Morgunblaðið - 16.05.1963, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 16.05.1963, Blaðsíða 13
Fimmtudagur 16. maí 1963 MORCVNBLAÐ1Ð 13 DAF kominn á markaðinn ■CNDANFARIN ár hafa horizt til íslands fregnir af fjöLskyldubíl, sem framleiddur er í Hollandi og hefur ýmislegrt það til að bera, sem er svo frábrugðið því, sem áður hefur þekkzt í bílaiðnað- inum, að sérstaka athygli hefur vakið. Bíltegund þessi, sem her xnerkið DAF, er framleidd af Van Doorne’s Automobielfabriek N. V. í Eindhoven í Hollandi. Sá eiginleiki, sem hvað mesta athygli hafa vakið, er ganghraða- skiptingin. I hifreiðinni er hvorki að finna gírkassa, „kúþl- ingu“, eða girhjól. I stað þess kemur svokallað rennidrif. Á milli fremri hjólanna og þeirra aftari liggja 2 reimar. Keimahjólin hafa þann eigin- leika að raufar þeirra geta víkk- ®ð og þrengst, þannig að reimin er ýmist staðsett inn við ás, lang- leiðina út við hjólbrún eða ein- hvers staðar þar á milli. Þarna liggur grundvallarskýringin. Tök um dæmi: Þegar tekið er af stað, er stilling V-reimarhjólanna þannig, að beltið liggur inn við ós á fremri hjólunum en nálægt hjólabrún á þeim aftari. Variomatic velur sjálfkrafa hagkvæmasta hraðahlutfall milli vélar og hjóla og fyrirbyggir þannig óþarfa benzíneyðslu, vél- arslit og vinnslutap, sem oft or- I sakast af ónákvæmri gírsikipt- ingu, þegar hún er handvirk. Auk þeirra eiginlei'ka Daf bíls- ins, sem að framan voru taldir, mætti nefna eftirfarandi. Vélin er 750 cc — 30 hestafla. Bíllinn hefur sérfjöðrun á öllum hjólum og er sérstaklega stöðugur, þýð- ur og öruggur í akstri, eins og flestir bílar með slíkum útbún- aði. Bíllinn er rúmgóður og út- sýn til beggja hliða. Framsætin, sem eru aðskilin, er hægt að færa fram og aftur og stöðu sætisbaksins er hægt að stilla, eins og hverjum hentar. Varahjólbarðinn er staðsettur lóðrétt vinstra megin í farangurs- geymslu, þar sem hann tekur lít- ið rúm og auðvelt er að ná til hans. Daf bíllinn var í upphafi sér- staklega þaulreyndur við hinar erfiðustu aðstæður. Reynslubílar voru sendir t^ Spánar, ekið á lág- lendi í steikjándi hita og beint úr þessum akstursskilyrðum upp um fjöll og firnindi, um bratta og grýtta vegi. Einnig voru þeir reyndir í Lapplandi. í hörku- frosti, snjó og rigningu, á vegum þöktum aur og slyddu var svo haldið til baka um norðurhluta Noregs. Tvær gerðir eru fáanlegar af Daf bílum, DAFfodil og Daf 750. Daffodil bíllinn er á ýmsan máta frábrugðinn Daf 750, en einkum þó hvað snertir útlit og íburð. Daf verksmiðjurnar hafa sett sér þá meginreglu, að útflutniiig- ur skuli eigi hefjast til neins lands, fyrr en tryggt hefur verið að viðgerða-, viðhalds- og vara- hlutaþjónusta verði í fullkomnu lagi. Fyrsta sendingin af Daf bílum er væntanleg til landsins um miðjan maímánuð og gert er ráð fyrir að Daffodil muni kosta um kr. 126.000,— en Daf 750 hér um