Morgunblaðið - 01.08.1963, Page 17
Fimmtudaffur 1. Seúst 1963
ÍUORGUWBT. 4ÐIÐ
17
100 ára miniiing
Sr. Árni Björnsson prófastur
í DAG 1. ág. 1963 eru 100 ár
liðin frá fæðingu þessa merka
manns. Fyrir sakir margra og
sumra mikilla minninga undir-
ritaðs, sem við hann eru bundn-
ar, allt í frá bernsku minni á
Norðurlandi og síðan um árauga
bil sem samstarfsmanns, allt til
þess að hann fimmtugur flutti
til Suðurlands, hlýt ég að minn-
ast hans nú á aldarafmælinu. —
Eftir ástæðum er varla afsökun-
arvert að margt af því, er hér
kann að verða skrifað niður hafi
á sér nokkuð pérsónulegan blæ.
Séra Árni (svo var hann gjarn
’ast nefndur) er fæddur að Höfn-
um á Skaga í Húnavatnssýslu
1. ág. 1863. Ólst þar upp frá 6
ára aldri. Björn Sigurðsson faðir
hans, síðar bóndi á Tjörn í sömu
aveit, var bróðir Árna stórbónda
í Höfnum. En þeir bræður voru
synir Sigurðar bónda í Höfnum,
hins vitra manns og konu hans
Sigurlaugar Jónsdóttur frá Gili
í Svartárdal I sömu sýslu. Var
hún af hinni svokölluðu Ytri-
Eyjarætt. En frá þeirri ætt er
einnig kominn karleggur Háa-
gerðisættar, sem Björn á Veðra-
móti er kominn af. Móðir sr.
Árna, Elín Jónsdóttir var sunn-
lenzk, frá Eyrarbakka, merk
kona enda af góðum ættum. Er
eigi unnt að rekja ætt hennar
hér með vissu. Hún er fædd 7.
nóv. 1833. Hefir því þrítug alið
þennan son.
Sr. Árni var til mennta settur
af fóstra sínum og föðurbróður.
Varð stúdent 1885 með I. eink.
og cand. theol. 1887. Fékk hann
sama ár veitingu fyrir Reyni-
staðarklaustursprestakalli í
Skagaf. og fluttist þangað þegar
Bjó fyrst að Fagranesi á Reykja
strönd undir Tindastóli. Þar var
þá prestssetur og kirkja, þar til
að kirkja var reist á Sauðár-
króki 1892. Fluttist þá prestur-
inn til Sauðárkróks, enda þjón-
aði hann einnig Reynistaðar-
kirkju. Hætti hann þá að mestu
búskap á Fagranesi og innan
skamms að öllu. Enda biðu hans
„víðar dyr og verkmiklar" á Sauð
árkróki, sem þá var nokkuð vax-
andi kauptún.
