Morgunblaðið - 22.06.1963, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 22.06.1963, Blaðsíða 12
12 toORGVNBLAÐIÐ Eaugarclagur 22. júní 1963 V. Útgefandi: Hf. Arvakur, Reykjavík. Framkvæmdastjóri: Sigfús Jónsson. Ritstjórar: Sjgurður Bjarnason frá Vigur Matthías Johannessen, Eyjólfur Konráð Jónsson. Auglýsingar: Arni Garðar Kristinsson. Útbreiðslustjóri: Sverrir Þórðarson. Ritstjórn: Aðalstræti 6. Auglýsingar og afgreiðsla: Aðalstræti 6. Sími 22480. Askriftargjald kr. 65.00 á mánuði innanlands. 1 lausasölu kr. 4.00 eintakió. ÖFUGUGGAHA TTUR Ctjórnarsamstarf Sjálfstæð- ^ isflokksins og Alþýðu- flokksins sl. fjögur ár hefur sem kunnugt er gengið mjög vel, og skal hér ekki rifjað upp, hve miklu Viðreisnar- stjórnin hefur áorkað. Það vita allir landsmenn, enda vottuðu þeir stjórninni traust í kosningunum 9. júní. En þrátt fyrir þetta góða stjórnarsamstarf, sem fyrst og fremst liefur miðað að því að koma hér á heilbrigðu og frjálsu efnahagskerfi, líkt og er í öllum nágrannaríkjunum, hvort sem þeim er stjómað af íhaldsmönnum, sósíaldemó krötum eða frjálslyndum, þá hefur alltaf öðru hvoru skotið upp kollinum í Alþýðublað- inu afturhaldssjónarmiðum, sjónarmiðum sem eru í fullri andstöðu við þann anda og tilgang stj órnarstefnunnar að koma hér á fi-jálsu og heil- brigðu efnahags- og við- skiptalífi. Ritstjóri Alþýðublaðsins hefiir ekki getað stillt sig um að koma á framfæri aftur- haldssömum einkasjónarmið- um sínum, þó að ráðherrar flokksins hafi staðið að fram- kvæmd frjálslyndrar stefnu. Allmörg dæmi mætti nefna um þennan öfuguggahátt Al- þýðublaðsins, enda reyndist frumhlaup blaðsins flokkn- um dýrkeypt í borgarstjórn- arkosningunum í fyrra, og vafalaust hefði flokkurinn unnið meiri sigur í Alþingis- kosningunum, ef Alþýðublað- ið hefði aldrei ymprað á hin- um úreltu sjónarmiðum. VERÐLAGS- EFTIRLÍT ¥ gær ræðir Alþýðublaðið í ritstjórnargrein um verðlagseftirlit og fer um það mörgum fögrum orðum og segir síðan: „En það er lítið gagn í verð- lagseftirliti, ef það er ekki öflugt og vel vakandi. Nokk- uð hefur skort á það hér, að verðlagseftirlitið væri nægi- lega öflugt. Má vera, að það hafi ekki yfir nægilega mikl- um starfskröftum að ráða til þess að geta rækt hlutverk sitt nægilega vel. Ef svo er þarf úr því að bæta.“ Og ritstjórnargreininni lýk ur með þessum orðum: „Mun Alþýðuflokkurinn leggja mikla áherzlu á það í stjómarsamstarfinu, að verð- lagseftirlitið verði eflt.“ Það er mál út af fyrir sig, að í vinnuaflsskortinum vill ritstjóri Alþýðublaðsins taka herskara manna frá fram- leisðlustörfum til að snuðra og þrengja að athafna- og viðskiptafrelsi. Hitt er þó al- varlegra, að hann segist tala fyrir munn Alþýðuflokksins, þegar hann gefur yfirlýsingu um að auka beri verðlagseft- irlit. í bæklingnum Yiðreisn, sem ríkisstjórnin gaf út 1960, er mörkuð stefna stjórn- ariílnar. Þar segir m.a.: „Ætlun ríkisstjórnarinnar er, að halda valdsviði og fyr- irkomulagi verðlagseftirlits- ins óbreyttu frá því, sem nú er, með þeirri einu breytingu á yfirstjórn verðlagsmála, sem nánar er getið hér á eft- ir. Telur ríkisstjórnin verð- lagseftirlitið eiga þýðingar- miklu hlutverki að gegna í sambandi við framkvæmd þessara efnahagsráðstafana. Hitt er svo annað mál, að þegar frá líður, getur betra jafnvægi í efnahagsmálum og meiri samkeppni í innflutn- ingi leitt til þess, að þýðing verðlagseftirlitsins verði minni en hún verður nú fyrst um sinn.