Morgunblaðið - 22.06.1963, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 22.06.1963, Blaðsíða 13
Laugardagur 22. júní 1963 MORGUNBLAÐIÐ 13 Sferkasfa stjórnar- andstaðan PROFUMO-MALIÐ, sem rsetit ttiefur verið á forsíðutm hekns- Iblaðanna að undaniförnu, snýst einjkum um bvennt: Öryggi brezka ríikislns, og siðferði þeirra, sem þess eiga að gæta. í auguim almennings í Bretlandi virðis* siðferðið, eða skortur é því, skipta mestu máli. Svo verður a.m.k. að telja, ef tnarka má brétf þau, sem brezik blöð baifa birt frá lesenduim sín- itum. „The Times of London“, blað, sem nýtur óskertrar virð- ingar uim allar Bretlandseyjar og víðar, ræðir Profumo-málið í forystugrein fyrir nokkru. Þar er því haldið fram, að innsta eðli málsinis hl.j 6ti að vera sið- íerðilegit. Þesisi skoðun naut Btuðnings meiri hluta þeirra les- enda, sem senit hafa blaðinu bréf um máilið, en fjöldi þeirra Ihefur verið birtur. Tvenot er það einkum, sem tekið er fram, þegar öryggishlið ínálsins er raedd. í fyrsta lagi, hvort Profumo hafi látið ungifrú Keeler í té einhverjar þær upp- lýsingar, sem hún hafi síðan geif- ið sovézka hermálafulltrúanum Jvanov. Þegar heflur komið í Ijós, Skv. tramburði lögifræðingsins Edd- owes, að ungfrú Keeler hafi lýst Iþví yfir, að Ivanov hafi beðið Ihana að aflla upplýsinga um það ttijá Prafumo, „hvenær V-Þjóð- verjar ættu að fá í hendur kjarnorkuivopn“. Ungifrú Keller ttiafi verið að beita hann ■td að flá hann til að varpa kveðinn niður. í öðru lagi er það rætt, hvort Profumo haifi með hegðun sinni komið sér í þá klípu, að hægt hafi verið að beita hann þving- ur, til að fá hann til að varpa ljósi á ríikiisleyndarmál. Öryggisíhlið málsins hefur ver- ið Verkaimannaiflokksmönnum of arlega í huga. í vikunni, sem leið, lýsrti þingmaður þeirra, W. T. Rodgens, því yfir, að ann- að hvort hlyti Maomilllan, for- sætisráðherra, að vera meðsek- ur, eða honum hefði orðið á stór- kostleg vanræksla. í þessu sambandi rná minna á, að fram hefur komið, að leyni- þjónustuhm brezku var kunmugt um það á árinu 1961, hvernig farið var með samiskipti ungfrú Keeler við Profumo og Ivanov. Maomillan segist enga vitneskju hafa haft um það mál, þvert á roóti hafi hann lagí trúnað á yf- irlýsingar Profumos, og þvi hafi það komið sér á óvart, er hann flrébti, 4. júní sl., hvemig kornið var. Þannig virtist um tíma, að ör- yggismálin væru ofar í huga en siðferðið. Þetta hefur þó nokkuð breytzt, og bera skrif síðustu da-ga vitni um það. Það er engirnn vaifi á því, að það verður ekki til að bæta úr skák, að Profumo er gifltur Val- erie Hobson, sem var ein þekkt- aista og vinsælasta leikkona Breta, er hún giftist. Lagði hún leiklistina á hilluna, er hún tók að sinna húsmóðurstörfum. Að Profumo hafi þannig brugð iat dáðri konu, gerzt sekur um ósannsögli og e.t.v. öryggisbrot, vegna þess, að hann lagði lag sitt við stúlku vafasamis siðiferð- iis, hlýtur því að varpa skugga á al'la brezku stjórnina. Uim þetta verður ekki deilt. Þótt stjómin hafi staðizt at- kvæðagreiðsluna á mánudag, þá sýna viðbrögð Ihaldismanna sjáifra ,að Maomillan er nú valt- ur í sessi. Hvort sem stjórn hans situr áfram eða elkki, rná búast við ósigri íhaldistflokksins í næstu kosningum, sem fara fram eimhvern tíma næstu 16 rnánuði. Kennedy og kynþáttamálin KENNEDY, Bandaríkjaforseti, hefur nú lagt fyrir þing frum- varp sitt um jafnrétti blökku- manna. Gerir það m.a. ráð fyrir að allir skólar standi þeim opn- ir, svo og gistihús, veitingahús og skemmtistaðir. Þá er og í frumvarpinu ákvæði, er miðar að því, að dómsmálaráðuneytið fái heimild til þess að höfða mál á hendur þeim, er hindra vilja aðgang þeldökkra manna að einstökum skólum. Það, sem af er kjörtíma Kenn- edys, hefur hann farið að öllu með gát í kynþáttamálunum. Hann hefur fyrst og fremst