Morgunblaðið - 12.09.1963, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 12.09.1963, Blaðsíða 24
#,. / Auslurstræti 14 Sími 11687 lt5SG<5GH STERKog STÍUHREIPnÍ Síldveiðiskipin orðin að síldarþróm eystra Lör aunarstöðvun á öllum Austfjarða- höfnum Neskaupstað, 11. september. ÞRÆR allra síldarverksmiðja á Austurlandi eru nú yfirfullar og fjöldi skipa liggur í höfn með 58 skip fengu 55 þús. mál Frá þriðjudagsmorgni til miðvikudagsmorguns fengu 58 síldveiðiskip 55.410 mál og tunnur. Síldin veiddist enn langt undan landi, 130 mílur undan Langanesi og 140 míl- ur undan Dalatanga. Bræla var komin á miðin og skipin fari nað leita vars. ■M* Ekið ú mann- lnusnn bíl í FYRRINÓTT var ekið á mannlausan bíl, sem stóð við Bergþórugötu 27, og billinn stór skemmdur. Sá sem valdur var að árekstrinum, stakk af og var hann ófundinn í gær. Bíllinn sem ekið var á er R 3557, Chevro let-fólksbíll, blár og hvitur. Þeir sem einhverjar upplýsingar geta gefið um mál þetta eru beðnir að gera umferðardeild rannsókn ariögreglunnar aðvart. fullfermi og mega sum þeirra bíða fram í næstu viku. Er nú svo komið, að síldveiðiskipin eru orðin að síldarþróm fyrir verksmiðjumar. Allir eru undrandi yfir því, að ekki skuli gerðar ráðstafan- ir til að fá skip í síldarflutninga til verksmiðjana á Norðurlandi, en eins og kunnugt er eru a? eins 3 fremur litil skip í þeim flutningum nú. Fullyrða má, að undanfarna daga hefði síldveiðin verið miklu meiri ef skipin hefðu losnað við aflann fljótlega eftir kom- una til lands. 15 bátar liggja í Neskaupstað- arhöfn með 11.100 mál og bíða eftir löndun. — Ásgeir Nýja malbikunarstöðin. Myndin er tekin þegar verið var að láta á bíl í gær. — Ljósm. Sv. f*. Ný malbikunarsföð - ný gatnagerðarvél © g slitefni MIKIL tíðindi hafa þessa dag- ana gerzt í gatnamálum Reykja víkur og jafnframt í Garða- hreppi. Á mánudag tók ný mal- bikunarstöð til starfa fyrir Reykjavíkurbæ og í gær var lagt slitlag á Nóatún með ná- kvæmri og fullkominn vél, sem Menn fylgdust með af áhuga, þegar olíumölin var lögð. er í eigu íslenzkra Aðalverktaka. Suður í Garðahreppi var í gær byrjað að leggja olíumöl í göt- urnar í nýja hverfinu við Vífils staðaveg. ' Gamla malbikunarstöðin, sem hefur verið í notkun um árabil, var löngu orðin úrelt og von- laust að hún gæti með nokkru móti annað þörfum bæjarins nú, þegar malbikun gatna er fyr- ir alvöru að hefjast. Undanfarna mánuði hefur verið unnið að því að setja upp nýju stöðina, sem er smíðuð í Danmörku, og fyrir helgina var hún reynd. Skömmu eftir hádegi á laugar dag var fyrsta malbikinu ekið frá henni og notað í undirlag á Drápuhlíð, en í gær var síð- an sett slitlag á Nóatún, með ársgamalli vél, sem er í eigu íslenzkra Aðalverktaka. Er vél in mjög fullkomin, og stjórnar því sjálfkrafa, að malbikið leggist slétt á götuna. Er snúra strengd eftir götunni í réttri hæð, og fylgir vélin síðan sömu hæð og hún er strengd í. Nýja malbikunarstöðin getur framleitt 50 smálestir af malbiki á klukkustund og er tífalt afkasta meiri en gamla stöðin, auk þess sem hún framleiðir betra malbik. Framhald á bls. 23 Gul sholpíata volt út úr hvdsmaganum ÞEGAR verið var að skera 43 feta búrhval í Hvalfirði í gær- dag gerðist sá fáheyrði atburð ur, að gul skolpfata úr plasti yalt út úr maga hans. 1 maga búrhvala kennir oft' imargra grasa, m. a. eru þar oft hnullungsstórir steinar og jafnvel hnífapör, en þetta mun, 'í fyrsta skipti, sem jafnstór, hlutur og skolpfata, finnst búrhvalsmaga. 