bil kr. 118.000,—. Söluumboð Daf bflanna hér á landi er hjá O. Johnson & Kaaber hf. að Sætúni 8, Reykjavík, og hafa faglærðir' menn í þjónustu umboðsins nú þegar fengið sér- staka þjálfun í verksmiðjunum í Hollandi í viðhaldi, viðgerðum og skipulagi varðandi þjónustu við eigendur Daf bíla hér á landi. Stofnað hefur verið til fullkom- ins bílaverkstæðis að Sætúni 8 og verður haldin sölusýning á fyrstu Daf bílunum strax og þeir koma til landsins. Þröngt mega sáttir sitja — Þ.e-a.s. ef sætið er traust stendur í textanum, sem fylgir þessari mynd í Hesturinn okkar. Hestur- inn heitir Nasi og er 22ja ára og fyrsti kennari barnanna í Holtakotum í Biskupstungum í hestamennsku- „Hesturinn okkar“ með hestamyndum og greinuin VETRARHEFTIÐ af riti Lands- sambands hestamanna, Hestur- inn okkar, er komið út með fjölda af skemmtilegum hesta- myndum og fróðlegum greinum Öflugt starf Hrings- ins í Hafnarfirði Jónas PéturSson alþm í i'æðustól. T.v. er Gunnar Thoroddsen, fjármálaráðherra, en t.h. Axel V. Tuliníus, sýslumaður. Kosningabaráttan hafin í Austurlandskjördæmi KVENFELAGIÐ Hringurinn í Hafnarfirði hélt nýlega aðalfund sinn. Formaður félagsins, frú Kristín Kristj án.sdóttir, setti fund inn og flutti skýrslu stjórnar, og kom fram í henni að starf- semi félagsins hefði verið öflug og mörgum til góðs .Endurskoð- aðir reikningar voru lagðir fram og sajniþykiktir. Við stjórnarkjör báðust þœr frú Kristón, frú Sjöfn Sigurðar- dóttir og Björney Hallgrímsdótt- ir eindregið undan endurkosn- ingu, og voru þeim þökkuð mikil og góð stönf i þágu félagsirus. Núverandi stjórn skjpa: Frú Sjöfn Magnúsdóttir formaður, frú Hulda Sigurðardóttir ritari, frk. Þórunn Pétursdóttir gjald- keri og meðstjórnendur frú Sveiribjörg Auðunisdóttir og frú Þorbjörg Ólafsdtóttir. Starfsemi fólagsinis í suimar verður með liku sniði og áður að greiða fyrir og kosta börn á suimardvalarheimili þar sem heimilisástæður eru bágar. Hring urinn heldur bazar í Sjálfstæðis- húsinu 17. maí, og er ekki að efa að Hafnfirðingar styðja nú sem fyrr mannúðarstarfsemi Hringkvenna. Ritstjóraskipti hafa orðið við blaðið og hefur sr. Guðmundur Óli Ólafsson á Torfastöðmn tek- ið við ritstjórninni. í þetta hefti ritar Jóhann Haf- stein. bankastjóri grein er nefn- lækjarkoti — Hestamaður horf- ir um öxl, Páll A. Pálsson, yfir- ist Nýir áfangar, ritstjóri ritar frásögn Eiríks Jónssonar í Sand- dýralæknir ritar um gamla ferju staði og vöð, Guðmundur Guð- jénsson skrifar um Hrekk frá Fljótsdal, Jón Bjarnason frá Sel- fossi um snillinginn Bógatý, Har aldur Jónsson frá Miðey ritar greinina Farið yfir Markarfljót 1930, Jóhanna Blöndal skrifar um Glótopp, ritstjórinn grein er hann nefnir Heimþrá eða hvað? og svo er frá 13. ársþingi Lands- sambands hestamanna. Auk þess er að venju hestavísnaþáttur, gamlar myndir og smágreinar í ritinu og margar mýndir af