Morgunblaðið - 16.05.1963, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 16.05.1963, Blaðsíða 3
Fimmtudagur 16. maí 1963 WORCVNRT. 4 ÐTD 3 STAKSTEIWII Svavar Guðnason í vinnustofu sinni að Grettisgötu 46. — Myndirnar tök Oddur Ólafsson. * > Sumariö — þessi bjarti tími til aö mála Svavar Guðnason tekur þátt í norrænni listasýningu í Feneyjum SVAVARI Guðnasyni, listmál ara, hefur verið boðið að taka þátt i sýningu í Palazzo Grassi í Feneyjum í sumar, sem ætiað er að kynna nor- ræna list. Morgunbl. heimsótti Svav- ar í gær, en hann var þá að stauta við að pakka inn mál- verkum, sem verða á sýning- unni: — Hvað getur þú sagt okk ur um þessa sýningu, Svavar? — Enn sem komið er veit ég tiltölulega litið. Á enskri tungu er sýningin kölluð „Vision Colour“. Verður hún í Palazzo Grassi, sem er vel þekkt listahöll í Feneyjum. Frumkvæðið að sýningunni hefur Paolo nokkur Marinotti, ítaiskur listfrömuður, sem hef ur staðið fyrir mörgum alþjóð legum listsýningum á Ítalíu. Sýningin opnar 6. júlí og lýk ur 6- október. — Hver voru tildrögin að því að þér var boðið að vera með? — Marinotti sá myndir eft- ir mig í vetur á Grönningunni i Charlottenborg. Þar var önn ur sýningin strax á eftir á einkasafni dansks manns og á henni voru myndir eftir mig. Þá sýningu sá ég ekki sjálfur, þvi hún var haldin eftir að ég kom heim. Hvort þessar sýningar eru tilefni veit ég ekki um, en svo mikið er vist, að Marin- otti bað um að fá sýninguna í Feneyjum tvær myndir, sem voru á Grönningen, ©g tvær, sem voru á sýningu einkasafns ins. Auk þess bað hann mig um að bæta við sex myndum, þannig að þær yrðu alls tíu. Þessi boð komu til mín í gegnum danskan mann, sem þekkir mig, og vinnur í danska listasafninu- Sá er víst museumsinspektor, hvern skrattan sem það þýðir, lík- ■ega aðstoðarforstj. safnsins. Hann bað Marinotti að hafa samband vlð mig og skrifaði mér svo. Eg sendl honum þær myndir sem eru hér heima, en öllum myndunum er safn Ilrímfugl, ein af myndum Svavars á sýningunni í Feneyjum. Eigandi er Halldór Kiljan. að saman á listasafninu danska, sem sendir þær til| Feneyja. — Frá hvaða tímabili eru, myndirnar, sem þú sendir til' Palazzo Grassi? — Ja, þær eru allt frá ár-1 inu 1940 og til 1963, málaðar 1940, 1942, 1944, 1945, 1946, 1948, 1956, 1958, 1961 og 1962. Fjórar myndimar eru i danskri eigu, en hinar í is- lenzkri. — Hefur þú gefið málverk unum nöfn? — Þær heita ósköp falleg- um nöfnum og rómantískum, enda hef ég ekki skýrt þær. Það hafa aðrir gert, sem hafa viljað halda börnunum undir skírn. — Verður þú viðstaddur sýninguna? — Ég vil helzt vera laus við það. Ferðin tæki að minnsta kosti 6 vikur. Mér hefur ver- ið sagt, að ég megi búast við því að verða boðið ókeypis til Feneyja- Það boð er ekki kom ið enn og vona ég að það komi ekki. Þetta er bezti timinn til að mála hér heima. Sumarið er svo stutt — þessi bjarti tími til að mála. Svo hef ég líka von um að komas 3 daga í Laxá í Aðal- dal, sem er flaggvatn ís- lenzkra stór-laxa, náttúrulega í Þingeyjarsýslu- — Hverjir eiga myndirnar, sem verða sendar héðan að heiman? — Kilian á eina. Hún heit ir Hrímfugl, en hefur gengið undir ýmsum nöfnum, t.d. Járngrár næturfugl og Grár næturfugl, sem er þó skárra. Vormót Sjólf- stæðismtuina i Kjósarsýslu i VORMÓT Sjálfstæðismanna í Kjósarsýslu verður að Hlégarði 1 laugardaginn 18. maí kl. 21. Ávörp flytja Ólafur Thors, for- 1 sætisráðherra og Axel Jónsson, I fulltrúi. Leikararnir Klemens I Jónsson og Árni Tryggvason, , fly tja gamanþátt. Ennfremur -verður til skemnr.tunar einsöng- Svo eru tvær myndir sem Listasafnið á, íslandslag og Stuðlaberg. Þrjár myndimar á ég sjálfur. — Veizt þú um nokkurra þekkta norræna listamenn sem taka þátt sýningunni? Þar verða verk eftir menn eins og Karl-Henning Peter- sen, Egil Jakobsen, próf. við Akademíið í Höfn, Asger Jora svo og Ejler Bille, Richard Mortensen og fleiri að því mér er sagt- Eg hef sýnt með þessum mönnum áður, i gamla daga. Flestir eru þeir komnir fyrir alla vinda, foknir