Morgunblaðið - 03.04.1963, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 03.04.1963, Blaðsíða 3
Miðvikudagur 3. apríl 1963 VORGVNBlAfílh 3 SjúkraSiús- ið á Akra- nesi sfækk- að A AKRANESI er gott sjúkra- hús, rekið af Akranesbæ, en með réttindi fjórðungssjúkra- húss. Þessa sjúkrahúss er oft getið í fréttum, einkum þar sem þar eru góðir skurðlækn- ár og oft flutt þangað slasað fólk úr bílslysum, sem verða í sveitunum sunnan Holta- vörðuheiðar Teikning af nýju sjúkrahúsálmunni. Neðar er suðurhliðin,-sem er á 3 hæðum, og ofar vest- urhlið. Þar sér á tveggja hæða álmuna, þar sem veiða skuiðstofur og eldhús niðri. Viðbótarrúm ny skurðstofu Sjúkrahúsið á Akranesi er alltaf fullskipað og þó hvfer smuga sé' notuð fyrir sjúkl- inga, er það fyrir löngu orðið of lítið. Því hefur verið á- kveðið að stækka sjúkrahúsið að miklum mun, þannig að í staðinn fyrir rúm fyrir 33 sjúklinga rúmi sjúkrahúsið 93, og einnig verði komið upp nýrri skurðstofudeild, gert nýtt eldhús fyrir sjúkrahúsið en gamla eldhúsið notað til að stækka þvottahús og auk þess verði á neðstu hæð rúm fyrir heilsuverndarstöð. Fréttamað- ur blaðsins ræddi við Pál Gíslason, yfirlækni sjúkra- hússins, um þetta mál fyrir skömmu. Hann sagði að bæjarstjórn Akraness hefði samþykkt þessa stækkun í febrúarmán- uði og væri Guðmundur Þór ir. En þegar spítalabygging- unni er lokið, verða starfandi þrjár deildir í spítalanum, handlæknisdeild, lyflæknis- deild og öryrkjadeild, sem verður í núverandi spítala- byggingu. Þangað munu koma öryrkjar, sem þurfa sérstakr- ar hjúkrunar og umönnunar við. Fyrir utan það að sjúkra rúmum fjölgar og rýmkar í stofunum, verður á allan hátt betri aðbúnaður og vinnuskil- yrði þegar nýi spítalinn er kominn upp. í tveggja hæða álmunni verður aðeins eldhús ið niðri og skurðstofurnar uppi, en það er hagkvæmara vegna hreinlætis og sótthreins unar að hafa þær nokkuð sér. Þar fáum við tvær nýjar skurðstofur með öllu því sem þeim tilheyrir, sótthreinsun- arklefa, stofur til að svæfa A stofugangi í sjúkrahúsinu á Akranesi. Á myndinni eru talið frá vinstri: Bragi Nielsen, læknir, Sigurbjörg Jóhannsdóttir, jrfirhjúkrunarkona, Óli Björn Hannesson, læknakandidat og Páll Gíslason, yfirlæknir. Pálsson á teiknistofu húsa- meistara ríkisins að ljúka teikningum. Ánýjaviðbygging in að ganga í vestur frá sjúkra húsinu og loka Heiðarbraut- inni. Sú álma verður á þrem hæðum, eins og spítalinn sem fyrir er, með tveggja hæða útbyggingu. — Framkvæmdir eiga að hefjast í vor og bygg- ingin þá steypt upp. Stendur til að bjóða út verkið. Síðan verður húsið innréttað í á- föngum, þannig að fljótlega verði hægt að fá eina 30 rúma sjúkradeild í notkun ásamt nýja eldhúsinu. Sérstök lyflæknisdeild — Þegar þeim áfanga er náð, er ætlunin að ráða sér- fræðing í lyflæknisifræði, sem yrði yfirmaður sérstakrar lyf- læknisdeildar, segir Páll lækn sjúklinga í og að láta þá vakna og öðru sem tilheyrir skurð- stofum. Núna höfum við að- eins eina litla skurðstofu. Menn eru svo framsýnir hér, bætir Páll við, að þeir bugsa sér að með þessu fyrir- komulagi megi eftir ca 15 ár enn stækka spitalann í vestur án þess að raska neinu, og þá yrðu eldhús og skurðstofur í miðri byggingu. Þannig hagar til í hinni fyr- irhuguðu byggingu að allir sem erindi eiga í spítalann að utan, koma þar inn á neðstu hæðina. Þar verða röntgen- stofa, tvær slysastofur, skrif- stofur lækna og aðstaða fyrir heilsuverndarstöð. Hingað til höfum við aðeins haft litla kytru, sem notuð er fyrir mæðravernd og berklaéftirlit. Það er að vísu orðið lítið. sem betur fer. Og þó, allt það fólk