Morgunblaðið - 16.05.1963, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 16.05.1963, Blaðsíða 20
20 MORCVNBLAÐlÐ Fimmtudagur 16. maí 1963 DUNKERLEYS hún slóst í för með fólkinu inn í kirkjuna og tók sér stöðu úti við dyr. Hún var óvön kirkjum o fór því ekki lengra, en stóð þarna í svölum skugganum og horfði á kertaljósin, sem brunnu kring um' líkbörurnar Og hún vissi, að séra Burnside lá 'þarna undir ábreiðunni. Aldrei hafði hún komið í kirkjuna hans áður, og ef hann hefði getað risið upp Og gengið til hennar nú, vissi hún að hann myndi ekki hafa atyrt hana fyrir að hafa ekki komið fyrr en um seinan, heldur hefði hann brosað eins og hann var vanur og sagt blíðlega: — Jæja, loksins ertu komin, barnið gott. Hún grét nú, án þess að blygð- ast sín fyrir það og gegnum tárin sá hún ljósin og fólkið, sem gekk að líkbörunum og sumir krupu á kné og lögðu blóm að börun- um. — Ég verð að gera það líka, hugsaði Elsie. Það er ofseint, og hann fær aldrei að vita það, en ég verð að þakka honum fyrir okkur Alec. Hún hljóp því út og það var eins og að koma inn í eldsofn glóanda. Hún fór aftur til litlu grænmetisbúðarinnar, því að hún mun'di að hafa líka séð blóm þar, en varð fyrir voribrigðum vegna þess, hve þau voru vesældarleg Og visin. En að lokum valdi hún eitt, sem ilmaði vel, þótt ósjálegt væri og hljóp svo aftur til kirkj- unnar, en leiguekillinn horfði á þessar ferðir hennar og vissi ekki, hvað hann átti að halda. En þegar hún var komin aftur, æystist upp myndin, sem hún hafði verið að horfa á. Bygging in titraði af orgeltónlistiniji, kist unni hafði verið lyft af börun- um og nú nálgaðist hún á öxlum sterkra burðarmanna, út eftir kirkjunni, áleiðis að líkvagnin- um, sem var kominn að dyrun- um. Ó, guð minn, hugsaði Elsie, ég var að gantast við hann Izzy um það, að ég ætlaði að kveðja t æskuna mína — og þarna fer hún líka. Hönd hennar greip í. rytjuleg blómin, um leið og kist- ; an var borin hátíðlega fram hjá henni. Hún renndi sér inn í sætið ( kraup á kné og drjúpti höfði, og hugsaði til þess með hræðslu, að nú væri kistan að fara framhjá henni. Hún leit ekki upp, þegar fótatakið var horfið, sem dróst eftir gólfinu, og hið léttara fóta- tak þeirra, sem lausir gengu, tók við. Hún beið þarna þangað til allir voru farnir, að hún hélt, og kirkjan orðin tóm- En þar höfðu skilningarvitin blekkt hana. Það var ein manneskja, auk hennar sjálfrar inni í kirkjunni, karl- maður með háðlegt glott á and- litinu. Hann horfði á hana um stund og sagði síðan lágt: — Þetta sýndist mér. Þetta er hún Elsie okkar litla! Hún fékk eins og krampa í fingurna, utan um blómið. Hún leit upp og horfði framan í föður sinn. Við þekkjum ekki örlagastund ir okkar. Þær koma yfir okkur líkastar regndropum, áður en slagveðrið hefst. Aðeins einu sinni höfðu Dillworth og séra Burnside sálugi hitzt- Dillworth hafði býsna oft farið í Steininn fyrir þjófnað og innbrot, en í það skiptið var annað alvarl- á ferð um, því að hann hafði barið lög- reglumann, sem ætlaði að taka hann. Og þá hafði presturinn, sem þekkti Alec og Elsie, farið til þess að tala um fyrir honum í fangelsinu. — Þú