Morgunblaðið - 18.08.1963, Qupperneq 1

Morgunblaðið - 18.08.1963, Qupperneq 1
24 siður og Lesbók Þessa mynd fékk Mbl. símsenda í gær. Þar er fegurðardrottningin frá í fyrra, Tania Verstak frá Ástralíu, að krýna Guðrúnu Bjarnadóttur frá íslandi, sem kjörin var fegursta kona heims árið 1963 á hinni miklu fegurðarsamkeppni á Langasandi í Californíu. Guðrún Bjarnadóttir nr. 1 á Langasandi Undrun hennar var ósvikin, segja fréttamenn — Já, ég elska hann, sagði Guðrún. Og hvað heitir hann svo? — Það verðið þið að finna út sjálfir, svaraði fegurðardísin prakkaralega. — Hann er fransk- ur, en hefur amerískan ríkis- borgararétt. Ég hitti hann í Par- ís. Framh. á bls. 23 Ben Bella fyrirskipar fjöldahandtökur Skæruliðasveitir | myndaðar í Kabýla-t fjöllum, en for- \ sætisráðherrann þó; sagður fastur t í sessi \ Algeirsborg, 17. ágúst. — AP HAFT er eftir áreiðanlegum heimildum í Algeirsborg, að Ben Bella, forsætisráðherra Alsír, hafi í nótt látið fara fram fjöldahandtökur and- stæðinga sinna. Fregninni fylgir, að hópur andstæðinga forsætisráðhertans, menn, sem enn leika lausum hala, hafi flúið til Kabýlafjalla, og hafi myndað þar skæruliða- sveitir. . Handtökur þessar eru sagðar hafa farð fram í Orleansville, og við rætur Kabýlafjalla, í nótt, sem leið. Margir þeirra, sem handteknir voru, eru sagðir meðlimir í sam tökum þeim, er nefnast „Féder ation de France*, þ.e.a.s. „franska armi“ þjóðfrelsishreyfingarrinn- ar, sem reynzt hefur Ben Bella erfiður viðureignar. Skæruliðasveitirnar eru þegár sagðar hafa látið til sín taka á svæðinu milli Dra E1 Mizan og Tizi Ouzou. Fyrir þremur dög um kom þar til átaka milli her manna stjórnarinnar og hóps, sem talið var að ynni að því að steypa stjórn Ben Bella, — að undirlagi ráðamanna fsraels. Fregnir, sem borizt hafa af bardögum nú, herma, að skæru liðar þeir, sem • nú láta til sín taka, kunni að vera samstarfs- menn þeirra, sem Ben Belia hef ur nefnt „flugumenn fsrael“. Ferrhat Abbas, sem mikið hef ur komið við sögu síðustu daga í Alsir, er nú sagður hafa tekið lokaákvörðun sína. Hann segist munu hætta þingsetu og flytjast frá Algeirsborg. Abbas var áður þingforseti, en sagði af sér því starfi. Þingsæt inu hugðist hann þó í fyrstu halda. Undanfarna daga. hafa málgögn Ben Bella og útvarpið í Algeirsborg haldið uppi nær lát lausum árásum á Abbas, og stefnu hans. Undirrót þess er öðru fremur skýrsja, sem Abbas lét birta um stjórnarhætti Ben Bella. Er forsætisráðherramv þar sagður fylgjandi einræði. Fréttamenn í Algeirsborg telja að þrátt fyrir andspyrnu þá, sem Ben Bella mætir nú, og farið hef ur harðnandi undanfarna daga, þá sé forsætisráðherrann enn fast ur í sessi. Megi sín þar e.t.v. ekki minnst, að andstæðingar Ben Bella séu nú margir landflótta, eða í felum til fjalla. herjar í Póllandi Varsjá, 17. ágúst — AP. BÓLUSÓTTARFARALDUR sá, sem skýrt var frá að kom- ið hefði upp í Póllandi, fyrr í sumar, breiðist enn út~ Síðustu daga hefur sjúk- dómstilfellum fjölgað, og .er tala sjúkra nú 115. Um 100 sjúklinganna búa í Wroclaw (Breslau) héraði, 9 í Opole, 5 í Lodz og 1 í Gdansk. Ekki er getið í fréttum