sem fær vinnu við neyzluvör- ur innan bæjar er gegnumlýst einu sinni á ári. Á efri hæðunum tveimur í nýju álmunni verða svo tvær sjúkradeildir fyrir 30 sjúkl- inga, sem fyrr er sagt og þar verður dagstofa og bókasafn. — Þrengslin eru gífurleg hjá ykkur, skilst mér. Hvað hafið þið rúm fyrir marga sjúklinga núna? — Það er ætlazt til að við höfum 33 sjúkrarúm, en þó við höfum alltaf a.m.k. 40 sjúklinga með því að hafa 6 rúm í fjögurra manna stof- um, sjúkling í baðherbergi, sem flytja verður út á gang- inn á baðdögum, og þess hátt- ar, þá líður ekki sá dagur að maður sé ekki í vandræðum með að koma fyrir sjúklingi. Sl. ár voru lagðir inn 702 sjúklingar, 344 Akurnesingar og 356 aðrir. Vegna stöðugra þrengsla hafa langlegusjúkl- ingar ekki komizt að hjá okk- ur, þar eð þeir ganga fyrir sem hægt er að lækna. Við höfum ekki nema 20 með- allegudaga á sjúkling. Á Landspítalanum eru meðal legudagar að vísu 15, en þar er völ á þægilegri þjónustu, t. d. á Hrafnistu og Sólvangi, þangað sem hægt er að koma langlegusjúklingum. Þetta hef ur okkur vantar tilfinnanlega og vonandi rætist úr með nýju álmunni. Þjónusta við sjúkiinga stóraukin Annars er lögð á það á- herzla að auka með hinni nýju byggingu þjónustuna við sjúklinga ekki síður en að stækka spítalann, sérstaklega með tilliti til heilsuverndar- starfsemi, sem ætlunin er að efla, einkum með ungbarna- eftirliti og umönnun aldraðs fólks. Talið berst að rekstri sjúkra hússins. Hlutur Akranesbæjar af gömlu byggingunni var greiddur með ágóða af bíó- hölljnni. Rekstur sjúkrahúss- ins hafa Akurnesingar einir, en utanbæjarfólk greiðir nokkurt aúkagjald þar. — Fjárhagsörðugleikar sjúkrahúsa eru mjög miklir, segir Páll, þar sem daggjöld- in hafa lítið hækkað, eða rétt- ara sagt hækkun kemur allt- af of seint miðað við hækkun á kostnaði, svo við erum ætíð á eftir. Nú er kostnaðurinn 287 kr. per legudag á hvern sjúkling, en daggjöld hafa verið 180 kr. og 25 kr. viðbót frá ríki. Þarna þarf að brúa bilið. Um áramót komu 20 kr. til viðbótar, en þá var komin hækkun á kvennakaupi og fæði. Þetta veldur stöðugum erfiðleikum í rekstri sjúkra- húsanna. Sl. haust var stofnað Lands- samband sjúkrahúsa undir forystu sjúkrahússtjórnar á Akranesi og er Björgvin Sæm undsson, bæjarstjóri, formað- ur hennar. Þetta samband á að koma fram fyrir sjúkra- hús sem ekki eru í ríkiseign, og m.a. beita sér í þessu máli. I lok viðtals þessa um stækk un sjúkrahúss á Akranesi, sagði Páll: — Því miður hef- ur ekki skapazt einhugur í bæjarstjórn um þetta mál. Hafa framsóknarmenn og kommúnistar með Daníel Ágústínusson í fararbroddi talið þetta óþarfa fram- kvæmd. Spítalinn sé nú þeg- ar nógu stór fyrir Akurnes- inga. Þeir gera sér þó ekki íjóst, að ekki er hægt að flokka sjúklinga eftir neinu öðru en sjúkdómum eða þörf þeirra fyrir sjúkrarúm, en ekki eftir lögheimili eða dval- arstað og því útilokað að neita að taka við t. d. Borgfirðing- um eða Snæfellingum sem sjúkrahúsvist þurfa og þess óska hjá okkur. Þannig að þörfin fyrir sjúkrarúm verð- ur jafnmikil meðan allra vandi er ekki leystur. Sjálf- sagt er að leita samstarfs við alla þessa aðila. Það má bara engan tíma missa nú, til að framkvæmdir geti hafizt. — E. Pá. STAKSTEINAR Fölswiarrðlið fordæmanlegt íslenzk dagblöð gera sér í vax- andi mæli grein fyrir því, að þau eiga að fiytja réttar og óbrengl- aðrar fréttir, hvort sem þeim lika þó ein undantekning, þar sem er þær betur eða ver. Frá þessu er fréttafölsunarblaðið Tíminn. Naumast liður sá dagur, að það blað falsi ekki fregnir, beint eða óbeint. Oft fer það með bein ó- sannindi, stundum