Morgunblaðið - 22.06.1963, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 22.06.1963, Blaðsíða 6
6 MORCVTSBLÁÐ1Ð Laugardacrur 22. júnf 1963 Úr Austur-Skagafirði JÓN KALDAL, Ijósmyndari, er nú að leggja síðustu hönd á nýja Jjósmyndastofu á Laugavegi 22, efstu hæð, en svo sem kunnugt er brann ljósmyndastofa hans fyr ir einum mánuði og fór þar for- görðum mikið af Ijósmyndapiöt- um Kaldals, myndavél hans o. fl. Kaldal er nú byrjaður að taka myndir aftur eftir að hafa fengið gert við myndavélina í Kaup- mannahöfn, og býst við því að geta hafið ljósmyndun aftur af fullum krafti innan fárra daga. Mbl. átti í gær tal við Kaldal. Kvaðst hann hafa farið til Kaup- mannahafnar með myndavélina þremur dögum eftir brunann, en belgur hennar hafði eyðilagst, og lokarinn hefði bilað. Auk þess hefði þurft að hreinsa linsurnar. Myndavélina kvað Kaldal vera frábært tæki, sem hann hefði fengið fyrir mörgum árum, og „við erum orðin vön saman“, eins og hann orðaði það. Kaldal sagði að hann og kona hans, frú Guðrún Sigurðardóttir, hefðu unnið að því sleitulaust að undanförnu að hreinsa til, skoða ljósmyndaplötur, taka frá það sem e.t.v. væri hægt að bjarga og kasta hinu. Allt þyrfti þó að meðhöndlast, því reykhúð væri 4 öllum plötum og gríðarmikil vinna væri að hreinsa þær. Ekki væri byrjað á því starfi enn, en einn og einn kassi væri athugað- ur til þess að sjá hvað hægt væri að gera. Kaldal kvað ljósmyndastofuna nýju að Laugavegi 22 vera komna í lag, og sagðist vera byrjaður að taka myndir. Færi hann sér hægt í fyrstu meðan hann væri að venjast hinum nýja stað. „En ég held að þetta verði gott hér“, sagði hann. „Eg er ákveðinn í því að safna ekki miklu af ljósmyndaplötum hjá mér í framtíðinni, heldur koma þeim á öruggan stað jafn- hraðan“, sagði Kaldal. Hann bað að lokum að þess yrði getið að þau hjónin hefðu fengið ómetan- lega hjálp við að flytja og bjarga því, sem bjargað varð. Ef ekki hefði notið þeirrar aðstoðar væri hann vart farinn að taka myndir aftur. • Spegilmynd af samtíðinni Borgari skrifar: Við hugsandi fólk úr öllum stéttum verðum að taka á okk- ur ábyrgðina af hinum geig- vænlega drykkjuskap ungling- anna, því hegðun unglinga hef- ur verið og er aðeins spegil- mynd af samtíðinnL • Skemmtiferðir fyrirtækja Nú fer sá tími í hönd að ýms fyrirtæki fara með starfsfólk Bæ, Höfðaströnd, 13. júní: — Þá er nú blessað sumarið komið eftir slæman harðindakafla um og upp úr páskum. Hefur nú skift um til bóta og er nú hver dagur öðrum betri og gróðri fleygir fram. Þegar er farið að láta út kýr víðast hvar og sumsstaðar eru kýr látnar liggja úti í blíð- viðrinu. Þessi tími er einna mesti anna tími fyrir bændur, verið er að koma áburði á tún, kartöflur í garða o. þ. h., en auk þess hafa menn verið uppteknir við sauð- burð, sem sagður er hafa gengið vel víðast hvar. Börnin flykkjast í sveitina. Og nú fjölgar óðum á heimilun um, kaupstaðabörnin eru að flykjkjast í sveitina full eftir- væntingar og gleði yfir nýjum viðfangsefnum. Mörg koma í fyrsta skipti en önnur eru orðin