Morgunblaðið - 12.09.1963, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 12.09.1963, Blaðsíða 3
Fimmtudáf?ur 12. sent 1ð63 MORGUNBLAÐID 3 IN#W MBL. átti í gær tal við Leif Magnússon, verkfræðing, sem sl. sunnudag setti íslandsmet í flughækkun á svifflugu. Leifur er varaformaður Flug- málafélags íslands, starfar sem framkvæmdastjóri Flug- öryggisþjónustunnar og er 29 ára gamaH. Hóf hann svifflug fyrir einum 2—3 árum og hefur stundað það ötullega. — Ekki bjóst Leifur við að met hans mundi standa lengi, þar sem hægt væri að komast miklu hærra við hagstæð skil yrði. flat hann þess að 20 stiga frost hefði verið í háloft unum, og hefði sér kólnað talsvert vegna þess að hann hafi ekki haft vettlinga á höndum. Að öðru leyti lýsti Leifur flugi sínu svo: Oft er mikil þrö#ig á veginum á Sandskeiði, er flogið er þar um helgar. Á góðviðrisdög- um skipta áhorfendur oft hundruðum. Þessa mynd tók ljósmyndari Mbl. Sv. Þ. á Sand- skeiði sl. sunnudag, sama dag og Leifur Mangússon setti hækkunarmetið. Myndin sýnir svifflugu í lendingu og bílana á veginum. Vettlingalaus í 20 stiga frosti í 18,275 feta hæð Svifflugmenn segfa frá —í fyrsta fluginu á sunnu- daginn náði Þórhallur Filip- pusson 3,380 metra hæð á KA 8 svifflugunni. Ég fór um svip að leyti á loft í gamalli Gruno Baby svifflugu og komst upp í 2200 metra. í nokkurn tíma eftir að þessum flugum lauk var engin leið að komast upp sökum logns á Sandskeiði, en þegar ég gerði tilraun í KA 8 flugvélinni um kl. 17:30 kom vindhviða þannað að mér tókst að komast í 1400 metra hæð í hlíðaruppstreymi við Vífilsfell. — Frá Víifilsfelli flaug ég beint í norður í átt að Esjunni, og oa. miðja ,vegu milli Sand skeiðs og Esju kom ég að iangri glufu í skýjaþykkninu,. sem lá í stefnu frá Þingvalla- vatni að Álftanesi. Upp um þessa gluifu fór ég, en fram skal tekið að ég sá til Reykja víkur allt flugið, þannig að engin (hætfca var á því að skýin lokuðu mig uppi. — Eftir að up úr gluifunni kom, var fyrir hið eiginlega bylgjuuppstreymi, stöðugt og jafnt. Ekki var það þó meira en 1 — 3 metrar á sekúndu. — í 4000 metra hæð setti ég súrefnið á og flaug upp í 5,600 metra hæð, en þá var uppstreymið hætt. Þá hélt ég til suðurs, og sá nið- ur á Sandskeið gegnum lítið gat á skýjunum, og komst þar niður. — Ég er viss um að hægt er að fljúga miklu hærra en þetta í bylgjuuppsterymi af Esjunni og ég reikna ekki með að þetta met standi lengi. Þarna uppi í háloftuii- um var mjög kalt, um 20 stiga frost, og var mér orðið æði kalt, einkum á höndun- um en ég var vettlingalaus. Plasthjálmurinn, sem skýlir flugmanninum, var á tíma orðinn allhélaður vegna frostsins, sagði Leifur að lokum. Fréttamaður Mbl. hitti einnig í gær að máli Þórhall Filippusson, formann Svfiflug félags íslands, en hann átti fyrra hækkunarmetið í svif- flugi. Sagðist honum svo frá. — Ég flaug þetta flug 1. ágúst 1961 á Weihe-svifflugu. Veður var þá svipáð og á sunnudaginn, 15—20 hnúta vindur af NNA. Ég fann fyrstu bylgjuna strax eftir flugtak og lá hún í áttina