hest- um, folöldum og börnum. SJALFSTÆÐISFLOKKURINN hélit fund í Valhöll á Eskifirði B.l. föstudagskvöld. Þar með var kosningabaráttan í Austurlands- ikjördæmi hafin. Ingólfur Fr. Hallgrímisson setti fundinn, en Axel V. Tuninlíus, sýslumaður var fundaretjóri. Á fundinum, sem var v-él sótt- ur af Sjálfstæðismönnum og flá,- einum gestum. Flutti Gunnar Thoroddiseri, fj á rmál ará ðher r a, ýtarlega framsöguræðu um stjórn imiálaviðlhorfið, störf ríikisstjórn- arinnar, einikum á sviði fljármála og efnahagsmála, baráttuna framundan og verkeflni næsta kjörbímaibiLs. Var ráðherranum vel fagnað. Aðrar framsöguræður flluttu Jónas Pótursson alþm. og Sverrir Hermannisison viðlskiptafræðing- ur, en þeir eru í tveim etfstu sætum á lista Sjálfstæðisflokks- ins í Austurlandskjördæmi við allþingiskosningarnar 9. júní n.k. Fyrirspur.n kom fram frá-Vii- hjálmi Jónssyni, sem fjármála- ráðherra svaraði. í fundarlok flubti fundarstjóri fjármálaráðherra og öðrum komu mönnum þakkir og sleit fundi með stuttri hvatningarræðu. Með þessuim fyrsta fundi í Aust urlandskjördæmi er kosningabar- átta Sjálfs'tæðistfiokksinis í kjör- dæminu hafin og sýndi fundur- inn einhug Sjálfstæðismanna á Eskifirði um að gera sigur Sjálf- stæðisfllokksins í kosningunum sem mestan og glæsilegastan. „Islondske Moanedstidende" seldust fyrir 30 þús. kr. 7 7 bátar með riál. 77 þús. tunnur SÆMILEG síldveiði var aðfara hótt þriðjudags. Morgunblaðinu fer kunnugt um afla sautján báta, tsem fengu alls 10.960 tunnur. Þessir bátar voru (afli mæld- tur í tunnum í svigum): Jón á Stapa (900), Stapafell (150), Sól irún (250), Guðmundur Þórðar- Bon(700) — þessir fjóriir framan töldu lönduðu í Reykjavík — Strákur 560, landaði í Hafnar- árði), Skarðsvík (700), JökuU '(1Ö0), Höfrungur (600), Sæúlfi r (160), Sæþór (300), Fiskaskagi (900), Steingrímur trölli (450), Akraborg (850), Pétur Sigurðs- son (300), Sigurpáll ( 1,800), Jón Garðar (1,100) og Víðir II. (1.100)- Á þriðjudagskvöld um kl. hálf tólf voru bátar farnir að kasta bæði vestur undir Jökli og fyrir sunnan. Vb Gullfaxi hafði þá fengið 12—1400 tunnur og Haf- rún 200. Guðmundur Þórðarson var að kasta fyrir vestan. Síldin var góð. Á BÓKAUPPBOÐI Sigurðar Benediktssonar í gær fóru 96 bókanúmer undir hamarinn. — Hæsta verð var greitt fyrir „Is- landske Maanedstidender", eða 30.000 krónur. Var eintakið þó eigi heilt; seinustu blaðsíðurnar handskrifaðar. Af öðrum bókum má nefna (verð í svigum): Ættarskrá Bjarna Þorsteinssonar (1300), Mannamunur eftir Jón Mýrdal, Akureyri 1872, sérlega gott ein- tak (1700), Ari Jónsson: Sigríð- ur Eyjafjarðarsól, Akureyri 1879 (800), Tímarit bókmennta- félagsins allt, innbundið (2100), Sturlunga-Saga I.