segir það hálf sannleika og oft stingur það und ir stól mikilvægum fréttum, af því að þvi finnst ekki heppilegt fyrir málstað Framsóknarflokks ins að birta þær. Sem betur fer gera menn sér nú orðið grein fyrir hinum mikla mun, sem er á Tímanum að þessu leyti og öðrum iýðræðisblöðum. Þess vegna er framferði þeirra, sem blaðinu ráða, fordæmt og Hópar fólks á sœluviku SAUÁRKRÓKI, 2. apríl — Ynd- islegt veður er hér það sem af er sæluvikunni og vegir færir í allar áttir, nema hvað verið er að ljúka við að ryðja Siglufjarð- arskarð. Ef tíðin helzt svona, má búast við rneira fjölmenni á sælu vikuna en áður, en kollhríðin er alltaf þegar líða tekur á vikuna. Von er á mörgu fólki frá Ólafs firði á morgun, og komið hefur til tals að heilir hópar fólks feomi frá Akureyri. Uppselt er á leik leikfélagsins, nú næstu kvöld. námsmeyjar og Kvennaskólanum Fjalla-Eyvind, í kvöld hafa kennarar af á Blönduósi pantað miða. Mánudagurinn sl. var helgaður börnuunm að venju og kom þá fjöldi barna víðsveg- ar að úr sýslunni á Sauðárkrók — jón. AKRANESI, 2. apríl — Vélbát- urinn Skírnir fékk 50C tunnur af síld í nótt. Sigurfari reif nót sina í botni. Heildarafli bátanna hér í gær var 133 lestir. Afla hæstur var Sigurður með 15 lest- ir, annar Ólafur Magnússon með 14 lestir. — Oddur. fordæmt minnkandi. áhrif blaðsins Ekki skynsamlegt En jafnvel þótt siðferði þeirra Framsóknarmanna, sem yfirráð hafa yfir málgagni flokksins, sé ekki á hærra stigi en svo, að þeir telji sæmandi að falsa fréttir, hve nær sem svo ber undir, þá er hitt ekki síður furðulegt, að þeir skuli vera svo skammsýnir að halða, að þessi iðja beri mikinn árangur, þegar tii lengdar lætur. Þvert á móti veldur hún því, að menn fyrirlíta þetta blað og taka ekk ert trúanlegt, sem þar stendur, jafnvel þótt það slysaðist til að segja sannleikann. Þetta er ein meginástæðan fyrir því, að nú hallar undan fæti fyrir Fram- sóknarmönnum. Ganga Iengra en kommúnistar Menn hefðu ekki að óreyndu trúað því, að málgagn lýðræðis- flokks gengi lengra í fölsunum og ofsafengnum áróðri en málgagii kommúnista, en svo hefur þó far ið. Síðasta dæmið skal hér nefnt. Tíminn hefur haldið því fram, að tollalækkanirnar, sem Viðreisnar stjórnin hefur ákveðið, nemi að- eins 42 millj. kr., þótt upplýst sé að þar sé um nálægt 100 millj. kr. lækkun að ræða og jafnvel kommúnistamálgagnið hafi birt fregn um það, 5 dálka á forsíðu. Kommúnistar treystu sér þannig ekki til að falsa þessa fregn, en Tíminn gerði sér lítið fyrir og hélt fram hreinum og augljósum ó- sannindum. Reynt var að rök- styðja þessi ósannindi með því að niður féllu ákveðnar tekjur, sem sveitarfélögin hafa haft af inn- flutningsgjöldum. Samt stendur skýrum orðum í greinargerð frum varpsins, að sveitarfélögunum verði bætt þetta tjón á kostnað ríkisins. Þannig er það óumdeil- anlegt, að lækkanirnar nema um 100 milljónum og þær koma allar niður á ríkissjóði, því að í engu á að skerða tekjur sveitarfélag- anna. Menn kynnu að halda, að það væri af mistökum, sem Tím- inn hefur haldið fram þessum ó- sannindum, blaðamönnum hans hafi sézt yfir ákvæðið í greinar- gerðinni; en svo er ekki. Eftir að Morgunblaðið hafði birt mynd af þessu ákvæði eru ósannindin endurtekin í fréttafölsunarblað- inu. Það er til mikillar minnkun ar fyrir íslenzkt stjórnmálalíf, að annar stærsti flokkur landsins skuli standa að slíku málgagni, enda getur ekki hjá því farið, að fréttafaisanir Tímans komi illa við heiðarlega Framsóknarmenn, þótt þeirri klíku, sem flokknunj ræður, líki þær ágætiega.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.