til Reykjavíkur. f loftinu var það, sem við svifflugmenn nefnum „invertion", en það er kyrrt loftlag, sem myndast vegna hitabreytinga, og getur oft verið erfitt að komast upp fyrir það. „Invertionin" var að þessu sinni í ca. 1500 metra hæð og var ég 45 mínútur að komast upp fyrir hana. Hækk aði svifflugan um ca. % m. á sekúndu á meðan á því stóð. — Eftir að upp fyrir „inver tionina" kom, varð loftið siöð ugra, og skilyrðin nálguðust meira að vera hreint bylgju- uppstreymi. Var ég þá kom- inn aftur yfir Sandskeið, og tók þaðan stefnu á Hengil. Hækkaði ég þá um 2 metra á sekúndu upp í 2500 metra hæð, en lenti þá í niður- streymi og lækkaði um 6—700 metra. Flaug ég þá í norður- átt breytti siðan enn um stefnu og flaug þvert suður af Hengli. Þar fékk ég upp- streymi sem lyfti vélinni 5 metra á sekúndu, en síðar dró úr því niður í 2 metra á sek- undu. Var ég þá kominn í um 5000 metra hæð og hætti ekki á að fara hærra, því að súr- efnistæki voru engin í vél- inni. «. — Hvað skyldi vera hægt að fljúga hátt í sviffiugu á íslandi við beztu skilyrði? — Ég tel að þegar bezt læt- ur, sé hægt að komast í ca. 8000 (ca. 26.000 fet) metra hæð í bylgjum af Esju og Skálafelli. En beztu skilyrðin heid ég að séu fyrir sunnan Langjökul og Hofsjökul í NNA-átt. Þar hygg ég að hægt væri að komast upp í allt að 33,000 feta hæð. Að vísu hefi ég aldrei flogið i svifflugu á þessum slóðum, en séð bylgjuský, sem gefa þetta til kynna. , — Hvað er helzt á dagskrá ( hjá Svifflugfélaginu um þess- } ar mundir? — Við ætlum að kaupa fleiri svifflugur, en þær eru dýrar. í fjáröflunarskyni hyggjumst við efna til happ- drættis, og hefst sala miða um næstu helgi. Verða vinningar fimm, Volvobíll, hraðbátur | með 40 hestafla utanborðs- mótor, og flugferðir til Evrópu. — Við höfum þegar pantað finnska svifflugu af Vasama- gerð með öllum fullkomnustu tækjum. Sviffluga þessi fékk flughæfnisverðlaun vísinda- nefndar Alþjóða- flugmálafé- lagsins á sl. ári. Þess má geta að Flugmálafélag íslands er aðili að alþjóðasamtökunum, og vinnur Flugmálafélagið að áhugaflugi hérlendis á svipað an hátt og ÍSÍ að íþróttum. — Vasamavifflugan verður okkur dýr, en hún kostar með öllum útbúnaði 210 þúsund krónur. Hinsvegar má benda á að Svifflugfélag íslands hefur í raun og veru ekki nema á einni góðri svifflugu að skipa um þessar mundir. Er það þýzk flugvél af gerð- inni KA 8, sem við fengum í sumar. Þetta er mjög gói æfingavél, og hefur reynzt okkur vel. — Ef vel gengur með happ drættið, er einnig í athugun að hefja byggingafram- kvæmdir á Sandskeiði, en hús eru þar öll mjög úr sér geng- in. Mikill áhugi er fyrir því að reisa þar félagsheimili eða klúbbhús, þar sem yrði gist- ing, flugkennslustofur, auk greiðasölu, sem almenningur hefði einnig aðgang að. í sam bandi við þetta má geta þess þess að erlendir svifflugmenn hafa gert hingað fyrirspurnir um aðstöðu og aðbúnað á Sandskeiði, sökum þess að þeir hafa áhuga á að ljúka demantshæðarflugi hér, sagði Þórhallur að lokum. 