Morgunblaðið - 03.04.1963, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 03.04.1963, Blaðsíða 8
8 MORCVVniABtB Miðvikudagur 3. apríl 1963 Verið að koma um ríkisábyrgðir Á FUNDI neðri deildar Alþingis' í gær héldu enn áfram umræður um frumvarp ríkisstjórnarinnar | um 50 millj. kr. lánsheimild til handa ríkisábyrgðarsjóði til að standa undir áföllnum ríkis- ábyrgðum. Við umræðurnar ítrek aði Gunnar Thoroddsen fjármála- ráðherra enn, að samkvæmt öll- um venjum bæri ekki og ætti ekki að greiða áætlaða upphæð á fjárlögum, nema þess væri þörf, og nefndi m.a. dæmi þess, að sá háttur hefði verið á hafð- ur í tið vinstri stjórnarinnar. Halldór E. Sigurðsson (F) end- urtók það í gær, sem hann hafði sagt á dögunum, að ríkissjóður hefði átt að greiða þær 38 millj., sem á fjárlögum ársins 1961 voru ætlaðar til að standa undir áfölln um ríkisábyrgðum, þar sem nú þyrfti að leita 50 millj. kr. láns- heimildar til handa sjóðnum. En með því væri verið að láta úti- búið taka lán til þess að ríkis- sjóður stæði' betur á pappírnum. ÞESS ÞURFTI EKKI MEÐ. Gunnar Thoroddsen fjármála- ráðherra sagði m.a., að raunar væri furðulegt, að standa þyrfti í deilum um svo einfaldan hlut. Hinar umræddu 38 millj. á fjár- lögum ársins 1961 voru áætlunar- liður, en það væri svo um þá, að vitanlega verða þeir greidd- ir, ef á þarf að halda en annars ekki. Stundum þarf að greiða meira, en gert er ráð fyrir, stund um minna og stundum alls ekk- ert. Það er svo algild regla, að menn hefðu ekki trúað, að um það þyrfti að hafa mörg orð. Ef menn vantar fordæmi, má benda á, að á fjárlögum ársins 1958 voru 40 millj. kr. ætlaðar til að standa undir dýrtíðarráð- stöfunum, en þá var Eysteinn Jónsson fjármálaráðherra. Það ár voru bjarg- ráðasjóðslögin sett og í þeim var m.a. aflað tekna til að standa undir dýr tíðarráðstöfun- um, svo að nið- urstaðan varð sú, að þessar 40 millj. voru ekki greiddar. Var EJ þá kannski að svíkjast um með því að inna þær ekki af hendi? Nei, svo var alls ekki. Það var rétt að farið'. Teknanna hafði verið aflað með sérstökum lögum og því þurfti áætlunar- upphæðarinnar ekki með. STUÐNINGUR VIÐ UPP- BYGGINGUNA. Þá minnti ráðherra á, að EJ hefði lýst því yfir, að í hans tíð hefðu ríkisátorygðir oft verið veittar, þótt augljóst hefði verið, að ekki yrði staðið í skilum. Nú- verandi ríkisstjórn er að sjálf- sögðu á þeirri skoðun, að nauð- synlegt sé að styðja uppbygging una í landinu, bæði sveitarfé- laga og einstaklinga, með rik- isábyrgðum, enda hafa marg- ar ábyrgðir verið veittar í tíð núverandi ríkisstjórnar, ekk-i sízt til framkvæmda í hinni strjálu byggð. En hins vegar teljum við, sagði ráðherrann, að kanna eigi möguleikana til að standa í skil- um. Ef þeir eru litlir sem engir, verður að koma grundvellinum á með beinum styrkjum. En að blekkja sjálfan sig og aðra, þótt augljóst sé, að ekki verði staðið í skilum, er siðspillandi í fjár- málum og verður að uppræta. ÞORLÁKSHÖFN STENDUR EKKI í SKILUM. Eysteinn Jónsson (F) sagði Hámark klutafjár Iðnaðarbankans óákveðið A FUNDI neðri deildar Alþingis í gær gerði Bjami Benediktsson, iðanðarmálaráðherra, grein fyr- ir frumvarpi ríkisstjórnarinnar um breytingu á lögum um stofn- un og rekstur Iðnaðarbankans, en það felur m.a. í sér, að lög- mætur hluthafafundur geti á- kveðið að auka hlutaféð, en svo er nú um Verzlunarbankann og Samvinnubankann. Hámark hlutaf jár fellt úr lögum Eins og fyrr segir gerði iðn- aðarmálaráðherra, Bjarni Bene- diktsson, grein fyrir frumvarp- inu. En samkv. lögum um stofn- un og rekstur Iðnaðarbanka ís lands h.f. 1961 var* hámark hlutafjár ákveð- ið 