ert ekki einu sinni hæf- ur til að vera innbrotsþjófur, 'hafði hann strítt honum. Inn- brotsþjófur, sem gerist svo vit- laus að grípa til vopna, er farinn að missa tökin á handverkinu sínu. Ef þú heldur svona áfram, k.mur brátt að því, að þú slærð einu högginu of margt. Og þá — einhvern morguninn milli sjö og átta — verðurðu að hugsa þig aivarlega um. Og væri þér ekki betra að gera það strax? Um nokkurt skeið, en þó ekki mjög lengi, höfðu þessi orð prestsins ásótt Fred DillwOrth- Hann fór að hugsa um það, ef hann gengi út um opnaðar klefa- dyrnar og fótatak hans glymdi á steingólfinu, þegar hann legði upp í síðustu ferðina, sem yrði stutt. En þennan sumardag í hit- anum, þegar hann horfði glott- andi á dóttur sína, þar sem hún kraup inni í kirkjustólnum með 'blómvönd titrandi í hendinni, voru allar slíkar hugsanir víðs fjarri. Þá var ekkert — til að segja honum, að þarna væri það — fyrsta sskrefið af stuttri ferð, Og að böðullinn biði hans hinu megin við hornið. Elsie stóð upp. Hún greip £ bekkinn og reyndi að yfirvinna skjálftann, sem fór um hana alla. Óttinn og hatrið greip hjarta hennar, hvorttveggja í senn. Það var orðið svo langt síðan hún bafði séð föður sinn, að hún mundi ekki einu sinni almenni- lega, hvernig hann leit út. Hann leit verr út en hún mundi eftir honum — enda var hann verri. Órakað andlitið var flekkótt og bláþústað af drykkjuskap, aug- un lítil og blóðhlaupin- Feimnis- legt glott sýndi skemmdar tenn- urnar. Henni varð flökurt r' því einu að horfa á hann. En hún gat ekki horft á hann frá sjónar miði þessarar stundar er þau hittusit. Hefði hún getað það, þá hefði verið hægast að hrinda honum frá sér með einu hand- taki. Því að hann hafði rýrnað. ■Líkamlegt ástand hans var bág- borið, en hún hins vegar í fullu æskufjöri og hærri í loftinu en hann, svo að talsverðu munaði. En það, sem hún var að horfa á var ekki þessi hrörlega rúst af manni heldur holdi íklætt allt sem hún hafði þekkt í æsku af synd og vesaldórni, barsmíð og hávaða og svo sín eigin von- brigði og ótta. Allt þetta streymdi frá þessum manni, föð- ur hennar, sem henni fannst nú vera svo tengdur sér, en um leið meir óviðkomandi en hún gæti ímyndað sér. — Jæja, Elsie. Þá lítur vel út- Maður ætti að vera hreykinn af að eiga svona fallega dóttur. Ég kom til að horfa á galla prestinn borinn út í kistunni sinni. Fallegt teppi yfir henni, en ekki var þetta nú annað en kassi samt. Hann reyndi einu sinni að predika yfir mér. Mér. Hann glotti við hugsunina. O, jæja, hann komst nú í sina kistu áður en ég komst í mína. Svona er lífið. Það er aldrei að vita- Gamli beinaasninn sá arna! Elsie hryllti. Úti fyrir kirkj- unni gat hún heyrt marrið, þeg- ar líkvagninn ók af stað. En nú komst hún í uppnám, ekki aðeins af þessum núverandi fantaskap föður síns, heldur af öllu, sem h n hafði áður orðið að þola af honum, og hún sló hann í and- litið. — Haltu kjafti! sagði hún, — og lofðu mér að komast burt! Illskan skein út úr. augum hans, en samt stillti hann sig um að slá á móti, og sagði dapur- lega: — Þú slærð hann föður þinn! Veslings gamla pabba. Hann stóð kyrr og