Morgunblaðið - 22.06.1963, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 22.06.1963, Blaðsíða 17
M n R C l) 1S B L 4 f) r*> 17 Laugardagur 22. 5úní 1963 — / íáum orðum Framh. af bls. 15 inginn, sem ég eignaðist. Þannig var mál með vexti, að ég vann í kaffistofunni Herm- es hjá Þorláki Johnson, þeg- ar ég var níu eða tíu ára, og gætti billjardsins. Sá sem það gerði var virðingarsamur og kallaður makkjör. Einar kom oft í Hermes á kvöldin og spilaði lomber við Sigurð Jónsson, fangavörð, og Pétur Guðmundsson, sem þú manst ekki eftir, en var sonur Guð- mundar þess, sem byggði Bergsstaði, sem nýlega hefur verið rifið en strætið er kall- að eftir. Þeir stóðu ekki lengi við í hvert skipti. Svo var það einhverju sinni að Einar þurfti að ná sambandi við Valgerði Zoéga, sem síðar varð kona hans eins og þú hefur haft spurnir af. En Margrét móðir hennar var ekki alls kostar ánægð með þennan samdrátt milli skálds- ins og dóttur sinnar, hefur kannski ekki þótt Einar nógu reglusamur, og átti hann því erfitt með að ná fundum hennar. En líklega hefur það gert ástina ennþá heitari, því hann neytti allra bragða til að hitta hana. Hann bað mig fara til Valgerðar með skila- boð, og síðan útspekúleruðum við hvernig bezt væri að kom- ast í gegnum víglínu Mar- grétar, því auðvitað mundi hún gruna mig um græzku, þar sem ég vann í Hermes og Einar var þar tíður gestur. Hún gætti vel síns heimilis og var kvenskörungur mik- ill. Ég bankaði varlega á hurðina, hún kom til dyra og ég sagði við hana skjálfandi rödd: „Ég er með skilaboð frá Kristínu Bernhöft til Valgerð- ar.“ Hún hnyklaði brúnirnar og hleypti mér inn, og ég þaut upp á loft til Valgerðar og flutti henni skilaboðin frá Einari. Samsærið tókst eins vel og kostur var á og Einar gaf mér níu króna gullpen- ing, sem var stórfé í þó daga. En það sýnir aðeins tvennt:< að hann var ánægður með mína afgreiðslu og mat Val- gerði ekki til neinna smápen- inga á þeim árum. „En nú má ég ekki vera að þessu lengur“, sagði Jón Jóns- son frá Mörk að lokum. „Ég ætlaði ekki að tala við þig að neinu ráði, en þú hefur einhvern veginn hlunnfarið mig og það verður að teljast til karakterleysis af minni hálfu. Ég vona samt þetta verði ekki alltof alvarlegt sam tal okkar í milli, því ég er ennþá, eins og þú sérð, ung- ur strákur í Vesturbænum, sem lítið veit og hefur litla löngun til að hreykja sér hærra en efni standa til. Þú mátt ekki gera mig eldri en ég er. Sannleikurinn er sá, að eiginlega ætti ég ekki að muna lengra aftur í tímann en þú. Láttu að minnsta kosti ekki endurminningar minar gera mig að neinu hvíthærðu gamalmenni. Ég er léttur og sköllóttur og í fullu fjöri og nú er ég að lesa bók sem heit- ir: Alltaf sami strákurinn." M Sextug í dag: Guðfinna Jóhannsdóttir GUÐFINNA Jóhannsdóttir er 60 ára í dag. Hún er borin og barn- fædd í Reykjavík, af heiðurs- og myndarfólki í báðar ættir og kippir henni vel í kyn um alla góða eiginleika. Guðfinna er gift hinum ágæta drengskaparmanni Einar Pálssyni, forstjóra, eiganda Nýju blikksmiðjunnar. Börn þeirra 5 eru uppkomin og öll hin mannvænlegustu, enda hefur Guð finna verið mikil heimamann- eskja og móðir, sem börnin elska, virða og treysta. Taka þau undir með Matthíasi Jochumssyni, er hann orti til móðurinnar hið fagra Ijóð „Móðir mín“ og segir „Því hvað er ástar og hróðrar dís og hvað er engill úr paradís hjá góðri og göfugri móðir“. Sem húsmóðir á stóru og um- fangsmiklu heimili hefur vinnu- gleði og myndarbragur auðkennt hina