Morgunblaðið - 01.05.1963, Page 13

Morgunblaðið - 01.05.1963, Page 13
f MiðvilcuSagur 1. maí 1963 WORCVNBL4Ð1Ð 13 I>AÐ mun hafa verið um 1890, að verkamenn í nágrannalönd- um okkar helguðu sér 1. maí sem baráttudag fyrir áhugamál sín, og heldu hann hátíðlegan. Voru þá farnar svokallaðar kröfugöng ur í stórborgunum, borin kröfu- spjöld, ræður fluttar á almanna- færi og síðan haldnar skemmtan- ir á eftir. Á Englandi og Norðurlöndum var þessari nýbreytni ekki illa tekið og fóru þessi hátíðahöld þar því jafnan fram með friði og spekt. Á sama hátt fór í Banda- ríkjunum og þar voru sum ríkin svo frjálslynd, að þau löghelguðu daginn sem almennan frídag. En hjá öðrum þjóðum gekk það hafi verið „eins og gætti nokkurrar feimni eða geigs hjá sumu fólki við að taka þátt i göngunni“. Morgunblaðið hefir náð tali af einum þeirra, sem skrifuðu und- ir áskorun Fulltrúaráðsins þeg- ar gangan var ákveðin. Það er Gunnar Einarsson prentsmiðju- eigandi. Hann var þá formaður Hins íslenzka prentarafélags. Hann kvaðst lítið muna eftir þessu, því að hann hefði ekki tekið þátt í neinum undirbúningi og alls ekki verið í göngunni. í prentarafélaginu hefði verið mjög skiptar skoðanir og harðar deilur um það, hvort þetta væri heppileg baráttuaðferð. Yngri mennirnir hefði verið á móti, en hinir eldri og einkum þeir, sem höfðu kynnzt þessum sið í Kaup- mannahöfn, hefði verið þess mjög fýsandi. Og niðurstaðan hefði verið sú, að meiri hluti fé- lagsmanna hefði samþykkt að taka þátt í göngunni, og þá hefði hann orðið að skrifa undir áskor unina fyrir hönd félagsins. ----o------ 0 ára afmæli hátíðarda verkamanna hér á landi þetta ekki jafn hljóðalaust af. í Rússlandi var það talin tilraun til uppreisnar, ef verkamenn söfnuðust saman og fóru fram á aukin réttindi, og venjan var að þagga kröfur þeirra niður með skothríð. í sumum öðrum lönd- um, eins og t. d. Frakklandi, urðu oft árekstrar milli kröfu- göngumanna og lögreglu, og þá var herlið stundum látið skakka leikinn, svo að úr urðu blóðugar skærur. Það var ekki fyrr en nokkrum érum seinna, að hér á íslandi myndaðist vísir að samtökum hinna vinnandi stétta, enda var hér allt með öðrum hætti en í nágrannalöndunum. Þjóðin var fámenn, hér voru engar borgir og hér gætti vinnuskiptingar því mjög lítið. Um aldamótin voru íbúar Reykjavíkur ekki nema um 6000, en þessi tala þrefaldaðist rúmlega á næstu 20 árum. Þá var vinnuskiptingar farið að gæta hér, og þá voru risin upp nokkur verkamannafélög og voru farin að gefa út sitt eigið mál- gagn, Alþýðublaðið. ----o----- Nú var það hinn 25. apríl 1923, að Alþýðublaðið kom með þá frétt, að Fulltrúaráð verka- lýðsfélaganna hefði ákveðið að gangast fyrir kröfugöngu í Reykjavík, að hætti samherja sinna í öðrum löndum. Þremur dögum seinna var haldinn Alþýðuflokksfundur og samþykkti hann tilmæli til allra verkstjóra og atvinnurekenda, að gefa verkafólki frí eftir hádegi hinn 1. maí og meðan á kröfu- göngunni stæði. Og hinn 30. apríl birtist svo í Alþýðublaðinu tilkynning frá Fulltrúaráði verklýðsfélaganna í Reykjavík, og var hún á þessa leið: Til alþýðunnar í Reykjavík. — Fulltrúaráð verklýðsfélaganna í Reykjavík hefir