Morgunblaðið - 01.05.1963, Page 17

Morgunblaðið - 01.05.1963, Page 17
, ■ Miðvikudagur 1. maí 1(1(53 MOnCVNBT. AÐ1Ð 17 Vinnustöðvun er óbætanlegt tjón segja norsku um skyldu- Osló, 8. apríl 1983. (ÞAJMGAÐ til í fyrradag gerðu (flestir sér vonir um, að mála- tmiðlun kæmist á í vinnudeil- *unni. Á laugardaginn síðdegis •brayttist sú bjartsýni í bölsýni. (Stöðvun sáttatilraunanna kom *eins og þruma úr heiðskíru lofti yfir þjóðina. Blöðin hérna ræða í dag þetta (alvörumál í löngum ritstjórnar- 'greinum, og fulltrúar flestra tstjórnmálaflokkanna hafa látið 1 ljósi álit sitt. Eina ljósglætan 1 málinu er sú, að deiluaðilarnir liafa ekki notað sér stytzta vinnu (stöðvunarfrestinn, sem heimill er samkvæmt lögum. Hann er íjórir dagar, og ef hann hefði Verið notaður mundi vinnu- (stöðvunin dynja yfir þjóðina á tmorgun (þriðjudag). En eins og nú horfir má telja vist, að vinnu ‘stöðvun hefjist ekki fyrr en 19. tapríl. Báðir aðilar hafa tilkynnt (stöðvun vinnu frá kvöldi þess tíags. öll blöðin eru sammála um, að liag þjóðarinnar sé stefnt í bein- an voða, ef langvinn stöðvun (framleiðslunnar hefst. Fjárhag- Urinn sé svo erfiður fyrir, að afleiðing vinnustöðvunar hljóti að verða hrun ýmsra atvinnu- greina og svo mikill hnekkir (fyrir alla þjóðina, að hún bíði Iþess ekki bætur fyrr en eftir mörg ár. Ummæli flokksforingjanna eru ýfirleitt óákveðin, nema for- íngja vinstrimanna og kristilega ílokksins, þeirra Bernt Röiseland ög Kjell Bondevik. Þeir krefjast þess, að stjórnin taki í taumana og láti skyldu-gerðardóm skera )úr deilunni og ákveða launa- kjörin. Sum blöðin láta í ljósi Von um, að stjórninni ta-kist að Bætta aðilana nauðungarlaust, og yfirleitt er talið, að stjórnin álíti skyldugerðardóm neyðarúrræði, sem hún muni ekki grípa til fyrr en í síðustu lög. Eins og stendur vofir vinnu- Stöðvun yfir 25.000 manns, sem !höfðu sagt upp starfi eftir ár- angurslausar tilraunir sáttasemj- ara ríkisins til samninga, og 116.000 manns, sem vinnuveit- fendasambandið hafði tilkynnt Vinnustöðvun fyrir. Auk þess má ‘gera ráð fyrir að vinna stöðvist hjá ca. 10.000 manns, svo að alls varðar mélið kringum 150.000 manns. í maí á nýr hópur, 71 þús. manns, að semja um kjör fyrir næstu tvö ár, og ef vinnu- Stöðvunin sem nú er yfirvofandi verður gengin í garð þá, má bú- •ast við að þessi hópur lendi í sömu fordæmingunni. Þess má geta að í Alþýðusam- bandinu (LO) vOru 1961 rúm- lega 540 þús. skráðir meðlimir, *en eru nokkru fleiri nú. Fjöl- mennustu félögin innan LO er jám- og málmiðaðarmenn (69 þús.), starfsmenn sveitafélaga •(54,5 þús.), byggingarvinnumenn '(50,5 þús.) og sjómannafélagið '(48 þús.). Stjórnir LO og Vinnuveitenda félagsins halda fundi í dag, en (ræða þar ekki annað en hvenær Vinnustöðvun skuli hefjast. >ar sfréðu aðilarnir hver um sig, að Vinnustöðvunin hæfist að kvöldi *19. apríl. Konrad Nordahl, for- hiaður LO, lét þess getið í við- tali í fyrradag að hann mundi fara í páskafrí á morgun, svo að Ihann gerir auðsjáanlega ekki táð fyrir að neitt gerist fyrr en eftir páska. „Kyrra vikan" á því ekki að Verða fyrir neinum truflunum !af þessari alvarlegu deilu. Þeir Bem ábyrgðina bera nota hana Væntanlega til þess að íhuga ráð Isitt, en allir hugsandi menn eru í ugg og ótta, eftir að svo alvar- lega hefur syrt í álinn. blöðin, kröfur -gerðardóm Meðal þeirra 25 þúsunda, sem 1X9 hefur sagt upp starfi fyrir, er starfsfólk vefnaðar- og tó- vöruiðnaðar fjölmennast, eða '11,5 þúsund manns, en næst k o m a námuverkamenn, alls 4.250. — Fjölmennastir innan þeirra 116.000, sem atvinnurek- endur hafa lýst verkbanni á, eru járn- og málmsmiðir í vélaiðn- aði: 46.100, byggingaiðnaðar- menn: 24.000, prentarar: 7.700 (dagblaðaprentarar eru þó und- anskildir verkbanniinu), starfs- menn