lagt áherzlu á að framfylgja þeirri stefnu, sem síðar leiddi til fullra réttinda blökkumanna. Forsetinn hefur leitazt við að tryggja kosn- ingarétt þeirra, á þeirri forsendu að blökkumaður með kosninga- rétt (þ.e. þeldökkir kjósendur í heild) geti betur gætt hagsmuna sinna. Undanfarna mánuði hefur kom ið betur og betur í ljós, að blökku menn láta sér ekki nægja áætl- anir sem miða að hægfara rétt- indaaukningu. Svo höfð séu orð eins blökkumanns: „1963 er ár- ið, þegar blökkumenn misstu þol inmæðina, og ákváðu að láta til skarar skríða. Hversu langt verð- ur gengið, er undir því komið, hvaða breytingar verða gerðar í rétta átt“. Síðustu atburðir hafa leitt í ljós eftirfarandi: (1) Mannrétt- indahreyfingu blökkumanna vex fiskur um hrygg. (2) Innantóm faguryrði um málstað þeldökkra fá engu áorkað lengur. (3) Of- beldisverk færast í aukana. Allt þar til Kennedy flutti ræðu sína um réttindi blökku- Hin umdeilda Evrópuferð Kennedys að hef jast I KVÖLD er fyrirhugað, að Kennedy, Bandaríkjaforseti leggi upp í ferð sína til Evrópu. Verð- ur hann í tíu daga i förinni og fyrsti áfangastaður hans er Bonn. Svo sem kunnugt er, hefur mikið verið rætt og ritað um þá fyrir- ætlun forsetans að fara þessa ferð, og flestir hafa séð á henni •lla annmarka. Forsetafrúin, Jacqueline, verð- ur ekki með í förinni að þessu sinni, þar sem hún á von á barni í ágúst. Hinsvegar er líklegt að þrjár systur hans fari með hon- um. Ferðaáætlun forsetans hefur verið birt í stórum dráttum, en ýmis smáatriði munu enn óráð- in, einkum að því er varðar heim- eóknina til Ítalíu. Ástæðan er fyrst og fremst stjórnarkreppan í landinu. Eftir að Aldo Moro, framkvæmdastjóri Kristilegra demókrata gafst upp við stjórn- armyndun, eru taldar heldur litl ar líkur fyrir því, að ný stjórn verði mynduð fyrir komu for- setans, 30 júní. Menn höfðu vænzt þess, að Kennedy léti af ferð sinni til ít- alíu af þessum sökum svo og vegna þess, að Jóhannes páfi XXIII er látinn, en Kennedy mun staðráðinn í að fara þangað eigi að síður. Er haft eftir tals- manni Hvíta hússins, að hann vonist tii að flá tækifæri til þess Kennedy, forseti að ræða við eftirmann Jóhannes ar XXIII. ★ ★ ★ í áætlun forsetans er gert ráð fyrir þvi, að hann komi fyrst til Vestur-Þýzkalands, væntanlega á sunnudagsmorgun og er fyrsti áfangastaðurinn Bonn, eins og fyrr segir. Þar mun Adenauer, kanzlari, taka á móti honum. Síð- ar um daginn fara þeir akandi til Köln, verða viðstaddir guðs- þjónustu í dómkirkjunni miklu, en að henni lokinni heldur Kennedy ræðu í ráðhúsi borgar- innar. Á mánudaginn munu þeir Kennedy og Adenauer ræðast við, en síðdegis þann dag heldur Kennedy fund með blaðamönn- um í Bonn. Á þriðjudag verður Kennedy í Frankfurt og heldur þar ræðu fyrir framan Pálskirkjuna. Segir talsmaður forsetans, að ræða þessi verði „mjög mikilvæg". Á þriðjudagskvöld ræðir forsetinn við dr. Erhard, væntanlegan eftir mann Adenauers í kanzlaraem- bættinu, en á miðvikudag fer hann flugleiðis til V-Berlínar, ræðir þar við Willy Brandt og skoðar Berlínarmúrinn. ★ ★ ★ Frá V-Þýzkalandi fer Kennedy til írlands og á von á konung- legum móttökum þar í landi, en hann er sjálfur af írsku bergi brotinn sem kunnugt er. Hann verður m. a. sæmdur heiðurs- doktorsnafnbót við háskólana „University of Dublin“ og „The National University of Ireland", ræðir við De Valera, forseta, ávarpar írska þjóðþingið og fer um fornar ættarslóðir Kennedy- fjölskyldunnar. Frh. á bls. 17. Myndin var tekin snemma í vikunni, er Profumo, fyrrv. her- málaráðherra, kom aftur heim til London. Hann var órakaður, og virtist þreyttur og bugaður. manna, í vikunni, sem leið, hafa forystumenn þeirra látið í ljós óánægju sína með afskipti stjórn arinnararinnar og forsetans af kynþáttamálunum. Martin Luther King lýsti því yfir í sjónvarpsræðu í fyrri viku, að stjórn Kennedys hefði aðeins gripið til „ónógra aðgerða", mið- að við „vesældarlega afstöðu" stjórnar Eisenhowers. Tónn King breyttist tveimur dögum síðar, er forsetinn hafði flutt ræðu sína. Þar sagði hann m.a.: • Helmingi fleiri hvítir en þel- dökkir ljúka gagnfræðaskóla- námi. • Þrisvar sinnum fleiri hvítir en þeldökkir ljúka menntaskóla- námi. • Líkurnar fyrir atvinnuleysi meðal blökkumanna eru helm- ingi meiri en meðal hvítra. • Líkurnar fyrir því, að blökku manni takist að vinna fyrir 10. 