Morgunblaðið - 03.09.1963, Qupperneq 8

Morgunblaðið - 03.09.1963, Qupperneq 8
8 MORGUNBLADID Þriðjudagur 3. sept. 1963 Arni Þorkelsson frá Látrum í DAG er til moldar borinn mik ill sæmdarmaður, þótt eigi væri hann meðal þeirra, sem hark vöktu í kring um sig á lífsleið- inni, Árni Þorkelsson frá Látr- um. Árni fæddist í Aðalvík^ 31. ágúst 1882 og ólst þar upp. Skömmu eftir aldamót fór Árni til Reykjavíkur Og lærði þar tré smíði og stundaði síðan þá íðn syðra og víðar um land unz hann fluttist til Aðalvíkur 1914. Árni kvæntist árið 1908 Krist ínu Eyjólfsdóttur úr Holtum í Rangárvallasýslu, mætri konu og góðri og eignuðust þau tíu börn. Þau komu öllum börnum SÍnum til manns þeim er lifðu og .eru þau nú góðir og dugandi borgarar í Vestmannaeyjum, Kópavogi og víðar. Vera má að þetta væri ekki tneð afrekum teljandi ef eigi væri þess minnst um leið, að Árni Þorkelsson var nálega ali an fyrri hluta ævi sinna ákaf- lega heilsuveill. Þó að það yrði hlutskipti hans að búa langa hríð í Aðalvík, þá var staður- inn hvorki hentur heilsu hans né upplagi. En hann var virtur og metinn af öllum þar um slóð ir og miklu víðar, vegna kunn- áttu sinnar og hagleiks, verk- hyggni og snyrtimennsku bæði um viðhald húsa og smiði þeirra gripa, sem þar prýddu heimilin. Hann var einstakur góðviljamað ur, sem allir unnu, án þess að hann hlutaðist verulega til um framkvæmdir samfélagsins og bezt virtur af þeim, sem þar létu mest að sér kveða, eins og kapp inn Friðrik Magnússon, er lengi var formaður og útvegsbóndi á Látrum. Árni Þorkelsson stefndi aldrei til þess að lifa ævi sína þannig, að mikil saga yrði af, en snyrti mennska og trúmennska gerðu hann hugþekkan öllum þeim, sem kynntust honum. Og í raun og veru má það skoðast sem tákn um trúmennsku hans, að hann varð síðastur allra manna til þess að flytja úr Aðalvík, er verkhættir og aðstæður breytt- ust svo á skömmu árabili, að mönnum þótti þar eigi lengur verandi. Margur kvaddi þann stað með söknuði og eigi sízt sá, er síðastur fór. Árni Þorkelsson var hár mað ur og grannur, fríður sýnum og mjög þekkilegur í framgöngu, olli þar og miklu meðfædd prúð mennska hans. Hann var metnað arlaus í kapphlaupi lífsins og ó- síngjarn, en manna dyggastur í öllu, sem hann tók að sér. Hans verður minnst af öllum sem til hans þekktu, sem sæmd armanns og góðs drengs. Mætti þar um hafa fleiri orð, en kyrr- lót viðurkenning hæfir bezt minningu hans. Sig. Einarsson. Starfsmenn í skemmtiferð AKUREYRI, 30/8. — í fyrra- málið fer Starfsmannafélag Ak- ureyrarkaupstaðar í tveggja daga skemmti- og kynnisferð til starfsmanna Akraneskaupstaðar. Akureyringarnir munu gista á heimilum starfsbræðra á Akra- nesi, þar sem haldin verður sam eiginleg kvöldvaka annað kvöld. Á sunnudag verður farið í skemmtiferð um uppsveitir Borg arfjarðar og skilnaðarkvöldverð ur snæddur í Bifröst. Þetta mun vera í fyrsta sinn, sem starfsmenn kaupstaða gera hverjir öðrum slíkar heimsókn- ir, en Akureyrarfélagið hyggur á framhald þeirra næstu ár til kynningar og persónulegra tengsla við starfssystkin í öðr- um kaupstöðum, ýmist með því að fara ferðir sem þessa eða taka á móti starfsmannafélögum annarra kaupstaða. Valdimar S. Loftsson F. 28/4 1871 — D. 27/8 1963 ÉG, sem þessar línur rita, átti því láni að fagna, að vera und- ir handleiðslu þessa ágæta manns í samfleytt 14 ár. Ég segi „handleiðslu“, vegna þess, að