Barátta var framundan —
bæði inn á við og út á við. Hann
hlaut frá öndverðu starfi sínu
þarna að berjast harðri baráttu
persónulega gegn hinum mikla
bölvalda samtíðarinnar. Sá styr
endaði með glæstum sigri hins
unga prests — í krafti Krists. —
Eftir 5 ár frá kirkjubyggingunni
eða árið 1897 reis I.O.G.T. stúka
á staðnum. Hún kom að honum
sem ákveðnum byrjandi sigur-
vegara. Hann varð einn aðal-
stofnandi hennar, með Regluboð
anum S. Á. Gíslasyni. Og strax
varð hann svo aðalstarfandi
hennar, virtur og elskaður. Mátti
með sanni heita „sómi hennar
sverð og skjöldur" og mesti
starfsmaður öll þau 16 ár er liðu
frá því hún hóf störf, og þar til
hann flutti burtu. Það voru góð
viðskipti á báðar hliðar, og gæti
verið dýrmætt fordæmi mörgum
af oss, er nú berum ábymðina
skýlausa og þunga, — Stúku-
systkini hans hörmuðu líka svo
burtflutnings hans suður ' að
Görðum, að einn félaginn fann
ástæðu til þess í skilnaðarsam-
sætinu að varpa fram þessum
hughreystingarorðum: Minn-
umst hins fornkveðna að „víðar
er Guð en í Görðum“. — En um'
margt fleira og mjög mikilvægt
varð sr. Árni forystumaður á
Sauðárkróki, er hann hafði kom
ið sér fyrir vel og á öruggar lagg
ir. Auk síns aðalstarfs sem prests
og andlegs leiðtoga var nú margt
veraldlegt við að fást. Hann
stjórnaði ungum sparisjóði stað-
arins. Var sýslunefndarmaður
um langt skeið. Einnig hrepps-
nefndaroddviti, eftir að kauptún
ið varð sérstakur hreppur 1907
Formaður skólanefndar barna-
skólans fyrsta, er stofnaður hafði
verið 1882, sex árum fyrir komu
hans til prestakallsins. Hélt hann
því starfi svo áfram til burt-
fararárs. Oft hafði hann kennslu
á höndum við gamla skólann og
skólastjórn síðustu árin fyrir
1908 er hið gamla skólahús og
skólakerfi var lagt niður og nýtt
skólahús undir nýjum lögum og
stjórn nýs ungs skólastjóra tók
til starfa, þar sem hann þó
fylgdist með af áhuga og í sam-
starfi.
Frá þessum tíma og reyndar
fyrr, mátti sr. Árni heita höfuð-
klerkur prófastsdæmisins og
skipaður prófastur frá 1908.
Nú kemur bráðlega hinum miklu
þáttaskilum, sem áður var drep-
ið á. Sr. Árna var veifct Garða-
prestakall á Álftanesi 1913. —
Þangað hlaut hann að hverfa
með mikla fjölskyldu sína og
frá öllum störfum, vinum og sam
starfsmönnum. Þar syðra varð
svo verksvið sr. Árna æ síðan,
og þaðan komu þau hjón síðan
börnum sínum til skólamennt-
unar og menningarþroska. Enda
mun það hafa verið markmið
þeirra vitru og góðu hjóna frá
byrjun með þessari miklu ráð-
breytni og erfiða búferlaflutn-
ingi. Við nýjar aðstæður tók
starfið að sjálfsögðu á sig nýjar
myndir. Og önnur og ný verk-
efni kölluðu að. En einnig þar
vann sr. Árni álit og traust.
Hann starfaði mikið í Hafnar-
firði sem í öðrum sóknum sínum.
Varð formaður í K.F.U.M. þar,
og vann þar gott starf meðal
ungra manna. Árið 1916 var
hann skipaður prófastur í Kjal-
arnesprófastdæmi. — Þung(
starfsins hlaut að miklu leyti að
færast úr fámennum sveitasókn-
um til vaxandi kaupstaðar.
Hann fluttist því frá Görðum
til Hafnarfjarðar 1928. Aðsetur
hans var svo þar, þar til yfir
lauk. Hann lézt í Hafnarfirði
1932.
Sr. Árni Björnsson var frem-
ur hár maður vexti, flatvaxinn
og herðibreiður, baraxla og ryð
vaxinn. Höfuðlagið var fallegt.
Andlitið var frítt en fremur stór
leitt, bjart og svipmikið einkum
um brúnir og ennið breitt, hátt
og hvelft. Augun gráblá, nokk-
uð stór, oftast mild, en gátu gef-
ið sterkt tillit. Bjarthærður og
oftast langhærður. Útlitið allt
ekta germannskt, (eins og ég hefi
það gleggst séð á norskum vega-
vinnumönnum djúpt inni í Upp-
löndum Noregs). Hann var mað-
ur höfðinglegur í sjón og hógvær
í framkomu og gekk hægt. Sem
kennimaður var hann kostgæt-
inn flytjandi Orðsins. Ræður
hans jafnan innilegar Krists-
predikanir, ósjaldan með vörm-
um innskotum mæltum af
munni fram, því að hann var vel
máii farinn og skáldmæltur. End
aði stundum ræður sínar með
heitu bænarversi. Eru mér enn
1 minni eftir 70—75 ár sumar
spurningar hans, setningar úr
ræðum og vers. — Ýmsar ritgerð
ir hans og ræður eru prentaðar
á ýmsum stöðum. (K.F.U.M blað
Barmi 24. bls. 57. — D. ísl.