360 mílna sigling með sííd til hofnor Leií'ur Mafnúmn i KA avifflugunni. VB Leó kom með 1100 tunnur síldar til Vestmannaeyja á mánudag. Síldin veiddist langt fyrir austan land, og sigldi Leó með hana 360 míl- ur, en það er jafn’öng leið og frá Vestmannaeyjum til Mykjuness í Færeyjum. Sigl- ingin tók 44 tíma. SláKSTEINAR Framtíð Rockefellers James Reston einn af þekkt- ustu blaðamönnum New York Times, ritar nýlega grein í blað sitt um pólitíska framtið Nelsops Rockefellers, ríkisstjóra í New York. Kemst hann þar m.a. að orði á þessa leið: „Hinir pólitísku erfiðleikar Nelsons Rockefellers eru ekki að enda. Hann er þvert á móti mitt í þeim. Gifting hans hefur ekki aðeins spillt möguleikum hans til þess að verða í framboði fyr- ir Republikanaflokkinn, heldur hefur hún eflt menn og hugsjón ir, sem hann hefur barizt gegn allt sitt líf. í þessum skilningi er hann í raun og veru í sjálfheldu. Hann verður að berjast áfram, eða yfir gefa hinar pólitísku hugsjón- ir sínar. Vera má að pólitísk framtíð hans sjálfs sé glötuð, en baráttan gegn Goldwater, öld- ungardeildarþingmanni um for- ystu og stefnu Repúblikana- flokksins er ekki töpuð. Og Rockefeller heldur áfram að vera ein aðalpersónan í þeirri bar- áttu. Rockefeller er að sjálf- sögðu ekki eini frjálslyndi Repúblikaninn, sem um er að ræða. Scranton, ríkisstjóri í Pensylvaníu, Romney, ríkisstjóri í Michigan og Hatfield, ríkis- stjóri í Oregon, svo nokkrir séu nefndir, vilja allir varðveita hina tiltölulega frjálslyndu stefnu Eisenhowers, Nixons, Deweys og Wilkies. En aðeins Rockefeller hefur góðá mögu- leika til þess að heyja barátt- una um forsetaframboð við Goldwatér í prófkosningunum sem framundan eru“. Framkvæmdir Blaðið íslendingur birtir ný- lega kafla úr ræðu, sem Jónas G. Rafnar, alþingismaður, hélt á Siglufirði. Komst alþingismað- urinn þar ni.a. að orði á þessa leið er hann ræddi ýmis hags munamál lands- byggðarinnar: „Akvegakerf- ið þarf að færa út. Endurbyggja ___vegina, svo þeir Shenti hinum stóru flutninga- bílum framtíð- arinnar, og geti verið opnir fyr- ir umferð allt árið, helzt hvern- ig sem viðrar. "" Mikið átak þarf að gera í hafnarmálum, svo að stærri bát ar en nú geti átt öruggt at- hvarf í heimahöfn þeirra. Fullkomin rafvæðing á enn nokkuð í land. Þarf helzt 18% aukningu á ári til að fullnægja eftirspurn. Vandamál hraðfrystihúsanna gær þá ályktun af yfirlýsingu Sölumiðstöðvar hraðfrystihús- anna, að hún sé „þungur dóm- ur yfir stjórnarstefnunni“. En blaðið virðist þó viðurkenna, að hinn aukni framleiðslukostnað- ur útflutningsframleiðslunnar stefni afkomu hennar og þar með alls almennings í landinu í hættu. Viðurkenningar stjórnarand- stöðuflokkanna, Framsóknar- manna og kommúnista, á erfið- leikum útflutningsframleiðs- unnar vegna of hás framleiðslu kostnaðar eru mikils virði. Jafn vel stjórnarandstæðingar við- urkenna nú að nauðsynlegt sé að stinga við fótum og gera ráðstafanir til þess að tryggja heilbrigðar g'-urdvöU atvinnu- lifsins.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.