Morgunblaðið - 03.04.1963, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 03.04.1963, Blaðsíða 24
Sjópróf vegna Höegh Aronde-slyssins: Skipsmenn töldu sig öruggari í skipinu, en í björgunarbátunum Þegar Guðmundur Helgason æflaði i bjorgunarbát, bað stýrimaðurinn skipsmenn að biða átekta EINS os skýrt hefur verið frá í fréttum sökk norska flutninga skipið „Höegh Aronde“ undan strönd Marokkó um miðjan marz sl. og fórust 19 menn af áhöfn- inni. Meðal þeirra, 13 skii>s- Ingvar Jóhann Sigurð'sson manna, sem björguðust var, sem kunnugt er, Keflvíkingurinn Guð mundur Helgason, en hann var vélamaður á skipinu. í fréttum frá norsku frétta- stofunni NTB í gær, segir, að sjópróf vegna slyssins hafi farið fram í Osló í gærmorgun og var Guðmundur meðal þeirra, sem báru vitni. í skeytinu frá NTB segir m.a.: Yfirheyrslur sem fram fóru í sjórétti í Osló vegna sjóslyssins undan Marokkóströnd er flutnigaskipið „Höegh Aron- de“ sökk, virtust benda til þess að orsök slyssins væri sú, að loftræstingarrör, sem gekk nið ur í fremsta hluta 1. lestar hafi brotnað og sjór komiat í lestina. Mjög vont veður var, er slysið varð. Sex þeirra, sem komust lífs af er skipið sökk báru vitni við sjóprófin. Þeirra á meðal i var fyrsti stýrimaður Martinius J Mork. Hann sagðist hafa tekið við vaktinni á miðnaetti nóttina, ! sem siysið varð. Hafði hann þeg ar veitt þvd athygli að skipið var Banaslys í Hafnarfirði ÞAÐ slys varð í verksmiðjunni Eýsi & Mjöl skömmu eftir há- degi á mánudag, að 13 ára pilt- ur slasaðist mjög illa á höfði og var fluttur meðvitundarlaus í Landsspítalann í Reykjavík. Andaðist hann þar síðdegis í gær. Nafn hans var Ingvar Sigurðs son til heimilis að Hólabraut 12 í Hafnarfirði. Varð slysið með þeim hætti, að hann ásamt fleiri mönnum var að vinna í mjöl- skemmu, þegar um þriggja metra há mjölpokastæða hrundi skyndilega. Sneri haim baki við pokunum, en talið er að missig hafi valdið hruninu. Varð Ingvar fyrir pokunum með fyrrgreind- um afleiðingum en hinir menn- irnir sluppu vð meiðsli utan einn, sem skrámaðist nokkuð. farið að hallast dálítið á bak- borða. 45 mínútum síðar var dregið úr ferð skipsins, dekkljós tendruð og hafin athugun á því hvort allt væri með felldu. >á kom í Ijós, að mið-loftræstingar rörið framarlega á 1. lest, hafði Framh. á bls. 23 KLUKKAN rúmlega tíu í gær- kvöldi hóf sig til flugs á Kefla víkurflugvelli, fhigvél frá hol- lenzka flugfélaginu KLM, með 13% tonn af lifandi íslenzkum hestum innanborðs. Hestamir vom 48 að tölu, flestir lítt eða ótamdir folar ættaðir norðan úr Skagafirði. Flugvélin, Arabian Sea, sem er af gerðinni DC-7G, lenti á Keflavíkurflugvelli laust fyrir MYND þessi sýnir þegar verið var að girða af f jrystu sex hestana, sem settir voru um borð í hollenzku flugvélina. Sérstakir krókar eru í veggjum vélarinnar sem tengja má í, þannig að mjög fljótlegt er að ganga frá hestunum í vélinnL 48 íslenzkir hestar flutt- ir flugleiöis til Sviss klukkan hálf sjö, og biðu henn ar þá fimm yfirbyggðar vöru- bifreiðar fullar af hestum, lyft ari frá varnarliðinu með gripa- stíu frá Eimskip og' nokkrir menn, sem komnir voru til að aðstoða áhöfn vélarinnar við ferminguna. Þegar vélin var komin upp að farþegaafgreiðslunni var ekið stiga að framhluta vél- arinnar, og þar gengu fimm einkennisklæddir flugmenn niður, en á miðju vélarinnar var opnuð mikil hurð, og þar birtust fjórir gallaklæddir menn úr áhöfninni. Lyftaran- um með gripastíunni var ekið að vélinni og fyrsti vörubíllinn bakkaði að stíunni og fyrsti folinn rekinn inn í hana. Síðan var stíunni lyft upp að hurðinni á vélinni og folinn gekk inn í vélina. Við fórum um borð til að forvitnast um hvernig færi um dýrin. Fyrstu folarnir voru teymdir fremst í vélina, og þegar 6 voru komnir um borð var girðingu úr teygjanlegum ólum spennt þvert yfir vélina svo að hún lokaði hestana gersamlega af. Síðan var bætt 6 hestum þar aftan við, þeir girtir af og svo koll af