Morgunblaðið - 05.09.1963, Page 22
22
MORGUNBLAÐIÐ
Fimmtudagur 5. sept. 1963
Norðmenn burst-
aðir með 9 gegn 0
NORÐMENN fengii í gær eitt-
hvert mesta burst í knattspyrnu-
landsleik sem um getur á síðari
áratugum. Þeir kepptu við Pól-
verja í Stettin og unnu Pólverjar
með 9 mörkum gegn O.
Slík markatala er mjög óvenju
leg í knattspyrnu jafnvei þó yfir
burðir annars aðiljans séu alger-
ir. íslendingar hafa eitt sinn tap-
að 8—0 gegn flestum af beztu og
hálaunuðustu atvinnumönnum
Frakklands.
★ Landliðsmerki í kyrrþey.
Fréttamaður NTB-fréttastof-
unnar segir að það hafi ekki ver-
ið nein kampavínsveizla eftir
leikinn og fá hlý orð verið töluð
til Norðmanna. Nýliði í norska
liðinu Finn Seemann frá Lyn
fékk landsliðsmerkið sitt afhent
í kyrrþey í veizlulok.
★ Bezti landsleikur Pólverja.
En fréttamaðurjnn tekur
fram að norski fararstjórinn hafi
haft rétt fyrir sér er hann sagði
í ræðu að þessi úrslit hefðu ekki
orðið vegna þess hve Norðmenn
voru lélegir í þessum leik, held-
ur vegna þess hve framúrskar-
andi vel Pólverjar léku. Einn af
nafntoguðustu kna ttspyrnusér-
fræðingum Pólverja, Motosczinki
sagði að þetta væri bezti lands-
leikur sem Pólverjar hefðu leik-
ið eftir strið og júgóslavneski
dómarinn sagði að lítill vafi
léki á því að þetta pólska lið
myndi sigra í knattspyrnukeppni
Olympíuleikanna í Tokíó.
Fréttamaður NTB segir að leik
urinn hafi aldrei verið leiðin-
legur. Pólverjar skotuðu 3 mörk
á fyrsta hálftíma og 3—0 var
staðan í hálfleik.
Nórska liðið gaf á þeim tíma
ekki upp vonina og heldur ekki
áhorfendur á bekkjunum. En þeg
ar 4—0 kom á 9 mín síðari hálf-
leiks brast allt.
ic Léleg vörn.
Norsku framherjarnir léku
sóknarleik allan tím.ann og náðu
oft góðum leikköflum, en pólska
Norskur
dómari
Reykja-
vík
ÞAÐ er Norðmaður sem dæm I
ir landsleik íslands og Eng-1
lands í Reykjavík 7. sept. n.k. /
Norska knattspyrnusamband-
ið hefur valið til starfsins Er-'
ling Rolf Olsen sem er félagi |
í Skeid.
I
Syndið 200 metrana
vörnin var sem veggur. Hins
vegar var norska vörnin afar göt
ótt og í hvert sinn sem Pólverj-
ar nálguðust hana var stórhætta
á ferðum.
Skot Pólverjanna voru fram-
úrskarandi góð og það kviknaði
enginn vonarneisti í brjóstum
Norðmannanna við fyrstu mörk-
in þrjú því skotin sátu eins og
perlur í netinu að baki Sverre
Andersen. En þessi byrjun — og
leikurinn — allur er skrifaður
á mjög lélega vörn. Með betri
vörn hefði byrjunin — og leik-.
urinn allur — fengið annan svip.
Fótboltamenn á
ÍSLANDSMEISTARAR KR í
knattspyrnu brugðu sér í
sundskýlu í gærkvöldi og
syntu 200 metrana. Þeim
tókst öllum að ljúka við sund-
ið og hækkuðu þar með
hundraðstölu Reykjavíkur lít-
ið eitt. Nú ættu fleiri félags-
hópar eða starfshópar að fara
saman og reyna við 200 metr-
og
KR-
ana. Það er hressandi
skemmtilegt. Það sögðu
ingarnir.
Sumir vildu ekki stinga
sér. Á efri myndinni sjáið þið
11 dagar eítir
360 kokkar laga
661.500 máltíðir
306 KOKKAR frá 140 hótelum
eiga að matbúa 661.500 máltíðir
fyrir 7200 „íbúa“ frá 105 löndum
sem taka sér bólfestu í Olympíu-
bænum í Tókíó á sumarleikjum
næsta árs.
