Morgunblaðið - 16.05.1963, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 16.05.1963, Blaðsíða 12
12 MORCVNBLAÐIÐ Fímmtudagur 16. maí 1963 Otgefandi: Hf. Arvakur, Reykjavík. Framkvæmdastjóri: Sigfús Jónsson. Ritstjórar: Sigurður Bjarnason frá Vigur Matthías Johannessen, Eyjólfur Konráð Jónsson. Auglýsingar: Arni Garðar Kristinsson. Útbreiðslustjóri: Sverrir Þórðarson. Ritstjórn: Aðalstræti 6. Auglýsingar og afgreiðsla: Aðalstræti 6. Sími 22480. Askriftargjald kr. 65.00 á mánuði innanlands. 1 lausasölu kr. 4.00 eintakib. ATLANTSHAFS- BANDALA CIÐ HEFUR HINDRAÐ STYRJÖLD 1 ldrei hefur stuðningur við ■**■ þátttöku Islands í Atlants- hafsbandalaginu og sameigin- legum vörnum lýðræðisþjóða verið jafn almennur hér á landi og einmitt í dag. Fleiri og fleiri gera sér glögga grein fyr- ir því, að það er Atlantshafs- bandalagið, sem komið hefur í veg fyrir styrjöld, og þannig er það beinlínis því að þakka að lýðræðisþjóðirnar búa nú við frelsi, öryggi og vaxandi vel- megun. Hinn mikli stuðningur ís- lendinga við Atlantshafsbanda- lagið kom glögglega í ljós í fyrri viku, þegar Tíminn álpað- ist til að lýsa því yfir, að meg- instefnur í utanríkismálum ís- lendinga væru tvær, sú stefna, sem fylgt hefur verið, og ein- hver „ný sfefna“ Framsóknar- flokksins, sem væri í megin- atriðum andstæð núverandi ut- anríkisstefnu. Tíminn hafði ekki fyrr sleppt orðinu en Framsóknarmenn gerðu sér grein fyrir því, að flokkur þeirra mundi bíða algjört af- hroð í komandi kosningum, ef ekki yrði dregið í land.og á ný lýst yfir stuðningi við Atlants- hafsbandalagið. Ekki minnist Morgunblaðið þess, að flokkur hafi í kosn- ingabaráttu lypast jafn aum- lega niður og Framsóknar- menn í þessu máli. Þeir buðu upp á kosningar um utanríkis- málin. Morgunblaðið tók þeirri áskorun og gerði í tvo daga samanburð á þeirri utanríkis- stefnu, sem Islendingar hafa fylgt — og munu fylgja, ef Við- reisnarstjórnin heldur velli — og svo þeirri stefnu, sem Fram- sóknarmenn voru teknir að boða. Meira þurfti ekki til, því að síðan hefur Tíminn ekki haft við að éta ofan í sig stóryrðin. Sannleikurinn, sem íslend- ingar gera sér grein fyrir jafnt og aðrir, er líka sá, að eins og nútíma hernaðartækni er hátt- að er eina vörnin sú að koma í veg fyrir styrjöld. Ofbeldis- og yfirgangsmenn nútímans, eins og fyrri tíma, skilja eitt og að- eins eitt, þ.e.a.s. varnir gagn- aðilans og mátt hans til að hrinda árás og knésetja ofbeld- ismanninn, ef hann hyggst stofna til styrjaldar. Þessu markmiði hefur Atlantshafs- bandalagið náð, og það er stolt okkar íslendinga að hafa átt okkar þátt í því að tryggja heimsfriðinn með stuðningi okkar við Atlantshafsbandalag- ið. — ÞJÓÐNÍÐINGAR egar hinir rússnesku heims- valdasinnar hafa verið að seilast til yfirráða yfir öðrum þjóðlöndum, hafa þeir hvar- vetna notið stuðnings skipu- lagðrar 5. herdeildar, manna, sem áttu sér það takmark helg- ast að svíkja þjóðlönd sín und- ir ógnarstjórn erlendra yfir- gangsmanna. Hlutverk þessara þjóðsvikara er hvarvetna að reyna að grafa undan vörnum Atlantshafsbandalagsins, því að það er eina von ofbeldismann- anna í Kreml um að koma á- formum sinum fram. Því miður er einnig hér á ís- landi tii hópur manna, sem svarið hefur þess dýra eiða að standa gegn hagsmunum þjóð- ar sinnar, hvenær sem þeir fá ekki samrýmzt hagsmunum heimskommúnismans. — Þessir menn segja sjálfir, að þeir eigi ekkert annað föðurland en Rússland. Kommúnistum