Morgunblaðið - 03.04.1963, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 03.04.1963, Blaðsíða 10
10 MORCUNBLAÐIÐ Miðvikudagur 3. apríl 1963 ETTT hinna fjölmörgn ó- dæðisverka, sem framin voru í heimsstyrjöldinni síðari, eru morð 10 þúsund pólskra hermanna í Katyn- skógi í Rússlandi. Hver framdi þetta ódæðisverk hefur verið hulin ráðgáta. — Þjóðverjar lýstu sök á hendur Rússum og Rússar á hendur Þjóðverjum. Fyr- ir skömmu, rúmum tuttugu árum eftir að morðin voru framin, lagði pólskur rit- höfundur, J. K. Zawodny, fram rök, sem virðast henda ótvírætt til þess að Rússar hafi myrt Pólverj- ana. —■ ★ • ★ Morðin í Katynskógi voru fyrst gerð heyrinkunn í apríl 1943. 13. apríl skýrði þýzka útvarpið frá því, að þýzkir hermenn hefðu fundið fjöldagrafir í Katynskógi við Smolensk og í gröfunum væru lík 10 þúsund pólskra her- Þjóðverjarnir gerðu mikið veður út af fundi fjöldagrafanna í Katyn. Hér sjást Þjóðverjar vinna að uppgreftrinum á lík- um póisku hermannanna. hann hafði fengið frá með- limum pólsku andspyrnuhryef ingarinnar. Þeir höfðu m. a. skýrt honum frá því, að bréf hefðu skyndilega hætt að ber- ast frá pólsku liðsforíngjunum í Rússlandi í marz 1940. — Mikolajczyks heldur því fram, að 5. apríl 1940 hafi Rússar lagt niður þrjár stórar stríðs- fangabúðir og á sama tíma hafi 8500 pólskir liðsforingjar horfið í Rússlandi. Segir hann, að starfsmaður rússneska sendiráðsins í London hafi skýrt svo frá, að Rússar hafi myrt þessa pólsku liðsforingja vegna misskilnings. Liðsfor- ingi í Rauða hernum hafi spurt stjórnina í Moskvu hvað gera ætti við fangabúðirnar þrjár. Stalín hafði svarað með skeyti, sem aðeins innihélt eitt orð: „Afrnáið". Sögnin að afmá getur einnig þýtt að drepa á rússnesku og rúss- nesku embættismennirnir lögðu þann skilning í skeytið, að þeir ættu að drepa fang- ana. Starfsmaðurinn í Lond- on sagði hins vegar, að ætlun- in hefði verið að leggja niður fangabúðirnar. ★ • ★ Árið 1951 lét fulltrúadeild Bandaríkjaþings rannsaka morðin í Katyn. Aðalvitnið við þær rannsóknir van John van Vilet ofursti. Hann hafði IMiðurstöður rannsókna pólsks rithöfundar: Rússar útrý hersins í K skdsi 194 manna. 'Flestir þeirra^hefðu verið liðsforingjar. Eftir að fréttinni hafði ver- ið útvarpað §etti Göbbels hina miklu áróðursvél í gang og sakaði Rússa um að hafa myrt Pólverjana. — Skýrði Göbbels frá því, áð Rauði kross Þýzkalands hefði farið þess á leit við alþjóða Rauða krossinn, að fulltrúar frá samtökunum yrðu viðstaddir rannsókn morðanna. Þjóðverj- arnir sögðu, að morðin hefðu verið framin í apríl 1940. Þeir völdu vel tímann til þess að skýra frá fundi fjöldagraf- anna, því að misklíðin, sem ríkt hafði milli Sovétstjórnar- innar og pólsku útlagastjórn- arinnar í London frá styrjald- arbyrjun, var komin á mjög alvarlegt stig vorið 1943. Með uppljóstrun ódæðisverks, sem Rússar höfðu unnið gegn pólsku hermönnunum, sem þeir höfðu tekið til fanga 1939, virtist augljóst að skerast myndi í odda með banda- mönnunum, Rússum og Pól- verjum. Strax daginn eftir að þýzka útvarpið skýrði frá fundi fjöldagrafanna bað pólska út- lagastjórnin alþjóða Rauða krossinn að rannsaka morðin. Var sú beiðni tekin sem við- urkenning á því, að Þjóðverj- ar hefðu á réttu að standa varðandi böðlana. 25. apríl 1943 sleit Sovétstjórnin stjóm málasambandi við pólsku út- lagastjórnina og um leið vís- aði hún á bug ásökunum Þjóð verja. Hélt Sovétstjórnin því fram að það hefðu verið Þjóð- verjar, sem myrtu pólsku her- mennina í Katynskógi. Á Vesturlöndum töldu ýms- ir, að Pólverjar hefðu gengið í gildru Þjóðverja, því að Þjóðverjar hefðu verið að vonast eftir vinslitum Pól- Pólverja hafa rétt fyrir sér, Rússar hlytu að hafa framið morðin. Uppljóstrun Þjóðverja kom sér illa fyrir stjórnir Banda- ríkjanna og Bretlands, því að þær höfðu átt í erfiðleikum með að halda einingunni milli bandamanna sinna. Eins og málum var háttað, lá beinast við fyrir ríkisstjórnirnar að taka skýringu RÚBsa trúanlega án þess að rannsaka málið nið ur í kjölinn. Enn eitt ódæðis- verkið bættist á syndaskrá nazista og þær neyddust ekki tii þess að viðurkenna að einn bandamannanna væri ekki hótinu ■skárri en óvinurinn, sem barizt var gegn. Áður en styrjöldinni lauk höfðu bæði Rússar og Þjóð- verjar sent rannsóknarnefnd- ■ir