út í veður og vind, búsettir á ftalíu og Frakklandi og sumir orðnir forríkir af heimsfrægð. — Þú hefur sem sagt í hyggju að mála hér heima í sumar? — Já. Eg þarf að ljúka við gríðarlega stóra mynd fyrir danskan menntaskóla. Eg var beðinn um þetta fyrir þrem árum, en hef ekkert gert enn þá. Eg geri mér vonir um að geta unnið að þeirri mynd í sumar á meðan skólarair eru lokaðir. Hér heima hjá mér hef ég ekki tök á því að mála svo stóra mynd- Það er að vísu einn ágæt- ur skólastjóri búinn að lofa mér stórri skólastofu, en við skulum ekki nefna nafn skól ans, því ég vil ekki fá þangað óvæntar heimsóknir eins og hendir hér á Grettisgötunni, þegar menn eru í góðu skapi. Hver talai? Býsna lærdómsríkt væri fyrir kjósendur að spreyta sig á þeirri gátu nú skömmu fyrir kosningar, hver það væri, sem eftirfarandi orð hefur látið falla um ábyrgð- arlausa stjórnarandstöðu og þann áfellisdóm þjóðarinnar, sem hún vissulega verðskuldar: „Ég ákæri stjórnarandstæðinga fyrir að hafa fallið fyrir freist- ingu þeirri, sem háskalegust er, að vera ábyrgðarlausir á háska- stund og vinna það fyrir von í fylgi þeirra skammsýnustu að vinna skemmdarverk á þeim framkvæmdum, sem þeir vita sjálfir að voru óumflýjanleg nauðsyn. Þetta er þung ákæra, en hún er sönn. Nú er það þjóðarinnar að hafa vit fyrir þessum mönnum. Láti hún ginn- ast, munu bíða enn stórfelldari vandkvæði en enn þá hafa orðið, — en sýni menn þann þroska og skilning að snúa baki við þess- um mönnum og fylkja sér til stuðnings nauðsynlegum viðreisn arstörfum, þótt íþyngja kunni í bili, þá mun þjóðinni takast að komast hjá því allra versta og tiltölulega Iéttilega vinna bug á öllum erfiðleikum“. Ráðninguna á gátunni er að finna í Alþingistíðindum 1949, B, bls. 915, þar sem greint er frá umræðum á Alþingi 11. maí 1950. Sá, sem orðið hafði, heitir Ey- steinn Jónsson. Tvö þjóðfélagsíorm. Málgagn Framsóknarflokksins lýsir því yfir í gær, að „í kosn- ingunum 9. júní verði kosið um tvö þjóðfélagsform". Annars veg- ar það þjóðfélagsform, sem nú- verandi stjórnarflokkar hafa lagt grundvöll að með viðreisn- arráðstöfunum sínum, þjóðfélag frjálsræðis og velsældar. Hins vegar það þjóðfélag, sem leið- toga Framsóknarflokksins dreym ir um, þjóðfélag skömmtunar, hafta og spillingar. Því ber að fagna, að leiðtogar Framsóknarflokksins, skuli hafa sýnt þá hreinskilni fyrir kosn- ingar að viðurkenna það mark- mið sitt að gera að engu árang- ur viðreisnarinnar, ef þeir kom- ist í stjórnaraðstöðu eftir kosn- ingar. Þjóðin veit þá, um hvað er að velja, þegar hún gengur að kjörborðinu. Þjóðin þekkir árangur viðreisn arinnar. Með henni hefur verið komið meira lýðræðisskipulagi á íslenzkt þjóðfélag en áður þekkt- ist, efnahagslífi þjóðarinnar hef- ur verið komið á traustan og heilbrigðan grundvöll og skilyrði sköpuð fyrir meiri framfarir og veimegun en nokkru sinni fyrr. Þjóðin þekkir einnig stjórnar- sögu Framsóknarflokksins. — í gegnum hana ganga sem rauður þráður höft, skömmtun, sjúkt efnahagslíf, forréttindi til handa gæðingum flokksins, ófrelsi og óheilindi. Valið milli þessara tveggja þjóðfélagsforma ætti ekki að verða erfitt. ur og tvísöngur. Flytendur eru Kristinn Hallsson, óperusöngvari, Þórunn Ólafsdóttir, söngkona og Fritz Weisshappel, píanóleikari. Að lokum verður dansað. Milwoodmólið Réttarhöldin í Milwoodmálinu lifíííja nú niðri. Verið er að ganga frá skjölum, sem send verða til saksóknara ríkisins, seinna í vik unni, að því er yfirsakadómari tjáði Mbl. Hamrað á ábyrgðarleysinu. Tíminn heldur áfram að mini menn á ábyrgðarleysi Frai sóknarflokksins í Efnaliag bandalagsmálinu. Árið 19 lögðu nokkrir leiðtogar flokksi til, að íslenzka ríkisstjórn sækti um fulla aðild að band laginu. Árið 1962 töldu þeir, i aukaaðild að bandalaginu kæi helzt til greina. Árið 1963 tel þeir ekki önnur tengsl við band lagið koma til greina en toll og viðskiptasamning. Já, það verður ekki ofsögu sagt af stefnufestunni!

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.