Morgunblaðið - 28.08.1963, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 28.08.1963, Blaðsíða 6
6 MORGUNBLAÐIÐ MifSvncudagur 28. ágúst 1963 Heildarsöltunin meiri nú en í fyrra Seyðisfjörður nálgast 100.000 tunnur Á MIÐNÆTTI aðfaranótt laugar- dags hafði verið saltað í 411.001 tunnu. Um sama leyti í fyrra hafði verið saltað í 323.248 tunn- ur, en alls nam söltunin um haust ið, 15. sept., 375.213. tunnum . Kl. 24 á laugardag hafði verið saltað á eftirtöldum stöðum (tunnumagnið fyrir aftan): Siglufjörður . .. ... 67.282 Ólafsfjörður . .. ... 10.937 Dalvík 8.46" Hrísey 4.577- Hj ajteypi . .. .. 1.045 Krossanes 44 Grímsey 1.067 Húsavík 8.734 Raufarhöfn ... .. . 72.586 Þórshöfn 1.423 Bakkafjörður . 2.708 Vopnafjörður . . . . 21.842 Borgarfj. eystri 5.151 Seyðisfjörður . .. . 92.009 Neskaupstaður .. 44.853 Eskifjörður . .. ... 20.364 Reyðarfjörður . . .. 16.222 Fáskrúðsfjörður . . 18.072 Stöðvarfjörður 6.579 Breiðdalsvík 3.263 Djúpivogur ... 3.773 Á sunnudag var saltað í 2.128 tunnur á Seyðisfirði, svo að þar nemur söltun nú 94.138 tunnum. I>á var saltað : 465 tunnur í Vopnafirði og 46 tunnur á Borg- arfirði eystra. Neskaupstað, 26. ág. í dag lönduðu hér þessi skip: W Hundalíf er betra .. eða hvað? Andstæðingar Nehru, for- sætisráðherra Indlands, á þingi, báru í s.l. viku fram vantrauststillögu á stjórn landsins. Var tillagan sögð borin fram, vegna slælegrar framgöngu stjórnarinnar í varnar-, utanríkis- og efna- hagsmálum. Vakti tillagan all mikla athygli, enda fyrsta sinnar tegundar á indverska þinginu í 16 ár. Tillagan var rædd í 4 daga,< og báru stjórnarandstæðing- ar fram ýmís könar gagnrýni m.a. var Nehru gagnrýndur fyrir hundahald sitt. Leiðtogi sósíalista, Ram M Lohia, sakaði forsætisráðherr ann um að verja 16 sinnum meira fé til að ala hund sinn, en landsbúar hefðu að með- altali, hver fyrir sig, til að fæða sig. Sagði Lohia, að Nehru eyddi dag hvern um 30 kr. (ísl. kr.) í hundinn, en hins vegar hefðu 270 millj-< ónir Indverja aðeins 10 kr. að meðaltali, dag hvern, til að kaupa mat fyrir. Á fimmtudag var van- traustið fellt með 346 atkv. gegn 61. Kommúnistar sátu hjá. Muninn II 150 mál, Stefán Ben 50, Lómur 600, Sæfaxi 650, Helgi Flóventsson 1000, Hugrún 150, Tjaldur 200, Oddgeir 500, Heimir 100, Björg 100, Skagaröst 300, Helgi Helgason 900, Árni Geir 200, Sunnutindur 200, Jón á Stapa 900 tunnur, Hamravík 1000, Bára 1200, Sigurbjörg 650, Gullfaxi 300. Síldarverksmiðjan hefur nú tekið á móti 175.000 málum, og er það mesta magn, sem ein verk- smiðja hefur tekið á móti í sum- ar. I dag losaði hér danskt skip 600 tonn af salti, og í kvöld var væntanlegt skip með síldartunn- ur. — Á. Kynning á háskólanámi roxit*:* • • "iniiinnnniMiinBMiiiinnHi wwiiiiuiiii i ■» « Bifreiðin, sem ók á handriðið á Hólmsárbrú á sunnudagsmorgun. Ök á Hólms- SAMBAND íslenzkra stúdenta erlendis (SÍSE) og Stúlentaráð Háskóla íslands halda kynningu á háskólanámi í íþöku við Menntaskólann nk. miðvikudags- kvöld. Kynningin er einkum ætluð stúdentum og Mennta- skólanemum. Á kynningunni munu stúdent- ar við nám heima og erlendis veita upplýsingar um náms- greinar sínar, námshætti og námskostnað. Einnig verða veitt- ar upplýsingar um styrki og lán til náms í hinum ýmsu grein- um Oig löndum. Handbækur og skólaskýrslur frá flestum há- skólum, sem íslendingar stunda nám í, munu liggja frammi gest- um til afnota. Auk stúdenta frá Háskóla ísl lands munu námsmenn frá Norð- urlöndum öllum, Stóra Bret- landi, Þýzkalandi, Frakklandi, Sviss, Tékkóslóvakíu, Póllandi, Rússlandi og Bandaríkjunum verða til viðtals. Þær námsgrein- ar, sem upplýsingar verða veitt- Indverjar mót- mæla FRÁ ÞVÍ í byrjun apríl hafa kinverskir hermenn a.m.k. tíu sinnum farið inn á indverskt land og jafnoft brotið lofthelgi Indlands, — að því er Nehru, forsætisráðherra landsins, skýrði frá í þinginu í dag. Sagði hann stjórnina hafa sent Pekingstjórn inni harðorð mótmæli vegna þessa og ennfremur vegna dreif ingar kínverska sendiráðsins í Tel Aviv á andrússneskum áróð- ursritum. ar um, eru m.a. guðfræði, lög- fræði, verkfræði, læknisfræði, viðskiptafræði, norræna, tann- lækningar, lyfjafræði, stærð- fræði, eðlisfræði, hagfræði, arki- tektúr, jarðfræði, sálfræði, saga, efnafræði