um heildartölu látinna, en 7 þeirra, sem létust, höfðu ekki verið bólusóttir við veikinni. JHorgtmltlatsiw V w Fjárreiöur Kongólýö- veldisins rannsakaðar Í— Youlou sakaður um fjármálaóreiðu | — Ný stjórn hyggst vinna gegn spillinguj Einkaskeyti frá Langa- sandi í gær: GIJÐRÚN Bjarnadóttir, tví- tug stúlka frá Keflavík, sem ber titilinn Ungfrú Island, varð nr. 1 í alþjóðlegu feg- urðarsamkeppninni hér á Langasandi á föstudagskvöld. Ungfrú ísland var tekin fram yfir 86 aðra keppendur og heiðrinum fylgja 10 þús. doll- ara verðlaun eða rúmlega 430 þús. ísl. kr. Fegursta stúlka í heimi, að dómi dómnefndarinnar er Norður- landastúlka með rauðbrúnt hár, tem á sér ást í leynum og ber nafn, sem enginn getur borið fram. Undrun hennar yfir úrslitun- um var ósvikin. Hún hélt ekki í fyrstu að hún hefði unnið, því hún þekkti ekki nafn sitt, eins og stjórnandinn, Lorne Green leikaxi, bar það fram, þegar hann -lýsti yfir sigri hennar. Annars segir hún á góðri ensku að þetta sé auðvelt nafn, en þegar hún ber það fram er eins og stein- völufoss falli í íslenzkan fjörð, segir í fréttaskeytinu frá AP. FRÍSKLEG, ÓSPILLT SVEITA- STÚLKA. Heimkynni fegurðardrottning- arinnar er 800 íbúa þorp, á ís- landi, Ytri-Njarðvík. Hún lítur út eins og frískleg, óspillt sveita- stúlka, er há og tignarieg, ber sig eins og prinsessa og mælist að ummáli á mikilvægustu stöð- um 95 — 57,5 — 95 cm. og hún vegur um 57 kg. Þrátt fyrir þetta eðlilega útlit, kemur Guðrún til keppninnar frá París, þar sem hún hefur verið tízku fyrirsæta.. Og hún á sér leyndarmál. — Jú, ég á vin, játaði hún fyrir gæzlukonu sinni frú Swanson svo iýsti hún honum með flóði af ísienzkum orðum. — Það sem hún á við, er að hún elskar harux útskýrði frú Swanson. Brazzaville, 17. ágúst. — AP ALLT var með kyrrum kjör- um í Brazzaville í dag. Stjórn sú, áem nú hefur verið skip- uð í lýðveldinu, hefur þegar t-ekið til starfa. Fyrsta verk- efni hennar er að ganga úr skugga um fjárhagsaðstöðu ríkisins. Forsætisráðherra stjórnar- innar, sem aðeins er sögð munu sitja til bráðabirgða, hefur skýrt frá því, að fyrir- skipuð hafi verið allsherjar athugun á fjárreiðum ríkis- ins. Ráðherrann, Alphonse Mass- Framh. á bls. 23 fylgir blaðinu í dag og er ofnl hennar sem hér segir: Bls.: 1 Þættir frá Hannesi á NúpstaB, eftir séra Gísla Brynjólfsson. 2. Svipmynd: Ayub Kban. 3. Fjársjóður sjóræningjans, smá saga eftir Aksel Sandemose. — Farandi fjaðrir, ijóð eftir Eggert Laxdal. 4. Kennedy í upphafi síðari hálf leiks, eftir Viggo E. Steen- strup. 5. Eftirmæli um öldugjálfur, eft- ir Matthías Johannessen. — Rabb, eftir SAM. 6. Vin í eyðimörkinni, eftir J6- hann Guðmundsson, flugum- ferðarstjóra. 7. Lesbók Æsknnnar. 8. Rómverska kirkjan og aðxar kirkjudeildir, eftir séra Kristj- án Búason. 9. Tækni og vísúidi: Geimfarl eltist um 55 ár á 3 millj. ár- um á leið til And'omeda vetr- arbrautarinnar og heim, eftir Gísla Halldórsson, verkfræð- ing. 10. Fjaðrafok 11. — — — 13 „Sprengjan, sem aldret sprakk.** 15. Krossgáta. 16. Elzta neðanjarðarlestin er alri- ar gömul.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.