Morgunblaðið - 16.05.1963, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 16.05.1963, Blaðsíða 23
Fimmtudagur 16. maí 1963 23 MORCV N BL AÐIÐ Geimferð Coopers í stuttu máli Canaveralhöföa, 15. mai — (NTB) — HÉR FARA & eftir nokkrar upplýsingar varðandi geim- ferS Gordons Coopers majór: EL.DFL.AUG: Ný gerð af Atlas-eldflaugum, 130-D, með 360 þús. punda lyftiorku. GEIMSKIP: Klukkulaga Mercury-geimskip, sem hlotið hefur nafmð „Faith-7“ (Trú-7). Lengd eldflaugar og geimskips: 28 metrar. Þyngd eldflaugar og geimskips við brottför: 130 tonn. Þyngd geimskips við lendingu: Eitt tonn. Eldsneyti eldflaugar: Parafín RP-1 og fljótandi súrefni. Hlutar, sem eldflaugin er samsett úr: Rúmlega 300 þúsund. Heildartími geimferðar: 34 klukkustundir, 19 mínútur. Lendingarstaður: 112—118 km. fyrir suðaustan Midway- eyju á KyrrahafL Minnsta fjarlægð frá jörðu: 160 kílómetrar. Mesta fjarlægð frá jörðu: 267 kílómetrar. Vegalengdin, sem Cooper fer: 957 þúsund kílómetrar. Hraði geimskipsins: 28.233 km. á klukkustund. Braut: Milli 32 gráður og fimm mínútur norður og suður lengdar. Tími í hringferð: 88 minútur og sjö sekúndur. Hiti ■ geimfarinu: 38 stig. Fjöldi hringferða: 22 (Sovétríkin eiga metið, 64 hringferðir). Myndatökuvélar í geimfari: Þrjár 35 mm. vélar, ein 16 mm. og sjónvarpsvél á stærð við vasaljós. Geimfarinn: Leroy Gordon Cooper, 36 ára, majór í flug- hernum, kvæntur og á tvær dætur. Tilgangur ferðarinnar: Safna upplýsingum um geimfara, sem er í lengri tíma í þyngdarleysi, um ástand geim- skipsins eftir 22 hringferðir, um getu geimfarans til að sjá ljós á jörðu án hjálpartækja og getu hans til að sjá sjóndeildarhringinn, stjörnur og ljósbrigði á himni, sem komið getur að haldi til staðarákvarðana í ferðum um geiminn. Ekkert látið uppi um Askenazy — Landbúnadar vélar Framhald af bls 24. bændur geti fengið þau, þegar þeir þurfa á þeim að halda. Á árabilinu 1956—62 hefur innflutningur jarðyrkju- og upp- skeruvéla (plógar, herfL sáð- vélar, áhurðardreifarar, sláttu- vélar, rakstrarvélar, snúnings- vélar og upptökuvélar) verið sem hér segir miðað við gengi ársins 1962: 1966 15.3 millj. kr. 1957 14.5 — — 1958 14.5 — — 1959 23.5 — — 1960 17.0 — — 1961 17.5 — — 1962 24.7 — — Eins og af þessu yfirliti má sjá, hefur innflutningur þessara véla numið samtals 56.4 millj. kr. á viðreisnartímabilinu, 1960 til 1962, en var 44,3 milíj. kr. á tímabili vinstri stjórnarinnar, 1956—58, og hefur þannig hækk að um 12.1 millj. kr. Hins vegar hefur innflutning- dráttarvéla verið talsvert minni á undanförnum þrem árum en hann var á vinstri stjórnar ár- unum, sem aðallega stafar af auknum innflutningi á jeppa bifreiðum. Nú virðist innflutn- ingur dráttarvéla aftur vera að stóraukast, og er t.d. fyrir 6kömmu komin til landsins stærsta sending af dráttarvél- um, sem til landsins hefur kom- ið. — ★ — Til marks um áhrif tollalækk- unarinnar má nefna eftirfarandi dæmi: Fyrir Eftir tollalækkun tollalækun kr. kr. Dráttarvél 140.000 117.500 Dráttarvél 126.200 105.000 Dráttarvél 97.900 85.000 Dráttarvél 