og tónlistarkennsla. Fyrsta kynning af þessu tagi var haldin sl. haust og þótti gefa mjög góða raun. Til skamms tíma hefur stúd- entum reynzt mjög erfitt að fá upplýsingar um háskólanám, bæði að því er varðar námið sjálft og eins aðbúnað og kostn- að á erlendum vettvangi. Með því að gefa þeim kost á að kom- ast í persónulegt samband við námsmenn, sem stunda nám í viðkomandi greinum og löndum, fást ferskari og raunhæfari upp- lýsingar um námshætti en fáan- leigir eru með öðru móti. í frairíffaldi af kynningunni munu SÍSE og Stúdentaráð veita þá þjónustu, er þau geta í té látið til þess að auðvelda stúd- entum námsval. SÍSE hefur opna árbrú UM kl. sex á sunnudagsmorgun ók nýleg bifreið á handriðið á Hólmsárbrú. Bifreiðin var á leið austur 0<g lenti fyrst á brúarhandriðinu vinstra megin. Við það slengdist hún yfir brú- argólfið, og skall afturendi hennar utan í handriðið hin- um megin. Bifreiðin er mjög mikið skemmd. upplýsingaskrifstofu, sem lánar út handbækur og námskrár er- lendra háskóla, og upplýsinga- þjónusta Stúdentaráðs mun verða með svipuðum hætti og undanfarið. Einnig er í undir- búningi hjá Stúdentaráði og Sambandinu stúdentahandbók, þar sem upplýsingar verður að finna um nám heima og erlendis. Forráðamenn- kynningarinnar vilja sérstaklega benda fimmtu- og sjöttubekkjarnemum Mennta- skólans á, að notfæra þá góðu þjónustu, sem þessi námskynn- ing í íþöku mun veita. Velvakanda hafa borizt tvö bréf um þjónustu í ríkisskip- um. í öðru bréfinu er kvartað undan þjónustunni í „Herjólfi“, en í hinu er þjónustunni í „Esju“ hælt. Eru þau bæði birt hér á eftir. • Kvartað undan þjónustu í „Herjólfi“ „Velvakandi góður! Ég fór um daginn með Her- jólfi frá Þorlákshöfn (kl. 5 e.h.) til Vestmannaeyja. Ég kom svangur um borð og bað þern- una um kaffi og -brauð. Hún kvað engar veitingar um borð fyrr en eftir kl. 7 um kvöldið. Ég varð hissa; enn meira undr- andi varð ég, er veitingarnar reyndust eingöngu vera pylsur (10 kr. stk.) og gos handlangað út um lúgu á eldhúsdyrunum. Þessar veitingar bárust í tal í Vestmannaeyjum, og kvað fólk þar þetta þjónustuleysi um borð í Herjólfi hafa ríkt í allt sumar og ekki einungis í Þor- lákshafnar-ferðum, heldur einn ig í öllum ferðum skipsins milli Reykjavíkur og Vest- mannaeyja. Mér finnst, sem vafalaust flestum öðrum, að þessu ófremd arástandi verði að kippa í lag tafarlaust og beini hérmeð^ þeim tilmælum til forstjóra Skipaútgerðarinnar að laga þennan ósóma strax. — V.“ • Gott fólk á „Esju“ „Kæri Velvakandi! Við minnumst alla jafna á það, sem okkur líkar miður. Því skyldum við þá ekki virða það, sem vel er gert, og benda á það, sem gæti verið til fyr- irmyndar? — Það er líka ánægjulegt að minnast þess, sem gott er, og því langar mig til að biðja þig fyrir þessar línur. Hinn 11. júlí s.l. lagði ég af stað í eina af hringferðum m.s. „Esju“ umhverfis landið. Varð það mjög ánægjuleg ferð, enda þótt golan væri ekki alltaf hlý. En við fundum það enn þá bet- ur en áður, hvað ísland á fjöl- margt fallegra staða í fórum sínum, og jafnframt mátti finna, að það á líka góð'u fólki á að skipa, þar sem starfslið m.s. „Esju“ er. Þar virtist vera valinn maður í hverju rúmi. Þar var ávallt að mæta hinu sama prúða og hlýja viðmóti og fúsum vilja hvers og eins til að leysa vandamál ferða- langanna og gefa greic^ svör við þrálátum spurningum for- vitinna farþega. Það var eins og allir væru samtaka um að veita hina beztu fyrirgreiðslu og spara ekki fyrirhöfn til að gera farþegum dvölina sem þægilegasta. Var þó ærið að starfa, þar sem allt farþega- rými skipsins var fullskipað og víst vel það. Þá var og fæði á skipinu og allur aðbúnaður með ágætum. í þessu sambandi vil ég einnig geta sérstaklega greiðrar og lípurrar fyrir- greiðslu starfsfólks á skrifstofu Sk-ipaútgerðar ríkisins, er ég hafði kynni af í sambandi við þessa Esjuför. Það væri engin þörf að kvarta, ef allir skipuðu sess sinn jafn fallega og kæmu fram.í starfi sínu af þeim skiln ingi, sem þetta fólk virtist gera. — S.“ BOSCH Höfum varahluti i flestar tegundir Bosch BOSCH startara «sj dynamóa. Kaupfélag Eyf., Akureyri. Veladeild BOSCH

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.