—II., Khöfn 1817—1820, ekki heilt eintak (600), Safn til sögu íslands, III. bindið vantaði (1200), Islands Kortlægning (4200), Kongs Christians þess Fimta Norsku- Lög, Hrappsey 1779 (1500). Historisk Indledning til den gamle og nye Islandske Rætter- gang, Khöfn 1762, var m.a. í eigu Páls Briems, Finns Jóns- sonar og Lárusar H. Bjarnason- ar, (2500), Forordninger og aabne Breve (Magnús Ketils- son), Hrappsey og Khöfn 1776 —1787 (9500), Sig. Breiðfjörð: Frá Grænlandi, Khöfn 1836, mjög gott eintak, bundið við Svar hinna katólsku presta, Reykjavík 1866 (800), Einn Lijtill Iðrunar-Spegill, Hólum 1775, mjög fallegt eintak (600), Almanak 1874, áritað frá Jóni Sigurðssyni til Bjarnar M. Ól- sens og með minnismiðum hins síðarnefnda (250), Tuttugu söng- lög, Bjarnf Þorsteinsson safnaði, Reykjavík 1892 (250), H. K. Laxness: Nokkrar sögur, sér- prentun úr Morgunblaðinu, Reykjavík 1923 (1600), Guð- brandsbiblía ljósprentuð (3600), Gráskinna I.—IV., skrifpappírs- eintak (700), íslenzkar gátur, skemmtanir, vikivakar og þul- ur I.—IV., vel bundnar í góðu standi (4000), Snót, 1. útg., Khöfn 1850 (700), Svartar fjaðr- ir, Kvæði, Kveðjur, Að norðan, eftir Davíð Stefánsson, frumútg. (650), Safn Fræðafélagsins I.— XIII. í skinnbandi (2700), Sigfús Sigfússon: íslenzkar þjóðsögur og sagnir I.—XVI. í góðu bandi (2600) og hin svonefnda „Heiðna biblía“ með nafni Matthíasar Jochumssonar árituðu (4100). Barnareiðhjól hverfur SVO bar við sl. föstudag, eftir hádegi, að tvær litlar stúlkur voru að leik með rautt barna- reiðhjól í bakgarði við húsið nr. 39 við Laugaveg. Nokkrir ungir drengir munu hafa verið þar nærri. Skömmu síðar vóru stúlkurnar kallaðar inn til sín. Er þær komu til baka, var hjólið horfið. Grun- ur mun hafa fallið á einn drengj- anna, að hann væri valdur að hvarfinu. Ekki hefur hann þó viljað viðurkenna, að svo sé. Eins og fyrr greinir, er hér um að ræða rautt barnareiðhjól, lít— ið, með brúnu sæti. Það er ný- legt, og lítur vel út. Það eru vinsamleg tilmæli, að þeir, sem kunna að verða þess varir, geri rannsóknarlögreglunni aðvart. NÝ ELDFLAUG Moskvu, 13. maí (A). RÚSSAR hafa tilkynnt að þelr muni á tímabilinu 15. mai til 15. júlí gera tilraunir með nýja eldflaug, sem ætluð eir til geimrannsókna. Hefur rúss neska stjórnin lokað tveimur svæðum á Kyrrahafi. _ Vegur lugður lyrir Ólulsvíkurenni í sumur Á LAUGARDAG voru opnuð til- boð í vegargerð fyrir Ólafsvíkur enni, milli Hellissands og Ólafs- vSkur, á skrifstofu vegamála- stjóra. Tvö tilboð bárust. Annað var frá fyrirtækinu Efra-Fall og hljóðaði upp á 9.8 milljónir kr. Hitt var frá Björgvini Halldórs- syni, Gunnari Gunnarssyni, Lár- usi Magnússyni og Magnúsi Ólafssyni. Hljóðaði það upp á 16.4 milljónir króna. Er því 6.6 milljóna króna munur á tilboð- unum. Vegagerðin hefst eins fljótt og kostur er á, og er áætlað, að henni verði lokið fyrir haustið. Verður þá komið á góðu og mikilvægu vegasambandi milli Sands og Ólafsvíkur, og hægt að aka umhverfis Snæfellsnes allt.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.