Morgunblaðið - 25.04.1963, Qupperneq 3

Morgunblaðið - 25.04.1963, Qupperneq 3
Fimmtudagur 25. apríl 1963 MORCVNnr. 4 DIÐ 3 SRrifaö í sandinn Systurnar Margret og Anna, Ingibjorg með Petur og Guðrun. (Ljósm. Mbl.: Sv. Þ.). \ — En þið systurnar. Margrét og Anna? — Við ætlum kannske líka í skrúðgöngu. — Ætlar þú í skrúðgöngu, Ingibjörg? — Nei, ég fer til Þingvalla. — Hvað ætlar þú að gera þar? — Eg veit það ekki. Bara i gamni. — Ertu kannske að fara að veiða? spyr ljósmyndarinn, sem miðar allt við sín eigin áhugamál. — Nei, ekki þar, en ég veiði stundum niðri á bryggju, seg- ir Ingibjörg. -- XXX ---- Við höldum áleiðis vestur í bæ, og syðst á Tjarnargötunni sjáum við þrjá stráka hjóla eft ir gangstéttinni á þrihjólum og bogmann, sem fylgir þeim fast eftir. Við tökum mynd af þeim, en þeir eru fámálir, láta lítið yfir sér og verjast allra sagna um, hvert þeir séu að halda eða hvaðan þeir komi. -- XXX ---- Þessu næst ökum við vest- ur Hringbraut unz við komum í Selsvör. Þar er fjara og sjá- um við tvo unga pilta sitja á steini í flæðarmálinu aug- sýnilega í heimspekilegum hugleiðingum. Þegar við spyrj um af forvitni okkar, hvað þeir hafist að, benda þeir á stíflugarð úr sandi, sem þeir hafa gert í flæðarmálinu. — Við erum að horfa á hvernig sjórinn skolar honum burtu. Drengirnir heita Gunnar Magnússon og Gunnar Ragn- arsson og eru báðir 12 ára. Þeir eiga heima á Seljavegi og eru í Melaskólanum. — Komið þið oft hingað í Selsvör? spyrjum við. — Já, við erum svo að segja uppaldir hérna í fjörunni. — Eru ekki aðrir strákar með ykkur stundum? — Jú, stundum, en oftast erum við bara tveir. — Hvað gerið þið fleira hér í fjörunni en að byggja stíflu garða, — Við teiknum myndir og skrifum í sandinn. — Hvað skrifið þið í sand- inn, — Allt, sem okkur dettur í hug. Gunnar Magnússon (t.v.) og Gunnar Ra,gnarsson við stifluna sína í Selsvör. I GÆR var síðasti vetrardag- ur, en það var síður en svo vetrarlegt í Reykjavík, — hlýtt og mollulegt með sól- skini framan af. Allsstaðar voru börn að leik og þegar við komum í heimsókn á leikvöll inn við Freyjugötu, var þar mesta fjör í tuskunum. Þar hittum við fjórar stöll- ur, Ingibjörgu, 10 ára, sem hef ur meðferðis litla bróður sinn Pétur, 2ja ára, Guðrúnu, 10 ára, Margréti 8 ára og Önnu, 6 ára. Júlíus bogmaður, 4 ára, Hallgrímur og Gunnar, 3 ára, og Ragnar, 4 ára. — Er gaman að leika sér hérna? — Já, ægilega. — Er nokkurs staðar skemmtilegra að vera? — Já, sumsstaðar, stundum, svarar Guðrún. — Hvað ætlar þú að gera á morgun, Guðrún? — Eg ætla í skrúðgöngu. Engrar bókun ar var óskað í MÁLGAGNI siglfirzkra komm únista, Mjölni, birtist föstudag- 'inn 22. marz sl. grein með yfir- skriftinni: „Fulltrúi félagsmála- ráðherra sakaður um lögbrot" og undirfyrirsögninni: „Söguleg- ur bæjarstjórnarfundur á Sauð- árkróki". Mér hefur verið tjáð, að greinin hafi verið endurprentuð í Þjóðviljanum, sem út kom í dag. í greininni er m.a. Vikið að ræðu, er undirritaður flutti á bæjarstjórnarfundi 26. febrúar sl. í sambandi við reikninga bæjarsjóðs. í greininni segir: „Hann (þ.e. undirritaður) ræddi um kaup bæjarins á Fiskiveri og sagðist vita að við þá samningsgerð hefðu verið brotin lög og „farið aftan að lögunum" en aðalráð- ^ Heimsókn frestað. Algeirsborg, 24. apríl. — NTB-Reuter: — Heimsókn Fidels Castro, torsætisráðherra Kúbu til Al- sír hefur verið frestað fram í júní eða júlí. gjafinn við það hefði þó verið enginn annar en Hallgrímur Dalberg, fulltrúi félagsmálaráð- herra. Varð nú uppi fótur og fit og óskaði Marteinn Friðriksson eftir því, að