Morgunblaðið - 22.06.1963, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 22.06.1963, Blaðsíða 2
2 TU O R C V IV B L A Ð 1 Ð Laugardagur 22. júnl 1963 Frá fundi Flokksráðs Sjálfstæðisflokksins í Sjál fstæðishúsinu í gær. — Ljósm. Mbl. Ól. K. M. -Stjórnarsamstarfið Framhald af bls. 1. „Þar sem lýst var yfir því af hálfu beggja stjórnarflokk- anna fyrir kosningar, að þeir mundu halda áfram samstarfi um ríkisstjórn, ef þeir hlytu nægilegt fylgi til þess, þá tel- ur flokksráðið það rökrétta afleiðingu kosningaúrslitanna að samstarfið haldi áfram á sama grundvelli í meginatrið- um og lagður var á síðasta kjörtímabili". Síðan ræddi formaður ýtarlega úrslit alþingiskosninganna. Miklar umræður Eftir ræðu Bjarna Bene- diktssonar hófust umræður, og tóku þessir til máls: Hermann Þórarinsson, hreppstjóri, Blöndu- ósi; Birgir Gunnarsson, borgar- fulltrúi, Reykjavík; Jón Pálma- son, fyrrv. bóndi, Akri; Sigurður Bjarnason, alþ.m., frá Vigur; Karl Friðriksson, vegaverkstjóri Akureyri; Ólafur Bjarnason, bóndi, Brautarholti; Ólafur Thors^ forsætisráðherra; Bjarni Bene diktsson, dómsmálaráðherra, og Sigurjón Sigurðsson, bóndi Raft- holtL Að umræðum loknum var bor- in undir atkvæði framangreind tillaga formanns flokksins og var hún samþykkt í einu hljóði með atkvæðum allra fundarmana. Formaður sleit síðan fundL Dregur úr gagnrýni Ihalds- manna á stjórn Macmillans — því veldur hræðsla flokksmanna við kosningar nu London, 21. júní. — (AP) — A L L T þykir nú benda til þess, að Macmillan, forsætis- ráðherra, og stjórn hans muni sitja áfram. Telja stjórn málafréttaritarar í dag, að margir íhaldsmenn, sem und- anfarið hafa gagnrýnt for- sætisráðherrann, séu nú að snúast til fylgis við hann á nýjan leik. f gærkvöld var haldinn sér- stakur fundur íhaldsmanna. — Höfðu hægrisinnar í flokknum spáð því, að þar myndi gerð hörð hríð að Macmillan. Þeir spá- dómar rættust þó ekki. Kom ekk Þoka á miðunum LÍTIÐ sem ekkert var að frétta af síldveiðunum í gær- kvöldi. Á fimmtudag var svarta- þoka á miðunum, og fékk þá að- eins einn bátur síid, Halldór Jónsson, 250 mál út af Digranesi. í gær hélzt sama þokan, en veð- ur var að öðru leyti gott. Flotinn er aðallega á tveimur stöðum, 60 mílur austur af Langanesi og 60 mílur norð-austur af Grímsey. Á fyrri staðnum fékk Sigurpáll 100 mál í gær. Þar hafði orðið allmikið vart við kolmunna. Á seinni staðnum fékk Oddgeir 500 mál í gær. Fanney leitaði í Húnafióa í gær og varð lítið vör við yfirborðs- síld. Svo til engin áta var þar. ert fram á þeim fundi, sem var forsætisráðherranum og stjórn- inni sérstaklega í óhag. Þvert á móti héldu nokkrir ræðumenn, þá sérstaklega Derek Walker Smith, fyrrverandi heilbrigðis- Cróðursetning trjáplantna í Kjós Laxveiði í Borgarfirði Akraneisi, 21. j ún f FREKAR treg laxveiði hefur ver ið í Hvítá það sem af er, en þó skárri vestan megin árinn- ar, sagði Kristján Fjeldsted bóndi í Ferj ukoti mér í kvöld. Stamga veiði hetfur verið sæmileg i Norð urá .