Morgunblaðið - 22.06.1963, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 22.06.1963, Blaðsíða 10
10 MORGUNBL'ABIB r Laugardagur 22. júní 1963 Alltaf sami rakurinn I. Söguhetjan kynnt Vesturbæingur í áttatíu ár, al'livel af sér vikið eins og tím- arnir eru. Minnið ágaett, en hlédrægnin hverjuim blaða- manni hindrun í starfi. Getur státað ai því að haifa verið skirður af Hallgómi Sveins- syni, biskupi. í augium ungu kynislóðarinnar hlýtur hann að hafa verið samtíðamaður Harboes eða Brynjólfs Sveins sonar. Hefur engan boðskap að flytja og segist ekkert langa til að komast í blöðin. Bætir þó við, þegar búið er að nota ölil meðöl blaða- -.em.^jcunnar í ^amtslirafinu: „Hamingja mín er sú að hafa kynnzt góðum mönnum. Það er alveg rétt þetta hjá honum Björnson um góða menn og . vegi". Hann segist hafa haft meiri ánægju af að tala við konur en karla. „Það er ekki af neinni kvensemi," segir hann, „heldur af hinu að mér .íefur reynzit konur vitrari og rök- fastari í viðræðum. Eða lestu bréf frá konum. Ég get sagt þér alveg eins og er, að það þýðir ekkert að t„la_ við mig“, bætir hai... við. „Ég haf að vísu lifað áttatíu ár í ýmsurn hornum landsins, veit þó lítið meira en þegar Hallgrímur biskup skírði mig.“ Ég spurði hvort hann myndi eftir þeim atburði. Hann svaraði kanikvíslega: „Þó ég segði þér að ég myndi eftir honum, yrði það ekki ótrúlegra en margt ann- að sem þú hefur látið prenta“. Ég spurði, hvort hann hefði sagt mér satt — af- töðuna til kvenna. Hann d-plaði aug- um. Ég var litlu nær, en varð að taka fyrri skýringar hans gildar. Bn síðar í samtal: okk ar sagði hann mér eftirfar- andi sögu, sem gæti ef til viil varpað einihv'erju ljósi á þetta r.jál. Hún er eitthvað á þessa leið: Hann var á ferðalagi með góðvini sínum Matthíasi Eim- arssyni, lækini. og fleira fólki og var tjaldað við Laxá í Aðal d 1. Hann var sendur við annan marm að ka-.pa mat á næsta bæ. Þtgar þangað kom, var lítinn mat að flá, en hiús- freyja bauð þeim félögum að gamga í eldhúsið. „Bóndi minn er niður við á að veiða sillung," sagði hún. Þeir sett- uist Vj„ eldhúsborðið og hann tók bóndakonu tali. Röbbuðu þau saman um alla heima og geima, meðan hún bakaði, en svo mjög naut hún þessarar skrafstundar að hún gætti þess ekki, að það kviknaði í svuntu hennar. Hann brá skjótt við og kæfði eldiinn í lófa sínum. Þá leit upp félagi hans ,sem annars hafði setið álútur- og hlustað með blöndn um svip á það sem talað var, og stóð hann að verki. Þegar þeir koma siðar að nýreistum ..öldum ferðafólksins, eru þeir spurðir, af hverju þeir hafi verið svo lengi o? hvað þeir hafi eiginlega verið að gera. Þá svarar félagi hans spurningunni þessum orðum: „Hann Jon var að nudda magann á húsfreyjunni.“ Við þessi orð lækkaði vit- anlega riisið á Jóni í sumra augurn, en hækkaði að sama skapi í hugskoti annarra. En hvao sem því l.our þá er kom inn tími tifl. að ..-fna nafn þessa manns, sem nú hefur verið kynntur með nokkrum orðum. Hann heitir Jón Jóns- son og er frá Mörk í Vestur- bænum. Hann er áttræðuir í dag. n. Gröndal á fiðrildaveiðum Jón sagði mér í upphafi samtals ofckar, að gamla Mörk hafi staðið þar sem nú er Bræðraborgairstígur 8B, og hefði ég reyndar átt að vera svo fróður að vita nokkur deili á þessu rótgróna herra- setri. „Nafnið er dregið af því,“ sagði Jón, „að gamli torfbærinn var kallaður á Mörkum, láklega vegna þess hann stóð á mörkum Sels og Reykjavikur, bæjarmegin. Ég tók upp á því að kenna mig við Mörk, því ég var Jónsson og ómögulegt að heita Jón Jónsson, eins og þá var lagt 'O úr því að roenn ættu nokkuð undir sér. Annars hét gamili torfbærinn Nýibær og á