glæsilegu konu, ásamt hennar ljúfa og glaða geði sem í fámennum vinarhóp getur verið full af alvarlegri en um ieið sprenghlægilegri fyndni er við vinir Guðfinnu svo oft á hennar- gestrisna heimili gleðjum okkur við. Vinföst og ákveðin 1 skoðun- um er Guðfinna og vel fylgin hverju góðu máli. Hefur hún því styrksneind og frá byrjun verið með í Húsmæðrafélagi Reykja- víkur og situr nú þar 1 stjórn. Það verða því án efa margir vinir er leggja leið sína í dag á hið glæsilega heimili í Bólstaðar- hlíð 4 til að gleðjast með hús- freyjunni á þessum merkis og heiðursdegi. Mínar hjartans kveðjur sendi ég þér Guðfinna og þakka störf þín og vináttu. Guð blessi heimili þitt og allt sem þér er kært. Verði þér dagurinn bjartur og hlýr. — Kennedv Framhald af bls. 13. Frá írlandi fer forsetinn til London og dvelzt þar í einn sól- arhring. Mörgum hefur fundizt ástæða fyrir Kennedy að sleppa Englandsferðinni sökum þeirra erfiðleika, er brezka stjórnin á í vegna Profumo-málsins, en hann er sagður þeirrar skoðunar, að ' það geti frekar orðið Mac millan til styrktar en óþæginda að hann komi til London. Frá London flýgur forsetinn til Rómar og dvélzt þar til 2. júlí. Sem fyrr segir, hefur þessi ferð — Minning Framhald af bls. 8. þau sem aðrir muna hans góðu framkomu og góðan orðstír hans um allan Breiðafjörð og sem seg- ir í gömlum Hávamálum: „Deyr fé, deyja frændur, deyr sjálfur et sama. En orðstírr deyr aldregi, hveims sér góðan getur.“ Far vel gamli Breiðfirðingur. Guð blessi heimkomu þína og gefi þér frið í Jesús blessaða nafni. Árni Ketilbjarnar. BJÖRN Jóhannsson frá Arney á Breiðafirði verður til moldar borinn í dag frá Dómkirkjunni í Reykjavík. Hann andaðist 14. þ.m. eftir skammma legu. Hress og kátur birtist hann mér svo oft á götum Stykkishólms í vet- ur að sannast sagna er ég ekki farinn að átta mig á að leiðir hafa nú skilið. Björn var dugnaðarmaður að hverju sem hann gekk, raungóð- ur og tryggur og félagshyggju- maður og traustur þeim málstað er hann helgaði sér. Hann var eindreginn fylgismaður Sjálf- stæðisstefnunnar og á vettvangi hennar lágu leiðir okkar saman. Björn var fæddur í Öxney, sonur hjónanna Sigurlaugar og Jóhanns Jónssonar, sem þar bjó myndarlegu búi. í Arney bjó hann frá 1915 til 1948 að hann fluttist til Stykkishólms og bjó þar til dánardægurs. Kona hans er Guðrún Eggertsdóttir frá Langey og lifir hún mann sinn. Mörgum trúnaðarstörfum gegndi Björn um dagana. Hann var lengi í hreppsnefnd og sýslu- nefnd fyrir Klofningshrepp og mörg önnur opinber störf hlóðust á hann. Allt var rækt af alúð og skyldurækni. Bátasmíði lærði hann hjá Rögnvaldi Lárussyni og stundaði mikinn hluta ævinn- ar ásamt bústörfum. Björn var jafnan glaður og reif ur, tók hverju sem að höndum bar með geði hins hugprúða og rólynda manns. Yfirvegaði hlut- ina vel og vandlega og tók svo afstöðu til málanna. Margar góð- ar minningar á ég um Björn og svo munu margir fleiri. Hans er nú saknað úr fjölmennum vinahópi. Ég sendi honum hinztu kveðju og bið honum allrar blessunar, konu hans og börn- um votta ég innilega samúð. ' A. H. Kennedys verið mjög umdeiid að undanförnu og bandarísku blöð- in finna henni flest til foráttu. New York Herald Tribune sagði dag einn í vikunni, að það myndi vissulega verða Kennedy til sóma, ef hann aflýsti ferðinni til Evrópu, því að erfitt væri að hugsa sér ótímabærari og órétt- lætanlegri ferð en þessa fyrir- huguðu för. í tveim landanna, sem forsetinn heimsæki, muni koma hans valda meiri