kirkes. ’32. — o. víðar.)
Minningar mínar ýmist
skemmtilegar eða alvarlegar um
sr. Árna sem prest, sálusorgara,
samstarfsmanns og vin, væn
freistandi að skrifa um í löngu
máli. En eigi veiður það gjört
hér. Þær minningar ná yfir langt
tímabil allt frá því að ég var 5
ára drengur á Heiði í Göngusk.,
að ég sá tvo menn koma gangandi
með hattana í höndunum utan yf
ir Laxárdalsheiði á snjóbjörtum
skínandi vordegi og heyrði ein-
hvern segja: „Nýi presturinn ungi
er að koma“. Man glöggt hve fal-
legur mér þótti hann, er hann var
að skafa af sér snjóinn í bæjar-
dyrunum með borðhníf. En faðir
minn, frændi hans stóð hjá. Eftir
hinum manninum man ég alls
ekkert. Man fyrsta barnaprófið
á Fagranesi (líkl. 1892) er hann
lét halda, og ég 9 ára tók þátt
í. Man messur þar vetrinum áður
og heimsóknir okkar þangað
tveggja elztu Veðramótsdrengja,
er við fengum að fara til „góða
fólksins“. — Friðrik Friðriksson
ungur latínuskólapiltur var þar
líka um hríð, sem skjólstæðing-
ur og vinur prestsins, sem var
aðeins 5 árum eldri. Man barna-
prófin á Sauðárkróki í „gamla
skólanum" næstu vorin. Þar að-
ungur maður mágur prestsins,
einnig latínuskólapiltur, Jóhann
Sigurjónsson frá Laxamýri, sem
mér leizt vel á, og sem sagði „fari
hann gangandi“, þegar prófdóm-
andi, er hann var sendur til kom
ekki strax! Ég man heimsóknir
á prestsheimilið fyrr og síðar.
Man vináttu föður míns og
prestins í sorg og gleði. Man
ljóst fermingu mína og Gunnlaugs
Claessens tveggja saman um
haust, sem var óvanalegt, en
varð að ske, því að báðir áttu
að fara burtu, (sinn í hvora átt)
komandi vetur til skólanáms. —
Alveg sérstaklega er djúpstæð
minnig þess, er móðir
stóra hópsins á Veðramóti, Þor-
björg Stefánsd. lá á líkfjölum
og sr. Árni kom gagngert (og
gangandi?) upp að Veðramóti og
heilsaði föður mínum í bæjar-
dyrum með klökkum huga og
faðmaði hann að sér. Ég hafði
ekki séð slíkt fyrr með fullorðn
um karlmönnum. Þá minnist
ég með gleði og þökk, er ég síðar
ungur námsmaður erlendis í ára
dvöl þar, fékk bréf frá honum
innilegt og kristilegt. Beinlínis
einsk. sálusorgun. Mig uggir, að
minna sé nú orðið um það há-
leita starf presta en var, er við
„aldamótamennirnir" vorum að
alast upp. Og eins um húsvitj-
anirnar. Er þess þó engu síður
þörf nú en þá, nema fremur sé.