hér á landi hefur verið gerð rækileg grein fyrir hinni miklu hernaðarþýð- ingu Islands. Rússnesk rit hafa lýst því yfir, að vegna kafbáta- hernaðar gæti það haft úrslita- þýðingu, hvor styrjaldaraðilinn hefði hér yfirráð. Með hliðsjón af því mætti gera ráð fyrir því, ef til styrjaldar dragi, að það yrði ein af fyrstu hernaðarað- gerðum Rússa að reyna að her- nema ísland. Það gæti þeim ekki auðnast nema hér væru engar varnir fyrir. Þess vegna er það ljóst, hvert hlutverk ís- lenzku kommúnistanna er. — Það á að vera að koma varnar- liðinu í burtu, veikja þannig Atlantshafsbandalagið og gera Rússum kleift að hernema land ið, ef til styrjaldar dregur. Sem betur fer er Atlants- hafsbandalagið nú orðið svo sterkt, að hættan á heimsstyrj- öld fer minnkandi. Þetta bygg- ist meðal annars á því, sem við Islendingar höfum lagt af mörk um til hinna sameiginlegu varna. Þetta gera landsmenn sér ljóst og þess vegna vilja fleiri og fleiri styrkja Atlants- hafsbandalagið. ALMANNAVARNIR ótt varnir Atlantshafsbanda- lagsins séu nú svo miklar, að engar líkur séu til þess að hinir rússnesku yfirgangsmenn gætu unnið styrjöld, er samt sem áður alltaf nokkur hætta á því, að til slíkra ógna sem kjarnorkustyrjöld er gæti dreg ið. — Þetta byggist auðvitað fyrst og fremst á því þjóðskipulagi, sem er í Rússlandi, þar sem einn maður gæti komið styrjöld af stað. Þannig var það með Hitler og vissulega getur nýr Hitler náð stjórnartaumunum í einræðisríkinu Rússlandi. Með hliðsjón af þessu hafa flestar þjóðir gert ráðstafanir til almannavarna, bæði austan tjalds og vestan. Það er skoðun kunnáttumanna, að með slíkum aðgerðum mætti draga mjög úr þeim ógnum, sem samfara yrðu Fyrir skömmu hélt fiðlusnillingurinn Yehudi Menuhin tónleika í Tel-Aviv. Eftir tónleikana hitti hann David Ben-Gourion, forsætisráðherra ísraels. Þeir fóru að tala um Yoga og Menuhiu sagð- ist þakka einni stellingu, Lotus-stellingunni, hve hraustur hann væri. Hann fór úr jakkanum og sýndi Ben-Gourion stellinguna (t.v.) Forsætisráðherrann lét ekki sitt eftir liggja. Hann fór úr jakkanum og skónum og sýndi Menuhin og öðrum viðstöddum, að hann gæti einnig auðveldlega sett sig í Lotus-stellinguna (t.h.) Sálnahirðirinn í útvarp- inu — Maurice Lelong f SÖFNUÐI hans eru hundruð þúsunda, aðallega sjúklingar og gamalmenni. Þeir hafa fæstir séð hann, en þeir þekkja röddina hans og þegar þeir heyra hana hlýnar þeim um hjartaræturnar. Maurice Lelong er dominikana pater á heima í klaustri við Rue du Faubord Saint-Honoré í Par ís. Þar eru ekki önnur húsgögn inni en hart rúm, borð og tveir stólar. Paterinn gengur í hvíta kuflinum, sem er einkennisbún- ingur munkareglu hans, en í ferðalögum notar hann svörtu hempuna. kjarnorkustyrjöld, eða óhöpp- um vegna kjarnorkuspreng- inga. Hvarvetna reyna kunnáttu- menn því að gera sér grein fyr- ir því, hvernig verst gæti farið og hvernig við slíku ætti að bregðast. Einnig hér á landi hefur vcrið hafinn undirbún- ingur ilmannavarna og hefur stjórnandi þeirra auðvitað gegnt þeirri skyldu sinni að reyna að gera sér grein fyrir því, hvað hér gæti verst hent, ef hinir rússnesku ofbeldis- menn reiddu til höggs. Kommúnistar eru auðvitað á móti almannavörnunum hér eins og hjá öðrum frjálsum þjóðum. Þær mundu draga úr ógnunum, sem stöfuðu af rúss- neskri árás hér eins og annars staðar. Þess vegna eru þær andstæðar hagsmunum Rússa og þar með kommúnista. — Þá varðar minna um líf og