Morgunblaðið - 12.09.1963, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 12.09.1963, Blaðsíða 12
12 MORGUNBLAÐIO Fimmtudagur 12. sept. 1963 tJtgefandi: Hf. Arvakur, Reykjavík. Framkvæmdastjóri: Sigfús Jónsson. Ritstjórar: Sigurður Bjarnason frá Vigur Matthías Johannessen, Eyjólfur Kom'áð Jónsson. . _yí"1 Auglýsingar: Arni Garðar Kristinsson. -.A. M ÍTtbreiðslustjóri: Sverrir Þórðarson. Ritstjórn: AðsJstræti 6. Auglýsingar og afgreíðsla: Aðalstræti 6. Sími 22480. Áskriftargjald kr. 80.00 á mánuði innanlands. í lausasölu kr. 4.00 eintakib VERKFALL FARMANNA egar samkomulag haf ði náðst milli samninga- nefndanna í farmannadeil- unni um tillögur, sem lagðar yrðu til samþykktar eða synj- unar fyrir félagsmenn, von- uðu menn að lausn mundi fást í deilunni. Sú varð þó raunin, að undirmenn á far- skipunum felldu tillöguna og skall því á verkfall þeirra. Undirmenn munu telja, að laun þeirra séu ekki sambæri- leg við laun þeirra, sem í landi vinna. Að vísu er það staðreynd að þeir komast all- oft í háar tekjur, en þó aðeins með mikilli yfirvinnu, en hún er misjafnlega mikil. Hjákátlegar eru árásir kommúnista á samninganefnd sjómanna. Þeir segja í öðru orðinu, að forysta sjómanna- félagsins sinni engu óskum „starfandi sjómanna“, en í hinu orðinu ráðast þeir á stjórnendur félagsins fyrir það, að þess er vandlega gætt að sjómenn fái að segja álit sitt á væntanlegum samning- um og ekki er reynt að hafa áhrif á þá. Samninganefndin hefur að- sjálfsögðu reynt að ná fram þeim beztu kjörum, sem henni var auðið, án þess að til verkfalls dragi og lagði það síðan á vald félagsmanna að ákveða hvort samið skyldi eða lagt út í verkfall. Kommúnistar eru mjög kampakátir út af því, að til verkfalls skyldi hafa dregið, en þeir eru ábyggilega þeir einu, sem fagna því og óska að það standi sem lengst, aðr- ir munu leggja sig fram um að leysa þessa deilu fljótt og farsællega. STÖÐVAST SÍLDVEIÐAR ? TIMenn velta því fyrir sér, hvort síldveiðar muni stöðvast, þar sem olíubirgðir úti um land eru litlar, en hins vegar verkfall á olíuskipum eins og á öðrum flutninga- skipum. Fyrirfram er þó ekki á- stæða til að ætla að svo fari. Sjómenn hafa áður í vinnu- deilum gætt þess, að vinnu- stöðvanir kæmu ekki niður á starfsbræðrum þeirra og leyft nauðsynlega flutninga í því skyni Ástæða er til að ætla að svo fari nú, jafnvel þótt verkfallið dragist eitthvað. Það væri vissulega hörmu- legt, ef síldveiðarnar stöðvuð- ustu vegna olíuskorts, en von- andi kemur ekki til þess, enda mundu verkfallsmenn hvorki bæta aðstöðu sína til samn- inga við farskipaeigendur né heldur vinna sér stuðning al- mennings, ef nýjum vinnu- brögðum yrði beitt í þessu efni og verkfallið látið bitna á öðrum sjómönnum, gagn- stætt því sem áður hefur-ver- ið.Og sérstök ástæða er til að hindra ekki framhald síld- veiða nú með tilliti til þess, að vertíðin var léleg framan af en nú eru veiðihorfur góð- ar. — STÖÐVUN HÆKKANA Oáðir stjórnarandstöðu- " flokkarnir hafa marg- ítrekað lýst því yfir, að þeír teldu uggvænlegt að áfram stefndi í þá átt, að hér yrðu verðhækkanir og kauphækk- anir, og kommúnistar hafa sérstaklega varað við víxl- hækkunum kaupgjalds og verðlags. Morgunblaðið