— Heimkominn (1908) tók ég
svo við skólastörfum og stjórn af
sr. Árna og nú í nýjum skóla,
sem hann hefir vafalaust manna
mest beitt sér fyrir að byggður
stóð og tilbúinn. Hlaut svo hvað
leið einnig að taka við starfinu
fyrir bindindismálið, er hann
varð að flytja burt. Og þá einnig
við sveitarstjórnarsfcörfunum, er
hann hafði haft og kröfðust
átakastarfs þá, og þó enn frek-
ar seinna. Má nærri geta, eink-
um um skólamálin, hvers virði
það var fyrir byrjandi kennara
þótt „nýbakaður" væri frá ágæt-
um skóla að njóta styrks og skiln
ings og samstarfs frá reyndum,
velviljuðum og víðsýnum per-
sónuleika og hjálpar hans til
þess að koma fram ýmsum kröf-
um nýs tíma og nýrra kennslu-
hátta. Enda unnum við ein-
drengið saman, og stofnuðum í
félagi til fyrsta ungmennaskóla
starfs staðarins, og þar vann
hann með mér fyrstu 5 árin og
um leið þau síðustu ár sín
''nyrðra. —- í minningum frá
þeim árum mætti ég kunna hon-
um miklar þakkir um opinber
störf, andleg og efnisleg, og
einnig um hluttekningu í einka-
málum. — Mörg og dásamleg
tækifæri hlýtur góður, sannur
prestur að eiga um leiðir að
hjörtum sóknarbarna sinna, sem
koma vilja fram í einlægni og
kærleika.
Kona sr. Árna varð 1894 Líney
Sigurjónsdóttir frá Laxamýri.
Var það vissulega ein hin mesta
gæfa hans að eiga slíka konu.
mikilhæfa og menntaða. Varð
hún honum mikilsverður lífs-
förunautur sem eiginkona, hús-
freyja og móðir margra barna.
Hún var í sannleika styrkur og
stoð manns síns í miklu starfi
hans. Við barnauppeldið nutu
þau einnig mikils styrks systur
hans, Sigurlaugar. Kraftar hinn-
ar fögru konu og indælu sálar
virtust helgaðir fjölskyldunni
sem hjálparkraftar.Tvo br.æður
átti sr. Árni einnig: Sigurður al-
bróðir hans, gagnfræðingur frá
Möðruvöllum 1890. Vann hann
með bróður sínum á Skr. um
hríð, og annars einnig við barna
kennslu út í sveit. Síðar varð
hann kaupm. í Reykjavík og
brunamálastjóri staðarins um
langt skeið. Þekktur dugnaðar-
og drengskaparmaður. Má ég
minnast hans með mikill þökk,
sem míns góða vinar og trausta
fulltrúa míns um langt skeið um
í DAG á fimmtugsafmæli Daní
el Þórhallsson, útgerðarmaður á
Siglufirði. Fæddur er hann 1.
ágúst 1913 í Höfn í Hornafirði,
sonur merkishjónanna Þórhalls
Daníelssonar útgerðarmanns og
kaupmanns þar og konu hans
Ingibjargar Friðgeirsdóttur.
Ólst Daníel upp á hinu mikla
rausnar- og myndarheimili for-
eldra sinna, gekk ungur í sam-
vinnuskólann og lauk þaðan
prófi. Gerðist hann síðan starfs
maður hjá Kaupfélagi Eyfirðinga
á Akureyri, en flutti um tvítugt
til Siglufjarðar þar sem hann
gerðist starfsmaður síldarverk-
smiðja ríkisins. Síðar gerðist
hann gjaldkeri Bæjarútgerðar
Siglufjarðar þar til hann hóf
sjálfstæðan atvinnurekstur sem
útgerðarmaður og síldarsaltandi.
Daníel er bjartsýnn og ötull at
vinnurekandi og hefir því áunn
ið sér trauSt og vinsældir hinna
mörgu viðskiptavina sinna, jafnt
verkamanna, sem sjómanna.