í kemiskri málmvinnslu: '6.300, starfsfólk niðursuðuiðnað- ar og hraðfrystihúsa: 4.550. Enn- fremur íiær verkbannið til 900 starfsmanna áætlunarbifreiða í Osló og grennd. Þann 15. apríl og 15. Og 30. maí renna út kjarasamningar fyrir 71 þúsund manns. Stjórn atvinnuveitendasambandsins hef- ur fengið umboð til þess að boða verkbann á þennan hóp líka, ef samningar nást ekki. Sk. Sk. Spartacus í Háskólabíói HÁSKÓLABÍÓ sýnir um þess ar mundir stórmyndina Spartacus, með Kirk Douiglas í titilhlutverki. Kvikmyndin er gerð eftir samnefndri sögu Howards Fasts, sem komið hefur út í margra milljóna upplagi á 45 tungum. Kvik- myndin hlaut fern Óskars- verðlaun árið 1960. Kirk Douglas í hlutverki Spartacusar. Kvikmyndin Spartacus hef- ur vakið gífurlegt umtal, bæði meðan á töku hennar stóð og eftir að farið var að sýna hana í kvikmyndahús- unum Hún er ein íburðar- mesta kvikmynd, sem gerð hafði verið á þeim tímum, og nam heildarkostnaður hennar yfir 500 milljónum króna. Margir skipsfarmar af hús- gögnum, innbú, einkennis- búningum og vopnabúnaði voru sendir frá Ítalíu til Hollywood, þar sem kvik- myndatakan fór fram, og var allur fatnaður sniðinn eftir traustum heimildum um klæðnað manna á þeim tíma, er myndin á að gerast. Eins og kunnugt er er sögu- svið kvikmyndarinnar Róma- borg á síðustu öld f. Kr. og lýsir myndin átökum róm- verskra hersveita gegn her- sveitum þraela. Spartacus, leið toga þræianna, leikur Kirk Douglas, sem jafrjframt er framkvæmdastjóri kvikmynd- arinnar. Leikstjóri er Stanley Kubrick og framleiðandi Ed-- ward Lewis. Aðrir leikendur eru: Sir Laurence Olivier, Jean Sim- mons, Charles Laughton, Pet- er Ustinov (sem hlaut Óskar- verðlaun fyrir leik sinn í myndinni), John Gavin og Tony Curtis. Vittoria Novar- ese, prófessor í sagnfræði Oig þjóðlífsfræði Rómaveldis vann sem ráðunautur að gerð myndarinnar. Alex North, sem sex sinnum hefur hlotið Óskarsverðlaunin, samdi tón- listina og annaðist tónlistar- stjórn að miklu leyti. Malbikaðar og steyptar götur ■ kaupstöðum AÐALFUNDUR Gatnagerðarinn- ar s.f. var haldinn miðvikudag- inn 17. þ.m. í Reykjavík. For- maður félagsstjórnarinnar, Jónas Guðmundlsson, gerði grein fyrir starfsemi félagsins á liðnu ári. Félagið keypti malbikunartæki, malbikumarstöð, þjappara og dráttarbifreið, til að draga tæk- in á milli staða, þar sem unnið yrði að mal'bikun. Á árinu var unnið að malbik- un með taekjum félagsins í Hafn arfirði, á ísafirði, á Sauðárkróki og á Selfossi og malbikaðar ak- brautir á þesisum stöðum sam- táls 9117 fermetrar. Olíumöl var hrærð í tækjunum og lögð á 1080 fermetra akbraut á Sauð- árkrólki, og því malbikað og olíu- borið á árinu 10.197 fermetrar. Auik þess að reka malbikunar- tæki • annast félagið milligöngu um kaup á sementi til gatna- gerðar samkvæm.t samningi við Semenitsverksmiðju ríkisins. Á .seinasta ári voru steinsteyptar götur á Ákranesi, í Borgarnesi, á Ólafsfirði, í Neskaupstað og í Hvaragerði samtals um 18.000 fermetrar, þar af voru um 10.000 fermetrar á Akranesi. Þannig voru á árinu 1962 steypt ar og malbikaðar akbrautir á vegum félagsins að flatarmáli um 28.000 fermetrar. Unnið er nú að undirbúningi gatnagerðar í nokkrum kaupstöð um og kauptúnum á komandi sumri og jafnframt er í athug- un að festa kaup á stærri og afkastameiri malbikunarvél. í stórn félagsins voru kosnir Jónas Guðmundsson, formaður Kjartan Ólafsson og frú Málfríður P. Kristjánsdóttir. * Kjartan Olafsson Stóra-Galtardal í DAG verður til grafar borinn að Staðarfelli Kjartan Ólafsson, fyrrum bóndi í Stóra-Galtardal á Fellsströnd. Kjartan var fæddur 1. júlí 1894, og voru foreldrar hans Ólafur Pétursson, bóndi í Stóru Tungu, og kona hans, Guð- björg Jóhannesdóttir. Kjartan var bóndi í Stóra- Galtardal frá 1927 — 1959. Kona hans var Málfríður Peto- lína Kristjánsdóttir frá Sellátr- um í Arnarfirði, en hún andað- ist 9. febrúar 1959. Voru þau hjón barnlaus, en fóstursonur þeirra er Gestur Zophonías Sveinsson, nú bóndi að Grund á Fellsströnd. Auk þess dvöld- ust börn og unglingar á heimili þeirra hjóna um lengri og skemmri tíma, en þar var jafnan gott að dveljast ungum sem öldn um, því að heimilislífið var frið- sælt og ánægjulegt og hjónaband þeirra Kjartans og Málfríðar traust og farsælt svo að hvergi bar skugga á. Keflavík vann Hafnarf j. í sundi KEFLVÍKINGAR unnu Hafn- firðinga í bæjakeppni í sundi sem fram fór í Keflavík á sunnu daginn, með 48% stigi gegn 38%. Keppt var í 8 greinum og kepptu 2 frá hvorum í hverri grein. Auður Guðjónsd. ÍBK vann 100 m bringusund kvenna 1.31.1. í 100 m bringusundi karla sigraði Erling Georgsson 1.20.5. Davíð Valgarðsson vann í 100 r. skriðsundi á 1.01.2 og í 50 m baksundi á 34.4. Ásta Ágústsd. SH siigraði í 50 m skriðsundi á 35.3 og í 50 m baksundi kvenna á 39.8. í boð- sundi kvenna unnu ÍBK-stúlkur á 2.08.8 og í 4x50 m fjórsundi karla vann ÍBK á 2.19.4. Keppt var um bikar sem Olíu- samlag Keflavíkur gaf. Hafa Keflvikingar unnið hann þrisvar nú en Hafnfirðingar tvisvar. Sambands íslenzikra sveitar- félaga, Hafsteinn Baldvinsson, bæjarstjóri í Hafnarfirði, Hálf- dán Sveinsson, bæj arfulltrúi, Akranesi, Magnús E. Guðjónsson, bæjanstjóri Akureyri og Sigurð- ur í Sigurðsson, oddviti, Sel- fossi. Framkvæmdastjóri félagsins hefur verið ráðinn Stefán Gunn- laugsson fyrrum bæjarstjóri í Hafnarfirði. í félaginu eru 19 kaupstaðir og kauptún. Þegar Málfríður andaðist, brá Kjartan búi í Stóra-Galtardal og fluttist til fóstursonar síns að Grund, þar sem hann dvaldist síð- an til hinzta dags. Á hásumar- degi 1960 urðu við Kjartan sam- ferða til Patreksfjarðar í hópi Dalamanna, er þangað fóru í kynnis- og skemmtiför. Undrað- ist ég nokkuð í fyrstu að sjá Kjartan í þeirri ferð, þar sem hann var kunnari að því að una sér ánægður heima en að taka þátt i langferðum. Sagði hann mér þá, að för sinni væri heitið að Sellátrum í Arna.rfirði, því að þaðan hefði hann hlotið þá beztu gjöf, sem lífið hefði gefið sér. Með þessum orðum minmtist hann fagurlega hinnar látnu eig- inkonu, sem reynst hafði honium trúr lífsförunautur. Kjartan í Dalnnpi, en svo var hann að jafnaði nefndur í dag- legu tali á Fellsströnd, var hinn mætasti maður í hvívetna og góð- ur þegn sinnar sveitar. Með þess um fáu orðum vil ég á útfarar- degi hans minnast þeirra hjón- anna sem gamalla sveitunga og þakka þeim góð kynni um leið og ég sendi systkinum Kjartans og öðrum ástvinum hlýjar óskir. F. Þ. — Utan úr heimi Framhald af bls. 12. stemma stigu við því, að út- lagarnir gerðu smáárásir á Kú- banekt land og sovézk skip í Kúbönskum höfnum eða á leið til eyjarinnar. Flóttamannavandamál í Mianii Nú eru um 150 þús. kú- banskir útlagar samankomnir 1 Miami og nágrenni á Flórída og þeir valda vandræðum eins og alltaf verður þegar fjöl- mennur hópur manna sezt að utan heimalands síns. Ýmis verkamannasamtök gjóta horn auga til Kúbubúanna, því að sumir þeirra hafa unnið fyrir lægra kaup, en samningar verkamannafélaganna kveða á um. Þó viðurkenna félögin að þetta sé í sumum tilvikum vegna ókunnugleika að’komu- manna, en ekki vegna þess að þeir vilji taka atvinnuna af heimamönnum. Mikil óvissa ríkir meðal flóttamannanna. Sumir vonast til þess að geta snúið aftur til Kúbu áður en langt um líð ur, og búa í bráðabirgðahús- næði, en aðrir ætla augljós- lega að setjast að í Bandaríkj- unum fyrir fullt og allt. Skrifsfofustúlka óskast nú þegar hálfan eða allan daginn. HILMAR FOSS löggiltur skjalaþ. og dómt. Hafnarstræti 11 — Sími 14824.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.