Morgunblaðið - 16.05.1963, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 16.05.1963, Blaðsíða 22
22 MORCVNBLAÐIB Fimmtudagur 16. maí 1963 Ármann í 1. deild aftur ÁBMENNINGAR tryggðu sér í gærkvöldi sæti í 1. deild hand- knattleiksliða er þeir í auka- úrslitum sigruðu Valsrrenn með 26 mörkum gegn 23. Leikurinn Bikar- sigur Rangers í GÆRKVÖLDI fór fram Glasgow úrslitaleikur í skozku bikarkeppninni og mættust Glasgow Rangers (bikarmeist arar frá í fyrra) og Celtic. Rangers sigraði með 3 gegn engu. í hálfleik var staðan 2—0. Liðin höfðu áður mætzt og þá skilið jöfn 1—1 svo auka- úrslit urðu fram að fara. Leikurinn fór fram að Hampden Park og var hvert sæti skipað á vellinum og sigrij Rangers vel fagnað. Rangers urðu fyrir nokkru sigurvegarar í deildakeppn- inni og hafa því tvöfaldan tiltil enn einu sinni. Keflavík sigraði LITLU bikarkeppninni svoköll- uðu lauk í gærkv. með leik milli Keflvíkinga og Hafnfirðinga. Fór leikurinn fram í Keflavík og unnu heimamenn með 4—0. Keflvíkingar hafa þá sigrað i keppninni í ár. Hlutu þeir 6 stig. Akurnesingar 5 stig og Hafnfirð- ingar 1 stig. Bikarinn var afhentur Kefl- víkingum í gær að leikslokum. var heldur í slakara lagi. Valsmenn náðu aillgióðum tök- um á leiknuim í byrjun. t>eir skoruðu 3 fyrstu mörkin og höfðu síðain forystu með 4—1 og nokkru síðar með 6—3. En eftir það tóku Ármenning- ar að síga á og í hálflleik hötfðu þeir nóð öruggri florystu 13 mörtk gegn 8. í síðari hálfleik varð sigur Ár- menninga ekki ógnað þó marka- florskotið minnkaði og lokatalan varð sem fyrr segir 26 gegn 23. Ármenningar eru þá komndr aftur meðal 1. deildarliða. Tottenham með Evrópubikarinn Gersigraði Spánverja 5:1 TOTTENHAM fékk sárabætur fyrir að missa af deildarsigri í Englandi er Iiðið í gær vann með yfirburðum Evrópubikar- inn í knattspyrnu úr höndum Atletico Madrid. 40 þúsund manns sáu Tottenham gersigra Spánverjana og sigra með 5 mörkum gegn 1. ♦ YFIRBURÐIR Tottenham er fyrsta enska liðið sem Evrópubikarinn hlýt- ur og var nú vel að honum kom- ið. í hálfleik stóð 2—0 og höfðu Italía sigraði Brazilíu ÍTALÍA sigraði Brazilíu 3—0 í landsleik, sem fram fór í Milano um s.l. helgi. Leikurinn var fjör- ugur og vel leikinn, en yfirburð- ir ítölsku leikmannanna komu einkum fram í síðari hálfleik og virtust Brazilíumennirnir þreytt ir. — Hinn snjalli knattspyrnumaður Pelé lék með, en yfirgaf leik- vanginn á 26. mínútu. Hefur hann ekki fyllilega náð sér eftir meiðslin, sem hann hlaut í bíl- slysinu í Hamborg á dögunum. Áhorfendur voru 100 þúsund og að vonum mjög ánægðir með sigurinn, sérstaklega þegar þess er gætt að ítölsku leikmennirnir eru allir mjög ungir. John White tnnherji og Jimmy Greaves skorað mörkin á 4. og 16. mínútu. í síðari hálfleik skoruðu Spán- verjar úr víti á 2. mín. En síð- an náðu Tottenham-menn alger- um yfirburðum og skoruðu Terry Dyson (23. mín.), Jimmy Greaves (35. mín.) og Dyson aft- ur þrem mín. fyrir leikslok. í leikslok afhenti Wieder- kehrlin forseti evrópska sam- bandsins, bikarinn og við hon- um tók fyrirliði Tottenham, Danny Blanchflower. Hundruð ákafra aðdáenda Tottenham Pólveiju nnnu Norðmenn 5:2 PÓLVERJAR unnu Norðmenn með 5—2 í knattspyrnulandsleik í Osló í gær. Rúmilega 20 þús. manns sá-u leikinn sem Pólverj- ar höflðu í hendi sér al'lan leik- inn þrátt fyrri að Norðmerm skor uðu 1. markið á 9. min. og héldu floiystu unz Pólverjar jöfnuðu á 14. mín. í hálfleik stóð 