ég enn afsalsbréf með því neifni. Ólafuir Rósinkranz leikfimi kennari Menntaskólans, var bróðir móður minnar, en þar sem foreldrar mínir voru flá- tækir keypti hann gamla torf bæinn yfir þau. Síðan byggð- um við steinbæinn eða öllu heldur eldlhús og stofukorn, sem þætti ekkd eins manns herbergi í dag. Þar sváfum við systkin ásamt foreldrum ökkar, en það sagði mér mað- ur einn, sem gisti þar ein- hverju sinni, að hann hefði sofið í stofunni við fjórtánda mann. Þá hafði fólk hæfileika til að sofa saman án þess það yrði vandræðaroál. Og ég veit ekki til að það sé meiri holl- usta í dag en tíðkaðist á min- um æskuárum. Við systkin vorum óvenju hraust og sjúk- dómsleysið á okkur mundi nú þykja tiðindum sæta.“ „Þótti það ekki mikið fyrir- tæki, þegar Ólafur keypti torf bæinn?" spyr ég. „Bæriinn hefur ekki kostað nema nokkrar krónur," svar- ar Jón, „en það hefur iíklega þótt þó nokkrt fé í þá daga. Nú væri kannski hægt að fá vínarbrauð með glasúr fyrir sömu upphæð. Við vorum mörg systkin, tíu bræður og tvær systur, og foreldrar minir höfðu fyrir stórum hópi að sjá. Nú erum við fjórir bræðurnir eftir.“ „Hvar ertu fæddur, Jón?“ „í Brekkubæ hér í Aðal- stræti. Ég hygg bærinn hafi staðið, þar sem nú er vestur- álma Morgunblaðöhússins. — Þar fyrir ofan var hús Hansens hattamakara. Klaus somur hans var bekkjarbióðir minn í barnaskólanum, sem þá var til húsa þar sem nú er lögregliustöðin. Svo langt er um liðið. Annars var ég um tíma i Prestaskólanum, ég skal segja þér frá því. En bíddu hægur. Ég var staddur á Runnum við Stóra-Kropp á 75 ára aflmæli mínu. Þá kemur Haraldur Böðvarsson í heimisókn. Við höfum verið kunningjar frá æskudöguim. í miðju samtali segir hann við mdg: „Ég get nú sagt þér það Jón, að ég hef gengið á Prestaskólann." Þá segi ég við hann: „Ég hef líka gengið í hann, en þú hefur bara verið í annarri deildinni, ég í báðum“. Kennislustoflumar v o r u nefnilega tvær og þannig var mál með vexti, að amma mín, Sæunn Sigmuindsdóttir, sem bjó hjá Ólafi syni sínum í Prestaskólahúsinu, þar sem var Haraldarbúð, kenndi okk uir Haraldi Böðvarssyni báð- um að lesa. Það var góður skóli.“ „Hvernig stendur á þvi að mér finnst ég þekkja þetta nafn, Brekkubær?" „Það er alþekikt úr kvæði Benedikts Gröndals, manstu ekki eftir því. Hann kvað um systurnar sem þar bjuggu iíka. Þegar ég eitt sinn hitti Kristleif, góðvin minn á Stóra-Kroppi, sagði hann mér af því, að Gröndal hafi ein- hverju sin-ni, þegar hann var í heimsókn hjá föður mínum, staðið yfir vöggu minni og lesið fyrir þá pabba tólf álna og tírætt kvæði. Ljóðið var skrifað á langan renning. Eg mun þá hafa verið misseris gamaLl, og ef þú ætlar að spyrja mig hvort ég muni eftir þessu svara ég hiklaust játandi. Ég hed heyrt að þessi renningur sé nú varðveittur í Camibridge, en það er svo margf sagit í þessari hiljóð- bæru borg.“ „Var faðir þinn ljéðelsk- ur?“ „Það veilt ég ekfci, en hann var vinnumaður hjá Geir gamla Zoéga og gerðist síðan leiðsögumaður ferðamanna, og þegar Kristfleiflur var við- staddur lesturinn voru þeir að ráðgera ferðalag með þýzkan steinafræðing á Arnarvatns- heiði.“ „En kynntistu nókkuð Gröndal gamla?“ „Já, já, sem strákur gerði ég það. Ég fór með honurn að veiða fiðrildi í mýrinni, þar sem nú er KR-sbálinn, svo fórum við saman niður í'fjöru að tína konupunga, skeljar og spretifiska. Það var skemnniti- legt að vera með Gröndal því hann var alltaf kátur.“ „Var hann ekki dáTiítið hlægilegur, þegar hann hljóp á eftir fiðrildunum?" „Nei, harun var aldrei blægi legur. Hann var of góður mað ur tiil þesis að það væri hægt að hlæja að honum. Hjá hon- um fékk ég kaffi og skonrok að aifllofcnum fiðrildaveiðun- um og þótti það engin fanga- búðafæða í þá daga.