eignir Islendinga en hagsmuni hús- bændanna. Þess vegna eru þeir enn teknir að hóta með rússneskri kjarnorkuárás, eins og þeir hafa gert fyrir hverjar kosningar. Og hann hefur ferðazt mikið, en aldrei iðkað íþróttir. Hann hefur hjólað mörg þúsund kíló metra á lélegum vegum í Afríku. Hann hefur róið á ánum í Brasi- líu og farið ríðandi um Patagon íu. Dvalið heilt ár í Japan, verið í Bandaríkjunum, Canada, Ástra líu og Indokína. Og allstaðar hef ur honum reynzt, að það sé meira sem tengir mennina saman en skilur þá að. Hann er fæddur árið 1900 í smáþorpi í Aisne í Frakklandi. Afi hans var vefari og hjá hon um ólst hann upp í striti og fá- tækt en vandist ráðvendni og fórnfýsi. Hann lærði að lesa og skrifa í barnaskólanum, en það var fyrir tilviljun að hann komst til mennta. í fyrri heimsstyrjöld inni fluttu Þjóðverjar fólkið úr þorpinu til Belgíu, því að Hind- enburg-víglínan svonefnda átti að liggja um þorpið. Maurice Le- long komst þá í belgiskan mennta skóla, sem Jesúítar ráku. Þar nam hann guðfræði í átta ár. Þótti hann sýna s.vo óvenjulega greind og hæfileika, að hann var látinn starfa að blaða- og bóka- útgáfustarfsemi kaþólsku kirkj- unnar og kynntist þá fjölda menntamanna, sem komu til hans til þess að fá holl ráð og leið- beiningar. Árið 1933 byrjaði hann að prédika í útvarpið. Þá var hann kominn til Strasbourg. Það bar brátt á því, að sjúklingum og gamalmennum þótti sérlega gott að hlusta á hann. Og ástæðan til þessa var fyrst og fremst sú, að hann gleymdi ekki að tala um það smávægilega, sem oft skiftir svo miklu í dag- legu lífi. Hann setur engin mörk milli þess andlega og veraldlega. Hann prédikar um epli og vín, hunang og brauð og sykur og salt. Og áheyrendurnir finna, að það eru „gjafir lífsins“ sem hann er að tala um. Gáfurnar Ijóma úr augum hans og svipurinn er mildur og ber vott um góðlyndi og gamansemi. Áheyrandinn sér ekki þetta, en hann heyrir röddina. Og hún er töfrandi. Hlustandinn finnur eitt hvað sameiginlegt með sér og „föður Lelong“. Flestir þeirra hafa alizt upp við bág kjör eins og hann sjálfur. Og ellin og sjúk dómurinn hefur gert hann næm an fyrir því, sem sagt er blátt áfram og með einföldu orða- lagi. Hann lætur bjarta og heita rödd sína hugga þá mæddu, hann veit hvað einkum amar að þeim. Það er að þeir eru einmana og einangraðir. Hvort heldur það er yfirgefin eiginkona, ung móðir með barn, hjón sem lifa í ósátt eða foreldrar sem börnin hafa yfirgefið. Lelong veit að einver an er eitt af því þungbærasta. Og hann veit meira. Hann fær daglega yfir hundrað bréf frá þeim sem hlusta á hann í út- varpinu. Flestir skrifa honum að eins til að þakka honum. Aðrir spyrja hann ráða. Hann les öll bréfin sjálfur. Og hann situr langt fram á nótt við borðið I hvítkalkaða klefanum sínum og skrifar þeim, sem verða að fá svar. Og þau bréf geta stundum ráðið úrslitum um líf eða dauða. Sjö bátar á humar- veiðar frá Akran. Akranesl, 14. maí. Humarveiðarnar eru hafnar hér. Vb Fram landaði í gær þremur tonnum af humar og kom aftur í morgun með 1.5 tonn. Hann varð að hætta að toga vegna storms. Alls munu sjö bátar stunda humarveiðar héðan. Sá ofannefndi, Sæfaxi, Ásmundur, Svanur, Bjarni Jó- hannesson, Ásbjörn ís, leigubát- ur á vegum Haralds, og Ásbjörij. sá, er Haraldur Böðvarsson & Co. seldu nýlega togaraskipstjóra í Reykjavík og leggja mun hum- arafla sinn á land hér. — Oddur.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.