Morgunblaðið - 01.05.1963, Qupperneq 10

Morgunblaðið - 01.05.1963, Qupperneq 10
10 MOnCXJTSBLÁÐlB Miðvikudagur 1. maí 196S Landið okkar — M A R G I R hafa spáð Stokkseyri lítilli framtíð og líklega mundu fáir muna þetta litla byggðar- lag, ef ekki væri Páll okk- ar ísólfsson, sem gert hef- ur sitt til að minna á stað- inn. Eitthvað á þessa leið komst Guðmundur Einarsson, fram- kvæmdastjóri Hraðfrystihúss Stokkseyrar að orði, þegar við skruppum þangað austur nú fyrir skemmstu. Tilefni heim- sóknarinnar var það, að reist ar höfðu verið sperrur í nýrri og myndarlegri viðbyggingu, sem gerð verður við gamla hraðfrystihúsið á staðnum. Við ræddum við þá Guðmund og Ásgeir Einarsson, sveitarstjóra, um þetta fyrirtæki þeirra Stokkseyringa. Þeir fræddu okkur á því, að enginn myndi sú fjölskylda á Stokkseyri, sem ekki hefði meira og minna lifibrauð sitt af hraðfrystihús inu og þeim fjórum bátum, sem þar eru gerðir út. Hrað- frystihúsið er rekið af hluta- félagi, sem er eign hreppsins og nokkurra einstaklinga. — Gamla húsið er orðið úr sér gengið og afkastalítið og mundi sjálfsagt ekki vera rek ið, ef ekki væri ætlunin að hið nýja hús tæki til starfa á yfirstandandi ári. Við getum unnið 30 tonn á 16 tímum í gamla húsinu og þykjumst góð ir, ef við klárum 20 tonn á sól arhring, sagði Guðmundur. Vinnslusalur gamla hússins er 16x8 metrar, en nú eigum við að fá 730 fermetra til viðbót- ar. í nýja húsinu á að verða vinnslusalur og frysting og fiskmóttaka, sem getur tekið á móti 250 tonnum af fiski. Þetta er stálgrindarhús, en fyrirtækið Eikin á Selfossi sér um að koma byggingunni upp. Allt efni í þetta stálgrindar- hús kemur tilsniðið frá Bret- landi og er sett saman hér. — Ljúka verður við húsið í vor og sumar, ef fjármál ekki stöðva framkvæmdir, segja þeir félagar. Vélar og tæki eru gerð í vél smiðjunni Héðni í Reykjavík, en tæknideild sölumiðstöðvar hraðfrystihúsanna hefur séð um allar teikningar að húsinu og tækniuppjýsingar. Frystihúsið lífsnauðsyn. — Frystihúsið og fiskverkun Hraðfrystihúsiö og bátarnir eru lífakkeri Stokkseyringa Guðmundur Einarsson, framkvæmdastjóri hraðfrystihússins (t.v.) og Ásgeir Einarsson, sveitarstjóri á Stokkseyri. hér á Stokkseyri er lífsakkeri staðarins. Síðan bátunum fjölg aði hér og útgerðartíminn lengdist er ennfremur knýj- andi nauðsyn á þessari bygg- ingu. Þetta eru þau atvinnu- tæki, sem fyrst og fremst skaffa fólkinu hér lifibrauð. Frystihúsið veitir að jafnaði 60 manns vinnu og fl'eirum á sumrin, þegar unglingar og krakkar eru meðtaldir. Vinnu launagreiðslur hússins eru nú um 3 millj. kr. og njóta öll heimili staðarins góðs af þeim. Hér á Stokkseyri eru nú 488 manns á manntali.