6Vz millj. og var þáð ákvæði óbreytt, þar til á síðasta ári. Að- alfundur Iðnaðarbankans 1961 samþykkti einróma óskir um, að hlutafjárhámarkið yrði hækkað og var svo gert með lögum sl. ár og markið ákveðið 10 millj. kr. — Á aðalfundi bankans 2. júní 1962 var samþykkt að neyta heim ildar hinna nýju laga og jafn- framt samþykkt tillaga þess efn- is, að skora á iðnaðarmálaráð- herra að beita sér fyrir, að á- kvæðið um hámark hlutafjár yrði fellt niður úr lögunum og lögmætum hluthafafundi heimil- að að ákveða aukningu hlutafjár, eftir því sem ástæður þættu til. í ljós hefur komið, er sá hluti hlutafjáraukningarinnar, sem for kaupsrétthafar ekki neyttu rétt- ar síns til -að kaupa, var boð- inn út innan samtaka iðnaðar- ins, að eftirspurn var meiri en unnt var að fullnægja, miðað við núgildandi hámarksákvæði hluta fjár. Forráðamenn Iðnaðarbank- ans teija með réttu, að bankan- um sé styrkur í, að sem flestir í iðnaðarstétt séu .hluthafar og hafa eindregið áréttað samþykkt síðasta aðalfundar hlutafélagsins um afnám hámarksins. Má geta þess, að samkvæmt lögum um Verzlunarbanka íslands h.f. og Samvinnubanka Islands h.f. er aðeins sett ákvæði um lágmark hlutafjár, en hámarkinu geta hlutafélögin sjálf ráðið eftir al- mennum reglum. Ríkissjöður hefur frá upphafi ráðið kjöri tveggja stjórnar- manna og er talið eðlilegt, að sömu hlutföll haldist áfram inn- an stjórnar bankans, og því ligg- ur beinast við að kveða fortaks- laust á um það. Þá þykir og rétt, þar sem Iðnaðarbankinn er einkabanki, þótt ríkissjóður eigi þar hlut að, að heimila banka- ráði að ákveða tölu bankastjóra, eftir því sem bankaráð telur henta starfseminni sem bezt hverju sinni. á reglu m.a. að GTh hefði séð fram á það 1961, að ekki mundi takast að ná greiðslujöfnuði og þess vegna hefði hann tekið upp á að kalla gegnistöpin ríkisábyrgðar sjóð. Þá neitaði EJ því, að svipað hefði verið ástatt um bjargráða- sjóðinn 1958 og ríkisábyrgðarsjóð inn 1961, þar sem þeim sjóði hefði verið fenginn sérstakur tekju- stofn og aldrei hefði verið mein- ingin að sýna ranga mynd af ríkisreikningnum, þótt 40 millj. sem áætlaðar voru á fjárlögum, hafi ekki verið greiddar. GTh hefði sagt, að það mætti teljast til stórtíðinda, að heyra fyrrverandi fjármálaráðherra lýsa því yfir, að veita ætti ríkis- ábyrgðir, ' þótt fyrirsjáanlegt væri, að ekki yrði staðið í skil- um. Kvaðst EJ oft hafa lýst því yfir, sérstaklega til bæjar- og sveitarfélaga, að veita ætti þeim rikisábyrgðir, þótt fyrirsjáanlegt væri í mýmörgum tilfellum, að ekki yrði staðið í skilum. Spurði hann, hvort svo ætti að skilja orð GTh, að óeðlilegt hefði verið að veita rikisábyrgð ir til Þorlákshafnar, þótt fyrir- sjáanlegt sé, að óhugsandi sé, að hún standi í skilum fyrstu árin. Gunnar Thoroddsen fjármála- ráðherra veik m.a. að þvf, að það væri alrangt hjá EJ, að ástæðan til að 38 millj. voru ekki greidd- ar 1961 hefði verið til þess að punta upp á rlkisreikninginn, til þess að láta ríkíssjóð skila greiðsluafgangi. Mismunandi að ferðir eru notaðar til að reikna út greiðsluafgang. Ein aðferð er notuð af ríkisbókhaldinu en önn ur af Seðlabankanum og ýmsum alþjóðlegum fjármálastofnunum. Þannig nam greiðsluafgangurinn 1961 57 millj. kr., ef aðferð ríkis- bókhaldsins var notuð, en 72,4 millj. kr., ef aðferð Seðiabank- ans og alþjóðlegra fjármálastofn ana var notuð. Þótt hinar marg- umtöluðu 38 millj. yrðu því dregnar frá, yrði því greiðslu af- gangur samt sem áður, hvor að- ferðin sem notuð væri. Sú full- yrðing er því út í hött, að ástæð- an til þessa hafi verið sú aðsýna greiðsluafgang. Enda var það svo, að þegar EJ var bent á, að 38 millj. væru sambærilegar við 40 millj. 