ég var aðeins 15 ára þegar ég réðist sem starfsmaður í rakarastofu hans á Vitastíg 14. í 8 ár af 14, var ég í fæði og húsnæði á heimili Valdimars og hinnar ágætu konu hans, Ólafíu Magnúsdóttur, sem lézt fyrir 10 árum, og voru þau mér bæði sem væri ég eitt barna þeirra. Þá er mér Ijúft að minnast sambúðar minnar við börn þeirra hjóna. Hún var með afbrigðum góð öll árin. Það var sem happ- drættisvinningur fyrir m.ig svo ungan, að fá að vera á heimíli þessa ágæta fólks, og njóta alls þess, sem það hafði upp á að bjóða. Þar var að jafnaði gott á borðum dags daglega, og eins þegar gesti bar að garði, sem var mjög oft. Valdimar var góður heimilis- faðir, sem hugsaði af alúð um, að ekkert skorti, og var þar ekk- ert skorið við nögl. Valdimar var hófsmaður á vín og tóbak, og man ég ekki til að vín væri haft um hönd á heimilinu, nema í seinni tíð á stórafmælum, og þá aðeins á hófsaman hátt. Margt var í fari Valdimars, sem gott var fyrir óharðnaðan ungling að tileinka sér. Svo sem vinnusemi, hófsemi og heiðar- leiki, en þar var hann í sér- flokki. Oft hafði hann orð á því við mig, að það væri gulls í gildi, að vera heiðarlegur og skilvís. Það má segja, að Valdimar hafi verið brautryðjandi í tveim iðngreinum, þ.e.a.s. rakaraiðn- inni og reiðhjólaviðgerðum, á- samt reiðhjólaleigu, sem hann stundaði í mörg ár jafnhliða rakaraiðninni, allt þar til menn fóru að eignast reiðhjól sjálfir. Báðar þessar iðngreinar lærði hann af sjálfum sér, og voru járnsmíðahæfileikar hans ótví- ræðir. Vinnudagur Valdimars var oft langur. Oft vann hann fram undir morgunn við reið- hjólaviðgerðir, því alltaf þurftu hjólin að vera í lagi, svo að hægt væri að leigja þau út. Þeg- ar litið er til þess, hversu lítið Valdimar bar úr bítum fyrir vinnu sína, alit þar til hann fór að stunda rakaraiðnina og reið- hjólaleiguna í hjáverkum, verður ekki annað sagt, en hann hafi Eins 09 oð nndoniörnu býður Guðrúnarbúð á Klapparstígnum yður úrval af Haust og vetrarkápuin samkvæmt nýjustu tízku Hollenzkar kápur, svissneskar kápur og svissneskar regn- kápur með kuldafóðri. Guðrúnarbúð Kicippaistíg 27 verið stórhuga athafnamaður. Árið 1922 byggði hann steinhús- ið á Vitastíg 14, sem var stórt hús í þá daga. Árið 1931 byggði hann svo steinhúsið á Laugavegi 65, sem taldist stórhýsi ,þá, en áður hafði hann keypt hornhúsið og lóðina á sama stað. Þegar litið er til þess hve miklu Valdimar kom i fram- kvæmd á þeim tímum, sem allt var mun erfiðara, en það er í dag, getum við ímyndað okkur hverju hann hefði getað áorkað, ef hann hefði verið ungur mað- ur nú, á tímuim velgengni og tækifæra. Valdimar var raungóður mað- ur, og leituðu margir til hans, sem áttu við erfiðleika að etja, og greiddi hann götu margra þeirra. Einnig var það venja hans að senda fjarskyldum ættingjum fulla þvottabala af alls bonar matvælum fyrir jólahátíðir, og var þar ekkert til sparað. Valdimar var hamingjusamur máður, en hamingja hans var ekki — eins og nú tíðkast — fólgin í skemmtunum, heldur i þrotlausu starfi, og eins í því hversu vel hefir tekizt við upp- eldi barna hans, en það er vanda mál allt of margra foreldra í dag. Ég á margar ljúfar endur- minningar frá veru minni á heimili Valdimars og fjölskyldu hans, og stend í þakkarskuld við það ágæta fólk. Blessuð veri minning Valdi- mars! H. Á. Jokob Gísloson endurkjörinn iormnður Stjórnunoriélngsins AÐALFUNDUR