Morgunblaðið - 22.06.1963, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 22.06.1963, Blaðsíða 23
TT \ y )• Laugardagur 22. júní 19G3 MORCPfllBnBIÐ 23 Síðasti hvítahjörn- inn skotinn 1932 í GÆR hringdi til Mbl. Guð mundur Guðni Guðmundsson og skýrði frá því að ekki hafi verið alls kostar rétt sem stóð í blaðinu í gær, að síðasti hvítabjörninn, sem skotinn var á íslandi þar til nú, hafi verið felldur við Hornbjarg 1920. Síðasti björninn hafi ver ið unninn í Drangavík af Guð- mundi Guðbrandssyni bónda þar., 8. apríl 1932. í sömu viku hefði rekið dautt bjarndýr í Veiðileysu í Strandasýslu, en þar bjó þá Guðbrandur, bróð- ir Guðmundar Guðbrandsson- ar. Guðmundur Guðni ritaði grein um bjarndýrsdráp nafna síns í Lesbók Mbl. fyrir sex árum, en björninn var drep- inn með all sögulegum hættL Er stuðzt við grein Guðmund- ar í frásögn þeirrL sem hér fer á eftir: Þann 8. apríl voru tveir synir hjónanna í Drangavík, 11 og 14 ára gamlir, að renna sér á sleða í fjallshlíðinni austur af bænum. Var kallað í þá um sjöleytið að koma heim, sem þeir gerðu. Stuttu síðar fór faðir þeirra til fjár- húsanna og síðan til lambhús- anna, sem voru austar á tún- inu. Hafði hann meðferðis fötu með síld, og leiddi 4 ára gamlan son sinn. Er Guðmundur var kominn miðja vegu milli fjárhúsanna, sá hann hvítabjörn koma nið- ur hlíðina á móti sér og fara greitt. Tók hann þá barnið undir hönd sér og hljóp til fjárhúsanna sem hann kom frá, skildi þar síldarfötuna eftir fyrir utan og hljóp síðan heim. Ekki hafði Guðmundur ann- að liðsmanna á bænum en aldraðan mann og geðbilaðan miðaldra mann, sem var niður setningur á bænum. Hins veg- ar átti hann tvíhleypta hagla- byssu, áður ágætt vopn, en nú var annað hlaupið ónýtt orð- ið og útdragarinn á hinu bil- aður þannig að tómu skotin gengu ekki úr byssunni nema ýtt væri á þau með krassa niður hlaupið. Guðmundur hlóð nokkur skot með sela- höglum og hafði þau svo stór sem hann þorði. Eitt var sett í byssuna, hinum stakk hann í vasann. Niðursetningnum fékk Guð- mundur krassann til að losa skothylkið eftir að hleypt hefði verið af, og auk þess beittan ljá, vel vafinn að ofan. Á meðan undirbúningurinn fór fram, var fylgzt með bjarn dýrinu úr glugga. Hafði það augsýnilega fundið slóð drengj anna frá því fyrr um daginn, rakið hana heim að hlöðunni, sem stóð á bak við fjárhúsin. Stökk það upp á hlöðumæninn sem ekkert væri, og renndi sér svo niður á fjárhúsþakið, siðan niður af því og rölti að dyrunum. Þar sá dýrið síldar- fötuna og fór að slafra í sig síldina. Lögðu þá mennirnir af stað þrír saman, gengu fyrst um- hverfis bæinn og allstóran sveig við dýrið. Bar þeim sam an um að það hafi fljótlega tekið eftir þeim, en hélt þó á- fram að háma í sig síldina. Gengu mennirnir fyrir hlöðu- hornið og upp á hlöðuna. Það- an fór Guðmundur niður á nyrzta fjárhúsið og er björn- inn sá hann tók hann undir sig eldsnöggt stökk í áttina til hans. Guðmundur hleypti þá af, beint framan I dýrið, sem féll aftur fyrir sig, en brölti þó á fætur og hopaði nokkra faðma út á túnið. Skaut Guð- mundur þá aftur, og hæfði að þessu sinni í hjartastað. Til vonar og vara skaut