Efniviðurinn sem þeir hafa
milli handa er m.a. 70 þús. kg.
nautakjöt, 14 þús. kg. svínakjöt,
60 þús. kjúklingar og 720 þús.
egg. —
Á N Æ G J A
Framkvæmdanefnd leikanna
gérir allt til að þátttakendur í
leikunum verði ánægðir. Fyrir
skömmu fór fram æfing í matar-
gerð. 600 „tilraunasmakkarar“
fengu boð um að mæta í veizl-
una til að reyna matinn. Á mat-
seðlinum voru 40 réttir frá 11
þjóðlöndum.
Bæði austrænir og vestrænir
„veizlugestir" voru á einu máli
um að maturinn væri 1. flokks,
en töldu hins vegar að gestgjaf-
arnir yrðu að læra betur bi’auð-
gerðarlist.
MATSEÐILL
Morgunverður keppenda verð-
ur ýmsar tegundir ávaxta og
brauðs, egg sem soðin eru á 4
eða 5 mismunandi vegu, svíns-
flesk, pylsur, ostur, smjör, á-
vaxtamauk, te, mjólk, kakó og
kaffi.
Hádegisverður verður mjög
margvíslegur: Kalt borð og
súpa, síðan lax, glóðsteiktur
kjúklingur, baunir, franskar
kartöflur, ábætisrétttur, ávextir
og ostur.
Öll framleiðsla fer fram með
sjálfsafgreiðslufyrirkomulagi og
þátttakendur hafa mjög frjálst
val um fæðurétti. En ódýrt verð-
ur ævintýrið ekki, því fæðis-
kostnaður er 6 dalir (250 ísl. kr.)
á dag fyrir hvern þátttakanda.
Enska
knattspyrnan
3. umferð ensku deildarkeppninnar
fór fram s.l. laugardag og urðu úrslit
þessi:
1. deild:
Aston Villa — Ðiack Burn 1:2
Bolton — W.B.A. 1:2
Burnley — Sheffield W. 3:1
Fulham Birmingham 2:1
Leicester — Arsenal * 7:2
Liverpool — Blackpool 1:2
Manchester M. — Everton 5:1
Sheffield M. — Chelsea 1:1
Tottenham — N. Forest 4:1
Wolverhampton — Stoke 2:1
9
2. deild.
Charlton — Middlesbrough 2:4
Derby — Huddersfield 2:0
Grimsby — Southampton 2:2
Leeds — Bury 3:0
Norwich — Leyton O. 1:2
Plymouth — Newcastle 3:4
Portsmouth — Swindon 1:4
Preston — Swansea 3:3
Potherham — Manchester Gity 1:2
Sunderland — NorthamptOD 0:2
EUert Schram (sitjandi) og
Gunnar Guðmannsson lauma
sér ofan í. Hinir virtust þora
að „skalla" vatnið. Svo syntu
þeir, sumir meistaralega vel,
aðrir með pústum og stunum
eins og hvalir væru á ferð.
Og allir komu að marki. Þá
sást bolti á lofti og það lífgaði
nú heldur upp á samkvæmið.
Þeir gleymdu að vatn væri í
lauginni og léku sér og slóust
um stund. Það má sjá íslands-
meistarasvipinn á þeim mörg-
um er þeir mæna á boltann.
Og tökin sem þeir tóku á hver
öðrum, félagarnir, voru þau
sömu og þeir nota í leyni á
erki-óvini sína þegar þeir
halda að Einar Hjartarson
dómari sjái ekki til þeirra.
í
I
Dæmdur író
keppni
ævilungt
i KEN THOMSON miðvörður |
enska 4. deildarliðsins Hertle- {
i pool var nýlega dæmdur frá
afskiptum af knattspyrnu-
| málum og keppni fyrir lífs-
tíð.
Það var sérstök laganefnd
sem dæmdi Thomson í þessa
þungu refsingu. Hann viður-
kenndi að hafa tekið þátt í
ensku getraununum.
Slíkt brýtur í bága við
mjög ströng ensk lög. Brezk
knattspyrnuyfirvöld vilja fyr
ir allan mun sýna að hvergi sé
blettur á brezku knattspyrnu .
getraununum. Thomson má
því ekki starfa sem leiðtogi á
nokkurn hátt héðan í frá.
Drengii keppn
í kvöld
Drengjameistaramót Rvíkur l
frjálsum íþróttum hefst í kvöld á
Melavellinum kl. 7.
Alls er keppt í 17 greinum á
tveimur dögum. Sigurvegari i
hverri grein hlýtur titilinn
„Drengjameistari Reykjavíkur
1963“. '
Mótið er jafnframt stigakeppni
milli félaga og hljóta 6 fyrstu
menn í grein stig og félagið er
sigrar bikar.