1958, átti hann engin önnur rök, en að það væri synd að ætla, að hann hefði viljað gabba með því. Allir vita þó, að um sambærileg tilfelli var að ræða. Kvaðst ráð- herra ekki hafa deilt á hann fyrir þetta, þar sem hann hefði talið þá ráðstöfun réttmæta, að ríkissjóður innti 40 millj. ekki af hendi, þar sem Alþingi ákvað síðar að aðrir tekjustofnar skyldu standa undir þeim útgjöldum, sem umræddum 40 millj. var ætlað að standa undir á fjár- lögum. VIÐKVÆMNI EJ SKILJANLEG. Hins vegar kvað ráðherrann viðkvæmni EJ út af greiðsluaf- ganginum skiljanlega. Að vísu hefði það verið svo, að engin almenn regla var um útreikn- ing greiðsluafgangs í fjármála- ráðherratíð hans. En ef afkoma ríkissjóðs þau ár, sem hann var samfleytt fjármálaráðherra, 1950 til 1958, er reiknuð eftir aðferð Seðlabankans og hinna ýmsu al- þjóðlegu fjármálastofnana kem- ur í ljós, að greiðslu-halli var fimm ár, en fjögur greiðsluaf- gangur. Var það m.a. svo um vinstri stjórnina, að greiðsluhalli varð, eftir hvaða aðferð sem notuð er, hið eina heila ár, sem hún sat. En hins vegar hefur verið greiðsluafgangur öll árin síðan, bæði 1959, 1960, 1961 og 1962. Miklar ríkisábyrgðir voru veittar til Þorlákshafnar. En hvernig er búið um hnútana nú? M.a. svo, að þegar fjárlög 1963 voru samþykkt, var athugað hve mikið fé þyyfti til vaxta og afbongunar á lánúm og voru fjárveitingar Aliþingis miðaðar við það, að staðið yrði'í skilum. Má og að sjálfsögðu hafa marg- an hátt á til þess, að líkur séu til að staðið 'sé í skilum. Bæði með beinum styrkjum og einnig með lánum, sem eru afborgunar- laus fyrstu árin. Lífeyrissjóöur ríkisstarfsmanna viöbótarsjóður almannatrygginga Á FUNDI efri deildar Alþingis í gær gerði Gunnar Thoroddsen f jármálaráðhcrra grein fyrir frumvarpi rikisstjórnarinnar um lífeyrissjóð starfsmanna ríkisins, en það felur m.a. í sér þær breyt ingar, að sjóðfélagar fái fullan rétt hjá almannatryggingunum og sjóðurinn verði viðbótarsjóð- ur við þær og að fella niður 10 ára viðmiðunarregluna í ákvörð- un ellilífeyris en miða í þess stað við þau laun, sem fylgja því starfi, sem sjóðfélagi gegndi siðast. Ástæður endurskoðunarinnar Gunnar Thoroddsen fjármála- ráðherra gat þess í upphafi máls síns, að á árinu 1961 hefði verið ákveðið að hefja enduxskoðun á lögum um lífeyrissjóð starfs- manna ríkisins og var sú end- urskoðun falin stjórn sjóðsins, en hana skipa Hákon Guðmundsson hæstaréttarritari, Guðm. Guð- mundsson tryggingafræðingur og Sigtryggur Klemenzson ráðu- neytisstjóri. Ýmsar ástæður lágu til þess, að rétt þótti að slík end- urskoðun færi fram. Er þess fyrst að geta, að meg- inefni löggjafarinnar var orðið 18 ára gamalt, þegar endurskoð- unin fór fram, þótt nokkrar breytingar hafi verið gerðar á henni , og gaf sú reynsla, sem fengizt hefur af starfsemi sjóðs- ins, tilefni til að endurskoða lög- gjöfina í heild. í öðru lagi hafði það gerzt, að 1960 ákvað Alþingi að fella niður með öllu svoköll- uð skerðingarákvæði almanna- tryggingarlaganna og gaf það að sjálfsögðu einnig tilefni til end- urskoðunar með það fyrir aug- um, að starfsmenn ríkisins fengju nú full réttindi hjá al- mannatryggingum, svo að lífeyr- issjóðurinn yrði viðbótarsjóður. í þriðja lagi höfðu nokkrar á- skoranir borizt frá tveim félags- samböndum um breytingar á lög unum, annars vegar frá BSRB og hins vegar frá Kvenréttindáfél. íslands. — í fjórða lagi þótti svo rétt að kanna reynslu og löggjöf nokurra nágrannalanda í þessu efni og var við samningu frum- varpsins höfð hliðsjón af lögum um eftirlaunamál