Morgunblaðið - 03.04.1963, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 03.04.1963, Blaðsíða 15
MiðviKudagur 3. apríl 1963 15 U O R C V IV B L 4 0 I B Höfum til sölu steypumottur Sölunefnd varnarliðseigna SumarhústaBur í nágrenni Reykjavíkur óskast til kaups eða leigu. Tilboð sendist afgr. Mbl. fyrir 8. apríl, merkt: —- „Áreiðanlegur — 1808“. Afgreiðslustarf Kvenmaður, ekki yngri en 30 ara, óskast til afgreiðslustarfa á Sérleyfistöð Steindórs Vaklaskipti. — Upplýsingar í síma 18585. E.A.BERG Verkfærin sem endast - OLFUSA Frambald af bls. 13. undir hafnargerð í Þorlákshöfn, þar sem Sunnlendingar eygja nú í fyrsta sinn vísi til ssemilegrar hafnairstöðu á Suðurlandsundir- llendi. En þingið leggur áherzlu é það, að möguleikar til hafnar- gerðar annars staðar á Suður- landi séu ekki vanræktir. í því sambandi bendir þingið á þau miklu útflutningsverðmæti, sem aflað er frá Stokkseyri og Eyr- arbakka við mjög erfið skilyrði, og telur því augljóst, að keppa beri að því að auka þar útgerðar- skilyrði og lendingarbætur eftir föngum, því að þau muni skila sér aftur í stórauknum aflaverð- mætum.“ Manni verður á að spyrja: Hvað hefur gerzt og hvað er að gerast? Nú er ekki minnzt á brú á Ölfusárósa, þetta óskabarn Framsóknar, sem Jörunduir Brynjólfsson kom inn á brúar- 3ög 1953 og alitaf hefur verið Jclifað á síðan. Nú er ekki minnzt á að hin fyrirhugaða brú sé bjarg vættur' þessarra þotrpa, heldur alveg sleppt og þess í stað verði byggðar hafnir bæði á Eyrar- bakka og Stokkseyri og í Þykkva bæ og Dyihólaey að auki! Hvers konar skrípaleikur er þetta eiginlega? Um mörg ár hef- ur því verið haldið fram, að um bafnarbætur væri ekki að ræða á Suðurlandi nema í Þorláks- Ihöfn og brú á Ölfusárós væri eina lausnin til þess að bjarga fólkinu hér um slóðir. Hafa ein- hver þau náttúrufyrirbæri gerzt, sem skapað hafa allt í einu mögú- leika á hafnargerðum á öllum þessum stöðum? verður manni á að spyrj a. Nei, vissulega hefur ekkert slíkt gerzt, nema þá það eð menn eru farnir að hugsa um þessi mál. Þessjr staðir hafa allir verið til frá fyrstu tíð og bar tvímælalaust að rannsaka þá alla ýtarlega að ógleymdri Ölfusá, sem kunnugasti og at- huglasti maður á þessum slóð- um hefur sagt í mín eyru og ann- arra, að fyrst og fremst hefði átt að athuga ýtarlega, þegar um tiafskipahöfn hefði verið að ræða og það áður en lagt var í hinar fjárfreku og tvísýnu hafnarfram- ikvæmdir í Þorlákshöfn. Ég fagna því sannarlega, að þessi ályktun er komin fram og hefði mátt koma fyrr. En kannske eru augu manna farin að opnast fyrir þvú, að á Stokks- eyri og Eyrarbakka hafa komið fleiri verðmæti en fiskurinn úr sjónum (og ætla ég engan veg- inn að gera lítið úr honum), verðmæti, sem verða ekki látin í askana, en sem þjóðin viidi kannske sízt án vera, og hafa þessi tvö þorp á hinni brimgnauð andi strönd ekki látið sitt eftir liggja í þeim efnum, en út í þá sálma ætla ég ekki lengra í þetta sinn. Nafni minn lýkur grein sinni með þessum orðum: „Björgvin Þorsteinsson hefur unnið óþurftarverk með grein sinni. En af því að ég þekki hann að öðrum verkum og betri og í trausti þess, að hann láti slíkt ekki henda sig aftúr, fyrir- gef ég honum frumhlaup þetta“. Ég veit ekki til að ég þurfi að biðja þig fyrirgefningar á neinu, nafni mirm, og seinast mun ég biðja þig fyrirgefningar á umræddri grein, en þetta grein- arkorn mitt hefur þó komið þessu umdeilda máli á hreyfingu. Og ef það yrði að einhverju leyti til að bjarga þessum þorpum frá auðn og eyðileggingu þá er ég ánægður og tilgangi mínum náð. Selfossi, 25. marz 1963 BjörgVin Þorsteinsson. BOLZANO - RJLKBLÖÐIN rtka jafnvel og þau beztu-en eru ntikið ódýrari Verb: 10 stk. pakkar mm G Y L L T 30.00 25.00 B L A 16.00 Umboðs- og heildsala: * Þórður Sveinsson & Co. h.f B L A Reykjavík Aðeins eitt simtal og flugferðin — skipsferðin — gistingin og ferðalagið — allt er tryggt. Við seljum yður flugfarseðlana við lága verðinu og önnumst alla ferðaþjónustu innan lands sem utan. ATH.: Nú er rétti tíminn til að ákveða sumarferðalagið. LORID & LEIÐIR HF. Aðalstræti 8. Fulltrúaráö S jálf stæði sf élaganna í Fundur verður haldinn í Fulltrúaráði Sjálfstæðisfélaganna í Reykjavík í kvöld kl. 20,30 í Sjálfstæðishúsinu. Fundarefni: Tillaga kjörnefndar um framboðs- lista Sjálfstæðisflokksins við Alþingiskosningarnar. i Fulltruar eru beðnir að mæta stundvíslega og sýna skírteini sín við innganginn. _____________________________________________ Stjórnin.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.