Morgunblaðið - 16.05.1963, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 16.05.1963, Blaðsíða 15
Fimmtudagur 16. maí 1963 MORGV1VBLAÐ1Ð 15 Athugasemd í MORGUNBLAÐINU og víðar hefir nokkrum sinnum verið vik- ið að leigumálum, sem gerðir bafa verið við okkur undirrit- aða, af fyrrverandi forsætisráð- herra Hermanni Jónassyni, um veiði í hluta af Grímsá í Borgar- íirði. Er sagt í greinum þessum að Hermann Jónasson hafi gert „sér kennilega samninga“ og látið að því liggja í skrifum þessum, að okkur undirrituðum hafi verið ívilnað í þeim samningagerðum á kostnað ríkisins. Þegar við gerðum leigusamn- inginn 1952 og 1953 gengum við inn í hæsta boð aðila, sem þá var þekktur að því, að bjóða einna hæst í veiðiréttindi. Áin var þá léleg og því ekki eftir- sótt. Taldi ráðherra ánni bezt borg- Ið í okkar höndum eftir því sem ó stóð og gerði því leigusamn- ing við okkur um veiðiréttinn, þar sem honum var það kunnugt að óhætt var að treysta því, að við færum vel og gætílega með ána. Það kom og á daginn, að veiði 1 ánni jókst fyrir góða meðferð okkar og með því að greiðslur fyrir laxveiðiréttindi fóru hækk. andi varð leigumálinn hagstæð- ari er leið á leigutímann, eins og gamlir leigumálar um laxveiði í öðrum ám. Þegar komið var fram á árið 1958 var gamla veiðimannahúsið við Grímsá svo hrörlegt, að það var ekki nobhæft nema fram færi á því mikil viðgerð, var þá og útrunninn leigumáli sá, sem um það hafði gilt. Við töld- um okkur ekki geta lagt í mik- inn viðgerðarkostnað nema hafa tryggingu fyrir því, að fá leigu- málann um laxveiðina fram- lengdan, er hann rynni út 1962 eða 1963. Fyrir þessu gerðum við grein 1 bréfi tií ráðherra dags 11. nóv. 1958 og fórum fram á framleng- ingu. Að gjörathuguðum röksemd- um okkar féll ráðherra á þetta, og framlengdi leigúmála okkár, en hann næstum því tvöfaldaði leiguuppihæðina og setti inn í leigusamninginn það ákvæði, að ráðherra gæti hvenær sem hann óskaði á leigutímabilinu, látið meta hvaða leigu leigutakar skyldu greiða ríkinu fyrir veiði- réttinn. Veiðar þessar hafa verið metn ar. Er upphæð leigunnar ásamt öðrum óhjákvæmilegum kostnaði sem næst 850 kr. á hvern óveidd- an lax, ef miðað er við svipaða veiði og fékkst á þessu veiði- svæði síðastliðið ár, og mega allir skilja hvílík endileysa mat þetta hlýtur að vera. Ef aldrei hefur verið séð ver fyrir hag ríkisins í samningum en í þeim, sem Hermann Jónas- son gerði við okkur, teljum við það vel farið. Er mál þetta hér með útrætt af okkar hendi. Er þetta hér með útrætt af okkar hendi. Heykjavík, 13. maí '1963. Björn E. Árnason. Valtýr Albertsson. Daníel V. Fjeldsted. 12 ára telpa fótbrotnar TELPA á reiðhjóli varð fyrir bíl á Kaplaskj ólsvegi á móts við húsið nr. 12 um hádegi á þriðju- dag. Telpan heitir Ragnhildur Al- bertsdóttir, Seljavegi 29, og er 12 ára gömul. Hún var flutt á Slysavarðstof- una og síðar í Landsspítalann, því hún hafði hlotið opið bein- brot á vinstra fæti. Flugbjörgtinarsveitin Æfing verður haldin á Þingvöllum um Hvítasunn- una, dagana 1.—3. júní. Lagt verður af stað á laug- ardag kl. 2 e.h. — Væntanlegir þátttakendur hafi samband við flokksstjóra fyrir 30. maí. Stjórnin. Aðalfundur Iðja, félag verksmiðjufólks í Reykjavík verður haldinn þriðjudaginn 21. maí 1963 kl. 8,30 í Alþýðuhúsinu við Hverfisgötu. FUNDAREFNI: Venjuleg aðalfundarstörf. Sýnið skírteini við innganginn. Endurskoðaðir reikningar félagsins fyrir árið 1962 liggja frammi í skrifstofu félags- ins. Stjórnin. Utgerðarmenii-Netaverkstæði Síldarnótabálkar 32 og 40 omfar frá BRIDPORT INDUSTRIES LTD fyrirliggjandi hjá umboðinu. Jönsson & Júlíusson Tryggvagötu 8. — Sími 15430. Snúrustaurar Verð kr. 1100. — Sendum gegn póstkröfu. Einnig rólur, sölt, rennibrautir og fleiri leiktæki fyrir börn. IVIálmiðjan Barðavogi. — Upplýsingar í síma 20599. s VDNDUÐ II n FALLEG H ODYR U N Siq urpórjémsson <Qco JídflhVKtniti If C~ARROW^> Fleiri menn ganga í ARROW-skyrtum en í nokkurri annari skyrtu-tegund í heiminum. -AKROW- sky eru heimsfrægar fyrir úrvalsefni, gott snið og vandaðan frágang. ARROW-verksmiðjurnar voru fyrstar til að búa til skyrtur með föstum fbbba. ARROW-verksmiðjurnar voru fyrstar til að búa til skyrtur með mismun- andi ermalengdum við hverja flibba-stærð. ARROW-skyrtur endast árum saman. Umboðsmenn: Þórður Sveinsson & Co. h.f. Horpusilki er utan og innanhússmálning. Hörpusilki þekur vel. Hörpusilki á híbýlin. Hörpusilki er framleitt úr plastþeytu, sem gefur því óviðjafnanlega eiginleika. í Hörpusilki er að finna sameinaða alla kosti gúmmímálningarinnar, olíumálningarinnar og olíu plastmálningarinnar. Hörpusilki er framleitt í 20 standard litum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.