Morgunblaðið - 16.05.1963, Blaðsíða 1
24 síður
50. árgangur
109. tbl. — Fimmtudagur 16. maí 1963
Prentsmiðja Movrvmb'aðsins
ooper er úti í geimnum
Geimskoftið ftóksft m|ög
vel og Gooper er við
beztu keilsu
Fer sennilega 22 hringferðir
Canaveralhöfða, 15. maí.
(AP-NTB)
EFTIR smávegis töf vegna at-
hugana á radartækjum var
geimskipi Gordons Cooper,
„Faíth-7“ (Trú-7) skotið á loft
frá Canaveralhöfða kl. 13,04 í
dag (ísl. tími). Skotið tókst
eins og bezt verður á kosið,
©g fimm mínútum seinna var
tilkynnt að geimskipið væri
komið á fyrirhugaða braut um
hverfis jörðu, með 28.23S kíló-
metra hraða á klukkustund
Fyrirhugað er að Cooper fari
allt að 22 hringi umhverfis
jörðu, og lendi í geimskipi
sínu á Kyrrahafi um 115 km
fyrir suðaustan Midway-eyju
klukkan 23,23 á fimmtudags-
kvöld. Eftirlitsstöðvar, skip
©g flugvélar fylgjast stöðugt
með ferðum geimskipsins.
Eru 28 skip og 125 flugvélar
staðsett víða um heim reiðu-
búin að skunda til hvers þess
staðar, sem geimskipið kann
Enn
tauga-
veiki
í Sviss
Locarno, Sviss, 15. maí
(NTB)
ENN HEFUR orðið vart tauga-
veiki í Sviss. Hafa fjögur ný
tilfelli fundizt, eitt í Locarno
og þrjú í Basel. í Locarno er
það austurrískur starfsmaður
við eitt af hótelum borgarinn-
ar, sem tekið hefur sóttina.
Maður þessi var einn af þeim
mörgu, sem veiktust af tauga-
veiki í faraidrinum í skíða-
borginni Zermatt i vetur, en
var fyrir löngu talinn algjör-
lega laus við sóttina. Starf-
aði hann við hótel í Losone,
sem er eitt af úthverfum
Locarno, og hafa allir starfs-
menn og gestir hótelsins vex-
ið settir í læknisrannsókn.
í Basel hafa fundizt þrjú
taugaveikitilfelli. Hafa sjúkl-
ingarnir verið einangraðir og
viðtækar ráðstafanir gerðar
tU að hefta útbreiðslu veik-
að lenda á ef eitthvað skyldi
koma fyrir.
í fyrstu var aðeins ákveðið
að Cooper færi eina ferð kring-
um jörðu. Ef ekki gengi.þá allt
að óskum, átti að láta geimskip
hans lenda. En strax varð ljóst
að geimskotið hafði tekizt með
afbrigðum vel, og þá ákveðið
fyrst um sinn að hann færi 6
hringferðir til viðbótar. Um
miðnættið í nótt hafði Cooper
lokið sjö hringferðum, og var þá
ákveðið að hann færi 10 ferðir
enn. Á morgun, að loknum þess-
um 17 hringferðum, verður svo
endanleg ákvörðun tekin um það
hvort hann á að ljúka öllum 22
ferðunum.
Nokkrum mínútum eftir að
geimskipið var komið á braut,
ræddi Cooper við geimfarann
Walter Schirra, sem fylgist með
ferðinni í eftirlitsstöðinni á
Canaveralhöfða. Sagði Cooper að
sér liði prýðilega, öll tæki geim-
skipsins virkuðu eðliTega og út-
sýnið væri stórkostlegt. Tók
Cooper við stjórn geimskipsins
og sneri því 180 gráður þannig
að breiðari endi þess fór fyrst.
Á þeim hluta skipsins er hlíf,
sem varnar því að málmurinn
ofhitni. Snýr geimfarinn aftur
úr skipinu, og tilkynnti hann
Schirra að hann gæti sér Atlas-
flaugina, sem flutti geimskipið
á braut, aftan við skipið. Er
hún á annari braut, en geim-
skipið.
10. GEIMFARINN
Cooper er 10. maðurinn og 6.