000 dala tekjum á ári éru sjö sinnum minni en líkur hvíts manns. • Meðalævi blökkumanna er 7 árum styttri en hvítra. Með ræðu sinni og frumvarpi því, sem nú hefur verið lagt fram, hefur Kennedy gengið lengra í þá átt að tryggja full réttindi blökku- manna, en gert hefur verið um mjög langt skeið — jafnvel í 100 ár. Hann hefur vikið frá þeirri stefnu, sem ríkjandi hefur verið. í fyrsta lagi leggur hann að þinginu að tryggja full mann- réttindi, og í öðru lagi hefur halin reynt að vekja almenning til hugsunar um málið. Aðskilnaðar kynþáttanna gæt- ir á öllum helztú* sviðum þjóð- lífsins. Húsnæðismálin eru vanda mál. í borgum Norðurríkjanna eru sérstök blökkumannahverfi, þrátt fyrir löggjöf um þau mál. í New York búa þeir í Harlem. Þungt á metunum er þegjandi samkomulag lóðareigenda, sem stefna að því að selja blökku- mönnum ekki lóðir á ákveðnum borgarsvæðum. Þá má geta þess, að í flestum stórborgum vaxa út- hverfin jafnt og þétt, og þar eiga flestir heimili sín. Blökkumenn búa þó flestir í miðborgunum, þar eð þeir hafa ekki efni á að flytja í úthverfin, sakir lægri launa, almennt. Þetta hefur þó haft það í för með sér, að áhrif blökkumanna hafa aukizt á stjórnmálasviðinu í stórborgun- um. Þá hafa húsnæðisvanda- mál blökkumanna aukizt við gífurlegan straum þeirra norður á bóginn, vegna þess, hve að- skilnaðarins gætir mikið í Suð- urríkjunum. Afleiðing ástandsins í húsnæð- ismálum leiðir af sjálfu sér, að einstakir skólar taka við flest- um blökkumannabörnum, þótt þeim leyfist aðgangur að öðrum. Því hefur verið marglýst yfir, að aðbúnaður sé verri í þeim skól- um, sem þeldökkir sækja að mestu leyti. Eigi að sækja betri skóla, þá kostar það að flytja í nýtt hverfi. Afleiðing lakari menntunar eru minni atvinnumöguleikar. Þannig hefur gætt aðskilnaðar í iðnaði. Þó er ekki hægt að segja, að hér sé um að ræða beinar eða vís- vitandi aðgerðir gegn blökku- mönnum. Orsökin er fyrst og fremst sú, að þeir eru menntun- arleysis vegna í miklum meiri- hluta ófaglærðra iðnverkamanna. í þeim hópi er atvinnuleysi mest, þ.e. þeim er sagt fyrst upp, ef að kreppir. Sú er að miklu leyti skýringin á því, hvers vegna meira atvinnuleysis gætir í þeirra hópi en meðal hvítra. Þannig eru um 60% atvinnuleys- ingja í Chicago blökkumenn. Þó hafa mörg stórfyrirtæki, m.a. General Electric, General Mot- ors, Westinghouse og IBM gripið til sérstakra ráðstafana til að binda enda á aðskilnað, hvað ráðningar snertir. Hins gætir, að leiðtogar verkalýðsfélaga vilja ekki leyfa blökkumönnum að starfa sjálfstætt og margir iðn- skólar layfa blökkum að stunda nám. Þannig má nefna, að á s.l. ári var blökkumanni í fyrsta skipti veittur styrkur til að stunda nám á vegum trésmiða í borginni St. Louis. Augljóst er, að þessi vandamál eru hvert öðru nátengd. Þau er ekki hægt að einangra. Lausn þeirra verður að falla saman, ef gagn á að gera. Þótt frumvarp Kennedys sé mikið framlag til lausnar kyn- þáttavandamálsins, nái það fram að ganga á þingi, þá getur það aldrei orðið lokaskrefið í þeim málum. Ef dæma skal eftir af- stöðu einstakra ráðamanna í Suð urríkjunum, þá virðist, að a.m.k. hálfur mannsaldur þurfi að líða. þar til fullt jafnrétti fæst fyrir blökkumenn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.