Morgunblaðið - 23.07.1963, Side 8
8
MORCVNBLAÐIÐ
Þriðjudagur 23. júlí 1963
SKÁLHOLT var í hálfa áttundu
öld höfuðstaður íslenzkrar kirkju
og kristni. Þar sátu fyrstir á
biskupsstóli, síðari hluta elleftu
aldar, feðgarnir ísleifur og Giss-
i'4‘. Af þeim stóð slíkur ljómi,
að líkast þótti sem konungar
væru. Síðastir Skálholtsbiskupa,
á seinni hluta átjándu aldar,
voru feðgarnir Finnur og
Hannes, fremstu fræðimenn ís-
lands um sína daga.
Því fer fjarri, að allir Skál-
holtsbiskupar væru jafningjar
þessara manna. En dæmi þeirra
og margra annarra sýnir, hversu
víðfem áhrif bárust um allt þjóð-
lífið frá Skálholti. Skálholt var
ekki einungis höfuðstað l ■ kirkju
og kristni, heldur og í menningu
og mörgum landsstjórnarmálum.
Biskuparnir réðu og löngum yfir
mesta auðsafni, sem þá var á
landi hér.
Skálholt var þó einungis einn
af höfuðstöðum Islands. Biskups-
stólarnir voru tveir, á Þingvöll-
var dvalið í búðum fáa daga á
hverju sumri, framkvæmdavald-
ið var löngum laust í reipum
og innlendir handhafar þess áttu
engan fastan samastað. Verzlun-
ararður var fluttur úr landi og
vsrnð því ekki til uppbyggingar
innanlands. Kraftarnir dreifðust
og hvergi myndaðist sá styrkur
og framkvæmdageta, sem þétt-
býli fylgir. Þetta stuðlaði að
veiklun þjóðfélagsins svo að litlu
munaði, að það liði með öllu
undir lok skömmu áður en hin-
um fornu höfuðstöðum hnignaði
3vo, að þeir voru sviftir sinni
aldagömlu hefð.
Enginn þessarra staða var þó
svo rúinn ytri merkjum fornr-
ir frægðar sem Skálholt. Af þeim
sökum lögðu langa hríð flestir
ieið sína hér hjá garði, þótt þeir
Bræörahugsjónir kristindómsins verði
öfium ófriðar og gereyðingar yfirsterkari
ákvarðanir, enda er æskilegt að
efld séu ráð kirkjunnar yfir
hennar eigin málum.
Mér veitist nú sú ánægja og
sæmd að lýsa yfir, að ríkisstjórn-
in hefur ákveðið að nota þá
heimild, sem í lögunum er veitt.
Leyfi ég mér því að afhenda
biskupnum yfir íslandi afsals-
bréf fyrir Skálholtsstað ásamt
öllum mannvirk; U n og lausafé,
sem í eign ríkisins eru á staðn-
um og honum heyra til. Fel ég
þjóðkirkjunni umráð staðarins
frá þessari stundu og bið hana
vel að njóta.
Ísí. OStUl
fluttur út?
SIGUKÐUR Benediktsson, for-
stjóri OSTA- og smjörsöl-
unnar, skýrði svo frá á blaða-
mannafundi í gær að alit til
ársins 1962 hefði mjólkurfram-
leiðsla og sala mjólkurafurða
innanlands haldist í hendur. 1962
hefði hinsvegar verið framleidd-
ir 3 milljónir lítra af mjólk um-
fram það sem til neyzlu þurftl
inananlands, og búast mátti vij
að svipuð aukning yrð“enn í ár.
Sagði hann að m.a. vegna þessa
væri Osta og smjörsalan að þreifa
fyrir sér um útflutningsmögu-
leika á íslenzkum ostum til Vest-
ur-Þýzkalands.
Þá sagði Sigurður að gera
mætti ráð fyrir aukinni fram-
leiðslu á mjólkurdufti og ostum
vegna aukinnar mjólkurfram-
leiðslu.