til fjöldagrafanna í Katyn- skógi. Þessar rannsóknar- nefndir voru algerlega ósam- mála. Hin þýzka ásakaði Rússa og hin rússneska Þjóð- verja. Eftir styrjöldina hafa ýmsir rannsakað morðin í Katyn, en til skamms tíma hefur enginn komizt að full- nægjandi niðurstöðu. Það, sem mestu máli skiptir er hvenær morðin voru fram- in. Ef þau voru framin áður en Þjóðverjar lögðu undir sig Smolensksvæðið í ágúst 1941, voru Rússar þeir seku, en ef þau voru framin síðar, áttu Þjóðverjar sökina. í janúar 1944, þegar Rússar höfðu náð Smolensk-svæðinu á sitt vald á ný, buðu þeir er- lendum fréttamönnum að heimsækja Katynskóg. R,úss- ar sýndu fréttamönnunum fjölda líka, sem grafin höfðu verið upp. Bentu þeir á að einkennisbúningar Pólverj- anna, stígvél þeirra, belti og hnappar sýndu, að líkin hefðu ekki getað legið í jörðu frá því í apríl 1940. Andspænis þessari skýringu stendur pólski stjórnmála- maðurinn Stanislaw Mikolajc zyks 1948. í bók, sem hann gaf út skömmu síðar, leggur hann fram upplýsingar, sem Zawodnys er, eins og gefur að skilja ,tímasetning morð- anna. Hefur hann aflað sér upplýsinga, sem eru þungar á metunum og benda til þess að Rússar hafi framið morðin. Það eru þrjú meginatriði, sen benda til þess, að morðin haii verið framin í apríl eða mai 1940. Þau pru: Ástand lík- anna, þegar þau voru grafin upp 1943 og ’44, aldur trjáa, sem uxu á gröfunum og dag- setningar bréfa, sem fundust á líkum Pólverjanna og bréfa frá þeim til skyldmenna þeirra. Einnig smærri atvik og hlutir, sem Zawodny skýr- ir frá, benda til sektar Rússa. Sovétstjórnin hefur alltaf verið treg til þess að ræða atburðina við Katyn. Eftir að Þjóðverjar réðust á Rússa 1941, reyndu Pólverjar að fá upplýsingar um pólsku her- mennina, sem Rússar höfðu tekið til fanga, þar á meðal 45% liðsforingja pólska hers- ins. Sovétstjórnin reyndi að komast hjá því að svara spurn ingum Pólverjanna og gaf loðin svör, þegar hún varð að rjúfa þögnina. Eitt sinn sagði Stalín pólsku hershöfðingjun- um Sikorski og Anders, að 15 þúsund pólskir hermenn væru sennilega í Mansjúriu og hefðu þar sameinast landa- mærasveitum Rajaða hersins. Við réttarhöldin í Nurnberg 1945 sakaði ákærandi Rússa Þjóðverja um morðin í Katyn, en hann lét málið niður falla áður en nákvæmar rannsókn- ir hófust. Zawodny trúir ekki að morð Pólverjanna í Katyn- skógi hafi verið mistök. Sovét- verið striðsfangi Þjóðverja og m.a. verið fluttur til Katyn, þar sem honum hafði gefizt kostur á að skoða lík pólsku hermannanna. Van Vilet hafði tekið eftir því, að einkennis- búningur og stígvél Pólverj- anna höfðu geymzt vel, en hann dró af því aðra ályktun en rússneska rannsóknar- nefndin. Hann kvað það vera nær óhugsandi, að Pólverj- arnir hefðu gengið í einkenn- isbúningum sínum í fangabúð um í tvö ár samfleytt eða frá 1939 til 1941. Þannig hafa skoðanir manna á Katyn-morgunum rekizt á sl. 20 ár. Eitt er þó augljóst. Hvorki Rússum né Þjóðverj- um var umhugað um að pólsku liðsforingjarnir lifðu af styrjöldina. ★ • ★ Nýlega gaf pólskur rithöf- undur J. K. Zawodny út bók- ina „Dauðinn í skóginum“ og fjallar hún m.a. um ódæðis- verkið í Katyn. — Zaw- odny hefur rannsakað mál þetta nákvæmlega og komizt að niðurstöðu, sem talin er endanleg lausn gátunnar. — Zavodny hefur glímt við það vepkefni að komast fyrir af- drif um 15 þús. pólskra stríðs- fanga, sem hurfu í Sovétríkj- unum. 8 þús. þeirra voru liðs- foringjar, en samkvæmt rann- sóknum Zawodnys, voru að- eins 4300 liðsforingjar meðal þeirra, sem myrtir voru í Katyn. Þungamiðja rannsókna Pólski stjórnmálamaðurinn Stanislaw Mikolajczyk taldi að morðin hefðu verið mistök. stjórnin hlaut að líta á þenn- an fjölmenna hóp liðsforingja sem andstæðinga alþýðunnar og hins stéttlausa þjóðfélags. Þeir voru andkommúnistar og flestir komnir af yfirstétt Pól- lands, lands, sem andvígt var Rússum. Dvöl liðsforingjanna í Rússlandi og þátttaka þeirra í baráttunni gegn Þjóðverjum fól í sér innri hættu og fengju þeir að snúa heim eftir styrj- öldina, yrðu þeir leiðtogar pólsku þjóðarinnar. Morðin á þeim þýddu útrýmingu kjarna pólska hersins. Skarð var höggvið í hóp leiðtoga þjóð- arinnar, skarð, sem kommún- istastjórn, handbendi Rússa, gat fyllt. (Þýtt).

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.