Morgunblaðið - 28.08.1963, Síða 13
Miðvikudagur 28. ágúst 1963
MORCU N BLAÐIÐ
13
í'uUtruar á aðalfundi Skógræktarfélags íslands í Lystigarðinum á Akureyri.
Verndun birkigróðurs
Svohljóðandi tillaga um vernd
un birkigróðurs var einnig sam-
þvkkt:
„Aðalfundur Skógræktarfélags
íslands vill árétta samþykkt að-
alfundar. 1961 um verndun birki-
gróðurs ug leggur sérstaka á-
herzlu á það, að framfylgt sé
þeirri grundvallarstefnu skóg-
ræktarlaganna frá 1955, að
vernda og friða birkigróður
landsins. Skorar fundurinn á
landbúnaðarráðherra og skóg-
ræktarstjóra að hlutast til um
að þessari stefnu sé fylgt fram
og ítarlegri ákvæði lögtekin, ef
svo reynist, að núgildandi laga-
ákvæði veiti eigi næga heimild
til að firra skógarspjöllum.“
Framh. á bls. 17
*
Aðalfundur Skógræktarfélags Islands á Akureyri:
Auknar tilraunir með skjólbelti, vernd og
ÞEGAR 27. aðalfundur Skóg-
ræktarfélags íslands var sett-
í Skíðahótelinu í Hlíðar-
ur
fjalli fyrir ofan Akureyri 16.
þ. m., grúfði dimm þoka yfir
Akureyri og hinum fögru
Helgl Jónasson, grasafræð-
ingur og bóndi á Gvendar-
stöðum í Köldukinn — hann
er einn merkasti grasafræð-
ingur í bændastétt, hefur
safnað miklum fróðleik um
islenzkar jurtir og skrifað
margar ritgerðir. V
þyggðum Eyjafjarðar. Skíða-
hótelið stendur í 480 metra
hæð og er útsýnið þaðan mik-
ið og frítt í björtu veðri. Þeg-
ar á daginn leið bráðnaði þok-
an fyrir heitri síðsumarsól og
blasti nú við höfuðstaður
Norðurlands og grösugar,
þéttbýlar sveitir austan Eyja-
fjarðar. Hafði formaður
Skógræktarfélagsins, Hákon
Guðmundsson, hæstaréttar-
ritari, þá orð á því, að þessi
dagur mætti teljast táknrænn
um starf skógræktarmanna.
Þeim hefði stundum mætt
þoka erfiðleika og vonbrigða
á liðnum tíma. En hún væri
nú að greiðast í sundur og
hverfa fyrir nýrri og bjart-
sýnni trú á landið og rækt-
unarmöguleika þess. „Gróð-
urinn er undirstaða lífs og
hyggðar í landinu,“ sagði for-
maðurinn.
Hið nýja skíðahótel þeirra Ak-
ureyringa er hin myndarlegasta
bygging og merkileg nýjung í
gistihúsahaldi hér á landi. Á vetr
um er afbragðs skíðafæri í ná-
grenni gistihússins, þaðan er að-
eins 2ja klukkutíma gangur á
Vindheimajökul, og á sumrum er
þar tilvalinn dvalarstaður með
fögru útsýni og fjölbreyttum
möguleikum til þess að ganga á
fjöll og njóta útivistar.
friðun birkigróðurs landsins
Hinn nýi Vaðlaskógur
Aðalfundur Skógræktarfélags-
ins hófst kl. 10 f.h. á föstudag og
stóð fram til hádegis á sunnudag.
Á föstudag og laugardag voru
farnar ferðir um Eyjafjörð, Lysti
garðurinn á Akureyri skoðaður
ásamt gömlu gróðrarstöðinni og
hinni nýju trjáræktarstöð Skóg-
ræktarfélags Eyfirðinga á
Kjarna. Ennfremur var skoðaður
hinn nýi Vaðlaskógur, sem gróð-
ursettur hefur verið gegnt Ak-
ureyrarkaupstað austaumegin
Eyjafjarðar. Hafa nú verið gróð-
ursettar þar um 180 þúsund trjá-
plöntur, þar af nær 100 þúsund
Fjórir skógræktarfrömuðir, talið frá vinstri: Hákon Guðmundsson, formaður Skógræktarfé-
lags íslands, Guðmundur Karl Pétursson, yfirlæknir, formaður Skógræktarfélags Eyfirðinga,
Steindór Steindórsson, menntaskólakennari, og Hákon Bjarnason, skógræktarstjóri.
Nokkrir fulltrúar á aðalfundinum, talið frá vinstri: Ragnhild-
ur Helgadóttir, ísafirði, Ólafur Ólafsson, Valdastöðum, Samúel
Jónsson, ísafirði, Jón Sigurðsson Yz'a-Felli og Ingigerður Sig-
urðardóttir úr Mosfellssveit.
Þórarinn Þórarinsson, skóla-
stjóri á Eiðum, stjórnar söng
í Lystigarðinum á Akureyri.
barrtré. Sérstaka athygli vekur
þar þróttmikill lerkilundur, sem
gróðursettur var 1951. Eru tré
hans nú orðin 4—5 metra há.
Telja sumir það nú vera einn
þróttmesta lerkilund á landinu.
Munu vera í honum 2500—3000
tré.
Auknar tilraunir
með skjólbelti
Aðalfundurinn samþykkti
nokkrar tillögur um skógræktar-
mál. Lýsti því m.a. yfir, að hann
teldi nauðsynlegt að tilraunir
með skjólbelti verði auknar til
muna og skoraði á Alþingi og
ríkisstjórn að auka framlög í
því skyni.
Þá var samþykkt svohljóðandi
tillaga:
„Fundurinn lýsir yfir ánægju
sinni og þakklæti til ríkisstjórn-
arinnar vegna kaupa á jörðinni
Mógilsá á Kjalarnesi fyrir til-
raunastöð í skógrækt. Telur fund
urinn höfuðnauðsyn fyrir skóg-
ræktina í landinu að tilrauna-
stöðin komist upp sem fyrst og
þar geti hafizt sem fyrst sem
allra víðtækastar tilraunir.“