Aðspurður um hvort íslenzkur
ostur væri samkeppmsfær 1
V-þýzkalandi vegna tolla Efna-
hagsbandalagsins, sagði Sigurður
að ekkert hefði verið minnst á
tolla við ísléndinga varðandi
þennan fyrirhugaða ostaútflutn-
ing, hvernig svo sem á því stæðL
Annars væri 2714% tollur á osti
í V.-þýzkalandi.
Sigurður ságði að mál þetta
væri skammt á veg komið og
ekki hægt að segja neitt á þessu
stigi þess um hve mikinn útflutn-
ing yrði að ræða. Taldi hann að
skorpurlaus 45% ostur yrði fyrir
valinu.
Arekstur á
Avarp Bjarna Benediktssonar kirkjumála-
ráðherra í Skálholtskirkju
ferðuðust um hérað og fýsti að
sjá hinn sögufræga stað.
Sögunnar hjóli verður ekki
snúið aftur á bak. íslendingar
eiga nú sína höfuðborg og Skál-
holt verður aldrei aftur sá höfuð
staður þjóðarinnar, sem það var
um margar aldir. En það hlýt-
ur ætíð að skipa hefðarsess í
hugum íslendinga. Þess vegna
var það ekki einungis metnað-
armál heldur ærusök að veita
staðnum þá ytri ásýnd, sem sómi
væri að. Það hefur nú tekizt
með byggingu dómkirkjunnar,
sem verið var að vígja. Hún
er í sjálfu sér hið fegursta hús
og til þess löguð að endurvekja
þær sömu minningar, sem við
Skálholt eru tengdar. Því að
þótt hér hafi margt gerzt, er það
fyrst og fremst kristnisaga ís-
labds, sem okkur kemur í hug,
þegar Skálholt er nefnt.
Þá skiptir ekki máli, þó að
hin kaþólska kirkja hafi miklu
lengnr en okkar evangelsk-
lúterska þjóðkirkja haft biskups-
stól í Skálholti. Hin síðartalda
er afsprengi og eftir íslenzkum
lögum arftaki hinnar fyrri. Siða-
skiptin urðu raunar ekki með
ljúfu samþykki landsmanna en
hafa fyrir löhgu unnið sér hefð
í hugum þeirra. Annað mál er,
að allir kristnir menn hljóta að
fagna þeirri viðleitni, sem leið-
togar móður-kirkjunnar hafa nú
til eyðingar sundrung innan
kristindómsins. Vonandi verður
gifturíkur árangur af því frum-
kvæði á tímum sívaxandi al-
þjóðlegs samstarfs, þegar meira
liggur við en nokkru sinni fyrr,
að bræðralagshugsjónir kristin-
dómsins verði öflum ófriðar og
gereyðingar yfirsterkari.
Hverju nafni, sem kirkjan hef-
ur nefnzt, hefur boðskapur henn-
ar verið í meginatriðum hinn
sami. Við gerum ekki upp á milli
kirkjudeilda, þegar við þökkum
kirkjunni fyrir þann skerf, sem
hún hefur lagt fram til heilla
íslenzku þjóðinni. Mestu skiptir
að sjálfsögðu sú sáluhjálp, sem
hún hefur veitt ótal einstakling-
um. En hún á einnig sinn ómet-
anlega þátt í mótun íslenzkrar
menningar og þróun hennar á
hverju, sem hefur gengið. Á
þann veg hefur hún vissulega
stuðlað að endurreisn islenzku
þjóðarinnar og lýðveldis á Is-
landi.
í þakklætisskyni fyrir allt
þetta samþykkti síðasta Alþingi
lög um heimild handa ríkisstjórn
inni til þess að afhenda þjóð-
kirkju íslands Skálholtsstað og
hluti* þau staðfestingu forseta
íslands hinn 26. apríl s.l.