ákveðið, að geng in skuli kröfuganga á morgun, 1. maí, sama dag sem alþýðan um allan heim heldur hátíðleg- an og ber fram kröfur sínar. Þar sem fjölmargir alþýðumenn eru nú burtu frá heimilum sín- um, og geta því ekki sótt þessa kröfugöngu, er þess meiri á- stæða fyrir þá, sem dvelja hér í bænum, til þess að fjölmenna. Við skorum á allt alþýðufólk, konur, karla og börn, að mæta á morgun kl. 1 e.h. í Bárubúð. Mætið í vinnuklæðum, ef ekki er tækifæri til þess að hafa fata- skipti. Undir þetta skrifuðu formenn sjö verkalýðsfélaga: Verka- mannafélagsins Dagsbrúnar, Sjó- mannafélagsins, Jafnaðarmanna- félagsins (en það var þá ný- stofnað), Steinsmiðafélags Reykjavíkur, Iðnnemafélags Reykjavíkur, Bakarasveinafélags ins og Hins ísl. prentarafélags. Alþýðublaðið hafði á hverjum degi hvatt menn mjög til þess að gera þessa fyrstu kröfugöngu verkalýðsins á ísiandi sem til- komumesta. Og um leið og það birti ávarp Fulltrúaráðsins, flutti það forustugrein, sem byrjaði þannig: Alþýðumenn og konur! Á morgun eigið þið að safnast sam an til að gera skyldu ykkar. Það er skylda ykkar að mótmæla! Og svo er talið upp hverju mótmæla skal: Misskiptingu auð æfanna, fátækralögunum, of- þrælkun verkafólks, óhæfum embættismönnum, heimskulegri kjördæmaskiptingu og vitlaus- um kosningálögum. ----o Svo rann upp 1. maí. Fólk safnaðist saman í Bárubúð kl. 1 eins og um var talað og svo hófst kröfugangan þaðan hálfri stund seinna. Fremst fór merkisberi með hinn rauða fána jafnaðar- manna, og næst honum fór Lúðrasveit Reykjavíkur, sem lék fyrir allri göngunni. Svo komu göngumenn tveir og tveir sam- an og voru borin 28 kröfuspjöld í fylkingunni. Á þeim spjöldum voru mótmæli þau, er áður hafði verið minnzt á. Og svo voru margs konar kröfur, svo sem þessar: „Fullnægjandi alþýðutrygging ar“ — „Algert bann á áfengi“ — „Réttlát kjördæmaskipting“ — „Átta þingmenn fyrir Reykja- vík“ — „Kosningaréttur 21 árs“ — „Rannsókn á íslandsbanka“ — „Niður með vínsalana". Gangan varð nokkuð löng, 5 —6 km. Var fyrst gengið Von- arstræti, um Lækjargötu, Bók- hlöðustíg, Laufásveg, Skálholts- stíg, Bjargarstíg, Freyjugötu, Baldursgötu, Skólavörðustíg, Kárastíg, Njálsgötu, Vitastíg, Laugaveg, Bankastræti, Austur- stræti, Aðalstræti og þaðan Vest urgötu, Bræðraborgarstíg, Tún- götu, Kirkjustræti, Pósthús- stræti, Austurstræti, Lækjartorg og upp Hverfisgötu að lóð þeirri, er fengin hafði verið fyrir Al- þýðuhúsið. Þar lauk göngunni. Um þessar mundir voru bygg- ingaframkvæmdir á lóð Alþýðu- hússins að hefjast og var á lóð- inni stór og há grjóthrúga. Fána- stöngunum var nú stungið niður milli steinanna efst á grjóthrúg- unni, en fólkið safnaðist í hóp þar fyrir neðan, á Hverfisgöt- unni og í Ingólfsstræti. Var þar miklu fleira fólk en verið hafði í göngunni, því að fjöldi manna kom þangað fyrir forvitni sakir. Ekki er nú vitað hve margir höfðu tekið þátt í göngunni. Er svo að sjá, sem það hafi aldrei verið talið, og komu fram mjög misjafnar getgátur um fjöldann. En Alþýðublaðið taldi að um 500 hefði verið í göngunni og 3—4000 manns hefði safnazt sam an að henni lokinni, til þess að hlusta á hvað forvígismenn göng unnar hefði