“ Viðreisnarstjómin náði þeim markmiðum sínum að koma á heilbrigðum utanrík- isviðskiptum og treysta svo gjaldeyrisstöðu þj\ðarinnar, að unnt var að gefa innflutn- ing til landsins að mestu frjálsan, þannig að vörufram- boð er nú meira hér á landi en nokkru sinni áður. Þannig er skapaður grundvöllur fyr- ir frjálsum viðskiptaháttum og samkeppni, sem bezt þjón- ar hag neytenda. Eftir því sem segir í „Við- reisn“ er verðlagseftirlitið nú þýðingarminna en áður og raunar er það því til trafala, að íslenzk alþýða búi við beztu hugsanlegu viðskitpa- kjör. Þessar hömlur vill Al- þýðublaðið efla andstætt yf- irlýsingu stjórnarinnar og virðist á þessu sviði a.m.k. hafa meiri trú á yfirsýn póli- tískra sendisveina og nefnd- armanna en dómgrein fólks- ins, sem velur sér .vörur. SKYLDA KAUP- SÝSLUMANNA lVaupsýslumenn hafa mikl- ar skyldur við þjóðina. Starf þeirra er eitt hið mikil- vægasta. Á dugnaði og ár- vekni þeirra byggist hagur þjóðarinnar ekki hvað sízt, því að það er ekki nægilegt að afla verðmæta til lands og sjávar, heldur þarf líka að fá sem bezt verð fyrir afurðirn- Fyrir skömmu var gert nýtt hlið á Berlínarmúrinn og á myndinni sjást tveir austur-þýikir landamæraverðir gæta þess að engum takist að nota tækifærið til þess að flýja. Hlið þetta er nálægt Schönfeld-flugvellinum í Austur-Berlin og styttir leiðina frá Vestur-Berlín til hans. Eins og skýrt hefur verið frá í fréttum, fengu tveir blökku- stúdentar inngöngu í háskólann í Tuscaloosa í Alabama í Bandaríkjunum. Ríkisstjóri Alabama vamaði þeim inngöngu í skólann, þar til Kennedy Bandaríkjaforseti lét sambands- stjórnina taka við yfirráðum hers Alabama. Blökkustúdent- arnir, James Hood og Vivian Malone, bæði 20 ára, eru nú sezt á skólabekk með hvítum nemendum og hefur skólaganga þeirra verið árekstralaus til þ essa. Hér sézt Vivian á leið milli húsa á skólalóðinni. ar erlendis og kaupa sem bezt ar og ódýrastar vörur. Um langt skeið hefur rík- isvaldið staðið að ráðstöfun- um, sem oft á tíðum hvöttu innflytjendur til þess að gera óhagstæð innkaup. Úthlutun smárra innflutningsleyfa leiddi til þess að kaupa varð lítið í einu fyrir hátt verð í stað þess að kaupa meira fyr- ir lægra verð. Verðlagshöml- ur beindu fjármagninu að viðskiptum með óþarfa- varning, sem há álagning var á, en frá nytsamari viðskipt- um, sem í sumum tilfellum gátu alls ekki borgað sig. — Hundraðshluta-álagningin gaf þeim kaupmanni meiri hagnað, sem keypti dýrara o.s.frv. • Allt þetta kerfi þekkja landsmenn af langri og slæmri reynslu. Þess vegna hafa þeir kosið frjálsræði. Þeir hafa vottað þeirri stjórn traust, sem leysti af innflutn- ingshömlurnar og lofaði ,að afnema verðlagseftirlitið. Þeir, sem greiddu Alþýðu- flokknum atkvæði í kosning- unum fyrra sunnudag, hafa trúað því að hann stæði við þessa stefnu og því skal ekki að óreyndu trúað að flokkur- inn ætli að yfirgefa hana, þrátt fyrir frumhlaup Alþýðu blaðsins. Kaupsýslumenn hafa nú fengið að mestu leyti það frjálsræði til innflutnings, sem þeir hafa barizt fyrir. Þeim er þess vegna skylt að leggja sig alla fram um að flytja inn sem beztar og ódýr- astar vörur og hafa líka á mörgum sviðum þegar gert það. Hins vegar háir verð- lagseftirlitið enn eðlilegri samkeppni og er þannig til tjóns. En þegar því verður aflétt, verða kaupmenn að gera sér fulla grein fyrir því„ að þeir mega enga tilraun gera til að hafa samstöðu um að halda uppi verði. Ef í ljós kæmi að slíkt væri reynt bæri að gera ráðstafan- ir til að unnt væri að refsa slíkum mönnum. Það er gert víða erlendis. Morgunblaðið efast ekkl um hollustu kaupsýslu- manna, ef þeir fengju að starfa frjálsir, þótt lengi sé búið að hefta þá og draga úr afrekum þeirra í þágu landa og þjóðar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.