5—2. Pólska liðið var eiginlega „uinglingalið“ létt og leikandi skipað hröðum leikmönnum sem fyrst og fremst unnu sigur vegna þess að hver einstakur leikmað- ur var fljótari í hreyfingum og flljótari að eygja möguleikana. þustu inn á völlinn og fylgdu „hetjurn" sínum til búningsklefa og vildu varla sleppa þeim inn. Hún þarfnast ekki margra 1 skýringa þessi mynd, en skýr | ir vel af hverju hnefaleikar ; eru hættulegir og af hverju barizt er gegn þeim. Þetta 1 eru þrír kunnir meistarar í ' greininni, sem höggin verða | að þola. Þeir eru frá vinstri ; Ingimar Johansson, Jerry Joe Walcott og Jim Vanega. Þórólfur Beck er hér í heimsókn ÞÓRÓLFUR Beck hinn góðkunni knattspyrnumaður er kominn heim til 4—6 vikna dvalar. Blað- inu tókst ekki að ná í Þórólf sjálfan í gærkvöldi en við kunn- ingja sína hafði hann látið hið bezta yfir högum sinum. Það vakti mikla ánægju meðal stuðningsmanna St. Mirren er Þórólfur fékk styttuna sem bezti knattspyrnumaður ársins hjá St. Mirren. Sú stytta er gefin til eign ar árlega og verður skemmtileg- ur minjagripur fyrir Þórólf. Annar heiður fylgdi og með, því í kaupbæti átti að vera sjón- varpstæki, en Þórólfur kaua heldur að fá radiofón og fékk hann að gjöf í heiðursskyni. Þórólfur mun ekki leika hér meðan hann dvelst hér nú enda hefur hann ekki sótt um leyfj til þess hjá félagi sínu. X Þúsundir syntu 200 metrana \ Sá elzti var 74 ára NORRÆNA suncLkeppnin hófst um land allt í gær og var þegar mikil þátttaka á mörgum stöðum en eftir því sem bezt er vitað hvergi meiri en á Selfossi. Þar syntu um 200 manns fyrsta daginn og mun þar vera hœst hundraðstalan nú. 1 Reykfavík var þátttak- an þegar allgóð og sagði Friðjón Guðbjörnsson vakt- stjóri í Sundhöllinni í gœr- kvöldi að þátttakan væri að vísu minni nú en fyrsta dag keppninnar síðast en þá hefði skólahópar sett töluna upp. Nú hefði almeningur komið látlaust í dag og alls hefðu synt 469 í Sundhöll- inni. 1 Sundlaugunum var mik il þátttaka framan af en féll niður með vonzkuveðri. Þar syntu 400 og sá elzti var 74 ára gamall. f Sundlaug Vesturbœjar syntu eitthvað um 200 en nákvœmar tölur liggja ekki fyrir. Hafa því á annað þús- und manns synt í Reykja- vík. Á öllu landinu er ekki að efa að þúsundir manna hafi synt 200 metrana. Forseti íslands samdi hvatningarávarp til þjóðar- innar sem forseti ÍSÍ Gísli Halldórsson las í hádegisút- varpinu. Var þar skelegg- lega skorað á almenning að leggja sig fram um að vinna bikar Svíakonungs fyrir sig ur í keppninni. Utankjorstaðakosning UT ANK J ÖRSTAÐ AKOSNING er nú hafin. Þeir sem ekkl verða heima á kjördegi geta kosið hjá sýslumönnum, bæjarfógetum og hreppstjórum og í Reykjavík hjá borgarfógeta. Erlendis er hægt að kjósa hjá islenzkum sendiráðum og ræðis- mönnum sem tala íslenzku. Listi Sjálfstæðisflokksins er D-listi Kosningaskrifstofa borgarfógeta í Reykjavík er i Melaskólai*. um. Skrifstofan er opin sem hér segir: alla virka daga kl. 10—12, 2—6, 8—10, sunnudaga kl. 2—6 Kosningaskrifstofa Sjálfstæðisflokksins er í Valhöll við Suðurgötu, veitir hún allar upplýsingar og að- stoð í sambandi við utankjörstaðaatkvæðagreiðslu. — Upplýsingar um kjörskrárkærur eru veittar á sama stað. Stúðningsfólk Sjálfstæðisflokksins er beðið að gefa skrifstof- unni upplýsingar um fólk sem verður fjarverandi á kjördegi, inn- anlands og utanlands. Símar skrifstofunnar eru 23118 og 22136.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.