Morgunblaðið - 22.06.1963, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 22.06.1963, Blaðsíða 1
24 siðuv 50. árgangur 137. tbl. — Laugardagur 22. júní 1963 Prentsmiðja Morgunblaðsins I’ali páfi VI. á svölum Péturskirkjunnar í gær^r hann kom í fyrsta skipti fram, eftir kjörið. Páfi olessaði allar þjóðir heims. — Mbl. fékk myndina símsenda frá Róm í gær. — Ljósm.: AP. Stjörnarsamstarfið haldi áfram á sama grundvelli Flokksráð Sjálfstæðisílokksins ræddi stjórnmálaviðhorfið á fundi í gær FLOKKSRÁÐ Sjálfstæðisflokksins kom saman til fundar í gær í Sjálfstæðishúsinu í Reykjavík. Að afloknum hádegis- verði, sem flokksráðsmenn snæddu saman hófst fundur kl. 2 e. h. Formaður Sjálfstæðisflokksins, Bjarni Benediktsson, dómsmálaráðherra, setti fundinn og kvaddi framkvæmda- stjóra flokksins, Þorvald Garðar Kristjánsson, til að vera fundarritara. Á fundinum voru mættir flokksráðsmenn víðs vegar að af landinu. Bráðabirgðasfjórn mynduð á Italíu? Stjórnarkreppan hefur staðið I 5 vikur f Róm, 21. júní. — AP. GIOVANNI Leone, forseti full- trúadeildar ítalska þingsins, hef- ur fallizt á að mynda stjórn, sem starfi, þar til dragi úr erfiðleik- um þeim, sem ríkt hafa á stjórn- málasviðinu, allt frá siöustu kosningum. Gert var ráð fyrir, að Leone myndi leggja fram ráð- herralista sinn síðar í dag. Leone, sem er 54 ára, er kristi- legur demokrati. Það var fyrir beiðni forsetans, að hann tók að sér að reyjtia að leysa stjórnar- kreppu þá, sem nú hefur ríkt í fimm vikur. Leone ræddi við kommúnista, sósíalista, frjálslynda, repúblik- ana o. fl., eftir að honum var falin stjórnarmyndun. Ekki hef- ur hann látið neitt uppi um það, hvers konar stjórnar me.gi vænta. Raddir hafa þó verið uppi um, að Leone ætli sér að mynda stjórn, sem kristilegir demokrat- ar einir standi að. Sií'k stjórn er þó ekki talin líkleg til langrar setu, þar sem flokkurinn á ekki meirihluta í þinginu. Rætt um stjórnmálaviðhorfið Form. flokksins kvað tiiefni þessa fundar vera að ræða viðhorf að loknum kosningum. Gat formað- ur þess, að samkvæmt skipulags- reglum flokksins marki flokks- ráðið stjórnmálastefnu flokksins, ef ekki liggja fyrir ákvarðanir landsfundar og ekki megi taka ákvörðun um afstöðu flokksins til annarra stjórnmólaflokka, nema með samþykki flokksráðs. Með tilvísun til þessa bar for- maður fram eftirfarandi tillögu: Framhald á bls. 2. Nýr páfi: Montini tekur séi nafnið Páll VI Vatikan, 21. júní. (AP-NTB) KJÖRINN hefur verið nýr páfi, andlegur leiðtogi 500 milljóna kaþólskra manna. Kardínálar völdu úr hóp sín- um erkibiskup Mílanóborgar á Ítalíu, Giovanni Battista Montini. Tekur han sér nafn- ið Páll páfi VI., og er fyrsti páfi, er ber nafnið Páll í rúm 300 ár. Nafnið þykir táknrænt, og talið tákna, að Páll páfi VI. muni halda áfram starfi Jó- hannesar páfa XXIII., er leit- aðist við að sameina alla kristna menn. Talið er, án þess, að það hafi verið látið uppi opinber- lega, að páfakjöri hafi verið lokið við sjöttu atkvæða- greiðslu. Var kjörið tilkynnt að hefð- bundnum sið, hvítum reyk var hleypt upp um reykháf Sixtusarkapellunnar, er það var um garð gengið. (Sjá nánar um Pál páfa VI. ann- ars staðar í blaðinu). Framihald á bls. 23. Frakkar snúa enn baki við NATO Atlantshafsfloti Frakka ekki lengur undir yfirstjórn bandalagsins París, 21. júní. — (NTB) — FRANSKA stjórnin hefur til- kynnt yfirstjórn Atlantshafs bandalagsins, NATO, að At- lantshafsfloti Frakka verði framvegis ekki undir yfir- stjórn bandalagsins. Ákvörðun Frakka kom fram í formi svars við fyrir- spurn til stjórnar landsins, um framlag Frakka til sam- eiginlegra varna bandalags- ríkjanna. Var svarið afhent nefnd bandalagsins í Was- hington 15. júní. Talsmaður frönsku stjórnarinn ar hélt því fram, að hér væri ekki um að ræða ráðstöfun, en miðaði að því að draga úr sam- skiptum Frakka og annarra ríkja bandalagsins. Renti hann á 1 því samibandi, að Frakkar væru skuldbundnir þjóðum utan banda lagsins, og gæti svo farið, að Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, flytur ræðu á Flokksráðsfundinum í gær. í sæti fundarritara er Þcr- valdur Garöar Kistjánsson, famkvæmdastjóri nuKksins kalla yrði Atlantshafsflotann þeim til hjálpar. Mun hér átt við frönskumælandi ríki í Afríbu. Eikkert hefur verið látið uppi af hálfu yfirmanna Atlantshafs- bandalagsins um þessa ákvörðun frönsku stjórnarinnar. Óstaðfest- ar fregnir herma þó, að afstaða Frakka sé ekki litin vinsamleg- um augum af ráðamönnum bandalagsins. Tilkynningu þessari hefur ver- ið fálega tekið í London Og Washington, þótt þar sé látið svo, að ekki verði skarð fyrir skildL mun fyrir Vétti ekki mæta á Islandi sagði kona hans 1 Aberdeen í gær Einkaskeyti til Margunbilaðs- ins— Aberdeen, 21. júni — AP EIGINKONA John Smiths, skipstjóra á togaranum Mil- wood, lýsti því yfir íAberdeen í dag, að eiginmaður hennar hefði alls ekki í hyggju að halda til íslands, og mæta þar fyrir rétti. Myndi hann hafa stefnu þá, er gefin hefur verið út á hendur honum, að engu. Frú Smith ræddi nokkúð við fréttamann AP-fréttastofunn ar, en lagði áherzlu á, að af- staða eiginmannsins hefði í engu breytzt. „Eiginmaður minn hefur alls ekki í hu.ga að fara til ís- lands“, sagði frúin að lokum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.