Morgunblaðið - 25.04.1963, Síða 1

Morgunblaðið - 25.04.1963, Síða 1
24 síðuc Landsf undur Sjáif- stæöisflokksins hefst í Háskólabíói í kvöld í KVÖLD kl. 8,30 verður Landslundur Sjálfstæðis- flokksins settur í Háskóla- bíóL Þar flytja ræður for- maður flokksins, Bjarni Bene diktsson, dómsmálaráðherra, og Ólafur Thors, forsætisráð- herra. Landsfimdurinn stendur til 28. apríl og að setningarfund- inum undanskildum, fara öll störf hans fram í Sjálfstæðis- húsinu. Á föstudaginn hefjast fund- ir kl. 10 f. h. með því, að Sig- urður Bjarnason, ritstjóri, flytur framsöguræðu um stjórnmálayfirlýsingu flokks- ins. KI. 2 e. h. heldur vara- formaður Sjálfstæðisflokks- ins, Gunnar Thoroddsen, fjár málaráðherra, ræðu og kl. 4 e. h. talar Ingólfur Jónsson, landbúnaðarráðherra. Að því loknu flytur Þorvaldur Garð- ar Kristjánsson, framkvæmda stjóri flokksins, skýrslu um starfsemi hans. Fulltrúar hvaðanæva af landinu sitja Landsfundinn og alls eiga um 700 fulltrúar rétt til fundarsetu. Mjög áríðandi er, að þeir fulltrúar á Landsfundinum, sem ekki hafa þegar fram- vísað kjörbréfum og vitjað fulltrúaskírteina sinna, geri það fyrir kl. 7 í kvöld í skrif- stofu flokksins, Sjálfstæðis- húsinu. Astandið í Laos enn alvarlegt Fonmúnistar hindra störí alþjóðlegu eftirlitsneíndaiinnar Útför áhafnar og eins farþega Hrímfaxa gerð frá Dómkirkjunni í gær „Vér erum stundarbörxi b jarðneskum reynzluskóSa64 London, 2Jf. apríl. (NTB-Reuter-AP) HOME lávarður, utanrikis- ráðherra Bretlands, sagði í dag, að ástandið í Laos væri enn mjög alvarlegt. — Væri allmiklum erfiðleikum bund- ið að leysa deilur hinna stríð- andi aðila í landinu vegna af- stöðu Sovétstjórnarinnar. Averill Harriman, aðstoðar- Utanríkisráðh. Bandaríkjanna, er nú í London og hefur rætt við Home, lávarð. Sagt er í áreiðan- legum heimildum frá London í dag, að hann færi væntanlega til Moskvu á fimmtudag til við- ræðna við Gromyko utanríkis- ráðherra Sovétríkjanna um Laos- málið. Harriman átti á sínum tíma mikinn þátt í að samkomu- lag náðist í Genf um sjálfstæði ©g hlutleysi Laos. Home lávarður ræddi Laos- deiluna á fundi neðri málstofu brezka þingisins í dag og sagði m. a., að starfsmönnum alþjóð- legu eftirlitsnefndarinnar í Laos befði verið meinaður aðgangur ■að mörgum svæðum, er komm- únistar réðu, en það væri að sjálfsögðu afar mikilvægt, að Frá S.U.S. SAMBAND- og fulltrúaráðsfund- ur SUS hefst i Valhöll í dag kl. 10 f. h. — Fundinum mun ljúka síðar í dag. eftirlitsnefndin hefði frjálsar hendur um ferðir, hvar sem væri í landinu, því annars gæti hún ekki fylgzt með því, að Genfar-samþykktin væri í heiðri haldin. Að undanförnu hafa Home, lávarður og Gromyko unnið að því í sameiningu að semja til- mæli til aðildarríkja Genfar- samkomulagsins um að reyna að ieysa Laos-deiluna. Upp úr þess- ari samvinnu utanríkisráðherr- anna slitnaði i gærkvöldi, er Gromyko krafðizt þess eindregið að lýst væri áhyrgð á hendur Bandaríkjastjórn vegna núver- andi ástands í Laos. Er sú krafa hans talin runnin undan rifjum Pekingstj órnarinnar. Bandaríkjastjórn hefur vísað þessari ásökun Sovótstjórnarinn- ar á bug og bent á, að það er ekki af hálfu hægri manna í Laos, sem hamlað er starfsemi hinnar alþjóðlegu eftirlitsnefnd- ar, heldur af hálfu Pathet Lao- kommúnista. í G Æ R var gerð frá Dóm- kirkjunni útfijr áhafnarinnar af flugvélinni Hrímfaxa, sem fórst við Ósló á páskadag. Samtímis var gerð útför eins farþeganna. Athöfn þessi var einkar látlaus og smekkleg. Kistur hinna látnu höfðu áð- ur verið fluttar í kirkjuna. Séra Jón Auðuns dómprófast- ur flutti minningarræðu og kastaði rekunum í kór kirkj- unnar. Síðar voru jarðneskar leifar hinna látnu fluttar í kirkjugarð, þar sem þær voru jarðsettar að viðstöddum nán ustu ættingjum. Kisturnar vonu fagurlega skreyttar blómum og klæddar fán um þar sem þær stóðu í röð í kirkjukórnum. Flugfélag íslands annaðist um útför hinna látnu. Nokkru fyrir kl. 1,30 í gærdag komu nánustu ættingjar hinna látnu til kirkju. Við athöfnina voru einnig Forseti íslands herra Ásgeir Ásgeirsson og frú hans, biskupinn yfir íslandi, herra Sig urbjörn Einarsson, sendi'nerrar Framh. á bls. 23. Fanuw í hálfa stong.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.