lét hana ekki komast út úr bekknum. — Föður! Hún hló og sagði illkvittnislega: — Já, það er meiri faðirinn! Ég vildi, að þú værir dauður og hún mamma lí-;a. Ég vildi gefa mikið til að sjá ykkur á líkvagninum! — Ég þoli ekki að heyra þig tala svona, Elsie, sagði hann. Segðu hvað sem þú vilt og lemdu mig. Ég er varnarlaus gamall maður- En raamma þín vesling- urinn, hún er búin að vera dauð í tvö ár. — Því fyrr, sem þú ferð til hennar, því betra, sagði Elsie. — Ekki ætla ég að fara að gráita hana. Lofðu mér nú að komast! En hún var alls ekki el. ör- ugg og hún gaf til kynna. Hún hafði ákafan hjartslátt og hend- urnar voru rakar. Hún tók af sér hanzkana og dró þá gegn um greiparnar. Dillworth var fljót- ur að sjá giftingarhringinn. — Nú, svo að við erum ekki Elsie Dillworth lengur?, sagði hann. — Þá skal mig ekki furða þó þú viljir losna við hann pabba þinn gamla! Ég vona, að þú eigir góðan mann, Elsie. Ég vona~ að hann geti gefið þér t: tra heimili en hann pabbi þinn gamli gat- Hún fann til velgju. — Æ, í guðs bænum, hættu þessu slefi, og lofðu mér að komast héðan, sagði hún. Hún reyndi að ryðjast fram hjá honum. Hann tók um únlið- inn á henni — únliðinn á vondu hendinni — sem var alltaf svo viðkvæm, og kreisti hana þangað fil hún kveinkaði sér, en þá sneri hann snöggt upp á hann, svo að hana sárverkjaði. Þá sleppti hann hendinni. —i Hætta þessu slefi, ha? sagði hann. — Allt í lagi, Elsie Phyfe. Eg skal hætta því. Við skulum tala af viti. Nú var hann aftur illskan ein- tóm og hún tók að skjálfa aftur. — Nú, þú verður hissa, ha? sagði hann- — Þú ert hissa á, að ég skuli hafa fylgzt með þér? Þá ættirðu ekki að vera sá bölvaður asni að vera að aug- lýsa giftinguna þína í blöðunum. Já, þetta fréttist, skilurðu? Is- ambard Phyfe? Fallegt nafn! Líklega einhver ríkisbubbinn. Hvernig er hann stæður, ha? Gætirðu haft út úr honum nokk- ur pund handa honum pabba þínum gamla? — rétt til að loka á honum túlanum? Eða á gamli m?ðurinn kannski að heimsækja hann sjálfur? Það ætti ekki að vera vandi að finna hann, með svona nafn. Já, maður gæti haft ýms ráð til þess, Elsie. En kannski viltu heldur losna við það. Við gætum ef til vill samið um það okkar í milli. Hún gaf honum augnatillit svo fullt fyrirlitningar, að rétt sem snöggvast missti hann öryggið, en hann var ekki sérlega til- finninganæmur og jafnaði sig brátt. — Jæja? spurði hann grimmdarlega. Jæja, mellukorn- ið þi-tt? Hvað segirðu um eitt eða tvö pund til bráðabirgða? Hún hafði ofsnemma komizt í kynni við skolpræsið og verið þar of lengi, til þess að þekkja ekki siðvenjurnar þar. Hún hrækti framan í hann, hrinti honum snöggt frá sér, svo að hann hrökklaðist eftir ganginum, og flýtti sér svo út úr kirkjunni- Ekki vissi hún, hvort hann elti hana eða ekki. Hún tróð ofan á blómunum, sem höfðu dottið á stíginn, án þess að taka eftir því. Hún sá ekkert, fann til einskis, nema hvað henni fannst hún vera óhrein og saurguð, og ók ekki einu sinni eftir gamla leiguvagn- inum, sem kom upp að stéttinni, fyrr en ekillinn hóaði í hana. Hæ, ungfrú! Hér er ég. Ætlið þér að fara til baka. Hún steig inn í vagninn. — Það getur orðið dýrt fyrir yður að láta mig bíða svona í þessum hita, sagði hann. — Gott og vel, sagði hún þreytulega. — Það fæst allt fyrir peninga. 