunblaðið - 03.04.1963, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 03.04.1963, Blaðsíða 21
Miðvikudagur 3. aprí! 1963 MOECVlSBE\4Ð1Ð 21 .JOHNSON & KAABER QHIHU%%%%%%%%% LANDSLIÐ íslands sem keppa mun á Evrópumótinu í f«ýzka- landi í júlí nk. hefur verið valið og er þannig skipað: Lárus Karls son, Stefán J. Guðjohnsen, Símon Símonarson, Þorgeir Sigurðsson, Ásmundur Pálsson og Hjalti Elíasson. íslandsmótið í bridge fer fram í Reykjavík á tímabilinu 6. til 15. apríl nk. Keppt verður með nýju fyrirkomulagi þannig, að nú er keppendum skipað í tvo flokka, þ.e. landsliðsflokk og meistaraflokk. í sveitakeppninni eru 6 sveitir í landsliðsflokki og eru það þessar: Sveit Einars Þorfinnssonar, sv. Agnars Jörgenssonar, sv. Brands Brynjólfssonar, sv. Jóns Magnús- sonar, sv. Stefáns J. Guðjohnsen og sv. Laufeyjar Þorgeirsdóttur. Er hér um að ræða 6 efstu sveitirnar á íslandsmótinu 1962. í meistaraflokki hafa öll félög innan bridgesambandsins rétt á að senda sveitir í hlutfalli við stærð félaganna. í tvímenningskeppninni mynda 22 pör landsliðsflokkinn og spila 105 spila barómeterkeppni. — í meistaraflokknum verða 34 pör í einum riðli og spila saman 99 spil. Mótið hefst eins og áður segir laugardaginn 6. apríl nk. og verð- ur'keppt í sveitakeppni og lýkur henni 11. apríl. Tvímennings- keppnin hefst 13. apríl og verða þann dag spilaðar tvær umferðir, en sú þriðja 15. apríl. Lokahóf, þar sem fram fer verðlaunaaf- hending, verður síðan haldið að kvöldi annars páskadags. Sinfóníuhljómsveit íslands Ríkisútvarpið Tónleikar í Háskólabtói fiinmtudaginn (Skírdag) 11. apríl, kl. 15,09. Flutt verður MESSÍAS eftir G. F. Handel, fyrir einsöng, blandaðan kór og hljómsveit. Stjórnandi; Dr. Róbert A. Ottósson. Einsöngvarar: Álfheiður Guðmundsdóttir, Hanna Bjarnadóttir, Kristinn Hallsson, Sigurður Björnsson. Söngsveitin: Fílharmonía. Aðgöngumiðar seldir í Bókaverzlun Sigfúsar Ey- mundssonar og Bókaverzlun Lárusar Blöndal á Skólavörðustíg og í Vesturveri. SlilVtARIMÁHISiKElÐ í ENGLANDI Skólastofnunin Scanbrit efnir til sumarnámkeiða í Englandi næsta sumar. Dvelja nemendur á heim- ilum, aldrei fleiri en einn af hverju þjóðerni á sama heimili, og ganga í skóla þaðan. Farið verður 7. júní og komið heim aftur 27. ágúst. Flugferðir báðar leiðir, fæði og húsnæði á heimilinu og skólagjöld kosta £185. Vegna forfalla getur einn nemandi enn komist með. Allar upplýsingar gefur Sölvi Eysteins- son, sími 14029. $ í $ STÓRFELLD FARGJALDALÆKKUN ÍAPRÍLOGMAÍ* NOTIÐ TÆKIFÆRIÐ Nú er einstakt tækifæri til þess að njóta hinna ÓDÝRU SKJÓTU OG ÞÆGILEGU Flugfélagsins til Evrópu — 'Kynnið yður vorfargjöldin hjá okkur eða ferða- skrifstofu yðar Lækkunin nemur l.d. þessum upphæðum Rvík •— Kaupmannahöfn — Rvík kr. 1688.— Rvík — Stokkhólmur — Rvík kr. 2786.— Rvík — París — Rvík kr. 2163.— Rvík — Osló - Rvík kr. 2134,— Rvík — Glasgow — Rvík kr. 1207,— Rvík —• London — Rvík kr. 1519 — Rvík — Hamborg — Rvík kr. 2166.— □ ILDISTÍMI FARSEÖLA SkV. VORFARGJÖLDUNUM ER EINN MÁNUÐUR FRÁ BRDTTFARARDEQI HÉ£3AN

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.