ríkisstarfs- manna í Noregi, Danmörku, Sví- þjóð og Englandi. Loks má svo geta þess, að líf- eyris- eða eftirlaun samkvæmt lögunum hafa ekki verið full- nægjandi og lágu til þess ýmsar ástæður. En fyrst og fremst þó sú verðbólga, sem verið hefur að verki í landinu lengst af þann tíma, sem liðinn er síðan lögin voru sett 1943. En vegna verðbólgunnar og með hliðsjón af ákvæði laganna um 10 ára meðaltal launa var lífeyririnn oft mjög ófullnægj- andi. Er þetta 10 ára meðaltal í því fólgið, að miða skal eftir- laun opinbers starfsmanns við á- kveðna hundraðstölu af meðal- talslaunum þeim, sem hann hef- ur haft í því starfi 10 sl. ár. Og að sjálfsögðu dró þessi regla í flestum tilfellum mjög niður . þann launagrundvöll, sem lífeyr- irinn skyldi reiknast af. Hefur því alloft verið gripið til þess að bæta hinn nauma lifeyri upp á tvennan hátt, annars vegar með uppbót á lífeyrinn, sem að öllu hefur verið greiddur úr ríkis- sjóði ,og hins vegar með því að ákveða á 18. gr. fjárlaga ár hvert uppbætur á eftirlaun ýmissa rík- isstarfsmanna. Fullur lífeyrisréttur hjá almannatryggingum. Þá gerði ráðherra grein fyrir aðalbreytingum frumvarpsins, en þar er fyrst að nefna, að opin 'berir starfsmenn fái ful'lan rétt Shj'á almannatryggingum, sem þeir hafa ekki notað. Munu þeir því greiða fulil persónuleg gjöld till þeirra eins og aðrir borgarar og starfar lífeyrissjóðurinn þá sem viðbótartrygging. Önnur aðalbreytingin er sú að fella niður 10 ára regluna, sem fyrr er getið, en ákveða þess í stað, að eftirlaun lífeyris- sjóðsins skuli miðast við þau laun, sem fylgdu og fylgja síðast því starfi, sem sjóðsfélagi var í, þegar liann lét af starfi. Þetta er einnig til mikilla hagsbóta fyrir sjóðsfélaga, a.m.k. ef gert er ráð fyrir að kaupgjald fari hæfekandi ár frá ári hér á landi. Þá er í þriðja lagi gert ráð fyrir, að ellilífeyrir og maka- lifeyrir skuli hækka sama hlut- falli og almenn hækkun, sem verða kynni á launum opinberra starfsmanna, en ríkissjóður end- urgreiði þá hækkun, sem þannig yrði á lífeyrisgreiðslum. Má segja að þetta ákvæði sé í samræmi við þá venju, sem skapazt hefur, en er sett inn í almenn ákvæði. Varðandi það, hverjir séu sáóðsfélagar, er aðalibreytingin sú, að starfsmenn ríkisstofnana, sem sérstakan fjárhag hafa, skuli skyldir að verða sjóðsfélagar strax og verða þeir að því leyti eins settir og almennir ríkis- starfsmenn, en fram að þessu hef ur aðeins verið heimilt að taka þá í tölu sjóðsfélaga. Sú heimild hefur að visu yfirleitt verið not- uð, en oft hefur verið svo um nýjar ríkisstofnanir, að inntöku- beiðni hefur dregizt á langinn. Það hefur bæði valdið sjóðnum nokkrum óþægindum, en þó eink um starfsmönnum þessara stofn- ana og stofnunum sjálfum, þar sem þá hefur vegna dráttar all- oft þurft að borga iðgjöld all- rnörg ár aftur í támann. Iðgjöldin verða margbrotnarl Eins og áður er getið er eitt meginatriði laganna það, að starfsmenn ríkisins fái hér eftir bæði lífeyrir úr lífeyrissjóði og lífeyri frá almannatryggingum. Hins vegar er þgð ekiki einfalt mál að leysa, þar sem hér er í rauninni verið að fella saman tvö óskyld kerfi. Er þetta mál leyst á þann veg, að iðgjöldin til lífeyrissjóðsins verða nokkru margbrotnari en áður. Nú verð- ur sú breyting á, að ríkisstarfs- menn greiða misjafna hundfaðs- tölu í sjóðinn eða frá 2 % til 41/4% af launum sínum, sem er mismunandi eftir launaflokkum. Er þessi breyting óhjákvæmileg ti lað samræma kerfin. Af þessu er Ijóst, að þegar rætt er um samanlögð iðgjöld til sjóðsins og almannatrygginga, Framli. á bls. 23

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.