Bandaríkjamaðurinn, sem fer út
í geiminn, og er ferð hans nærri
fjórum sinnum lengri en ferð
Schirra 3. okt. sl., en hann fór
sex hringferðir. En ekki kemst
hún hvað tíma snertir í hálf-
kvisti við það þegar Rússarnir
Andrian Nikolayev og Pavel
Popovich voru báðir samtímis
á lofti í ágúst sl„ og Nikolayev
fór 64 hringferðir en Popovich
48. —
í fyrstu hringferðinni sýndu
mælitæki á Canaveralhöfða að
hitinn í geimfarinu væri aðeins
meiri en i.ann átti að vera. En
Cooper sagði sjálfur að sér liði
vel. Gat hann lagfært hita-
skekkjuna.
Klukkan 14,37 hófst önnur
hringferðin, og hafði Cooper þá
samband við eftirlitsstöðina á
Canaveralhöfða. Hafði hann þá
notað mjög lítið af eldsneyti
geimskipsins og súrefnisbirgð-
um og voru öll tæki skipsins í
lagi. Fékk hann sér smáblund
yfir Mexíkó og leið geimfaran-
um í alla staði mjög vel.
FANN LJÓSIN
Þegár Cooper var yfir vest-
urströnd Afríku í þriðju hring-
ferð, varpaði hann út tveimur
stálhylkjum, sem eru með
sterka ljóskastara í báðum end-
um. Fóru hylki þessi á braut,
sem liggur aðeins neðar en braut
geimskipsins. Á Cooper að at-
huga í seinni hringferðum hvort
Mynd þessi, sem Mbl fékk símsenda frá Canaveralhöfða i gær, er tekin þegar Gordon Coop-
er var á leið um borð í geimskipið „Faith-7“ í gærmorgun. Er Cooper að stilla hljóðnema, sena
festur er inn í hjálminn á geimferðabúningnum.
hann sér ljósin frá þessum Ijós
kösturum, en styrkleiki ljósanna
er 600 þúsund vött. Talið er
að nota megi slík ljós 1 framtíð-
inni til að auðvelda geimför-
um að hittast úti í geimnum.
Yfir Perth í Ástraliu hafði
Cooper samband við eftirlits-
I Frh. á bls. 23
30 millj. kr. til verka-
mannabústaða
Á FUNDI í stjórn Bygg-
ingarsjóðs verkamanna, sem
haldinn var í gær, var út-
hlutað lánum að upphæð 8,4
milj. kr. til byggingar verka-
mannabústaða. Á sl. vetri var
úthlutað 41,8 millj. kr. í sama
skyni.
Fyrir fundinum i gær lá
einnig bréf frá rikisstjórn-
inni, þar sem tilkynnt er, að
hún hafi ákveðið að gera ráð-
stafanir til þess að úthlutað
verði a.m.k. 30 millj. kr. í lán
á árinu 1964 til byggingar
verkamannabústaða. Mun
þetta hafa i för með sér
a.m.k. 22 millj. kr. aukningu
á lánum byggingarsjóðsins
frá því, sem fastar tekjur
hans leyfa.
Þessar miklu lánveitingar eru
ávöxtur hinna nýju laga um
Byggingarsjóð verkamanna, sem
sett voru á sl. ári fyrir forgongu
ríkisstjórnarinnar. Með þeim hef
ur sjóðnum verið gert betur fært
að þjóna þeim tilgangi sínum að
létta hinum lægst launuðu að
koma upp sinu eigin húsnæði.
Samkvæmt hinum nýju lög-
um er lánsupphæð byggingar-
sjóðsins hækkuð upp í 300 þús.
kr. á hverja íbúð, en í tíð vinstri
stjórnarinnar var lánsupphæðin
150—160 þús. kr.
Um leið var tekjuhámark lán-
takenda hækkað upp í 65 þús.
kr. árstekjur og 5 þús. kr. fyrir
hvern ómaga og eignahámarkið
upp í 150 þús. kr. skuldlausa
eign. í tíð vinstri stjómarinnar
gátu hins vegar þeir einir notið
þessara lána, sem ekki höfðu
yfir 50 þús. kr. árstekjur að við-
bættum 5 þús. kr. fyrir hvem
ómaga og ekki árttu yfir 75 þús.
kr. skuldlausa eign.
Til þess að gera byggingar- *
sjóðnum kleift að standa undir
hækkun lánveitinga, var ákveð-
ið að auka tekjur hans með því
að hækka Iágmarksframlag
sveitarfélaga upp í 40 kr. á hvern
íbúa og hámarksframlag 60 kr.
Á mót-i kemur svo jafnhátt fram
lag frá ríkissjóði. í tið vinstri
stjórnarinnar var framlag sveit-
arfélaganna miðað við 24 kr. lág-
marks- og 40 kr. hámarksupp-
hæð á hvern íbúa.