“ „Þér hefur fumdizit það gott?“ „AUt gott þegar maður var strákuir og brakaði í beinun- um af ofvexti." „En skólinn?" „Ég var ein sex ár í barna- skólanum, alltaf neðstur, seg- ir Elilen föðursystir þin. Hún heldur því liíka fram, að Jak- obína kermsilukona, s e m kenndi okkur landafræði, hafi einbverju sinni komið með jarðlikan og sýnt okkur: „Svona er nú jörðin," sagði hún. í þá daga voru börnin kurteis og sögðu fátt, en ég gait aldrei þagað og á að hafa svarað: „Ég hef ekki vitað fyrr að hún væri á löpp.“ Þannig var mín skólaganga ekki of kvíðvænlegit áhyggju- efni. Ég hef verið æringi alla tíð.“ III. Auga horfir á mig „Lékstu þér við séra Bjarna?“ „Nei.“ „Af hverju ekki?“ „Hann var tveimur árum eldri en ég.“ „Var það nóg ástæða?“ „Ætli það hafi ekki gert gæfumuninn. Svo fór hann menntaveginn, en ég upp í sveit að leggja vegi yfir fjöll og heiðar, fyrst þó í smala- mennsku." „Hefðir þú ekki viljað ganga menntaveginn?“ „Ég er ekki viss um, að ég hefði orðið neitt hamingju- samari. Ég er þakklátur fyrir það sem ég hef hlotið. Góða konu, heilsu og aldeilis frá- bæra vini.“ „Þú hefur ekki haft neinn sérstakan áhuga á trúmálum eins og sr. Bjarni." „Nei, ekki get ég sagt það. Séra Haraldur Nielsson var minn prestur og er kannski enn, þó mér líki ágætlega við sr. Jón Auðuns. Sr. Haraldur var mikið skáld. Hann leit ekki svo á að hann væri all- ur sannleikurinn. Af þessum orðum geturðu markað, hvor- um megin hryggjar ég ligg í trúarefnum. Ég hef orðið fyrir margvíslegri reynslu sem ég skil ekki en hef haft ánægju af. Það er margt sem gerist, \ en sleppum því. Ég hef nóg annað við tímann að gera en rífast um trúmál, sem enginn kemst til botns í, meðan hann hefur fulla rænu í þessum heimi. Og þó, nei ég get víst ekki neitað því, það hefur ým- í islegt borið fyrir þessi tiltölu- lega óþroskuðu skilningavit mín. Einu sinni sat ég inni í stofu. Þá var dóttirin ung telpa. Ég segi við konuna: „Það er eitthvert auga sem horfir stöðugt á mig og mér finnst ég þekkja það.“ Næsta dag fékk dóttir mín strá í annað augað. Ég fór með hana til læknis, en hún hefur síð- an haft ský á auganu. Það er ekki hægt að neita því, að margt er skrítið í þessum heimi. 1904 var ég í vegavinnu á Miðfjarðarhálsi. Þar var mað- ur að nafni Guðmundur Jóns- son frá Reykjavík. Hann fékk lungnabólgu og dó og var graf inn í Víðidalstunguikirkju. Við jarðarförina sat ég hægra meg in framan við miðju, á næsta bekk fyrir framan mig var Árni Sakaríasson, verkstjóri, en Víðidalstunguhjónin sátu vinstra megin innarlega í kirkjunni. Bóndinn hét Kristj án, en ekki man ég, hvað frúin hét. Séra Hálfdán Guð- jónsson jarðsöng. f miðri jarðarförinni tek ég eftir því að frúin fer að horfa á mig, en það kom í ljós síð- ar að Árna fannst hún stara á sig. Við létum samt sem ekkert væri. Þótti mér þetta óviðkunnalegt og missti nið- xir þráðinxxi í líkræðunni. En þegar við komum út úr kirkj- unni, kemur konan til mín og segir: „Hvaða kona sat á milli ykkar Árna?“ „Ég varð ekki var við neina konu,“ segi ég. Síðan er Árni spurð- ur og hann segist ekki heldur hafa séð neina konu. Við báðum frúna að lýsa kon- unni fyrir okkur og gerði hún það mjög nákvæmlega. Þá segi ég: „Nú þetta er konan hans Guðmundar heitins." Árni segir að það sé rétt, lýsingin eigi við hana svo ekki skakki nokkrum hlut. En kona Guðmundar heitins var þá hér fyrir sunnan, því hún var nokkuð við aldur og Framhald á bls. 15. Jón í Mörk við ófullgert málverk af sér eftir Gunnlaug Blöndal.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.