Stjórnunarfé- lags íslands var haldinn mánu- daginn 26. þ. m. í Hótel Sögu. Fundarstjóri var Eiríkur Ásgeirs son, forstjóri SVR. Ritari var Glúmur Björnsson, skrifstofu- stjóri. Formaður félagsins, Ja- kob Gíslason, raforkumálastjóri, gerði grein fyrir félagsstarfsemi liðins starfsárs. Gjaldkeri Gísli V. Einarsson, skrifstofustjóri las upp og skýrði endurskoðaða ársreik'n- inga. Einnig var lögð fyrir og samþykkt fjárhagsáætlun. Stjórn félagsins skipa nú: Formaður: Jakob Gíslason, raf- orkumálastjóri. Meðstjórnendur: Gunnar J. Friðriksson, forstjóri Ásgarður h.f. formaður Félags ísl. iðnrekenda. Sveinn Björns- son, forstjóri Iðnaðarmálastofn- unar íslands. Gísli V. Einars- son, skrifstofustjóri Kassagerð Reykjavíkur h.f. Guðmundur Einarsson, forstjóri íslenzkir Aðalverktakar S.F. Aðrir framkvæmdaráðsmenn eru: Björn Halldórsson, fram- kvæmdastjóri Sölumiðstöð Hrað frystihúsanna. Einar Bjarna- son, forstjóri SÍS. Erlendur Ein- arsson, forstjóri SÍS. Guðmund- ur B. Ólafsson, skrifstofustjóri Framkvæmdabanka íslands. Hjálmar Blöndal, hagsýslustjón Reykjavíkurbæjar. Jón H. Bergs, forstjóri Sláturfélags Suður- lands, meðlimur í stjórn Vinnu- veitendasambands íslands. Snorri Jónsson, framkvæmdastjóri Al- þýðusamb. íslands. Endurskoðendur voru kjörnir: Helgi Ólafsson, hagfræðingur og Þórir Einarsson, viðskiptafræð- ingur. Framkvæmdastjóri Stjórnun- arfélagsins er Árni Þ. Árnason, viðskiptafræðingur. Auk venjulegra aðalfundar- starfa flutti Kjeld Klintö, for- stöðumaður Dansk Teknisk Oplysningstjeneste, erindi: „Hvernig notfæra stjórnendur fyrirtækja sér tækniupplýsmgar og tækniþekkingu". Að lokum svaraði fyrirlesari fyrirspurnum. Stjórnunarfélag íslands telur þegar innan vébanda sinni yfir 50 félög, fyrirtæki, félagasam- bönd og stofnanir einstaklinga svo og hins opinbera, og hátt á annað hundrað einstaklinga. Væri æskilegt, að sem flestir stjórnendur íslenzkra fyrir- tækja svo og þeir, er áhuga hafa á stjórnunarmálum ýmiss- konar, skipi sér undir merki St j órnunarfélagsins. Fegursti garður Hafnarfjarðar EINS OG á undanförnum án- um gekkst Fegrunarfélag Hafn arfjarðar fyrir skoðun trjá- og blómagarða í bænum. Þrátt fyrir óhagstætt tíðarfar í ár, eru margir garðar smekk- legir og vel hirtir, og nýir garð- ar í uppbyggingu sem lofa góðu í framtíðinni. Dómnefndin hefur valið garð- inn að Arnarhrauni 35, eign hjónanna Guðmundu Guðbjörns dóttur og Ásgeirs Guðbjartsson- ar, sem fegursta garðinn í Hafn- arfirði árið 1963. Viðurkenningu hlutu eftir- taldir garðar: í vesturbæ, garð- urinn Merkurgötu 7, eign hjón- anna Rebekku Ingvarsdóttur og Jóns Andréssonar, í miðbæ, garðurinn Erluhrauni 8, eign hjónanna Rósu Loftsdóttur og Björns Sveinbjörnssonar, í suð- urbæ, garðurinn, Öldugötu 11 eigandi Herdís Jónsdóttir. Ymissa annarra garða væri vert að geta bæði fyrir smekk lega notkun blóma og runna, og einnig góða hirðingu, þó eru áberandi enn þeir garðar, sem á undanförnum árum hafa skar að fram úr og hlotið viður- kenningar. Dómnefndina skipuðu að þessu sinni garðyrkjumennirnir Jónas Sig. Jónsson, Guðjón H. Björns- son, Hveragerði og Björn Kristó fersson, Skipholti 12 Rvík. (Frá Fegrunarfélagi Haf narf jarðar). íbúð til leigu Glæsileg 150 ferm. hæð í tvíbýlishúsi, alveg ný, sér inngangur. — Tilboð sendist Mbl. fyrir 8. þ.m. merkt: „Háaleiti — 5300“.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.