hann þriðja skotinu. Þetta reyndist fullorðinn hvítabjörn, rauðkinnungur, en þeir voru jafnan taldir grimm astir og hættulegastir allra bjarndýra. Drangavík hefur nú verið í eyði um árabil. SIS vill breytingu á iánafyrirkomulaginu Jakob Frímannsson endurkjörinn formaður Sambandsins — Nýr páti... Framhald af bls. 1. Um 100.000 manns stóðu á Pét- urstorginu í Róm, er hvíti reyk- urinn steig til himins frá kapell- unni. Þá var hádegi. Er tilkynnt hafði verið um úr- slit kjörsins, sté Páll páfi frám á svalir Péturskirkjunnar, en fólksfjöldinn fagnaði, veifaði klútum og hrópaði: „Lengi lifi páfinn." Páll páfi stóð frammi fyrir fólk T ugþrautin hófst í gær TUGÞRAUT meistaramófcsins hófst í gærkvöldi. Eftir fyrri hlutann er Valbjörn Þorláksson KR með 3566 stig. Páll Eiríksson FH, er með 2827, en Kjartan Guð jónsson KR, hætti eftir fyrstu greinina vegna meiðsla. Afrek Valbjarnar voru 10,9 sek. f 100 m, 6,48 í langstökki, 12,63 í kúlu, 1,75 í hástökki og 53,0 sek í 400 m hlaupi. Þá var keppt í 4x800 m boð- hlaupi. A-sveit KR hljóp á 8.26,6 mín., en unglingasveit KR setti Unglingamet, 8.35,2 mín. Kristján Mikaelsson hljóp 800 m á 2.02,0 mín. en hikaði mjög í byrjun þannig að ætla má að hann geti náð mun betri tíma hvenær sem er. f GÆR var aðalfundi Sam- bandsins haldið áfram að Bifröst í Borgarfirði. í fundarlok daginn áður voru reikningar Sambandsins teknir fyrir. Voru þeir samþykktir sam- hljóða. Þá var samþykkt tillaga frá sambandsstjórn, um að greiða Sambandskaupfélögunum 2 Vz % tekjuafgang af viðskiptum þeirra við Sambandið á árinu 1962- í framhaldi af fyrri umræðum um fjármál Sambandsins og kaup félaganna mælti forstjóri fyrir svohljóðandi ályktun frá Sam- bandsstjórn: „Nútíma búskaparhættir eru mjög fjárfrekir. Aukin notkun véla, áburðar og fóðurbætis bind ur í landbúnaðinum fjárhæðir, sem fara vaxandi ár frá ári. Einkum í sauðfjárbúskapnum binzt þetta fé til mjög langs tíma meira en tvö ár líða frá því að borið er á til heyöflunar og þar til sauðfjárafurðir eru að fullu seldar. Þetta langa bil hefur m.a. verið brúað með fyrirfram- rekstrarlánum og lánum út á birgðir frá Seðlabankanum. Árið 1960 voru gerðar breytingar á lánareglum, sem leitt hafa til mjög verulegrar hlutfallslegrar inu í þrjár mínútur. Blessaði hann borgina og heiminn. Það var á miðvikudag, að kardínálarnir 80 komu saman í Sixtusarkapellunni til að velja nýjan páfa, í stað Jóhannesar XXIII. Gengið var til atkvæða- greiðslu tvisvar á dag, og er tal- ið, eins og fyrr segir, að Páll VI. hafi verið kjörinn við sjöttu at- kvæðagreiðslu. Talsmaður Vatikansins lýsti því yfir í dag, að nýkjörinn páfi myndi senn flytja heiminum boð- skap. Eitt fyrsta verk páfans var að skipa Amleto Cicognani fyrsta ríkisritara, þ.e. forsætis- og ut- anríkisráðherra Vatikansins. í fréttum frá Róm í dag segir, að Páll páfi VI., sem nú er 65 ára, hafi alla ævi verið veikbyggður, og ekki talinn heilsuhraustur. Eitt af fyrstu verkefnum Páls páfa verður að taka afstöðu til tveggja þýðingarmikilla mála: 1) Hvort hann kallar kirkju- þingið saman á nýjan leik. 2) Hvort hann heldur áfram á braut Jóhannesar XXIII. og reyn ir