- — Við treysitum þvi, að ráða menn þjóðarinnar styðji þetta málefni okkar og við höfum ekki ástæðu til annars, því fyrirtækið hefur fengið góðar undirtektir þeirra. Stokkseyr- arhreppur hefur lofað stóru framlagi til fyrirtækisins, enda má segja að það standi hreppsfélagsinu næst, þar sem hér er um að ræða lífsspurs mál fyrir tilveru hans. — Útlitið með gang vertíðar innar í vetur er mjög gott og fullyrða má, að útflutnings- verðmæti staðarins nemi millj óna tugum í vor. Aflinn er nú þegar orðinn jafn mikill og hann var alla vertíðina í fyrra. — Hér er nú svo mikil at- vinna að okkur kvelur raunar ekkert annað meira en fólks- leysi og svo náttúrlega skort- ur á vinnsluhúsnæði. Hér vinna menn nú svo lengi sem þeir geta staðið uppi, segir Guðmundur, og það má raun ar segja að við göngum hálf- gert í svefni um þessar mund ir. Bæta þarf innsiglinguna. — En það má raunar segja, að hver athöfnin reki aðra, segja þeir Guðmundur og Ás- geir. — Það er ekki einasta nóg að okkur auðnist að afla okk- ■ ur fjár til byggingar nýs hrað frystihúss. Okkur vantar einn ig fé til lagfæringar á inn- siglingunni í höfnina. Segja má að Stokkseyrarhöfn sé all góð og trygg, þegar komið er inn fyrir skerjagarðana, sem hér liggja fyrir utan. Bátar eiga að geta legið hér í nær- felt hvaða veðri sem er, ef þeir á annað borð komast heilu og höldnu á inn í höfnina. En það vantar allmikið fé til að laga innsiglinguna, og svo vantar okkur fé til að lagfæra bryggj una og stækka. Hér má því gera sæmilega góða höfn, ef höftim á skerjunum eru sprengd. Við höfum fundið að það ríkir góður skilningur á nauðsyn þessara mála hér. Útgerð allt árið. — Það má heldur ekki gleyma því, að heita má að héðan frá Stokkseyri sé út- gerð allt árið. Vetrarvertíðin stendur icá áramótum fram til 14. maí. Skömmu síðar tekur humarveiðin við og stendur fram í miðjan ágúst. Þá taka við dragnótaveiðar fram til loka október og síðan er meiri en nægileg vinna við humarinn frá sumrinu. Stend ur sú vinna allt fram á vertíð og þess má geta, að sl. vetur tókst ekki fyllilega að ljúka þeirri vinnu. Þannig skapar sjórinn okkur Stokkseyring- um stöðuga atvinnu allan árs ins hring. — Það er því öllum auðséð, hver lífsnauðsyn það er okk- ur Stokkseyringum að njóta skilnings fjármálayfirvalda til þess að okkur megi auðnast að efla og endurbyggja þessi at- vinnutæki okkar, enda þarf þá í engu að óttast um framtíð Stokkseyrar. Mikill afli. Það er liðið á kvöldið er við yfirgefum Stokkseyri. Okkur er kunnugt af fyrri fréttum, að vertíðarafli hefur verið þar mikill. Aðstaða til að taka á móti aflanum þar hefur á stundum verið erfið í vetur. Bátarnir hafa þurft að sigla til Þorlákshafnar og þar hefur aflanum verið landað á bíla og síðan ekið til Stokkseyrar, sem er um 50 km. leið. Stundum hefur aflinn verið svo mikill að þeir fjórir bátar, sem gerð ir eru út frá Stokkseyri hafa orðið að selja nokkuð af afla sínum annars staðar, vegna þess að hið litla frystihús hef ur ekki getað annað móttöku hans. Við ökum af stað með þeirri frómu ósk að hinn fornfrægi staður megi blómgast og dafn ast á ný og það stórfyrirtæki, sem Stokkseyringar eru nú að ráðast í megi heppnast. — vig. Kirkjuritið HAFIÐ ÞIÐ lesið marz-heftið 1963? Ef ekki, hvet ég ykkur til «ð lesa það. Allir foreldrar lands- ins, allir skólastjórar og kenn- arar ættu að lesa það. Þetta er ekki sagt af neinu fylgi við rit- ið né ritstjóra þess, þótt ég sé búinn að lesa ritið ail rækilega um 30 ára skeið. Nei, þetta er sagt aðeins af innri knýjandi þörf. Er ég hafði lokið /)ð að lesa