Morgunblaðið - 12.09.1963, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 12.09.1963, Blaðsíða 8
8 MORGUNBLAÐIÐ Flmmtudagur 12. sept. 1963 OKKAR A MILLI SAGT Þér eruð ráðinn . . • • ! Stjórnarvöldin í A-Þýzkalandi hafa nýlega gripið til nýrra ráða í viðureigninni við Vestur-Þýzka sjónvarpið og felast þau í ein- hvers konar stælingu a því. Eitt þeirra er þáttur fyrir börn, sem nefnist „Der Sandmann‘% en v-þýzka sjónvarpið hefur um langt skeið haft barnaþátt undir sama nafni. Þegar a-þýzk börn koma í skól- ann á morgnana eru þau gjarnan spurð af kennurnm sínum hvað þau hafi nú sé$ í þessum þætti daginn áður — og verði þeim á að segja frá einhverju úr v-þýzka þættinum, eiga foreldrar þeirra ekki von á góðu. • ★ • Nýlega bar það við í sjávar- bænum Cleethorpes- í Englandi — sem er vinsæll baðstaður —, að veðurspámanni bæjarins var vísað úr starfi, og það af sjáifu bæjar- ráðinu. Ástæðan var sú. að hann spáði því sem næst alltaf rigmngu. Ráðið viðurkenndi 1 uppsagnar- bréfinu, að spár mannsins hefðu í langfiestum tilfellum reynzt rétt- ar — en þær fældu bara alla ferðamenn frá bænum Takk . . I Um þessar mundir hugsa af- skaplega margir um lax- og Jaxa- sögurnar fljúga landshornann- í milli, jafnframt því sem veiði- mennirnir þeytast sömu vegalengd ir úr einni ánni i aðra. Eina sögu heyrðum við fyrir nokkrum dögum og var hún ein- hvern veginn á þessa leið: Maður stóð við á og veður var dýrlegt; næstum of gott fyrir lax- veiði. — Hann hugsaði með sér, að vonandi stæði það ekki of lengi, því að þótt hann segði jafn- an, að meginkostur lax»eiða væri að vera úti í guðs grænni nátt- úrunni — og góðu veðn já — þá var það vitaskuld ekki nema hálf- ur sannleikur. Gamanið var ó- neitanlega grárra veiðiiaust. Hann sveiflaði stönginni fim- iega, — og viti menn. það var kippt I. Og nú hófst hildarleik- urinn. Hann byrjaði að reyna að draga inn línuna, — ofurhægt, en hún haggaðist ekki. Hvílík voða skepna hlaut þetta að vera. Hann reyndi aftur, árangurs- laust. Hann reyndi enn, en ekkert dugði Hann reyndi lengi, lengi — og fór nú ekki að verða um sel. Hann varð afskaplega óþolinmóður og það var ekki annað að heyra en beljurnar á árbakkanum væru þátttakendur í óþolinmæði hans. Eín þeirra, sem hafði legið svo makindalega og jórtrað ilmandi gróðurinn var farinn að t baula, sterklega. Og hún hélt áfram að bauia og baula, var næstum far- in að öskra og þá varð hann reiður. „Hættn þessu helv. . • bauli, skepnan þín“ hvæsti hann — sem annars er orðprúður maður, — um leið og hann sneri ?ér við, fok- vondur. En þá varð hann dolfallinn — og meðan upp fyrir honum rann hvers kyns var kallaði hann nærri grátklökkur: Hvern dj..........eru líka beljur að gera uppí sveit. okkar á milli 3agt ... Fiskur á þurru landi Siðari grein Rannsóknarstofnun landbúnaðar- ins á Hvanneyri eöa Keídnaholti meðferð og kynbótum ullar- og sauðskmna, heldur öllu, sem varðar sauðfjárrækt því að af- komá sauðfjárræktrinnar í hexld ræður því, hvernig unnt verður að fullnægja eftirspurn iðnaðar- ins eftir ull og gærum, bæð. með tilliti til magns