Þeir hafa orðið svona varir í Grímisá. Minnkað hefur stórlega í ánum fyrir norðanáttina, sem varað hetfir undanfarna daga. Lax inn hefur gengið nokkuð snemima en aðalgöngumar eru þó etftir. — Oddur Profumo-málið fyrir rannsóknarnefnd — Wilson telur það ófullnœgjandi, enda verða vitni ekki eiðsvarin málaráðherra, því fram, að frá- för Macmillans nú væri óhugs- andi. Kvað hann slíkt myndu leiða mikinn ósigur yfir flokk- inn, því að kosningar nú væru ótímabærar. Skýrði Smith mál sitt með því að benda á, að segði stjórnin af sér nú, mætti búast við, að bráðabirgðastjórn tæki við fram yfir kosningar. Dæmin sýndu, að stjórnarandstaðan hefði áður átt aðild að slíkri stjórn. Við slíkar aðstæður myndi Verka- mannaflokkurinn fá sterkari að- stöðu. Þar til kynni að bætast klofningur innan íhaldsflokksins, en allt þetta yrði mjög til að veikja aðstöðu hans í kosningum yrðu þær haldnar á næstunni. Er það nú almennt álit stjórn- málafréttaritara, að stjórn Mac- millans hafi heldur styrkzt í sessi, a.m.k. hvað viðvíkur gagn- rýni sjálfs íhaldsflokksins. London, 21. júní — (NTB) E N N kom til umræðu um Profumo-málið á fundi neðri málstofunnar brezku í dag. Þá tilkynnti Macmillan, for- sætisráðherra, að stjómin hefði ákveðið að skipa sér- staka rannsóknarnefnd, er rannsaka skyldi málið í smá- atriðum. Skýrði forsætisráð- herrann svo frá, að formað- ur nefndarinnar yrði Denn- ing, lávarður, sem er einn þekktasti lögfræðingur Breta. Harold Wilson, leiðtogi Verka- mannaflokksins, mælti gegn þess ari ráðstöfun, sem hann sagði vera allsendis ófullnægjandi. — Krafðist hann þess, að skipuð yrði rannsóknarnefnd, sem fúll- trúar allra stjómmálaflokkanna ættu aðild að. Aðeins einn kostur annar kæmi til, þ.e. að láta dóm- stól taka málið til sín. Þá lagði Wilson áherzlu á, að ekki væri hægt að kalla til öll nauðsynleg vitnL væri málið tekið fyrir á þann hátt, sem stjórnin hugsar sér. Macmillan skýrði þá frá því, að Denning, lávarði, yrði í sjálfs vald sett, hvaða vitni hann kall- aði fyrir. Þau yrðu þó ekki eið- svarin. Wilson skýrði þá frá því, að veita yrði formanni rannsóknar- nefndarinnar fullt og óskorað vald, þar eð hann myndi eiga við að glíma nokkra mestu lyga- laupa, sem nú væru uppi á Bret- landseyjum. Ekki er enn ljóst, hvort nið- urstöður þær, sem rannsóknar- nefndin kann að komast aS, verða birtar opinberlega. Franskar sýningar stúlkur í Sögu FRANSKAR sýningarstúlkur sýndu í gærkvöldi 50 klæðnaði frá París í Súlnasal Hótel Sögu. Var tízkusýningin einn liðurinn í „franska“ kvöldinu, sem ferða- skrifstofan Sunna stendur fyrir í samvinnu við aðra aðila. Var þetta fyrsta kvöldið af þremnr, en hin verða í kvöld og á sunnudag. Tízkusýningarstúlk- urnar fara aftur utan á mánu- dag og sýna á þriðjudaginn á Ítalíu. Franski sendiherrann var við- staddur, og franski sendikennar- inn flutti ræðu um samband ís- lands og Frakklands. Salurinn var allur skreyttur blómum, og ilmvatnsgjafir voru á hverju borði frá franska fyrirtæikinu Coryse Salone. Skólastjóri tízku- skóla þess fyrirtækis kynntl snyrtivörur milli þess, sem sýn- ingarstúlkurnar komu fram. Evrópuför Kennedys er ótímabær nú segir „The Times“ í London London, 21. júní — NTB „The Times“ í London, sem er óháð blað, heldur því fram í dag, að fyrirhuguð heimsókn Kenne- dys Bandaríkjaforseta til Evrópu, sé ótímabær. Telur blaðið, að kynþáttaó- eirðirnar í Bandaríkjunum, vænt anleg kanzlaraskipti í V-Þýzka- landi, og erfiðleikar þeir, sem brezka stjórnin á nú í, muni verða mjög til að draga úr ár- Yfirlýsing IUansholts hagstæð Íslendingum angri af ferðinni. Þó telur blaðið rétt, að reyna að stuðla að því að sem mestur árangur náist. Blaðið víkur ennfremur að stjórnmálaástandinu á ítaliu, og óvissunni, sem ríkir á