í lögunum segir m.a.:
»1- gr-
Ríkisstjórninni er heimilt að
afhenda þjóðkirkju íslands end-
urgjaldslaust til eignar og um-
sjár jörðina Skálholt í Biskups-
tungum ásamt öllum mannvirkj-
um og lausafé, sem nú eru í eign
ríkisins á staðnum, enda veiti
biskup íslands og Kirkjuráð eign
þessari viðtöku fyrir hönd þjóð-
kirkju íslands ög hafi þar for-
ræði um framkvæmdir og starf-
rækslu.
2. gr.
Ríkissjóður skal árlega greiða
kr. 1.000.000.00 í sjóð, sem vera
skal til áframhaldandi uppbygg
ingar í Skálholti og rekstrarfé
þeirrar starfrækslu, sem biskup
og Kirkjúráð koma þar upp.
Stjórn sjóðsins skipar Kirkju-
ráð.“
Ég sagði að lögin hefðu verið
sett í þakklætisskyni fyrir unn-
in verk. Rétt er það. En við
Skálholt eru ekki aðeins tengd-
ar dýrmætar minningar heldur
og bjartar vonir.
Þessi lög eru sett í þeirri sann-
færingu, að kirkjan kunni betur
með Skálholt að fara en nokkur
annar. íslendingar treysta þjóð-
kirkja sinni til þess að nota
þessa eign sína svo, að hún
verði á ný óteljandi einstakling-
um og þjóðfélaginu öllu til heilla
og blessunar.
Samkvæmt lögunum er kirkj-
unni það í sjálfsvald sett, hvernig
hún starfrækir staðinn. í þeim
efnum er kirkjan einfær um
Landbrotsvegi
HOLTI, 22. júlí. — Bifreiða-
árekstur varð á sunnudaginn á
Landbrotsvegi í V-Skaftafells-
sýslu. Fimm manna Chevroletbif
reið og Ford Taunus, báðir úr
Reykjavík, rákust harkalega
saman með þeim afleiðingum, að
bifreiðastjóri Taunus-bifreiðar-
innar og hjón, sem með honum
voru, skárust illa á andliti. í hin-
um bílnum voru hjón og skarst
konan á enni. Héraðslæknirinn
á Kirkjubæjarklaustri gerði að
sárum fólksins, sem síðan var
flutt í sjúkrabíl til Selfoss.
— Fréttaritari.
Samningur um tiiraunabann
væntanlegur innan tveggja daga
Moskvu, 22. júlí (AP-NTB).
ÞRIGGJA klukkustunda fundur
var haldinn í dag á þríveldarað-
stefnunni í Moskvu um bann við
tilraunum með kjarnorkusprengj
ur Að fundinum loknum ræddust
aðalfulltúar þríveldanna, þeir
Andrei Gromyko utanríkisráð-
herra Bandaríkjanna og Hails-
ham lávarður vísindamálaráð-
herra Bretlands, við einslega í
eina klukkustund.
í sameiginlegri yfirlýsingu, er
gefin var út að viðræðunum lokn
um, segir að frekari árangur
hafi náðst um samning um bann
við tilraunum í geimnum, í and
rúmsloftinu og neðansjávar.
Franska fréttastofan AFP hef-
ur það eftir heimildum í Washing
to: að samningar muni nást inn
an tveggja sólarhringa.
I yfirlýsingunni frá ráðstefn-
unni segir að auk tilraunabanns
hafi einnig verið rætt um önnur
sameigiruleg hagsmunamál. Talið
e að hér sé m.a. átt við gagn
kvæman griðarsáttm. milli ríkja
Atlantshafsbandalagsins og Var-
sjárbandalagsins. Einnig hefur
Krúsjeff forsætisráðherra óskað
eftir viðræðum um Berlín, gagn
kvæmt eftirlit til að fyrirbyggja
skyndiárásir og takmörkun á
fjárveitingum til hernaðarþarfa.
Álitið er að Harriman og Hails-
ham lávaður, sem ekki hafa um-
boð til að ganga frá samningum
um þessi atriði, vilji ganga endan
lega frú samningi um tilrauna-
hann, en fresta frekari umræðum
um aðrar tillögur.