Morgunblaðið - 03.09.1963, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 03.09.1963, Blaðsíða 3
Þriftiudagur 3. sept. 1963 MORGUNBLADID 3 I GÆRDAG var gengiS frá kaupum á togaranum Frey. Kaupandinn er Ross-útgerð- arfélagið í Grimsby, en for- stjóri þess, John Ross, kom hingað til lands þessara er- inda. Blaðamaður Morgunblaðs- ins hitti í gær þá Ingvar Vil- hjálmsson, fyrrverandi eig- anda Freys, John Ross og dr. Magnús Z. Sigurðsson, sem hafði milligöngu um kaupin, á Ingólfsgarði. — Þetta verður stærsti tog- ari í Bretlandi, af venjulegri gerð, segir Ross. Aðeins skut- togararnir eru stærri. — Hve marga togara á Ross hringurinn? — Þeir eru um 60. Auk þess Trollið hift í land. Freyr á að heita Ross Revenge Ingvar Vilhjálmsson, John Ross og Magnús Z. Sigurðsson. eru 5 í smíðum, þar af 2 skut- togarar. — Hver er reynsla ykkar af skuttogurum — Skuttogarar eru miklu dýrari en venjulegir togarar. Þeir eru hentugri, þegar um verksmiðjuskip er að ræða, t. d. þegar aflinn er frystur um borð. — Margir ráðlögðu mér að kaupa heldur skuttogara í stað Freys, segir Ingvar. — Freyr er byggður 1959, en um það leyti smíðuðu Þjóðverjar fjölda af skuttog- urum. Þeir reyndust illa og eru reknir með tapi. Ástæð- an fyrir því að tap hefur orð- ið á Frey er aðeins skortur á markaði. Ef keyptur hefði verið skuttogari í hans stað, hefði tapið orðið enn meira, eða jafnhátt mismuni á kaup verði. — Hafið þér séð nokkra togara að veiðum hér? — Já, ég flaug í lítilli flug- vél yfir miðin fyrir norðan land. Þar sá ég um 25 togara að veiðum. Fjóvir þeirra voru frá okkur. — Hvaða nafn fær Freyr? — Hann hlýtur nafnið Ross Revenge (hefnd). En þið megið ekki halda að það sé táknræn nafngift. Allir- stórir togarar í Bretlandi eru skírð- i ir eftir herskipum. Fyrsta Revenge barðist við spænskar freygátur á 16. öld undir stjórn Collingwood, aðmíráls. — Á hvaða mið mun Ross Revenge sækja? — Grænlandsjhið fyrst um sinn. Skipshöfnin kemur til Vestmannaeyja annað kvöld með einum togara okkar. Á fimmtudag mun skipið láta úr höfn og sigla til Grimsby. Bach á haranonikku í Austurbæjarbíói FYRRI HLUTI efnisskrárinnar á harmonikkutónleikum, sem Steinar Stöen og Birgit Wing- ender héldu í Austurbæjarbiói í gærkvöldi, var helgaður Bach og Hándel (!!), hinn síðari ýms- um höfundum af léttara tagi. Steinar Stöen mun hafa Ieikið fleiri viðfangsefnin og þau sem erfiðari voru. Það virtist hrjá Birgit Wingender, að hljóðfærið er of stórt fyrir hana. Það er annað en gaman fyr- ir unga stúlku að sitja með stofuharmoníum upp á endann Mý gögsi í lestarráninu mikla: Póstpoka rekur á land London, 2. sept. (AP-NTB): TÓMAN póstpoka rak á land í dag skammt írá Brighton á suðurströnd Englands, og eru lögreglumenn frá Scotland Yard nú að kanna hvort poki þessi geti verið úr járnbraut- arráninu mikla, sem framið var í Bretlandi fyrir rúmum þremur vikum. Lögreglan hefur lengi óttazt •ð þjófarnir reyni að koma þýf- inu úr landi með skemmti- eða fiskibátum, og telur hugsanlegt að póstpokunum hafi verið varp að fyrir borð. Hafa herskip úr brezka flotanum fylgzt með ferð um smáskipa við ströndina að undanförnu, en án árangurs. Eiga herskipin ekki hægt um vik, því við strendur Bretlands er jafnan aragrúi af seglskútum og mótor snekkjum, og því tiltölulega auð- velt fyrir vanan sjómann að kom ast undan. Alls hafa átta manns verið handteknir í sambandi við ránið, þrjár konur og fimm karlmenn. Voru þau leidd fyrir rétt í þorp inu Lindslade í dag, en það er næsta byggð við ránsstaðinn. Tvær konur og einn maður voru látin laus gegn tryggingu að yf irheyrslum loknum. Eru þau öll sökuð um að hafa tekið við hluta af þýfinu. Hin fimm eru áfram í haldi og verður mál þeirra næst tekið fyrir hinn 10. þ.m. Eru þrír mannanna sakaðir um aðild að ráninu. á hnjánum, jafnvel