70.000 60.200 Múgavél 16.700 15.700 Heyblásari 11.800 10.200 Moksturstæki 15.900 14.000 Áburðardreifari 8.300 7.500 Mykjudreifari 14.900 13.800 Mykjudreifari 37.500 34.900 Þannig tala staðreyndirnar sínu máli um hng núverandi ríkisstjórnar í garð bænda- stéttarinnar og íslenzks land- búnaðar. Þeim fær örvænt- ingaráiróður stjórnarandstæð- inga ekki breytt. Með stefnn sinni og ráð- stöfunum hefur viðreisnar- stjórnin búið í haginn fyrir framtiðarafkomu islenzks landbúnaðar, ekki aðeins með tollalækkunum og auknu inn- flutningsfreisi, heldur með margvislegum öðrum aðgerð- nm, svo sem eflingu Stofnlána deildar landbúnaðarins, breyt ingu á lausaskuldum bænda í föst lán, breytingn á fram- leiðsluráðslögunum, hækkun byggingarstyrks til ibúðar- húsa í sveitum og hækkun á jarðræktarstyrk til þeirra býla, sem hafa túnstærð undir 15 ha. — Þjóðleikhúsíð Framhald af bls. 8. rvipmeira en þó eðlisskylt: sami hefndarþorstinn og heiftarloginn brennur í brjóstum beggja, Azuc- enu og Luna greifa. Og kemur hér aftur að því, sem fyrr var gefið í skyn, að sýmngin í heild hefði orðið rishærri og áhrifa- meiri, ef Guðmundur Jónsson hefði tekið hlutverk sitt ómildari tökum, dregið skýrar fram hörk- una og óbilgirnina. Ef til vill á hann eftir að gera það á siðari sýningum. Þrátt fyrir það, sem hér hefir verið að fundið, hlýtur sýningin sem heild að teljast vel heppnuð og — með þeim fyrirvara, sem fyrr var gerður — Þjóðleikhús- inu og þátttakendum til sóma að flestu leyti. Má telja fullvíst, eð henni verði vel tekið af óperu þyrstum almenningi. Jón Þórarinsson. Moskrvu, 15. maií (AP). EKKI hefur enn verið birt neitt í sovézkum blöðum eða útvarpi um mál pianóleikarans Asken- azy, sem. kom til Moskvu í gær í tíu daga heimsókn ásamt konu sinni, Þórunni Jóhannsdóttur. Á fluigvellinuim i Moekvu sagði Askenazy við vestræna frétta- menn að hann hefði í hyggju að ræða saimninga, sem hann hefur gert um tónleika í Sovét- ríikjunum. Saimikvæmt auglýsing- — V-íslendingar Framhald af bls. 24. ætlunin er að fólkið komi flug- leiðis um New York. í ráði mun að senda mann vestur aftur. En ekki er búið að ákveða hvort sr. Robert Jack fer, þar eð leyfistími hans frá embætti á Tjörn á Vatnsnesi er á enda og ekki hefur verið á- kveðið hvort hann getur fengið leyfi sitt framlengt. Mikill vinnuaflsskortur. Mbl. átti í gær stutt símtal við Gunnlaug Stefánsson, fram- kvæmdastjóra í Vestmannaeyj- um, en hann hefur haft forustu um að fá þennan vinnukraft til Eyja. Sagði Gunnlaugur að á sumr- in væru gerðir út 60—70 bátar í Vestmannaeyjum, vélaafl væri fyrir hendi til að vinna aflann í landi, en þá væri fólkið farið og erfiðleikar þess vegna. Og yfir leitt væri alltaf tilfinnanlegur skortur á vinnuafli. Hvað húsnæði snerti fyrir að- komufólkið, þá væru góðar ver- búðir fyrir hendi. Þó kvað hann Vestmannaeyinga ekki hafa beðið | um nema um 40 manns. nm, sem birtar haía verið, er gert ráð fyrir að Askenazy haldi bónleika í Moskvu í októ- ber í haust Ekki hefuir verið skýrt frá ákvörðun Askenazy um að setj- ast að í