að bæta samskipti kirkjunnar og kommúnískra landa. Páfinn nýi hefur áður lýst því yfir, að hann sé fylgjandi stefnu síðasta páfa í öllum meginatrið- um, þ.e. fyrst og fremst samein- ingu allra kristinna manna, þ.e. kaþólskra og mótmælenda. Allir helztu ráðamenn heims sendu þegar kveðju til Vatikans- ins og fögnuðu kjörinu. Tilkynn- ing var gefin út í Moskvu, en þaðan barst engin yfirlýsing um afstöðu til Páls páfa VI. Japanir bjóða 423 tría ferð til Japan JAPÖNSK íþróttayfirvöld hafa tilkynnt að 423 af beztu íþróttamönnum víðsvegar nm heim verði boðið til að taka þátt i einskonar generalprufu fyrir Olympíuleikana 1964 og verður þessi iþróttahátið í okt, n.k. Japanir greiða allan ferða kostnað og uppihald fyrir þessa 423 iþróttamenn. Að auki bjóða þeir 99 erl. íþróttamönnum Ul að taka þátt í mótinu en þeir verða að greiða ferðakostnað sinn. Mótið í október stendur í viku, hefst 11. október og fer fram á hinum ýmsu olympíu ieikvöngum í Japan. Boðskort verða send út sið ari hluta júlímánaðar. Sjóstangaveiði- mót í Ketlavík ANNAÐ sjóstangaveiðimótið á vegum The Rod Fishing Club of Keflavík Airport verður háð dag ana 29. og 30. júní nk. Gert er ráð fyrir að taka á móti 50 il 60 keppendum, körl- um og konum, sem munu gista á Flugvallarhótelinu. Róið verður laugardag og sunnudag frá Keflavíkurhöfn á 10 til 12 bátum. Morgun- og kvöldverður verð- ur framborin í einum af klúbb- unum, og nesti fá keppendur með sér á sjóinn. Á sunnudagskvöld, að afloknu móti, verður sameiginlegt borð- hald þar sem úrslit verða kunn- gjörð og verðlaunaafhending fer fram. Keppt verður um marga fagra og eigulega gripi, gefna af veiðiklúbb Keflavíkurflugvallar og bæjarstjórn Keflavíkur. En sérstaklega er þó vandað til þeirra verðlauna, sem ætluð eru sigurstrengilegustu kvenna- sveitinni, en í hverri sveit eru fjórir keppendur. Nú þegar hafa 35 keppendur skráð sig til keppni frá Vest- mannaeyjum og Reykjavík. — Nýir keppendur verða skráðir til kl. 6 á miðvikudagskvöld nk. Keppendur leggja upp frá Reykjavík í langferðabílum kl. 6 e. h. föstudaginn 28. júní nk. Leiðré veiðifrétt étting á lax- FRÁ því var sagt béðan í frétt- um að 19. júni væru konmir á lamd úr Laxá í Kjós 52 laxar, en áfcti að vera 59. Og í dag fyrir hódegi, böfðu veiðzt 5 laxar. Einnig var sagt frá því, að veiði væri ekki byrjuð í Bugðu, en þar máitti byrja að veiða, þann 1. júní. Etoki mun bafa veiðzt þar liax að kunnugt sé. Aftur á móti, hefir veiðzit þar töluvert atf silungi. Allmikill lax er nú genginn í Laxá að sögn eftir- liitsmanns við ána. — SLG. frá Aðalbílasölunni Ingólfsstræti 11. Þátttökukostnaður, svo sem ferðir, gisting, fæði, bátar o. fl. er áætlað um kr. 1600,00. Síðastliðið sumar í ágúst var fyrsta mótið haldið frá Keflavík, á vegum sama félags, og voru þátttakendur þá um 40 talsins. Mótið tókst með afbrigðum vel og rómuðu keppendur fram- kvæmd alla og fyrirgreiðslu. Þá báru Reykvíkingar sigur úr býfcum. 