4- Hún sagði Izzy frá því, sem gerzt hafði. Hún vissi, að nú var ekkert undanfæri að segja hon- um alla söguna. Hún varð að ilosna við þennan draug hræðsl- unnar við fortíðina. ízzy var ekkert nema blíðan. Hann ásakaði hana alls ekki. Þetta kvöld í Mandeville, þegar KALLI KÚREKI -K - -X Teiknari: Fred Haiman sir Daniel hafði dregið tjaldið frá fortíð hennar, hafði Izzy loks ins komizt á hámark göfuglyndis síns. Elsie hafði orðið í hans aug- um fullkomnari Elsié, af því að hún var ekki lengur eintóm Elsie. Hann hafði séð í huganum, — Jæja, hann lét gabba sig og heldur að þú sért dauður. Sjáðu hvar hann fer. — Hvað meintir þú með því, að 6egja að ég sé til einskis nýtur. Eg ætti að láta þig fá fyrir ferðina. Hann var nærri búinn að hálsbrjóta mig. — Vertu rólegur. Eg varð að vera sannfærandi. —Við skutum gamla skarfinum svei mér skelk í bringu, hann verð- ur ekkí snuðrandí hér aftur. — Og við höldum áfram að borða nautakjötið hans Kalla kúreka án þess að þurfa að borga. Það var þess virði að fá högg í höfuðið. — Þú hefur ekkert hugmyndaflug. Við skulum reyna að græða á þessu. SHÍItvarpiö Fimmtudagur 16. maí 8.00 Morgunútvarp. 12.00 Hádegisútvarp. 13.00 „Á frívaktinni"; sjómannaþátt ur (Sigríður Hagalín). 15.00 Siðdegisútvarp. 18.30 Danshljómsveitir leika. 18.50 Tilk. — 19.20 Veðurfregnir. 19.30 Fréttir. 20.00 Erindi: Karþagó, — borgin sem hvarf (Jón R. Hjálmars- son skólastjóri). 20.25 Organleikur frá Kristskirkju í Landakoti 17. f.m.: Anton Heiller prófessor frá Vínar- borg leikur. 20.45 Raddir skálda: Ásta Sigurð- ardóttir les smásögu og Ein- ar Bragi ljóðaþýðingar. 21.30 Tónleikar: Fílharmoníusveit franska útvarpsins leikur tvö verk; Antal Dorati stjórnar. 22.00 Fréttir og veðurfregnir. 22.10 Kvöldsagan: „Svarta skýið" eftir Fred Hoyle; XXI. (Örn- ólfur Thorlacius). 22.30 Harmonikuþáttur (Reynir Jón asson). — 23.00 Dagskrárlok. Föstudagur 17. maí 8.00 Morgunútvarp. 12.00 Hádegisútvarp. 13.15 Lesin dagskrá næstu viku, 13.25 „Við vinnuna": Tónleikar. 15.00 Síðdegisútvarp. 18.30 Harmonikulög. 18.50 Tilkynningar. 19.20 Veðurfregnir. 19.30 Fréttir. 20.00 Erindi: ísrael, — svipmyndir úr lífi nýrrar þjóðar; síðari hluti (Hjálmar R. Bárðarson skipaskoðunarstjóri). 20.30 Tónleikar: Concerto grosso í F-dúr op. 6 nr. 9 eftir HándeL 20.45 í ljóði: „Starfið er margt", þáttur í umsjá Baldurs pálma sonar. Lesarar: Bryndís Pét- ursdóttir og Kristinn Krist- mundsson. 21.10 Tónleikar: Konsert nr. 2 fyr- ir píanó og strengi op. 21 eft- ir Klaus Egge. 21.30 Útvarpssagan: „Alberta og Jakob“ eftir Coru Sandel II. (Hannes Sigfússon). 22.00 Fréttir og veðurfregnir. 22.10 Efst á baugi (Tómas Karls- son og Björgvin Guðmunds- son). 22.40 Á síðkvöldi: Létt-klassísk tón list. Atriði úr óperunni „II trovatore“ eftir Verdi 23.20 Dagskrárlok. CÖRYSÉl — ÞJÓ'NUSTA SJ FRÖh/SK ÞJQNUSTa andlitsböS fjandsnurting (\árgrciosla ?eiSteint meS t/al snyrtivöru. vaihöiiix&X

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.