Englanidi í rússneskum blöðuim eða útvarpi, en fregmn þó borizit víða. í gær leituðu margir Moskvubúar staðfestingar hjá vestrænum kunningjum á því hvort satt væri að Askenazy væri kominn heim. Drógu margir það í efa að heimsóknin tæki aðeins tíu daga. Askenozy kem- nr líl íslnnds 0 • 0 0 1 ]U1U ÁKVEÐH) hefur veriff aff rússn- eski píanóleikarinn Vladimir Askenazy komi til Islands og haldi tónleika í Þjóðleikhúsinu í júní, og kemur kona hans. Þór- unn Jóhannsdóttir, með honum. Askenazy keraur á vegum Pét- urs Péturssonar 31. maí eða 1. júni. Ráðgert er að hann haíldi 3 tónleika í Reykjavik, þá fyrstu þriðjudaginn 4. júní og sdðan fer hann láklega till Akureyrar. Ráðgert hafði verið að hann léki með Sinfónáuhiljómisveitinni, en aif því getur ekki orðið að þessu sinni, þar sem hún fer í frí þann 23. maí. — Geimfarinn Framhald af bls. 1 stöðina í borginrú, og sendi þang að fyrstu veðurspána utan úr geimnum. Sagði hann þrumu- ský vera fyrir vestan borgina, svo búast mætti við rigningu. Nótt var í -’-stral—, og þegar geimskipið fór yfir Perth, voru öll götuljós borgarinnar kveikt. Sagðist Cooper sjá ljósin greini lega. Einnig kvaðst hann sjá ljós frá olíuhreinsunarstöðinni Kwin ana, um 35 km fyrir sunnan Perth. í fjórðu umferðinni sá Coop- er aftur ljóskastarana, sem hann hafði varpað út yfir Afríku. Tal ið hafði verið vafasamt að til- raunin tækisL VAKINN FRÁ ÁSTRALÍU Lengst af er Cooper upptek- inn við margskonar rannsókmr úti í geimnum, en hann fær einnig að sofa. í hvert sinn, sem hann fer að sofa, stillir hann vekjaraklukku, sem hringir sam- kvæmt merki, er sent verður frá eftirlitsstöð í Ástralíu. Ef hann ekki glað-vaknar við hring linguna, á hann að taka inn hressandi lyf í pillum. Annars er fylgzt mjög náið með líðan Coopers frá jörðu. Sendlitæki í geimskipinu senda stöðugt til jarðar upplýsingar um hjartslátt, líkamshita o. fl., og vinna læknar jafnóðum úr upplýsingunum. Bandarískir sjónvarpseigendur geta fylgzt mjög vel með ferð- um Coopers. Sjónvarpsmyndir eru sendar frá geimskipinu til eftirlitsstöðva á jörðu, og hafa myndir verið sendar áfram frá Canaveralhöfða um bandarísk sjónvarpskerfi. Meðal þeirra, sem fylgdust með ferðinni í sjónvarpi, voru Kennedy forseti og fjöl- skylda Coopers. Frú Cooper er á heimili þeirra hjóna í Texas, og hefur hún sérstakt útvarps- tæki til að hlusta á öll samtöl manns síns við eftirlitsstöðvar í Bandaríkjunum. TÓK VEIÐISTÖNGINA MEÐ Bandarísku geimfaramir hafa leyfi til að taka með sér smá- töskur með ýmsu, sem þeir telja að geti komið að gagni í ferð- inni. Cooper tók m.a. með sér veiðistöng, sem hann vonast til að geta notað eftir lendingu á Kyrrahafi, meðan hann bíður eftir að verða sóttur. Einnig hef- ur hann lítinn gúmmibát, sendi- tæki, radartæki o. fl. Klukkan 22,31 hófst sjöunda hringferðin, en þangað til hafði enginn Bandaríkjamaður farið meira en sex ferðir. Fjörutíu mínútum seinna tilkynntu yfir- völdin á Canaveralhöfða að vegna þess hve ferðin hefði að öllu leyti gengfð vel, væri ákveð- ið að Cooper skyldi