nefnt hefti, var ég blátt á- fram gagntekinn. Þar rak hver ágætis-greinin aðra Eg nefni hér nokkrar: Kristileg lýðmenntun, eftir Þórarin Þóracinsson, ritstj. Eiðaskóla. Prýðileg og tímabær grein. Skátahreifingin — Kristin- dómur, eftir frú Hrefnu Tynes. Fengi æskulýður landsins slíkt uppeldi, sem þar er lýst, þá væri þjóðinni vissulega vel borgið. Pistlar ritstjórans eru venjulega ágætir. Kirkjan þarf að sinna líknarmálum meira viðtal við Gísla Sigurbjörnsson, forstjóra Elliheimilisins Grundar, er einn ig tímabær og þörf áminning. Fyrsta grein heftisins: Sálgæzla prestanna mikiivæg, viðtal rit- stjórans við dr. Símon Jóh. Ágústs son, prófessor, er mjög athyglis- verð grein, en varðandi sumt eíni greinarinnar tel ég mig ekki dómbæran, skortir þekkingu til þess. En svo er það grtinin, sem ekki sízt olli því að ég gat ekki stillt mig um að taka til máls um ritið. Börn og kvíkmvndir heitir hún. Höfunduvinn er Högni Egilsson kennari og blaðamað- ur. Grein þessi er í raun og veru hrollvekjandi tn eigi að síður mjög þörf og ágæt. Vonandi sefur hvorki ríkisstjórn né þjóðin sjálf varðandi þetta örlagaþrunga al- vörumál. Fyrir mörgum árum i birti ég í blaðinu Einingu grein, sem heitir: Hollywood sáir út í veður og vind. Hún var þýdd úr einu víðlesnasta tímanti heim- sins, en r.kki var það glæsileg saga. Kvikmyndahúsin eru orðin að nokkru leyti musteri fólksins, og ekki sízt unglinga, einnig barna. Engin furða þótt þjóðir verði nú að takast a við æsku- lýðsvandamál. Sjálfsagt eru það fleiri en und- irritaður, sem væri þakkládr fyr ir meira í dagblöðunum af grein um eins og þeim, er her voru nefndar í Kirkjuritinu Nú á dög um þarf að margendurtaka hið nauðsynlegasta, þvi að svo er athyglisgáfa almennings trufluð af bunugangi útvarps og lesmáls, hávaða og mörgu öðru. Fyrir skömmu flutti t.d. Magni Guð- munsson hagfræðingur, stórmerki legt útvarpserindi um skóiakerfi. Eg skora hér með á dagblöðin, i eitthvert þeirra, að fa þettsi er- indi og birta það, svo að almenn- ingur geti kynnt sér það í róieg- heitum. — En lesið nú marz-hefti Kirkjuritsins 1933. Pétur Sigurðsson. Leiksýninp; á Hornafirði Höfn, Hornafirði, 26. apríl: — Leikfélag Hafnarhrepps hafði frumsýningu á Ævintýri á göngu- för síðasta vetrardag í Sindrabæ og tvær sýningar á sumardaginn fyrsta við geysigóðar undirtektir. Leikstjóri var Bjarni Steingríms- son. Leiktjöld málaði Bjarni Hin riksson, Höfn. Undirleik annað- ist Sigurjón Bjarnason, Brekku- bæ. Slysavarnasveitin Framtíðin hafði kaffisölu jafnhliða til ágóða fyrir starfsemi sína. — Gunnar. Friðrik hrað- skákmeistari NÝLEGA er lokið Hraðskákmóti íslands, og voru þátttakendur 58, en teflt var eftir Monrad-kerfinu. Sigurvegari varð Friðrik Ólafs- son, sem vann allar sínar skákir utan eina gegn Inga R. Jóhanns- syni. Röð keppenda varð þessi: 1. Friðrik Ólafsson með 19 vinninga af 20 mögulegum. 2. —3. Bjöm Þorsteinsson og Guðmundur Ágústsson með 1514 vinning. 4. Ingi R. Jóhannsaon með 14 vinninga. 5. —7. Magnús Sólroundarson, Kári Sólmundarson og Gísli Pét ursson með 12% vinning.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.