tekur undir þau sjónarmið stjórnarand- stæðinga, að takmörk séu fyr- ir því, hve miklar hækkanir megi verða. Árangur viðreisn arinnar gerði það að vísu að verkum, að menn gátu bætt allmjög kjör sín, en nú er svo komið, að menn hljóta að í- huga, hvort ekki sé eðlilegt að gera ráðíjtafanir til að stöðva hækkanir. Það væri vissulega ánægju- leg tilbreytni, ef allir stjórn- málaflokkar stæðu saman um slíkar aðgerðir. Stjórnarand- stæðingar hafa lýst yfir nauð- syn þess að þær verði gerð- ar og stjórnarsinnar gera sér grein fyrir því, að takmörk eru fyrir því, hve hækkanir mega vera miklar og íhuga þess vegna tillögur stjórnar- andstæðinga um stöðvun bæði verðlags og kaupgjalds. Hitt er annað mál, að eftir fyrri reynslu að dæma munu stjórnarandstæðingar hlaupa frá eigin tillögum, ef stjórn- in gerir þær að sínum, en auð- velt er þá líka fyrir allan landslýð að sjá í gegnum blekkingavefinn. VERKALÝÐS- RÁÐSTEFNA ¥ síðustu viku hélt verka- lýðsráð Sjálfstæðisflokks- ins ráðstefnu að Búðum á Snæfellsnesi, þar sem mættir Ættarhöföingi í Nígeríu dæmdur í 15 ára fangelsi Leitaði hælis i Bretlandi, en Bretar framseldu hann samkvæmt lögum samveldisins Á LAUGARDAGINN dæmdi dómstóll í Lagos, höfuðborg I Nigeríu, ættarhöfðingjann Anthony Enahoro i 15 ára fangelsi. Er hann sakaður um þátttöku í samsæri gegn stjórn landsins. Mál Enahoros Íhefur vakið mikla athygli víða um heim. Þegar kæran á hendur honum var borin • fram í Nígeríu, var hann Istaddur í íriandi. Þaðan hélt hann til Bretlands og baðst þar hælis, en stjóm Nígeríu frétti af dvalarstað hans og krafðist þess að hann yrði framseldur. Bretlandsstjórn gat ekki orðið við beiðni Enahoros, því að lög brezka samveldisins kveða svo á, að samveldisland geti ekki veitt hæli manni, sem ákærður hefur verið í öðru samveldis- landi. Miklar umræður urðu um mál Enahoros í brezka þing- inu og fjöldi þingmanna var þeirrar skoðunar, að þrátt fyrir fyrrgreind lög ætti að veita höfðingjanum hæli í Bretlandi, því að mikil hætta væri á, að ranglæti yrði beitt við réttarhöldin yfir honum í heimalandi hans. Það voru stjórnarandstæð- ingar, sem veittu Enahoro mestan stuðning, en hluti þingmanna íhaldsflokksins krafðist þess einnig, að hon- um yrði veitt hæli í Bret- landi. Innanríkisráðherrann Enahoro taldi þó ógerlegt að ganga 1 berhögg við lög samveldisins og Enahoro var framseldur eftir að hann hafði verið fimm mánuði í Bretlandi. Meðan þingið fjallaði um mál hans, sat hann í fangelsi í London. Til þess að sefa þá, sem gagnrýndu framsal Enahoros, komst brezka stjórnin að sam komulag við stjórn Nígeríu um, að höfðinginn fengi að velja sér verjanda úr hópi brezkra lögfræðinga. Fyrsti lögfræðingurinn, sem Ena- horo nefndi fékk hins vegar ekki vegabréfsáritun tfl Ní- 1 geríu, en Enahoro fékk annan | brezkan lögfræðing til þess ^ að verja málið. Rétturinn í Lagos hefur nú dæmt Enahoro sekan um eftir 1 talin afbrot: landráð, sam- I særi, vopnasmygl og ólögleg- | an vopnaburð. Enahoro 1 hyggst áfrýja dóminum og ! fullyrðir, að hann sé saklaus. 