og gæða. Þeir, sem bera hag þessa iðnaðar .yrir brjósti, ættu að kynna sér við- horf þeirra manna, sem bezt þekkja til sauðfjárrannsókna, hvort þeir telji, að unnt sé að fa aðstóöu við Reykjavik til a* MENN gera almennt ráð fyrir því, að landbúnaðunnn muni tæplega veita fleira fólki at- vinnu í náinni framtíð en nú er. Hið sama má segja um fiskveið- arnar. Fólksfjölgunm verður á næstunni í iðnaði og þjónustu- starfsemi, og þegar frá líður fyrst og fremst í pjónustustarf- semi. Báðar þessar atvinnugreín ar þjappast saman í Reykjavík. S.I.S. hefur að vísu byggt upp myndarlegan iðnað á Akureyri, en upp á síðkastið ber á tilhneig ingu til, að Sambandið flytji æ meira af starfsemi sinni suður. Þessi þróun til borgríkis vill hlaða á sig. Hinn misöri vöxt- ur atvinnulífsins eftir landshlut um veldur erfiðleikum bæði úti á landi og í Reykjavík. Úti á landi verður þyngra fyrir fæti að halda uppi menningar- og félagslífi að kröfum nútimans, og það fælir aftur atvmnurekstur frá. Fámennið veldur því, að erfiðaxa er að sækja á um um- bætur i samgöngum og rafmagns málum. Fólksfjölgunin i Reykja vík og nágrenni veldur þvi, að þangað snúa stjórnmálaflokkarn- ir frekar máli sínu, af því að þeir gera ráð fyrir, að þar búi kjósendur framtíðarinnar. Þetta á emnig við um þann flokk, sem upprunalega var stofnaður til að vinna að eflingu landsbyggðar- innar, — Framsóknarfiokkmn. Nokkrir helztu fulltrúar sam- dráttarstefnunnar í því máli, sem hér er til umræðu. eru um leið framarlega í hópi Framsókn armanna. Hin öra fólksfjölgun í Reykja vík yeldur emnig erfiðleikum þar. Útsvarsbyrðar verða þyngri vegna þenslunnar, os borgar- myndunin veldur- sams konar vandræðum og þekkt eru úr öðr- um stórum borgum. Æskan skemmtir sér í Þjórsárdal. Flest- ir taka undir það, sem hér er sagt. Þó er misjafnt, hvað menn vilja á sig leggja til að hafa áhrif á gang mála. Fer það eftir því, hvort menn hafa trú á því, að nokkuð sé unnt að gera og hvað menn hafa persónulega mikil óþægindi af þróuninni. Við núverandi stjórnarhætti er helzt unnt að hafa áhrif á þessa þróun með staðsetningu menntastofnana. Tvisvar til þrisvar fleiri sækja um skóla- vist í héraðsskólunum en fá inni. Nokkuð líkt er um Menntaskól- ann á Laugavatni. Hér mætti gera myndarlegt átak. Dálitil viðleitni hefur verið undanfarið til að koma upp menntastofnunum víðsvegar um land. Menn minnast húsmæðra- kennaraskólans, kennaraskólans og tækniskólans. Ýmxst hafa menn verið of seinxr að koma hugmyndinni fram eða hreppa- pólitík og klíkuskapur hefur drepið málið. Húsmæðrakennara, skólamálið er kátlegt dæmi um það. Meðan kjördæmin voru smá og mörg leyfðist til dæmis fulltrúa Norð-Mýlinga að vinna á móti Akureyringum. Með stækkun kjördæmanna hefur þetta breytzt nokkuð og sam- staðan orðið meiri. Þó mun vanta nokkuð á, að Norðlendingar styðji Sunnlendinga eða Aust- firðxnga, Vestlendinga éða öfugt, enda er spilað a hreppapólitík- ina til að splundra liðinu. Nýtt og ágætt dæmi um slíkt eru skrxf Larusar Jónssonar í Tímanum. Hann segxr: „Og hvers eiga Hólar að gjalda? Ekki styrkir það samkeppmsaðstöðu þeirra um nemendur, ef rann- soknarstofnunm verður á Hvann eyri“. í júlíheftx Búnaðarblaðsins í fyrra bentx ég a, hvað gera þyrfti á Hólum. Mér korr. þá ekki í hug sú leið, sem Lárus bend- Fé í húsi. ir á hér, sem sé að halda Hvann- eyri niðri.. , Síðar segir hann: „Enginn legigur þó til, að farið sé með stofnunina austur á Hérað. M tti þó eflaust finna þar jarðir, sem hafa jafnmikið til brunns að \ ra og Hvanneyri.