kolli. Alls fóru 48 hestar í vélina, en útflytjendurnir voru mætt- ir með þrjá til viðbótar á vell- inum ef með þyrfti. Flugvélin flýgur beina leið til Ziirich í Sviss, en þaðan verður folun- um dreift um Norður-Sviss, einn til fjórir á hvern stað. Við tókum flugstjóra vélar- innar, Van Steyn, tali, og hann byrjaði að segja okkur, að hann hefði einu sinni áður Framh. á bls. 23 Enn jarðskjálftakippir Vikuaflahrota í Eyjum: Frystigeymslur að fyllast VESTMANNAEYJUM, 2. apríl — Undanfama viku hefur verið mjög góður afli hjá Vestmanna eyjabátum. Oft hafa að vísu kom ið aflameiri dagar hér, en aflinn hefur verið jafnari og stcðugri en mörg undanfarin ár. Þessa Fulltrúardðs- fundur um frum- boðslisfann FULLTRÚARÁÐ Sjálfstæðis iélaganna í Reykjavík heldur iund í kvöld 3. apríl kl. 20.30 í Sjálístæðishúsinu. Fundarefni: Tillaga kjör- neíndar um íramboðslista Sjálístæðisflokksins í Reykja viku hafa komið 800—1200 lest- ir á Iand á dag, bátarnir verið með 20—40 lestir í róðri og sum ir meira. Þó virðist ætla að verða heldur minni afli í dag, en bátarn ir eru ekki komnir að. Mannekla er hér mikil, færra vertíðarfólk í vetur en undan- farin ár. Gagnfræðaskólinn hef- ur gefið vinnufrí síðan fyrir helgi, svo nemendur gætu unn- ið í frystihúsunum, en nú munu þeir eiga að koma aftur í skól- ann, Bátamir í aðrar verstöðvar í aflahrotunni að undanförnu hafa fiskvinnslustöðvar orðið að senda viðskiptabáta sína í aðrar verstöðvar af því þær gátu ekki tekið við meiru. T.d. þurfti ís- félag Vestmannaeyja í dag að senda 4 af sínum bátum til Þor lákshafnar og Grindavíkur og aðra tvo í gær. Einnig hefur Fiskiver þurft að senda frá sér báta. Annað alvarlegt mál er að geymslurými frystihúsanna er að fyllast og stendur á flutningum úr frystigeymslunum. Lítur alvar lega út með það ef ekki lagast fljótlega. Flenzan veldur erfiðlcikum Undanfarna daga hafa ýmsir bátaformenn átt í því að kom- ast illa út vegna manneklu Og veikinda. Flenzan hefur verið að stinga sér niður undanfarna daga þrátt fyrir það að fiskiðjuverin og útgerðarmennirnir létu bólu- setja þá sem vildu fyrir 3—4 vikum. Veldur það erfiðleikum, þó ekki liggi nema maður og maður á bát, þar sem engan má missa. Veit ég til að bátar hafa legið 1 einn dag og bjargast svo á lánsmönnum eða með færri skipsmenn en lög gera ráð fyrir. ENN fundust jarðskjálftul-.ippir í gærmorgun og fyrrinótt á norð urlandi milli Húnaflóa og Eyja fjarðar. Kom snarpur kippur um 9 leytið í gærmorgun og sums staðar fundust fleiri vægir kipp ir nóttina áður. Blaðið hafði sam band við nokkra fréttaritara í gær, sem símuðu: Bæ, Höfðaströnd — f morgun kom hér jarð- skjálftakippur og í nótt, líklega kl. 2—3, vaknaði fólk við jarð- skjálfta. Þessir kippir sem núna kcma, eru litlir og skemma ekk- ert. Þó hreyfast hlutir og rúður skjálfa. Þetta gerir fólk hrætt og órólegt að geta alltaf átt von á þessu. Siglufjörður Klukkan rúmlega 9 í morgun varð vart við allsnarpan jarð- skjálftakipp hér á Skagaströnd. Kippurinn var svo snarpur að fólk vaknaði af svefni. Hér er hálfgerður geigur í fólki enn, og dæmi eru til þess að fólk hafi fengið taugaáfalL Siglufjörður, Skagaströnd Rúmleiga 9 í morgun varð hér vart við jarðskjálftakipp, sem ekki fór hjá að menn yrðu var- ir. í gær urðu tveir smákippir og hefur orðið vart við kipp á hverjum deigi, síðan þeir hófust ,Fólk tekur þessu með ró og sem eðlilegum hlut, og telur sig ekki eiga von á neinum stórum jarðskjálftum. Vonir Siglfirðinga standa nú til að skarðið verði rutt fyrir páska, enda er mjög lítill snjór orðinn etftir. Hér er blíðalogn eins Og á bezta sumardegi og dásamlegt veður og 6—8 stiga hitL Ólafsfjörður Klukkan rétt rúmlega níu f morgun varð hér vart við jarð skjálftakipp, sem mönnum ber saman um að hafi verið sá snarp asti, sem komið hefur síðan nótt ina, þegar ólætin dundu yfir. Hér er annars blíðskaparveður sólskin og logn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.