að segja. Ræðustóllinn var grjóthrúgan og fyrstur steig þar upp Hall- grímur Jónsson kennari, þá Héð- inn Valdimarsson, þá Ólafur Friðriksson, þá Einar Jóhanns- son búfræðingur og seinastur Felix Guðmundsson. Um kl. 4 var ræðuhöldum lok- ið og þá leystist samkoman upp og hélt hver til sins heima. Allt hafði farið mjög friðsamlega fram og urðu engar erjur með mönnum. Þorri manna mun hafa litið á þessa kröfugöngu sem skoplegt uppátæki, jafnvel verka menn sjálfir, því að enda þótt þeim væri sagt að þetta væri siður í öðrum löndum, fannst þeim engin þörf á að apa hann eftir, og héldu að verklýðshreyf- ingin mundi' gera sig hlægilega með þessu. Ágúst Jósefsson, sem mun hafa verið einn af hvatamönnum þess að hefja kröfugöngu, hefir getið þessa dags í endurminningum sínum. Hann segir að kröfu- gangan hafi farið vel og skipu- lega fram, en ekkert getur hann um það, hve margir hafi verið í henni. Og hann getur þess, að Um þessar mundir voru um 20.000 íbúar í Reykjavík og 7 verklýðsfélög. Elzt var prentara- félagið, stofnað 1897, og Dags- brún, stofnuð 1906. Nú hefir íbúatala borgarinnar ferfaldazt, en stéttarfélögum hefir fjölgað miklu meira hlut- fallslega, enda er það eðlilegt að verkskipting fari vaxandi með auknum mannfjölda og nýrri tækni. En jafnframt hefir aukizt skilningur á því, að stétt verði að standa með stétt, til heilla fyrir þjóðarheildina og til þess að engra hlutur verði fyrir borð borinn. Verðlaun fyrir skógræktar- ritgerðir STJÓRN Skógræktarfélags Is- lands efndi fyrir skömmu til verðlaunakeppni meðal nem- enda 6. bekkjar Menntaskólans í Reykjavík. Verkefnið var að skrifa um ræktun nytjaskóga á íslandi. — Alls bárust stjórninni 33 rit- gerðir, og hlaut Halldór Magn- ússon, 6. bekk Y, fyrstu verS- laun fyrir ágætlega samda grein. Verðlaunin voru kr. 2000,00. — Önnur verðlaun hlaut Helgi Björnsson, 6. bekk Y, kr. 500,00. Sjö nemendur aðrir hlutu einnig viðurkenningu fyrir góðar rit- gerðir, og allir þátttakendur fengu bókargjöf að launum frá stjórn Skógræktarfélagsins. Verðlaunin voru afhent föstu- daginn 19. apríl á sal í Mennta- skólanum að viðstöddum rektor, Kristni Ármannssyni og íslenzku kennurum 6. bekkjar, þeim Magnúsi Finnbogasyni og Ólafi Ólafssyni. Þeir Hákon Ouðmundsson, for maður Skógræktarfélags íslands, og Hákon Bjarnason, skógrækt- arstjóri, ávörpuðu nemendur með nokkrum •rðum, en rektor og inspector scholae þökkuðu. (Frá Skógraektarfélagi Islands). Slys á Akureyri AKREYRI, 29. april. Árekstur varð milli bifhjóls og Opel-station-bifreiðar á gatna- mótum Þverholts og Hörgárbraut ar í Glerárhverfi um kl. hálfsjö síðdegis á laugardag. Báðir öku- mennirnir óku norður Hörgár- braut, en er þeir komu að gatna- mótum Þverholts, hugðist sá, er á bifhjólinu sat, aka fram úr bifreiðinni, sem í því beygði til hægri inn í Þverholt. Skall bif- hjólið þá utan í hægri hlið bif- reiðarinnar. Bifhjólinu ók Guð- bjartur Sturluson, menntaskóla- nemi frá FlateyrL Skarst hann mikið á fæti og var fluttur í sjúkrahús, þar sem gert var að sárum hans . — Sv. P. Hallgrúnur Jónsson flytur aðalræðu dagsins 1. mai 1923.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.