óþægind- um en þægindum. í Róm verð,i sennilega engin ríkisstjórnin og í London hitti hann fyrir forsætisráðherra, sem svo sannarlega hafi öðrum hnöpp- um að hneppa en sinna slíkum gesti. Blaðið segir ennfremur, að jafnvel í Þýzkalandi hitti hann fyrir hálf-óstarfhæfa ríkisstjórn, þar sem Adenauer kanzlari láti senn af embætti. „Það myndi að vísu valda nokkurri ringulreið að aflýsa ferðinni nú, segir blaðið, — „en það væri afstaða og ákvörð un, sem heimurinn myndi skilja og Kennedy myndi aldrei iðra þess“. „New York Times“ segir, að búast megi við því, að stjórnar- kreppa og stjórnmálaöngþveiti verði rikjandi í Ítalíu, þegar Kennedy kemur þangað. Segir blaðið, að ferðin hafi þegar verið ótímabær, áður en til vandræð- anna kom á Ítalíu, en hún sé sýnu ótímabærari nú. „Hver á að eiga stjórnmálaviðræður við Kennedy í Róm?“ spyr blaðið og heldur áfram: „Það er sama við hvern stjórnmálaleiðtoganna þar hann ræðir, hann verður annað hvort sakaður eða grunaður um að hafa blandað sér í innanríkis- mál Ítalíu". Bandarísku blöðin hafa einnig látið sér verða tíðrætt um af- stöðu de Gaulle til ferð- ar Kennedys. Samkvæmt siðvenju er komið að Frakklandsforseta að heimsækja Bandaríkjaforseta, því að þeir hafa ekki hitzt frá því Kennedy fór í opinbera heimsókn til Frakk lands sumarið 1961. De Gaulle hefur ekki að fyrra bragði látið í Ijósi neinn áhuga á því að hitta Kennedy að máli nú. Sagt er, að Kennedy hafi látið berast til de Gaulle, eftir diplomatískum leið- um, að hann vilji gjarna koma við í París, en de Gaulle hafi ekki De Valera, forseti talið ástæðu til þess. Síðast en ekki sízt telja banda- rísk blöð kynþáttavandamálin heima fyrir í Bandaríkjunum nægilega ástæðu fyrir Kennedy að sitja heima. Sl. miðvikudag lagði forsetinn fyrir þingið víð- tækt frumvarp um bann við kyn þáttamisrétti og búizt er við hörð um deilum um það í þinginu, enda hafa ýmsir þingmenn demó krata frá Suðurríkjunum hótað að beita málþófi til þess að hindra afgreiðslu frumvarpsins. Kennedy hefur jafnframt farið þess á leit að þingið sitji áfram þar til afgreiðslu málsins er lok ið. Kynþáttaóeirðir hafa farið vaxandi að undanförnu og breiðzt út til hinna norðlægari ríkja og enn er talið, að til tíðinda kunni að draga. M.a. hafa leiðtogar blökkumanna hótað mótmælaað gerðum, ef þingmenn tefji af- greiðslu frumvarpsins úr hófi með málþófi. Kennedy er sjálfur sagður þeirrar skoðunar, að það sé Bandaríkjunum mikill álits- hnekkir, ef hann neyðist til þess að aflýsa ferðinni vegna innan- ríkisdeilna, og því muni hann ekki láta þessa röksemd aftrá sér. Hann mun ófús að valda vonbrigðum í V-Þýzkalandi og ír landi, enda sé heimsókn hans til Berlínar afar mikilvægur þáttur ferðarinnar. Jafnframt telur hann, að ferð hans muni leggja áherzlu á áhuga Bandaríkjastjórn ar fyrir samstarfinu við þjóðir Evrópu. Skip til sölu Glæsilegt 110 tonna skip til sölu. Skipið er með nýj- um og fullkomnum tækjum og tilbúið til síldveiða. Upplýsingar gefur: Jóhann Ragnarsson, hdl. Vonarstræti 4, sími 19085. Heimasími 51111. Skurðgröftur Tilboð óskast í gröft á ca. 1 meters djúpum skurði fyrir vatnsleiðslupípur. Vegalengd um 3800 metrar. Jarðvegur að mestu þurrt og ógrýtt valllendi. Tilboð skilist til oddvita Hvolshrepps, fyrir 1. júlí 1963. Efra-Hvoli, 17. júní 1963. PÁLL BJÖRGVINSSON. ísTíSSÍSssssssss ÉMMMÉ. BOLSTRUN ASGRIMS Dagstofusett Stakir stólar Svefnsófar Svefnbekkir Svefnstólar Bergstaðastræti 2

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.