1 í ákæruskjalinu segir, að 1 Enahoro hafi verið meðlimur J samtaka, sem ætluðu að \ steypa stjórn landsins. i Einnig er hann sagður hafa átt þátt í því, að velja 200 i ungmenni til náms í vopna- j burði erlendis. Við réttarhöld in kvaðst Enahoro hafa verið meðlimur samtakanna, sem ' stjórnin sakaði um samsæri, , en kvað samtökin ekki hafa haft slíkt í huga. Þau hefðu verið stofnuð með það fyrir . augum að styrkja starfsemi • flokks stjórnarandstæðinga í , Vestur-Nígeríu. Ákærandinn hélt því fram, að Enahoro væri mikill hatursmaður í stjórnar landsins, en Enahoro ít sagði, að þetta væri ekki rétt, 1 hann væri aðeins í stjórnar- 1 andstöðu. ^ i Dodley Smith þingmaður 1 brezka Verkamannaflokksins, ' sem hafði orð fyrir stuðnings- , mönnum Enahoros í brezka ( þinginu segir, að 15 ára fang- elsi sé þyngri dómur, en Neðri deildin gerði ráð fyrir samkvæmt ummælum, er henni bárust frá stjórn Ní- geríu. Skólar í hers höndum í Saigon Ströng ritskoðun á fréttasendingar Saigon, Suður Vietnam, 10. sept. (AP-NTB) Her og lögregluliði var í dag skipað að hertaka alla æðri skóla í Saigon til að hindra frekari mótmælaaðgerðir stúd- enta gegn stjórn Ngo Dinh Diems forseta. Fjöldi stúdenta hefur verið handtekinn, og eiga þeir á hættu að verða ýmist settir í voru ýmsir forystumenn úr launþegasamtökunum víða að af landinu. • Á ráðstefnu þessari voru rædd verkalýðsmál og ýmis þjóðmál. Þar var starfað frá því snemma á morgnana og langt fram á kvöld og umræð- ur voru geysimiklar, Almennur skilningur er vaknaður á nauðsyn þess að herinn eða í nauðungarvinnu. Áætlað er að alls hafi um 2 þúsund stúdentar verið hand- teknir frá því á laugardag. Þegar kennsla átti að hefjast í æðri skólum borgarinnar í morgun voru skólarnir um- kringdir her og lögregluliði. Nokkrir nemendanna tóku þá að hrópa að hermönnunum og fara nýjar leiðir í kjarabóta- baráttu. Verkföll hafa oft orð- ið launþegum til lítils gagns, en hins vegar er oft hægt að ná kjarabótum með heilbrigð- um og skynsamlegum vinnu- brögðum. Slík mál voru m.a. rædd á þessari ráðstefnu, sem var þátttakendum bæcjj til mik- illar ánægju og gagns. berja í borð sín í mótmælaskyni og voru þeir þegar handteknir. í mörgum skólum sátu hermenn eða lögregla kennslustundirnar til að koma í veg fyrir óspektir, og nokkrum skólum var lokað og nemendur sendir heim. Haft er eftir áreiðanlegum heimildum að nemendur í sjö opinberum skólum hafi gert verkfall og neiti að sækja skól. ana, en að verkfallið hafi ekki enn breiðst út til einkaskólanna sem eru um eitt hundrað. Sömu heimildir bera til baka þá frétt að kommúnistar standi á bak við verkföllin, en segja að hér sé um önnur samtök að ræða, sem berjist gegn ríkis- stjórninni. Nokkur átök hafa orðið 1 Vietnam milli stjórnarhersina og kommúnista. Við Go Cong réðust kommúnistar á brynvarð- ar bifreiðir stjórnarinnar, sem ■fluttu hermenn frá Saigon. Mia tókst árásin og féllu 80 komm- únistar, en ein af bifreiðunum var sprengd í loft upp. Ekki er auðvelt að fylgjast með bardög- unum, því ríkisstjórnin hefur fyrirskipað stranga ritskoðun á allar fréttasendingar. Segja tal» menn stjórnarinnar að erlendir fréttamenn rangtúlki fréttirnar, og að allar fréttir, sem leggi áherzlu á töp stjórnarhersins, komi kommónistum einum til góða.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.