419 hvalir hafa veiðzt A L L S höfðu 412 hvalir verið teknir á land í Hvalfirði í gær, en á leið til hvalstöðvarinnar voru í gærkvöldi 2 langreyðar og 5 búrhvalir. Litlar líkur sótt sé að að um ræða bólu- BJÖRN L. Jónsson, fulltrúi borg- arlæknis, skýrði Morgunblaðinu Kindur gralnar úr fönn í Reykjahverfi Bændur geta ekki farið riðandi miklir erfiðleikar í sambandi við göngurnar, sem nú eru að hefjast. svo frá í gær, að Spánarfararnir tveir, sem komu heim með Ský- faxa í fyrrinótt, yrðu í sóttkví á Heilsuvemdarstöðinni að sinni, en eins og Morgunblaðið skýrði frá í gær, var óttast að þeir væru með bólusótt á byrjun- arstigi vegna útbrota, sem þeir höfðu fengið á húð. Mennirnir voru báðir rann- sakaðir í gær af sérfræðingum og eftir þá rannsókn eru taidar mjög litlar líkur til að um bólu- sótt sé að ræða heldur einhvern meinlítinn sjúkdóm. En til frek- jra öryggis verður farið meö þá sem um bólusótt væri að ræða. Þá verður einnig fylgzt með öðrum farþegum Skýfaxa úr sömu ferð. Verða þeir undir eft- irliti í tvær vikur og ber þeim að tilkynna heimilisiæknum þeg ar í stað kenni þeir lasleika. Lnn verða kommún- islar sér til skommar # göngur vegna snjóa Húsavík, 11. september. I hríðarveðrið, sem gekk yfir um t REYKJAHVERFI hafa 5 kind- helgina. Þó að í dag sé komið ur verið grafnar úr fönn eftir I bjart veður blasa við bændum 11 farskip hafa í Rvík sföðvazf ELLEFU skip hafa stöðvazt í Reykjavíkurhöfn vegna verk- falls farmanna. Þau eru Drang jökull, Rangá, Hvassafell, Litla- fell, Stapafell, Skjaldbreið, Esja, Hekla, Reykjafoss. Brúarfoss og Goðaíoss. Sáttafundur í farmannadeil- unni hófst kl. 9 í gærkvöldi í Alþingishúsinu. Þegar blaðið fór í prentun stóð fundurinn enn yfir og þá ''atðv semkomulag ekki tekizt Coða útifund gegn Lyndon B. Johnson Vestan til á Reykjaheiði mun snjór vera einna mestur og það mikill, að umbrotafæri er fyrir hesta. Bændur í Reykjahverfi, sem fara í göngur í nótt og vanir eru að fara á hestum, verða nú að fara gangandi í fjárleitina. I dag hefur jarðýta unnið að því að opna sæmilega rekstrar- leið fyrir fé af austanverðri Reykjaheiði og úr Kelduhverfi, en snjórinn minnkar eftir því sem fjær dregur Reykjahverfi. Fé úr Kelduhverfi hefur oft- ast undanfarin ár verið flutt á bílum til Skógarréttar, en þar sem bæði Reykjaheiði og Tjör- nesvegur eru ófær bilum verður að reka féð. — Fréttaritari. MBL. barst í gær „fréttatilkynn- ing frá samtökum hernámsand- stæðinga", þar sem tilkynnt er að „miðnefnd samtaka hernáms- andstæðinga“ hafi ákveðið .í til- efni af komu varaforseta Banda- ríkjanna, Lyndon B. Johnson hingað til Reykjavíkur nk. mánu dag, að efna til fundar við Há- skólabíó á þeim tíma, sem vara- forsetinn talar þar á fundi, sem Varðberg og fleiri félagssamtök gangast fyrir. „Liðsmenn sam- taka hernámsandstæðinga munu safnast saman undir kröfuborð- um og spjöldum og dvelja á staðnum meðan fundurinn stend- ur“ segir í fréttatilkynningunni! Ennfremur er frá því skýrt að samtökin hyggist afhenda vara- forsetanum „orðsendingu"! Öll ber þessi „fréttatilkynning" kommúnista og taglhnýtinga þeirra vott um einstæða frekju og heimsku. Þegar varaforseti vinveitts rík- is kemur í opinbera heimsokn til landsins þykjast kommúnist- ar ætla að mæta honum „undir kröfuborðum og spjöldum--------“! Framhald á bls. 23.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.