“ Hvanneyri hefur það umfram aðra staði, að par er kjarni að stofnun í hús- um, löndum, búfé og mannafla, sem byggja má á og t hvorki f.nnst á Aust,urlandi. Suðurlandi né annars staðar. Auk þess ligg- ur staðurinn betur Við landsam- göngum fyrir landið í heild en aðrir og náttúrufar er sennilega hvað næst því sem venjulegast er á landinu. I þessum málum þurfa að verða samtök milli landshluta, þannig að hreppapólitíkin verði hafin á æðra stig og gerð að þjóðmálum. Vestlendingar fengju stuðning annarra við uppbygg- ingu á Hvanneyri, Sunnlendirg- ar á Laugarvatni og Skálholti ö. s. frv. hringinn í kringum landið. Skóli samvinnumann í Bifröst er skínandi dæmi um það, hversu vel getur tekizt slík- ur flutningur á menntastofnun. Enn eitt dæmi um hugsunar- hétt samdráttarmanna úr Upp- salabréfi: „Hins er þó að gæta, að sérfræðingar munu í æ ríkara mæli sitja í nefndum og ráðum ríkisvaldinu til ráðuneytis. Það mun krefja bæði ferðatíma og peninga.“ (þ. e. ef sérfræðingarn- ir eru búsettir á Hvanneyri.) Er það svo hættulegt að utan- bæjarmaður sitji í opinberu ráði eða nefnd, þannig að tryggt sé, að sjónarmið landsbyggðarinnar komi fram Er Lárus þarna að túlka sjónarmið þeirra ungu manna, sem eru að feta upp valdastigann í Framsóknarflokkn umí Lárus reynir einnig að fá menn til fylgis við samdráttar- stefnuna með því að hræða með því, að flutningur að,Hvanneyri verði að gerast í einu átaki. Eins og stendur þarf fyrst og fremst að útvega búfjárrækt- inni aðstöðu, og sú aðstaða er á Hvanneyri. Ekki er heldur hugs- að til að leysa þar þarfir a Keldnaholti í bráð beitar- og jarðvegsrannsóknir eru lítið háð- ar staðnum og virðist ekkert reka á eftir að flytja þær, fyrr e húsnæði skortir með vaxandi starfsemi og starfsmennirnir óska. Ég hafði hins vegar bent á í Tímagrexn minni, að peim, sem störfuðu á Hvanneyri, yrði á ein- hvern hátt ívilnað~ í húsnæði I fyrir það, að vinnukraftur þexrra nýttist betur þar, sem heimili, skrifstofa, tilraunaland og búfé er á einum stað, en í Reykjavík á minnst þremur stöðum. Þetta tætir vinnudaginn í sundur. Sá tætingur er að mínu viti versti óvinur vísindanna. Eins vinnu- saxnir og flestir vísindamenn eru, bitna ferðir milli heimrls og vnnustaðar á afköstunum. Lárus vill ekki trúa því, að fjárfesting yrði minni á Hvann- eyri, þó að þar eigi ríkið land, búfé og gripahús, en hvorugt við Reykjavík, en hann lætur eins og íbúðir rannsóknarstdrfs- manna séu kostnaður, sem spara má í Reykjavík. Er nauðsynlegt, að ríkið byggi yfir alla, sem búa utan Reykjavíkur, eða búa Eftir Björn Stefánsson menn í tjöldum í Reykjavík? Samdráttarmenn^rnir í