Morgunblaðið - 22.06.1963, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 22.06.1963, Blaðsíða 20
20 MORGUNBLAÐIÐ l.augardagur 22. Júnl 1963 — Verið bara rólegur. Ég er að verða búinn að þessn, og þér eruð næstur. HliLBlRT FOOTAILR: H Æ T T U I E G IJ R FARMUR Emil sleppti elskunni sinni, en treglega þó. — I>að er ekki nema satt, sagði hann og renndi fingr- unum gegnum ljóst hárið. — Hvað getum við tekið til bragðs? — Mamma kemur því í lag við hann, sagði Celia. — Horace kær i. sig raunverulega ekki neitt um mig. — Nei, vitanlega gerir hann það ekki, eins og hann hefur verið að dingla, fyrst við Adelu og svo við frú Storay, beint fyr- ir augunum á þér. Húsmóðir mín brosti. — En hann er svo illkvittinn, sagði Emil. — Ef hann hefur grun um, að annar maður sé að sækjast eftir þér, sleppir hann þér aldrei! — Hvað sem um það er, þá sé ég ekki, að ég hafi neinar skyldur við hann, eins og hann er búinn að hegða sér, sa.gði Cela þvermóðskulega. — Hvernig sem Horace kann að haga sér verður þú að standa við þín orð, sagði frú Storey. — Já, en ég elska Emil svo mikið! sagði Celia. Ungi maðurinn vafði hana örm um og dró hana að sér. — Og ég elska þig! sagði hann lágt. Rétt í þessu var barið að dyr um, og við heyrðum málróminn í Korace, sem spurði, hvort hann mætti koma inn. Jæja, nú fór að kárna gamanið. Jafnvel frú Storey skipti, litum, enda þótt hún reyndi að glotta. Celia var yfir sig hrædd. Emil var ekki hræddur, en svipurinn var ein- beittur og andlitið fölt er hann leit til dyranna. Frú Storey benti þegjandi á dyrnar inn í srvefnherbergið og þau læddust þangað inn. Eg lokaði á eftir þeim, meðan húsmóðir mín var að opna hinar dyrnar. Þetta gaf mér svigrúm til að koma andlit- inu á mér í lag, áður en ég leit á Horace. Svipurinn á frú Storey v r vingjarnlegur. Horace kom inn með ólundar- legan uppgjafarsvip á andlitinu. Augu hans leituðu augna hús- móður minnar, biðjandi. — Mig langar að tala við þig, Rosika, sagði hann. — Geturðu látið hana Bellu fara út á meðan? — Til hvers það? spurði hún, kuldalega. — Farðu ekki illa með mig, tautaði hann. — Æ, f jandinn hafi það en maður getur ekki berað tilfinningar sínar í návist.. Hann ætlaði að segja vinnukonu, en flýtti sér að breyta því í skrif- ara. En frú Storey sýndi honum enga vægð. Hún hafði séð, að ruddanum varð að sýna rudda- skap, til þess að hafa hann góð- an. — í>að er einmitt þessvegna, að ég vil, að hún sé viðstödd, sagði hún. — Eg vil ekki, að þú sért að „bera tilfinningarnar þín- ar“, heldur vil ég koma fyrir þig vitinu, til þess að við sleppum úr þessari klípu, sem við erum í. Hann sagði ekkert meira, en hlammaði sér dapur á litla legu- bekkinn, sem hjónaleysin höfðu setið á fyrir einu andartaki. Mér leið fjandanlega. — Lofðu mér að fara út hvíslaði ég að hús- móður minni. — Gott og vel, sagði hún kæru leysislega. — f>ú getur farið inn í svefnherbergið, en mundu mig að koma strax, þegar Horace fer að öskra að mér. — Æ, Rosy, sagði hann. — Eg er engin mannæta. — Þú hefur að minnsta kosti verið að reyna það, sagði hún. Eg fór inn í svefnherbergið og lokaði á eftir mér. Eg vísaði hjónaleysunum út í ganginn, Og setti stól við dyrnar inn í setu- stofuna. Eg var ákveðin í að heyra eins mikið og hægt væri. Mér datt líka í hug, að það væri vilji húsmóður minnar. Og svo fór, að ég heyrði mestallt, sem sagt var, af því að frú Storey gerði sér ekkert far um að lækka róminn, og Horace gat það ekki þegar hann var æstur. — Hefurðu séð þennan Far- man? spurði Horace. — Ekki enn. En hann kemur hingað seinna. — Kemur hingað? óbreyttur háseti! — Við komumst aldrei neitt, ef þú snýst svona við því. Mundu að hann hefur skipstjóraréttindi og er okkur öllum meiri til sjós. — Get ég verið hérna, þegar hann kemur? spurði Horace og var nú orðinn mýkri á manninn. — Nei. — Hversvegna ekki — f>ú mundir bara spilla öllu. f>essi maður er í fyllsta rétti að vera móðgaður, og ég verð að sansa hann áður en þið hittist. — Jæja, látum svo