Morgunblaðið - 03.04.1963, Síða 11

Morgunblaðið - 03.04.1963, Síða 11
Miðvikudagur 3. apríl 1963 MORCVTSBLAÐÍÐ 11 Katrín Jónsdóttir Hinn 24. marz sl. andaðist hér í bænum Katrín Jónsdóttir frá Húsavik. Hún var fædd 9. júni 1899 og því taeplega 64 ára að aldri: Faðir hennar var séra Jón Arason (d. 1927) Jochumssonar bónda í Þorskafirði, en móðir hennar Guðríður (d. 1960) Ólafsdóttir bónda í Mýrarhúsum á Seltjarnarnesi, Guðmundsson- ar. Eru það þjóðkunnar ættir. I>að var fríður hópur barna, sem ólst upp á prestsetrinu á Húsavik á fyrstu árum þessarar aldar. Systkinin voru sex, fjórir bræður og tvær systur, efnileg og gáfuð eins og þau áttu kyn til. En nú er þar orðið skarð fyrir skildi, því að auk Katrínar eru þrir bræðurnir látnir: Ólaf- ur læknir í Reykjavik, Rútur vélvirki í Reykjavík, og Kristinn kaupmaður á Húsavík. Eftir eru á lífi Karitás, kona Ara Arason- ar bankamanns, og Ari, fyrrv. héraðslæknir, bæði búsett í Reykjavíik. lælkni, bróður sínum, á Fljóts- dalsihéraði, en þó lengstum hjá Kristni kaupmanni, bróður sin- um I Húsavik. Starfaði hún þá bæði að nuddlækningum hjá héraðslækni, og við verzlunar- störf. Árið 1946 fluttist hún til Reykjavíkur með móður sinni, sem þá hafði verið ekkja um mörg ár; og réðist sem bókihald- ari oig gjaldikeri hjá Ingó-lfsapó- teki, og starfaði þar síðan til dauðadags, fyrst hjá P.O. Mog- ensen og síðan hjá Guðna Ólafs- syni. Gat hún sér þar fullkomið traust fyrir hæfileika, ráðvendni og húsbóndahollustu. Eftir því sem á ævina leið á- gerðist /sjúkdómur hennar, og leiddi hana að lokum til bana hinn 24. marz sl. Þetta er aðeins stutt yfirlit um ævi mikilhæfrar og góðrar konu sem aldrei barst neitt á f lífinu. Hitt er ótalið, sem ekki er unnt að lýsa, og vinum hennar ein- um kunnugt: hlýtt hjartalag hennar, tryggð og drengskapur og vammlaus breytni frá vöggu til grafar. Á. Ó. Prestsetrið í Húsavík var ann- álað fyrir hve skemmtilegt væri að koma þar. Þar skipaði gest- risnin öndvegi og snyrtimennska í smáu og stóru gerði heimilið aðlaðandi. Presturinn var hæg- gerður maður, en skrafhreifinn og fjölfróður og kunni góð skil á öllum þeim umræðuefnum sem bar á góma. Húsfreyjan glaðlynd og reif og gamansöm í orðum. Börni# prúð og einlæg í við- móti og báru með sér að þau höfðu fengið gott upþeldi. Aldrei var þar auður í garði, en heimilisbragur var öllum auði betri. Sá, sem varð þar heimilis- vinur, var vinur fjölskyldunnar ævilangt. í þessu umhverfi liðu æsku- og þroskaár Katrínar og mun það hafa mótað nokkuð skap- lyndi hennar og lífsviðhorf. Annars hafði hún tekið að erfð- um nokkuð af skapgerðareigin- leikum beggja foreldra sinna, drenglund og hógværð, rólega I- hugun ásamt meinlausri glettni, sem varpaði birtu á smámuni hins daglega lífs. Fyrir þetta var hún vinsæl af öllum, sem henni kynntust. Hún var líka fríðleiks- kona og flest vel geíið, bæði til munns og handa. Rúmlega tvítug fór hún til Reykjavíkur að læra nuddlækn- ingar hjá Jóni Kristjánssyni lækni,. en rétt áður en hún lauk því námi, veiktist hún og varð að hverfa heim aftur. (Nokkrum árum síðar lauk hún þó prófi sem nuddlæknir). Þessi sjú’k- dómur, sem greip hana á feg- ursta þroskaskeiði, yfirgaf hana aldrei síðan, og gekk hún því sjaldan alheil til skógar. Næstu ár dvaldist hún fyrst hjá Ara TIL LEIGU Skrifstofuhúsnæði Gott, stórt skrifstofuherbergi er til leigu í Brautar- holti 20. — Nánari upplýsingar á staðnum eða í síma 19717. Verkfræðingafélag íslands. Sklpstjóii — StýrinnuSur Regiusamux stýrimaður eða skipstjóri, sem er vanur togveiðum, getur fengið framtíðarstarf á togara í Kanada. — Þeir, sem hafa hug á þessu, leggi nöfn sín og heimilisfang inn á afgr. Mbl. fyrir 14. apríl n.k. merkt: „KANADA — 6684“. ARÉVALO Hákarlinn og sardínumar Lesið bók Arévalos, fyrrum forseta í Guatemala. Ein af félagsbókum Máls og menningar 1962. HflÁL og IVflEIMiVIING Laugavegi 18. TÆKIFÆRISKAUP Se//um þessa viku kjóla verð kr. 100,oo, 200,oo og 350,oo PHs frá kr. lOO.oo Poplinjakka kr. 350,oo Apaskinnskápur kr. 500,oo > : Nœlonsloppa kr. 150,oo Plastregnkápur kr. 350,oo Ýmsar aðrar vörur mjög ódýrar Klapparstíg 44. Stýrimann vantar á bát, sem rær með net úr Grindavík. — Upplýsingar í síma 34580. Lœkningastofa mín er flutt að Aðalstræti 16. — Viðtalstími kl. 1—2, nema miðvikudaga kl. 5—6 og iaugardaga kl. 11—12. Btagnar Arinbjarnar IVýkomnar eru á markaðinn tvær EP hljólmplötur með íslenzkum kórsöng: ALÞfDUKðRINK Söngstjóri: Dr. Hallgrimur Helgason, með íslenzkum þjóðlögum og lögum eftir dr. Haligrím Helgason og Sigursvein D. Kristinsson. .———1 Lð«l»ai.UKA« RCYKitvíxua KALDALONSKVIDA Lög eftir Sigvalda Kaldalóns sungin af Lögreglukór Reykjavikur undir stjórn Póls Kr. Pálssonar. FÁLKINN Hljómplötudeild.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.