heimavön, og tilhlökkun áreiðan lega bæði hjá þeim og sveitafólk inu að hittast aftur. Síðan ég man fyrst hafa alltaf verið fleiri og færri sumardvalarbörn á mínu heimili, mjög mörg af þeim verða manni kær og bindast okkur lífs tíðarvináttu. Það er mikil breyting frá því að sitja á skólabekk og vera að • eins hjá pabba og mömmu, en vera svo allt í einu komin upp í sveit, í eggjaleit, fjárrekstra, gefa kálfum, bera af og velta sér í heyi. Fæst af þeim hafa tíma til að láta sér leiðast, en þó kem ur það fyrir eins og eðlilegt er. Ef til vill er það lika að einhverju leyti þroskandi og gott, því þá finna þau betur hvað þau eiga heima. Þó vitanlega sé alltaf nokk ur fyrirhöfn og breyting á heim ilunum, þegar þessir ungu borgar ar koma, þá hlökkum við einnig til, og af heilhuga viljum við að þeim líði vel í sveitinni. Búferli. Nokkur breyting mun vera á jarðnæðum hér um slóðir. Á Krossi í Óslandshlíð hefur orðið skipti, fjölskylda Jóhanns heitins Gunnarssonar seldi jörðina en flutti til Sauðárkróks. Kross keypti tengdasonur Ólafs, Mikla bæ í Óslandshlið, og er byrjaður sitt í smá ferðalög um helgar, áður en hin eiginlegu sumar- frí byrja. Það er á allra vitorði að þessar „skemmtiferðir“ eru nær eingöngu fylliríisferðir. Fólkið ekur í smá ferð um ná- grenni bæjarins, en sezt síðan að drykkju, oft á hótelum í ná- grenninu, þar sem hver og einn getur drukkið eins mikið vín og hann þolir sér að kostnaðar- lausu, þar sem fyrirtækið greiðir allan kostnaðinn. Fyrir tilviljun var ég vitni að einni slíkri hópferð. Starfs- fólk opinbers fyrirtækis úr Reykjavík kom í „skemmtiferð“ þar búskap. Sagt er, að feðgar á Kýrholti í Viðvíkurhreppi flytji á Sauðárkrók, en við þá jörð er enginn tilnefndur. Friðrik Pét- ursson, bóndi á Hofi, hættir bú- skap en jörðina tekur á leigu með einhverjum bústofni Þorvaldur Þórhallsson, bóndi á Þrastar- stöðum. Nýr bóndi er kominn að Hugljótsstöðum. Nokkrar breyt- ingar eru þegar orðnar og fyrir hugaðar á jörðum í Hjaltadal og Fljótum. V egaf amk væmdir. Miklar framkvæmdir eru nú fyrirhugaðar í vegagerð, sérstak lega í Strákavegi til Siglufjarð ar, þar mun vera um að ræða stór virka vélavinnu, aðstaða til vinnu er þó talin mjög erfið á þessum slóðum, en mikið kapp á að leggja við framkvæmdir þessar. Meira og minna er svo unnið víð- ar í héraðinu, enda mikil þörf á vegabótum, því að alltaf eykst umferðin um vegina af stórum og smáum farartækjum. Nautgriparækt fer vaxandi. Eg býst við að sauðfjárrækt hér í firðinum aukizt ekki á næstunni og jafnvel eru sumir bæ»dur að skipta að mestu yfir í nautgripa- ræktina. Nú er farið að flytja mjólk utan úr Fljótum í Samlag á Sauðárkróki. Er þá helftin af sýsl unni komin í mjólkursölusvæði Samlags K.S. á Sauðárkróki, enda eykst mjólkurmagnið mikið sem kemur þangað, og töluverðar birgðir af óseldum vörum. Við sjávarsíðuna hefur gengið heldur erfiðlega í vor, fiskafli ver ið tregur fram að þessu. Vertíðar fólk er komið heim. Sumir karl- menn eru farnir aftur á síldveiðar en aðrir eru að byrja útgerð á trillubátum