vera, urr- aði hann, — en þú þarft ekki að fara með mig eins og ég væri skítur. t>að getur gert mig vond- an. — Vondan, sagði frú Storey, og ég sá, að hún lyfti brúnum. — Jæja, sleppum því í bili, hélt hún áfram, eins og hún væri að tala við krakka, — við höfum alvarleg mál að ræða..,. Hef- urðu komizt að nokkru nýju sam komulagi við hana Soffíu nýlega? Það varð þögn, en svo svaraði Horace með nokkurri tregðu: — Hversvegna spyrðu að þvi? — Soffía virðist vera farin að haga sér eitthvað einkennilega. — Hvað áttu við? — Þegar Celia lét í ljós efa sinn á því, að hún elskaði þig nægilega til að giftast þér — frú Storey komst þannig varfærnis lega að orði — Þá sagði Soffia, að hún mundi ekki neyða hana til að giftast þér. Þetta vakti heidur betur eftir- tektina hjá Horace. — Guð minn góður.... ef það er satt....! — Eg fullvissa þig um, að það er dagsatt. Geturðu útskýrt þessa stefnubreytingu hennar? Ekkert svar. — Hverskonar fjármálasamn- inga hafið þið Soffia ykkar í milli? — Æ. fjandinn hirði það, Rosy Hann tók að tafsa. Hún hlýtur að' hafa litið á hann á þennan sérkennilega hátt sinn. Hann róaðist aftur og svar aði spurningunni. — Ég borga henni ekkert, ef það er það, sem þú átt við. Jæja, kannski fatareikningana þeirra og svoleiðis smávegis. Eg lofaði blátt áfram að arfleiða Celiu. — Já, þú sagðir mér það. Og hvernig var þessi arfleiðsla? — Hvaða skilmálar? — Engir sérstakir skilmálar. Eg ætlaði Adrian og Adelu og nokkrum fleirum ákveðnar upp- hæðir, en að þvi frádregnu eiga allar eignir mínar að ganga til Celiu, þó því aðeins, að hún sé konan mín, þegar ég deiy, eða enn trúlofuð mér. — Og er þetta komið í kring? spurði frú Storey hvasst. — Auðvitað, urraði Horace en með einhverri tregðu. — Eg samdi erfðaskrána og undirritaði hana fyrir fáum dögum. — Nú kom að frú Storey að verða dolfallin. — Guð minn al- máttugur! tautaði hún. Nú varð þögn í stofunni. — Hvað ertu að gefa í skyn spurði Horace geðvonzkulega. — Ertu að láta að því liggja, að S "ia sé að hugsa um að sýna mér banatilræði? — Athugaðu, hvílíka freistingu þú hefur lagt fyrir hana, svaraði frú Storey alvarlega. — allar þessar milljónir — og stúlkan um leið laus allra mála! Aftur þögn. Horace umlaði eitt hvað í hálfum hljóðum. — Hvort ykkar stakk upp á þessari klausu „enn trúlofuð"? spurði frú Storey hvasst. — Það veit ég ekki. Líklega Soffía. Hvað um það? Það er hlægilegt að hugsa sér, að þær hyggi á morðtilraun. Eg þekki Soffíu. Hún er óheiðarlegri en fjandinn sjálfur, en hún er eng inn morðingi. — Hvernig geturðu vitað það? Sjálf hef ég verið í morðhugleið ingum. — Þú? urraði hann. Jú, auð- vitað gætirðu framið morð. En ekki Soffía. Hún er ekki annað en köttur með kiær. — Klærnar geta verið eitrað ar. — O, seiseinei! — Hvað kom þér til að fara að gera erfðaskrá á þessum tíma? — Æ, hún Soffía stóð alltaf á mér, rellaði hann. — Fyrst út af Adelu Og síðan út úr þér. — Mér? — Já, hún var nógu greind til þess að sjá, að ég var að skjóta mig í þér, og það áður en ég vissi af því sjálfur. Hún sagði, að það væri móðgun við sig og Celiu, að ég væri að dingla við annað kvenfólk, beint fyrir augum þeirra. Þessvegna gerði ég erfða- skrána til þess að loka á henni trantinum. Enda ætla ég að gift ast stelpunni áður en lýkur. — Fékkstu nokkra hjálp við samninguna? — Nei, ég skrifaði skrána sjálf ur á ritvélina mína. — Hverjir voru vitundarvott- ar — Skósveinninn minn einn. En ég lét hann ekkert vita um inni haldið. En þetta dugar þangað til ég hef náð í lögfræðinginn minn. — Hefurðu sagt Adrian frá þessum sinnaskiptum þínum — Nei, til hvers ætti ég það? — Til þess að firra hann hugs- anlegri freistingu. — Æ, hjálpi mér vei! sagði Horace og hló háðslega. — Fyrst á Soffía að vilja rnyrða mig og nú Adrian! — Eg ræð þér nú til þess, engu að síður, sagði frú Storey þurrlega. Hvar er nýja erfða- skráin núna niður komin? — Eg fékk Soffíu hana. En ég er með afrit í vasanum. Mig lang aði að sýna þér hana, af því að þitt nafn kemur