Samfara erilsömu og oft áhættu
sömu starfi hefir hann þó gefið
sér tíma til að taka virkan þátt
í sönglista- og söngskemmtana-
starfi. í vöggugjöf hlaut hann
gullfagra og bjarta tenorrödd og
margir samferðamenn standa í
þakkarskuld við hann fyrir þátt
töku í viðkvæmum kveðjustund
um ættingja og vina. Verður
slíkt aldrei metið að verðleik-
um.
Um það leyti sem Daníel kom
til Siglufjarðar hóf karlakórinn
Vísir öfluga sókn sína á sviði
sönglistarinnar, fyrst og fremst
fyrir forgöngu Þormóðs heitins
Eyjólfssonar. Er engri rýrð varp
að á hina mörgu og ágætu söng
kiafta þessa kórs þótt þvi sé slee
ýmis sveitarmál o. fl. er reka
þurfti í Rvík. Þeir bræður voru
svilar. Snólaug frá Laxamýri var
kona Sigurðar. Var það honum
mikil gæfa. Meðal margra vel
gefinna og merkra barna þeirra
er lögreglustjóri Reykjavíkur.
Björn Einar Helgason var ann
ar bróðir sr. Árna ( frá síðara
hjónabandi frú Elínar). Hann dó
á bezta skeiði norður þar. Efni-
legur ungur maður og fagur.
En börn sr. Árna og maddömu
Líneyjar eru:
Björn E. lögfræðingur, löggilt-
ur endurskoðandi Rvík. Sigur-
jón sóknarprestur við Hallgríms-
kirkju Rvík. Snjólaug frú gift
Gunnlaugi Stefánssyni kaupm.
Hafnarfirði. Páll framkvæmda-
stjóri heildverzl. Haraldar Árna-
sonar Rvík. Elín frú. Var gift
Friðfinni Stefánssyni smið Hafn-
arfirði. — (Hún er er látin), Árni
héraðslæknir í Grenivík við
Eyjafjörð. Þorvaldur tannsmiður
Rvik. Sigurlaug hjúkrunarkona
gift Skafta Benediktssyni í
Lónir austur (þekkt útvarpskona
hér), Margrét frú gift Þórði Jóns
syni smið og afgr.manni Rvík.
Helga frú gift Skúla Þórðarsyni
sagnfræðingi 'Rvík. Ingibjörg
frú gift Björgvin Bjarnasyni iðn
aðarmanni Rvík.
öll eldri börnin þekkti ég sem
dugleg og elskuleg skólabörn
frá Sauðárkróki. Áhrifa þessara
prófastshjóna, er auk mikils ævi
starfs, hafa lagt slíkan skerf til
framtíðarinnar mun vissulega
gæta um ófyrirsjáanlega langan
tíma í lífi kynslóðanna um aldir.
Prestafélagsritið 14. ár bls.
66—71 geymir eftirmæli sr.
Árna.
ið föstu, að þar var Daníel Þór
hallsson í fremstu víglínu.
Með hinni fáguðu og björtu
rödd sinni söng hann sig inn 1
hjörtu áheyrenda. Söngur hans
er borinn uppi af ást til sönglist
arinnar sjálfrar, en ekki af lofi
því sem hann að verðleikum
hlaut fyrir hann — og þennan
vitnisburð bera honum allir hans
söngfélagar.
Á unga aldri kvæntist Daníel
hinni ágætu konu sinni Dagmar
Sigurðardóttur Fanndal og ber
hið myndarlega heimili þeirra
vott um þann myndarbrag sem
þau hjón tóku að erfðum hvort
frá sínu heimili. Þau eiga fjögur
mannvænleg og uppkomin börn,
Þórhall, Sigurð, Soffíu og Ingi-
björgu.
Á þessum merkisdegi munu
söngbræður og vinir þeirra
hjóna senda þeim öllum árnaðar
óskir.
— E. S.
eftir Dr. Jón Helgason.
Rvík. 1. ágúst 1963
Jón Þ. Björnsson
frá Veðramóti.
Daníel Þórhallsson
útgerðarm. - 50 ára