halda áfram og fara a.m.k. 17 hringferðir. Ekki verður tekin ákvörðun um áframhaldið fyrr en þeim er lok- ið um klukkan 14 á morgun. — 40 i sóttkví Frh. af bls. 24 tækra aðgerða, nema því aðeins að skyndileg breytmg yrði til hins verra. Þá kæmi til afbug- unar að hefja fjöldabólusetningu. Fram til þessa hefur aðeins starfsfólk sjúkrahúsanna verið bólusett- Einnig er þó þeim, er halda til útlanda, ráðlagt að lóta bólusetja sig.. Talsmaður heilbrigðisyfirvald- anna í Sokkhólmi lýsti því yfir í dag, að haft hefði verið sam- band við norsk heilbrigðisyfir- völd tun málið, og til greina kæmi að láta bólusetja þá, sem fara til Svíþjóðar frá öðrum Norð urlöndum. Sú ákvörðun hlyti þó að verða tekin af yfirvölduna við komandi landa.. Finnsk heilbrigðisyfirVöld hafa ákveðið að kref jast bólusetningar vottorða a< þeim, sem koma til landsins frá Stokkhólmi. Síðast kom bólusótt upp í Sví- þjóð 1932, en þá munu 10 hafa veikzt- Mbl. hafði í gærkvöldi samb- and við Benadikt Tómasson, er gegnir störfum landlæknis í fjar veru hans. Kvaðst Benedikt ekki hafa vitað um bólusóttartilfélli í Svíþjóð fyrr en í gærmorgun. Þá símaði hann út Og hafði sam band við utanríkisráðuneytið, sem rétt í því var að fá skeyti frá sendiráðinu í Stokkhólmi um málið. Einnig leitaði hann upp- lýsinga í Noregi og Danmörku um hvað þessi lönd hefðu gert. Sagðist Benedikt hafa fengið upplýsingar um að ekki væri enn staðfest að um bólusótt væri að ræða í Svíþjóð og mundu nið urstöður liggja fyrir í dag eða á morgun. Svíar hefðu þó bólu- sett lækna og hjúkrunarlið og hvatt alila sem færu úr landi til að láta bólusetja sig- Norðmenn kváðust mundu bíða átekta þangað til staðfest- ing fengist á að þetta væri bólu sótt. En skeyti var ókomið frá Danmörku í gærkvöldi. —Við fylgjumst vel með þessu og tökum ákvarðanir í samræmi við þær upplýsingar sem fást frá Svílþjóð og hvað Norðmenn og Danir gera, sagði Benedikt. Hann sagði, að ekki væri að vísu mjög mikið af bóluefni tU í landinu, en það væri í pöntun, hefði verið pantað frá Dan- mörku löngu áður en þetta kom til, og aldrei hefðu verið nein vandkvæði á að fá það afgreitt fljótt. Allir fsl. bólosettir tvisvar Allir íslendingar eiga skv. lög um að vera bólusettir, a.m.k. tvisvar. Eru börn bólusett innan við tveggja ára og síðan aftur á skólaaldrL Bólusetning dugar mislengi, en hún er ekki talin örugg nema í 3 ár. Af þeim sök um krefjast þau lönd sem eru hrædd við bólusótt, bólusetnmgar vottorðs sem er yngra en 3ja ára. Enda kemur það fyrir að fuillorðnir verða veikir við bólu setningu, eins og þeir hafi ekk ei. ónæmL Bréfritari með góða kunnáttu í ensku óskast. Tilboð, er tU- greini aldur, menntun og fyrri störf, sendist afgr. Mbl. fyrir mánudag n.k., merkt: „Bréfritari — 5945“ TIL LEIGU Ný tveggja herb. íbúð á hæð við Álftamýri. Tilboð sendist afgr. Mbl. fyrir mánudagskvöld, merkt: — „Falleg íbúð — 5940“. Verkamenn Nokkrir Iaghentir verkamenn óskast. — Ákvæðisviuna. — Upplýsingar í síma 35064. Byggingariðfan hf.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.