þar fyrir. — Mitt nafn? sagði hún, stein hissa. Nú varð þögn og líklega hefur Horace þá dregið erfðaskrána upp úr vasanum og hún lesið hana. Allt í einu sagði hann: — Hvað ertu að gera? Til hvers ertu að strika nafnið þitt út? — Eg kæri mig ekkert um að vera á skrá með þessum hinum dömum. — Jæja, þú stendur eftir sem áður i frumritinu, urraði hann. — Og því verður ekki breytt. Ef skiptastjórarnir þínir heimta að afhenda mér pening- ana, ætla ég að nota þá í hæli fyrir rellukrakka, sagði hún og ég gat alveg séð fyrir mér bros ið á henni. — Það er gamalt á- hugamál mitt.... En þangað til ætla ég að geyma þetta eintak, rétt til að sýna, hvaða álit ég net á þessu. Þegar Horace tók til máls aft- ur. var röddin loðin af reiði. — Þetta er nú nóg! Svona hef ur engin kona talað við mig enn! -— Þá er tími til komin, að ein hver geri það, svaraði hún. — Eg er enginn óbreyttur mað ur. æpti hann. — Eg er talinn vera eitthvað talsvert. Og svo er þér alveg sama þó ég sé vit- laus í þér, að ég.... — Láttu ekki eins og bjáni, sagði hún, með jafnaðargeði, sem erti hann. — Eg er engin Adela eða Soffía. Eg er ekkert hrifin af milljónum þínum, af því að ég get unnið sjálf fyrir öllu, sem ég þarfnast, og um leið verið frjáls manneskja. — Svona geturðu ekki farið með mig. Eg skal sýna þér.... — Bella! kallaði hún snöggt. Eg opnaði og gekk inn. Frú Storey sat í hægindastól rétt hjá einu kýrauganu. Horace stóð yf- ir henni. ógnandi á svipinn. Hann sendi mér eitrað augnatillit, þaut síðan út og skellti á eftir sér. Frú Storey hló, en ég gat ekki tekið undir það. Hún kveikti sér í vind lingi með skjálftalausri hendL — Heyrirðu til okkar? — Næstum hvert orð. — Gott. Skrifaðu það niður áður en við gleymum því. Það getur hent sig, að þú þurfir að votta það einhverntíma. XIV. kafli Við vorum enn í setustofunni, þegar blásið var til hádegisverð- ar uppi á þilfari. Um leið gre:o mig einhver spenningur o" ég gat ekki haft augun af hurðinni. Frú Storey brosti ögrandi. — Ertu að hlusta eftir fóta- taki? sagði hún lágt. Tíminn leið án tíðinda. Mín- úturnar voru eins og klukku- stundir. Mér var ómögulegt að sitja kyrr. — Hann ætlar ekki að koma, sagði ég. Rétt í sama vetfangi opnuðust dyrnar. Les Farman renndi sér inn og lokaði á eftir sér. Hann þreif af sér húfuna og stóð svo upp við hurðina og brosti til okkar. — Þetta tókst, sagði hann. — Ég varð að hafa gætur á öll- um og bregða fljótt við. Ljóshærður og bláeygður eins og víkingur, og svo herðabreiður, að maður tók ekki eftir hæðinni nema bera hann saman við hurð- ina. Hann var með þetta rólega bros manns, sem þekkir sjálfur krafta sína. En það, sem ég varð hrifnust af í fari hans, var það að enda þótt hann væri þarna óbreyttur háseti, var hann ekki vitund feiminn við okkur. Frú Storey lagði það ekkert í lág- ina, að henni var ánægja að þvl einu að sjá hann. — Setjizt þér niður, sagði hún. Hann setti upp undrunarsvip. — Setjizt þér niður... .skip- stjóri. aiíltvarpiö Laugardagur 22. júni: 8:00 Morgunútvarp. 12:00 Hádegisútvarp. 13:00 Óskalög sjúklinga (Kristín Annt í>órarinsdóttir). 14:30 Laugardagslögin. 16:30 Veðurfregnir. Fjör í kringum fóninn: Úlfar Sveinbjörnsson kynnir nýjustu dans- og dægurlögin. 17:00 Fréttir. Æskulýðstónleikar, kynntir aí dr. Hallgrími Helgasyni. 18:00 Söngvar í léttum tón. 18:30 Tómstundaþáttur barna og ungl* inga (Jón Pálsson). 18:55 Tilkynningar. — 10:20 Vfr. 19:30 Fréttir. 20:00 Sín ögnin af hverju: Guðmundur Jónsson bregður skemmtilegum hljómplötum á fóninn. 21:00 Leikrit: ,,Hún, sem ber hofiðM, eftir Karin Boye, þýtt af Hirtl Halldórssyni. — Leikstjóri: t>or« steinn Ö. Stephensen. 21:40 Tónleikar: Sinfóníuhljómsvett Lundúna leikur. 22:00 Fréttir og veðurfregnir. 22:10 Danslög. — 24:00 Dagskrárlok. KALLI KUREKI — * - * Teiknari: Fred Harman — Jæja, hreyfðu þig nú svo ég geti — Nú, ég er greinilega búinn að séð hver þú ert honum. — Heyrðu gamli. Hættu að skjóta.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.