þessu máli leggja mikið upp úr því samsta'rfi, sem búnaðarrann- sóknirnar þurfi að hafa við aðrar rannsóknir. Hins vegar hefur ekki verið hægt að fá fram, hvaða tæki eða störf væri um að ræða, sem ekki mætti eins vinna á Úvanneyri með sama kostnaði. Dæmi um dýr tæki eru reikni- vélar. Fyrir þær er þegar svo mikið verkefni við búfjárræktar- rannsóknir og búfjárkynbætur, að góð nýting gæti fengizt á þær. Það, sem ekki yrði reiknað hér, yrði reiknað erlendis. Því yrði safnað saman og sent í pósti að Asi eða til Hafnar. Dæmi um slíkar sendingar eru þegar fyrir hendi. Eftir 20 ár eða svo er hugsan- legt, að einn rafeindaheili verði k xinn til landsins. . Þá verður nokkuð sama, hvort menn sitja í Reykjavík eða á Hvanneyri, ef þeir ætla að nota hann. Menn perða að safna efninu saman og panta tíma með löngum fyrir- vara. Sérmál bænda og iðnrekenda? Þetta mat er að sjálisögðu þjóðmál. Það Er einnig sérmál bændanna. Nú eru norfur á, að það verði einnig sérmál iðnaðar- íns. Iðnaðarmenn eru að upp- götva íslenzku ullina og gær- urnar og nú er i alvöru farið að tala um, að sá eini stóriðnaður, sem við gætum komíð upp í næstu féamtið sé ullariðnaður. Ef svo fer, mun iðnaðurinn hafa mikla þörf, að gerðar verði víð- tækar rannsóknir ekki aðeins á svara ðllum þeim spurninguiv um sauðfjári-ækt, sem á munu dynja. Eins og horfir í lóðamálun* Reykjavíkur næstu áratugi, má sjá fram á hið mesta öngþveiti í búnaðarrannsóknum, ef mið- stöð þeirra verður í Reykjavík, en ekki á Hvanneyri. Við, sem nú erum ungir, fengjum þá rosknir örðugt viðfangsefni, sem erfitt verður að leysa. Á Keldna- holti verða búnaðarrannsóknirn- ar eins og fiskur á þurru landi eða Hafrannsóknaskip á Hvítár- vatni ★ í fyrri grein var prentvi!'a, sem veldur misskilningi. Þar átti að standa, að borgarráð hafi neitað Búnaðardeild Atvinnu- deildar um leigu á jörðinni Korpúlfsstöðum, vegna þess að skipulagsmeistarar borgarinnax vildu ekki binda hendur sínar. Björn Stefánsson. Nýtt og Ijölbreytl hefti Eimreiðarinnor NÝTT hefti af timaritinu EIM- REIÐIN er nýkomið út. Kennir margra grasa í heftinu, sem er 100 bls. að stærð. Af efni ritsins má nefna: Ljóð og stökur eftir Guttorm J. Guttormsson, Um þróunina 1 íslenzkum nútímabókmenntum eftir Eystein Sigurðsson, tvð ljóð eftir Þorstein Valdimarsson, smásögu eftir Guðmund Frí- mann, ritgerð um kirkjuna (Hin heilaga almenna . .) eftir Sig- urjón Jónsson, kvæði eftir Bertel , Gripenberg í • þýðingil Guðmundar Frímanns, ritgerð- ina Georg Brandes, P. Krapot- kín og M. Gorkí eftir Arnór Hannibalsson, kvæðið Skálholt eftir Jakob Jóh. Smára, smásögu eftir Þorstein Stefánsson, minn- ingar Þófleifs Bjarnasonar um Vilhelm Rasmussen rektor, smá- sögu eftir Oddnýju Guðmunds- dóttur, óbundna ljóðið „Atóm- skáldið" eftir Jón Hreggviðssou á Brún, ritgerðina Frelsi skálds- ins, hugleiðingar um „Hin hvítu segl“ eftir Skugga, ljóð ettir Ingólf Kristjánsson, ritsjá (bók- menntagagnrýni) og ljóð eftir Sigurð Símonarson. Ritstjóri EIMREIDARINNAB er Ingólfur Kristjánsson.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.