ummæli þessi yrðu bókuð, en það1 var ekki gert, enda neitaði Guðjón að endur- taka ummælin". I sambandi við þessa ofanrit- uðu tilvitnúun vil ég taka fram, að ummæli þau, er eftir mér eru höfð, eru alröng. Hvað við- kemur ósk Marteins Friðriksson- ar um að „ummæli“ mín yrðu bókuð, en það ekki gert, vil ég geta þess, að er eg spurði hann hváða ummæli úr ræðu minni hann ætti við og vildi láta bóka, treysti hann sér ekki til að svara því. Þess þarf varla að geta, að hefði nefndur bæjarfulltrúi ósk- að bókunar í umræddu máli hefðu honum að sjálfsögðu verið það heimilt, en þann rétt not- færði hann sér ekki og sam- þykkti fundargerð bæjarstjórn- ar athugasemdarlaust. Sauðárkróki, 24. apríl 1963 Guðjón Sigurðsson. SIAKSTEIIVtAR Eysteinn óttast óeininguna Eins og Morgunblaðið skýrði frá þvi í gær kemur það glöggt fram í ræðu Eysteins Jónssonar á þingi Framsóknarflokksins, að hann óttast mjög þá miklu óeiningu sem ríkjandi er í röðunti Framsóknarmanna um grundvallaratriði utanríkisstefnu flokksins og samskipti íslend- inga við erlenda menn yfirleitt. Þess er samt að gæta, að í skjóli Eysteins Jónssonar hefur þessi sundrung þróazt. Hann hefur látið Þórarin Þórarinsson leika lausum hala á síðum málgagns Framsóknarflokksins. Sá maður virðist vera haldinn þeim óskapa komplexum að umhverfast í hvert skipti, sem hann heyrir minnzt á útlenda menn og hvergi una í þeirra hópi nema i Aust- ur-Berlín, en þar þótti honum, eins og ir.-nn minnast, gott að dveljast. Framsóknarmenn hafa aldrei fengið orð fyrir stjóm- vizku i utanrikismálum. Þeim hefur látið betur að flást við minni málin, einkum ef um hef- ur verið að ræða úthlutun gæða og bitlinga. líeílbrigðaT skoðanir í Framsóknarflokknum eru þó menn með heilbrigðar skoðanir, ekki sízt þeir, sem umgengizt hafa menn af öðru þjóðerni og koirözt að raun um, að það fólk er ekki með horn, eins og Þór- arinn Þórarinsson virðist álíta, heldur sama fólkið og hér býr, yfirleitt velviljað og gott fólk, sem skilur það, að í heimi nú- tímans eiga stórir og smáir að að búa saman í bróðerni, og alþjóðalög og réttur þróast í þá átt að frelsi smáþjóðanna sé tryggt. Þessir menn eru að von- um lítt hrifnir af stefnu flokks- klíkunnar, sem leggur megin- áherzlu á að spilla n-.Illi Islend- inga og vinaþjóða þeirra. Þessit menn gera sér grein fyrir því, að framfarir geta aðeins orðið miklar hér á landi, ef við hag- nýtum okkur alþjóðasamstarf, tæknimenningu og fjármagn, sem okkur býðst frá vinveittum þjóðum. Þess vegna eru þeir and- vígir einangrunar- og aftur- haldsstefnu Eysteins Jónssonar. Utanríkismál friðhelg Þar að auki eru að sjálfsögðu til menn í Framsóknarflokknum, sem gera sér grein fyrir því, að ekki á að draga utanríkismiál smáþjóða inn í hatrammar inn- anlandsdeilur. Lýðræðissinnar eiga að leitast við að ná sam- stöðu í þeim n-.ilum, sem varða þjóðina og skipti hennar við út- lendinga mestu. Þess vegna for- dæma þeir eins og aðrir lýð- ræðissinnar tilraunir Framsókn- arklíkunnar til að gera viðkvæm mál eins og samninginn við Breta, afstöðuna til Efnahags- bandalagsins og erlent fjármagn að bitbeini í innanlandsdeilum. Sérstaklega er það fordæman- legt, að máigagn Framsóknar- flokksins beitir hverskyns föls- unum og ósannindum, einmitt um þessi mikilvægu mál, í þeim tilgangi að auka fylgi Framsókn- arflokksins. Sem betur fer sér öll alþýða manna í gegnum þenn- an blekkingavef, og þess vegna er flokksklikan i Framsóknar- flokknum réttilega fordæmd af öllum þjóðhollum mönnum.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.