14 laxar úr Ölfusá SELFOSSI, 21. júní. — Laxveiði hófst í ölfusá og Hvítá miðviku- daginn 19. júní. Þann dag veidd- ust hér á Selfossi 4 laxar í fjórar lagnir og hafa síðan veiðzt 10 laxar. Má telja að veiðihorfur séu allsæmilegar — Ó. J. Bátur íeigður til sjóstangaveiða SJÓSTANGAVEIÐIFÉLAG Reykjavíkur hefur nýlega tekið á leigu bátinn Farsæl, sem er 7 tonn, frambyggður þannig, að gott athafnarými er á afturþil- fari fyrir veiðimennina. Þrjár fastar ferðir út á Svið eru nú í hverri viku, og er farið skömmu eftir hádegi föstudaga, laugar- daga og sunnudaga. Farið er frá hryggjunni við Slysavarnafélags- húsið á Grandagarði, og kostar farið 250 kr. á mann. Nánari upp- lýsingar um ferðirnar er hægt að fá í síma 1 56 05. lækkunar á lánum þessum. Sam vinnufélögin hafa eigi að síður haldið óbreyttum reglum sínum um útborganir til bænda fypir afurðirnar og um reikningslán til þeirra vegna kaupa á rekstrar- vörum, en til þess hafa orðið að koma til sívaxandi fjárhæðir umfram afurðalánin. Nú er svo komið, að fjáröflun til þessa er orðin óviðráðanlegt vandamál og verður annað hvort að ske, að uppigreiðslur og rekstrarvörulán samvinnufélag- anna til bænda lækki stórlega, eða veruleg lagfæring fáist á lánafyrirkomulaginu. Þess vegna skorar 61. aðal- fundur SÍS, haldinn í Bifröst 20. og 21. júní 1963, á ríkisstjórnina og Seðlabankann að beita sér fyrir því, að bankakerfið í land- inu leysi þetta vandamál með því: 1. að nægileg afurðalán verði tryggð til þess að samvinnu- félögin geti borgað bændum 90% verðsins strax við mót- töku afurðanna, og 2. að fyrirframlánin verði hækk- uð á ný upp í 67% af áætluðu útborgunarverði til bænda. Jafnframt lýsa SÍS og Sam- bandsfélögin sig reiðubúin til þess að taka sanngjarnan þátt í heildarlausn þessa vandamáls". Ályktun þessi var samþykkt samhljóða. Formaður Sambandsins flutti Vinnmálasambandi samvinnufé- laganna þakkir fyrir störf þess að lausn vinnudeilunnar á Norður- landi og tóku fundarmenn undir þær þakkir samhljóða. Mjög miklar umræður urðu um félagsmál og tóku margir til máls. Síðari hluta dags fór fram stjórnarkjör. Úr stjórn gengu að þessu sinni formaður Sambands- stjórnar. Jakob Frímannss., kaup félagsstjórL og þeir Þórður Pálmason kaupfélagsstjóri og Skúli Guðmundsson alþingismað ur. Voru þeir allir endurkjörnir tii þriggja ára. f varastjórn voru kjörnir Guðröður Jónsson, kaup- félagástjórL Páll Hallgrímsson sýslumaður var kjörinn annar endurskoðandi til tveggja ára. Varaendurskoðendur voru end- urkjörnir þeir Guðbrandur Magn ússon forstjóri, og séra Svein- björn Högnason. Formaður þakkaði fulltrúum starfsmönnum og gestum góða fundarsetu og árnaði þeim og samvinnumönnum um land allt heilla í störfum og sleit síðan þessum 61. aðalfundi Sambands íslenzkra Samvinnufélaga. Samverunni í Bifröst lauk með sameiginlegu borðhaldi fundar- manna og hóps starfsmanna og gesta Sambandsins. (Frá SfS). Frá Laxá í Leirársveit Akranesi 21. júní STANGAVEIÐI hófst í Laxá í Leirársveit 12. júní sl. Þrir laxar veiddust fyrsta daginn og tveir amnan daiginn. Báða dagana flaut 18 punda lax með í aiflanuim. Fyrsti laxinn er á land toom fétokst á flugu. — Oddur. Þökkum af alhug auðsýnda samúð og vinarhug við andlát og jarðarför ÞORKELS GUÐMUNDSSONAR Fríða Lárusdóttir og börn hins látna.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.