því sviði. Ekki vill blaðið þó að heimsókn forsetans til Evrópu verði frestað héðan af. Samstarf ríkjanna beggja vegna Atlantshafsbanda- lagsins krefjist alltaf náins sam- starfs, og því megi alltaf vænta nokkurs árangurs af heimsókn Kennedys, þótt hann kunni að verða minni, en orðið hefði,. ef betur hefði staðið á. Valdastöðum í Kjós 20 júnL TJM fimm þúsund trjáplöntur voru gróðursettar hér um sl. helgi. Mest var sett niður í landi ® Neðra-Háls og Valdastaða, eða um 3 þús. plöntur, þar næst á lóð barnaskólans að Ásgarði. Auk þess var sett niður við nokk ur heimili, sem eru með gróður- reitL — St G. segir Jónas Haralz Morgunblaðið hafði í gær tal af Jónasi Haralz, forstöðumanni Efnahagsmálastofnunarinnar, vegna eftirfarandi fréttar, sem birtist þá í MbL.: Brússel 19. júní (NTB). VARAFORSETI stjórnarnefndar Efnahagsbandalags Evrópu, Sicco Mansholt, sem fjallar um land- búnað og fiskveiðar innan banda lagsins, sagði í dag, að banda- lagslöndin ættu ekki að stefna að því að verða sjálfum sér nóg sviði fiskveiða og fiskfram- leiðslu. Hann sagði, að bandalagsríkin ættu að flytja inn fisk frá öðrum löndum. Spurðist Mbl. fyrir um það, hvort þessi yfirlýsing hefði eitt- hvert sérstakt, ísland. Jónas kvað þetta að vísu ekki vera neina óvænta yfirlýsingu, en þetta mætti samt teljast góð yfirlýsing og hagstæð Islandi, ekki sízt þar sem mikill áhrifa- maður gæfi hana. Efnahagsbandalagslöndin hefðu ekki verið sjálfum sér næg um fisk og fiskafurðir. Þeir, sem sjávarútveg stunda í EBE-lönd- unum, vilja, að löndin verði sjálf um sér næg, en til þess yrði að auka mjög fiskiflota þeirra. Tæk- ist þeim það ekki, yrði EBE að lækka hinn háa íisktoll. Hins vegar hlyti fiskur alltaf að verða dýrari, sem framleiddur væri í þessum löndum, heldur en fisk ur frá Noregi og Islandi. Innan Efnahagsbandalagsins gætti tveggja tilhneiginga, vernd nýtt gildi fyrirunartilhneiginga og fríverzlunar- tilhneiginga. Margt væri enn í verndunaranda í bandalaginu, en almennt sjónarmið þess yrði að teljast í fríverzlunaranda, enda væri það beinlínis tekið fram í fyrstu greinum sáttmála þess. Verndaráhrifa gætti einkum á sviði landbúnaðar og fiskveiða, sem eðlilegt væri. Fisktollurinn væri t.d. nú óskaplega hár, 18%, og yrði að lækka hann, ef EBE gæti ekki orðið sjálfu sér nægt um fisk, eða fríverzlunarsjónar- miðin yrðu ofan á. Sicco Mansholt er fyrrverandi landbúnaðarmálaráðherra Hol- lendinga. Kvað Jónas að lokum ekki undarlegt, þótt hann héldi fram tilvitnaðri skoðun, því að Hollendingau: væru nú helztu málsvarar frjálsrar verzlunar í Evrópu, auk Svia. V arðbergsf undur um samvinnu Evrópuríkja VARÐBERG, félag ungra áhuga- manna um vestræna samvinnu, efnir til fundar í Þjóðleikhús- kjallaranum laugardaginn 22. júní kl. 12 á hádegi. Þar mun for stöðumaður upplýsingadéildar Evrópuráðsins, Paul M. G. Levy, halda erindi um viðhorfin í sam- vinnu rikjanna í Vestur-Evrópu og hlutverk Evrópuráðsins. Eins og kunnugt er af fréttum, er hér um að ræða tímabært efni. Hafa ýmsir stjórnmálamenn undanfar- ið látið í Ijós þá skoðun, að eftir slit viðræðnanna í Briissel um að ild Breta að EBE sé Evrópuráði8 öðrum stofnunum líklegra til að geta fjallað um vandamálin með árangri. — Paul M. G. Levy er Belgíumaður. Hánn er staddur hér á landi í þriggja daga heim- «ókn. _

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.