Morgunblaðið - 16.05.1963, Side 24

Morgunblaðið - 16.05.1963, Side 24
 sparíð og notið Sparr m 40 í sótt- kví í Stokk- hólmi vegna ótta við bólusétt Stokkhólmi, 15. maí — NTB. UM Það bil 40 mann$ hafa nú verið settir í sóttkví í Stokk- hólmi, vegna bólusóttar þeirr ar, sem talið er víst, að nú sé komin upp. Fjórir sjúkl- ingar, sem allir bera mjög grunsamleg einkenni bólu- sóttar, hafa verið fluttir í sér- stakt sjúkrahús. Tveir þeirra sjúklinga eru konur, sem eru skyldar konu þeirri, er lézt af bólusótt í fyrra mánuði. Önnur kven- anna er afgreiðslustúlka. Var hún flutt í sjúkrahús af ör- yggisástæðum, þótt einkenni hinnar konunnar séu hins veg ar mjög grunsamleg. Hún hafði umgengizt náið konuna, sem lézt, og áður er getið. Yfirmaður Sýklarannsóknar- stofnunarinnar í Stokkhólmi, Holger Lundhæck, prófessor, tel ur nú víst, að tekizt hafi að finna smitibérann — hægt sé að rekja öll grunsamleg tilfelli til einnar og sömu persónunnar- Hér er um að ræða sænskan sjómann, sem kom flugleiðis frá Indónes- íu í apríl. Er til Stokkhólms kom, heim- sótti sjómaðurinn 80 ára konu, honum skylda. Þannig barst sótt in til konu þeirrar, er nú er lát- in. Lund'bæck lýsti því yfir, að heilbrigðisyfirvöldin færi í einu og öllu að, eins og um bólusótt væri að ræða, enda slíkt mjög líklegt, þótt endanlegar niðurstöð ur sýklarannsókna liggi ekki fyr ir, fyrr en eftir 1—2 daga. Prófessorinn tók jafnframt fram, að ekki yrði gripið til víð Frh. á bls. 23 TOLLAR á dráttarvélum hafa nú verið lækkaðir úr 34—35% í 1 0%, sem þegar virðist ætla að verða til mikillar örvunar á inn- flutningi þeirra. Nýlega er komin til landsins stærsta sending af d ráttarvélum, sem til landsins hefur komið, og er mynd þessi tekin, er henni hafði verið sikipað á land- (.Ljósm. Mbl. Ól. K. M.j. Veruleg verðlækkun á landbdnaöar- vélum vegna tollalækkunarinnar Innflutningsfrelsið bændum til mikils hagræðis + SAMKVÆMT hinni nýju tollskrá, sem gekk í gildi 1. maí s.I. hefur orðið veruleg lækkun á land- búnaðartækjum. Hefur t.d. tollur á hjóladráttarvélum verið lækkaður úr 34—35% í 10%. Þannig kostar drátt- arvél, sem áður kostaði 126 þúsund kr., nú 105 þúsund kr. og dráttarvél, sem áður kostaði 70 þúsund kr., kost- ar nú 60.2 þúsund kr. AF ýmsum öðrum landbúnaðarvélum og tækj um hafa tollar verið lækk- aðir úr 20—21% niður í 10%. Á þetta t.d. við plóga herfi, áburðardreifara, mjaltavélar, sláttuvélar, upptökuvélar fyrir kart- öflur, rakstrar- og snún- ingsvélar. Þannig kostar mykjudreifari, sem áður kostaði 37.5 þús. kr., nú 34.9 þús. kr., heyblásari, sem fyrir tollalækkunina kostaði 11.8 þús. kr., kost- ar 10.2 þús. kr. eftir hana, og moksturstæki, sem áður kostaði 15.9 þús. kr., kost- ar nú 14 þús. kr. ir Á valdaárum viðreisnar- stjórnarinnar 1960—62 hefur inn flutningur á jarðyrkju- og upp- skeruvélum numið 56.4 millj. kr. en á valdaárum vinstri stjórnar- innar nam þessi innflutningur 44.3 