þótt það sé bara lítið stofuharmoníum, og eiga svo að spila á það. Steinar Stöen virðist lengra kominn námsbrautinni, en á þó langt í land fullkomnunarinnar. Ein- mitt þess vegna er tímabært fyrir hann að ákveða nú, hvort hann ætlar framvegis að spila Bach eða leika á harmonikku. Og ef hann ætlar að spila Bach, ætti hann að læra á orgel. En ef hann ætlar að leika á harmon ikku, ætti hann að láta Bach eiga sig, og mundi þá annar mælikvarði lagður á frammistöðu hans en nú hlýtur að verða gert. Reykvíkingar „slupp.u billega" við þennan „tónlistarviðburð". Aðsókn var mjög lítil. Meira segja kollegar mínir við hin blöðin létu ekki sjá sig. Ég veit ekki hvernig þeim varð undan- kömu auðið, en ég ætla að kom- ast fyrir það strax í dag. Upp á seinni tímann. — Jón Þórarinsson. Syndið 200 metrana Auðséð er nú að Framsóknar- leiðtogarnir eru farnir að skamm ast sín fyrir afstöðuna til þeirra samninga, sem rætt er um að gera við Atlantshafsbandalagið um aðstöðu í Hvalfirði. Það er heldur engin furða, því að blað rramsóknarflokksins gekk lengra en kommúnistar í ásökunum og aðdróttunum út af þessu máli, og þykjast Framsóknarmenn þó í öðru orðinu vera stuðningsmenn Atlantshafsbandalagsins. — Þeir hafa að vísu sýnt þann stuðning heldur einkennilegan hátt, bæði nú að undanförnu og eins 1956, þegar þeir börðust fyrir því, að varnarliðið yrði rekið burt, þótt þeir heyktust á fram- kvæmd þeirrar ályktunar, þegar á átti að herða. Nú er helzta vörn þeirra sú að það sé „sið- leysi“ af hálfu Morgunblaðsins að taka ekki undir ósannindi Tímans um það, að í Hvalfirði eigi að verða höfn fyrir herskip og kjarnorkukafbáta! Blað Framsóknarflokksins gengur lengra í -baráttunni fyrir því að við hættum ábyrgri þátt- töku í vörnum NATO en komm- únistar og skammar svo aðra fyr- ir það að taka ekki undir þann söng. Gerðardómur í ritstjórnargrein Alþýðu- blaðsins sl. sunnudag segir: „Undanfarna mánuði hefur Ieg ið við verkfalli á járnbrautakerfi Bandaríkjanna. Alvarlegar kjara deilur hafa risið og hefur sam- komulag strandað meðal annars á gömlum réttindum verkalýðs- félaga um fjölda starfsmanna í eimreiðum, sem ekki er talinn nauðsynlegur með nútíma tækni. Viðurkennt er, að slíkt verkfall gæti gert efnahagskerfi landsins feikilegt tjón og mundi allt að milljón manna missa atvinnu þegar í stað. Hafa allar leiðir verið reyndar til samkomulags, en engin borið árangur. Á síðustu stundu greip banda- ríska þingið til sinna ráða. Það samþykkti, að deilan skyldi leyst af sjö manna gerðardómi, er kveði upp úrskurð innan 150 daga. Þar eiga sæti bæði fulltrú- ar verkalýðsfélaga og atvinnu- rekenda, sem eru voldug einkafé- lög, en oddaaðstöðu hafa þrír menn af ríkisins hálfu. Þessi lausn var samþykkt með 90:2 at- kvæðum í öldungadeildinni og 286:66 í fulltrúadeildinni“. Heilbrigt sjónarmið Grein Alþýðublaðsins heldur áfram: „Ekki hefur heyrzt um mót- mæli verkalýðssamtaka gegn þessari löggjöf. Meðal samþykkj- enda hennar voru fjöldi þing- manna, sem eru ekki aðeins tryggir fylgismenn verkalýðs- hreyfingarinnar, heldur taldir róttækir vinstrimenn. Eitt er athyglisvert við þennan ameríska gerðardóm. Allir ábyrg ir aðilar í ríkisstjórn og á þingi lýstu yfir, að þeir teldu hann ekki æskilegan og varhugavert fordæmi. Þeir sögðu hver um annan þveran, að hér væri ekki um framtíðarlausn að ræða, sem mætti koma í stað frjálsra samn- inga verkalýðs og vinnuveitenda. Hins vegar væri nú um að ræða deilu, sem yrði að leysa á þenn- an hátt. Þetta virðist vera heilbrigt, lýðræðislegt sjónarmið. Gerðar- dómar eru ekki eðlileg lausn á vinnudeilum, en svo- getur farið, að til þeirra verði að gripa. Þegar þjóðarhagur er í veði og önnur úr ræði engin til, dugfr ekki aS hlaupa frá ábyrgð“. Tíminn skammast sín

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.