sínum, en eins og fyrr segir er afli ennþá mjög rýr. Tveir dekkbátar eru gerðir út frá Hbfsósi, annar um 18 tonn en hinn um 50. Hafa þeir fengið reyt ingsfisk — en langt sótt. Ró komin á. Kveffaraldur með miklum hita hefur gengið um héraðið, sér- staklega leggst þessi faraldur á börn og unglinga. Eftir allt moldviðrið, sem þyrl að eins vistlegasta sumarhóteli þessa lands. Fyrirtækið hafði tekið á leigu skip sem flutti fólkið hálfa leið á áfangastað. Síðan var því ekið í langferða- bílum að hótelinu. Maður skyldi ætlað að blessað fólkið væri komið á þennan fagra stað til þess að hressa sig á fjallgöngu eða annarri útivist, en svo var ekki. Markmið ferðarinnar virt- ist vera aðeins eitt: vindrykkja. Og ekki að orðlengja það, að upphófst hin ferlegasta drykkju veizla, sem stóð fram á nótt. Síðan var hinu dauðadrukkna fólki ekið aftur að skipinu, sem flutti það til borgarinnar. En ...með kvöldkaffinu ÞEGAR ÞÉR gistið í Kaup- mannahöfn, getið Jtér iesið Morgunblaðið samdægurs, — með kvöidkaffinu í stórborg- inni. FAXAR Flugfélags íslands flytja blaðið daglega c<T það er komið samdægurs i blaða- söluturninn í aðaljárnbrautar- stöðinni við Ráðhústorgið — IJovedbanegardens Aviskiosk. FÁTT er ánægjule.gra en að lesa nýtt Morgunblað, þegar verið er á ferðalagi vtra eða dvalizt þar. JflcrcgtmWaMíi að var upp við kosningarnar, er nú ró komin yfir og lítið minnst á pólitík. Við sveitafólkið, og raunar flestir aðrir, höfum líka nóg annað um að hugsa og sýsla, þar sem vorstörf byrjuðu seint og sólarhringurinn endist varla til að anna þeim störfum, sem fyrir liggja. Nýr prestur og læknir. Og svo má ekki gleyma okkar andlegu velferð. Síðastliðinn vet ur höfum við i Hofs-, Hofsós- og Fells-prestaköllum verið prestslaus síðan sr. Árni Sigurðs son flutti til Norðfjarðar austur. Nú hefir einn prýðis maður, sr. Oddur Thorarensen, prestur að Hofi í Vopnafirði sótt um þessi brauð. Prestskosning hefur farið fram með mikilli þátttöku sókn arbarna. Einnig hefur héraðslækn ir okkar, Valgarð Björnsson, sem þjónað hefur Hofsóslæknishéraði síðan 1. október sl. nú fengið veitingu fyrir héraðinu. Ættum við því að vera vel á vegi stödd með þjónustu til sálar og lík- ama. — Björn í Bæ. ekki voru allir þannig á sig komnir andlega eða líkamlega að þeir væru ferðafærir og urðu þeir eftir á hótelinu. • Sami leikur í hópi jafnaldra? Nær er mér að halda að Þjórsárdalsæfintýrið sé hreinn barnaleikur í samanburði við hópdrykkju starfsfólks ým* issa fyrirtækja borgarinnar, Kannski þeir unglingar, sem þar voru, séu starfandi hjá ýmsum fyrirtækjum í Reykja- vik, sem fara þessháttar „skemmtiferðir" og vilji nú leika sama leikinn í hópi jafn- aldra sinna. Væri ekki ærið verkefni að rannsaka á hvern hátt t. d. opinber fyrirtæki eiga í drykkju skap almennings, og gaman væri að fá að sjá hvaða upphæð opinberar stofnanir verja til vínkaupa fyrir starfslið sitL BOSCH Dynamóar í báta 1.5 kw 32 volt og 3 kw 32 volt P € BRÆÐURNIR ORMSSON HF. Sími 11467. BOSCH

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.