millj. kr. Eru báðar þessar tölur miðaðar við gengi ársins 1962. ir Þá hefur hið aukna frelsi í innflutningsmálum landsins orð- ið bændum landsins til mikils hag ræðis, eins og öðrum landsmönn- um. Áður þurftu þeir að panta landbúnaðartæki með allt að árs fyrirvara, og var jafnvel tvi- sýnt um það oft og tíðum, hvort vélarnar yfirleitt fengjust. Nú má hins vegar nærri segja, að innflutningsfyrirtækin eigi þess ar vélar og tæki á lager og Framh. á bls. 23 60—70 Vesfur-íslending- ar ráÖnir fil íslands "4 pyeifuiw * Ik, m ftjór/ <sr / ^Kg held þvert á móti, að 238. gr. í Rómarsáttmálanum sé sett þar inn til þess, að þau lönd þurfi »kki að slitna úr tengslum, sem ekki geta gengið inn á grundvallaratriði Rómarsamningsins“. (Eysteinn Jónsson í ræðu 27- jan. 1962). Nú segja Framsóknarmenn hinsvegar, að samningur ikv. 238. gr. jafngildi landráðum. Verkalýðsfélag Vestmannaeyja vill binda atvinnuleyfi v/ð 6 mánudi RÁÐSTAFANIR hafa verið gerð ar til að fá til landsins frá Kan- ada menn af íslenzkum ættum, sem vildu vinna á íslandi, því mikill skortur er á fólki til starfa. Höfðu fengizt 60—70 manns á aldrinum 20—56 ára, þar af 6—7 konur, mest ein- hleypt fólk, annar eða þriðji lið- ur islenzkra útflytjenda, sem skilur eða talar islenzku. Var talað um að fólkið yrði ráðið til tveggja ára, en ráðningin þó þeim skilyrðum háð að nauð- synleg leyfi fengjust til að flytja inn þennan vinnukraft. Meiri hluti hópsins átti að fara til Vestmannaeyja, þar sem er fyrir hendi húsnæði fyrir fólkið. í fyrrakvöld var fundur um mál- ið í verkalýðsfélaginu í Eyjum og stjórninni falið málið til af- greiðslu. Á stjórnarfundi í gær- kvöldi samþykkti stjórnin svo að mæla með að 30 manna hóp- ur fengi atvinnuleyfi, en aðeins til 6 mánaða til að byrja með. Sr. Robert Jack ferðaðist um tslendingabyggðir. Það var sr. Robert Jack, sem fór á vegum nokkurra íslenzkra fyrirtækja, til að leita að mönn- um af íslenzkum ættum, er vildu koma í atvinnu á Islandi. Er Mbl. kunngt um að hann hefur ráðið með ofangreindum fyrir- vara 60—70 manns, flest fiski- menn, nema 3 logsuðumenn. Ferðaðist sr. Robert Jack um all« ar byggðir íslendinga í Manitoba og hafði hvarvetna tal af fólki, Naut hann stuðnings Grettis Jó» hannessonar, ræðismanns. Einnig setti hann auglýsingar í útvarp og sjónvarp vestra og óskaði þar eftir Kanadamönnum, sem kynnu íslenzku, því þar í landi er ekki heimilt að auglýsa eftir íslend- ingum. Mbl. er kunnugt um að um 1000 manns hafi gert fyrir- spurnir um atvinnumöguleika á íslandi og hægt hefði verið að ráða mun fleira fólk til starfj hér á landi. i Blaðið hefur fregnað að þeir aðilar, sem vilja fá þetta fólk til landsins, Sölumiðstöð hrað- frystihúsánna, Síldarverksmiðjur ríkisins, Landssamband útvegs- manna, Sölusamband isl. fisk- framleiðenda og fleiri, muni leggja út fyrir ferðakostnaði. En Framhald af bls. 23.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.