Morgunblaðið - 12.09.1963, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 12.09.1963, Blaðsíða 6
8 tHORCUN BLAÐID Fimmtudagur 12. sept. 1963 væntanlega ráðizt 1 byggingu annars áfangans í uppbyggingu héraðsskólans, en það er stækk- un heimavistarinnar og síðan bygging tveggja kennaraíbúða til viðbótar. Áður en þessar framkvæmdir hófust í Reykjanesi hafði mynd- arlegur íþróttasalur verið byggð- ur við sjálft skólahúsið. Mikil aðsókn Mikil aðsókn hefur verið að Reykjanesskólanum undanfarin ár og hefur ekki verið mögulegt að taka nema nokkurn hluta þeirra nemenda, sem sótt hafa um dvöl í héraðsskólanum. Skólastjóri Reykjanesskólans er eins og kunnugt er Páll Aðal- steinsson. Á sl. vetri voru kenn- arar auk hans: Ingimundur Magn ússon frá Bæ, frú Guðrún Jóns- dóttir, sr. Baldur Vilhelmsson í Vatnsfirði, Níels Bjarnason og ICarl Björnsson. Mikill áhugi ríkir á uppbygg- ingu Reykjanesskólans við fsa- fjarðardjúp og víðar á Vestfjörð- um. jueraossKoiinn í HeyKjanesi við isafjarðardjúp, skóiahúsið t. h. en hin nýja heimavist og kenn- araíbúðir t. v. Uppbygging héraðsskóians í Reykjanesi heldur áfram 2 kennaraíbúðir byggðar í sumar f FYRRAVOR hófust miklar framkvæmdir við héraðsskól- ann í Reykjanesi við ísaf jarð- ardjúp. Var þá hafizt handa um byggingu nýrrar heima- vistar, ásamt matsal og lestr- arsölum. Gengu þessar fram- kvæmdir svo greiðlega, að mögulegt reyndist að taka hina nýju heimavist í notkun fyrir áramót, enda þótt henni væri þá ekki fulllokið. Tvær kennaraíbúðir í sumar hefur verið unnið að því að mála, dúkleggja og full- gera að öðru leyti heimavistar- húsnæðið. En jafnframt var í vor byrjað á byggingu tveggja rúm- góðra kennaraíbúða við hið nýja heimavistarhús. Er hér um að ræða fyrri áfangann í endurbygg ingu Reykjanesskólans. Bygging kennaraíbúðanna hefur gengið á- gætlega. Er stefnt að því, að a. m. k. önnur þeirra verði íbúðar- hæf fyrir áramót. Þessar íbúðir eru 140 ferm hvor og hinar vist- legustu. Munu þær bæta veru- lega aðstöðu skólans til þess að fá kennara. í kjallara kennara- íbúðanna, sem eru á tveimur 35mm landkynn- ingarkvikmynd KVIKMYNDAFÉLAGIÐ Geysir hefur nú hafið töku nýrrar kvik- myndar. Þetta er alhliða kynn- ingarmynd af landi og þjóð og atvinnuháttum. Myndin er tekin í cinemascope á 35 mm Eastman Color. Stjórnandi er Reynir Oddsson, en myndatökumaður William Lubschansky, og aðstoð- armyndatökumaður Gísli Gests- son. Myndataka hófst á sunnudag á síldarmiðunum fyrir Austur- landi á síldarskipinu Hannesi Hafstein. Sveinn Benediktsson, útgerðar- maður og síldarsaltandi, veitti leiðangrinum höfðinglega fyrir- greiðslu fyrir austan. Framlög og lán til myndatök- unnar koma frá ýmsum aðilum, sem hafa áhuga á landkynningu, svo sem flugfélögunum, utanríkis ráðuneytinu, ýmsum sölusan.tök- um útgerðarmanna og fiskfram- leiðenda, SÍS, skipafélögum, ferðaskrifstofum og sérleyfishöf- um. Bílaleigan Bíllinn leggur fram bíla til afnota meðan á tökunni stendur, og framkvæmd- arstjórinn, Guðbjartur Pálsson, hefur tekið að sér að skipuleggja og undirbúa þá ferð, sem nú er að hefjast um öræfi landsins. Guðbjartur verður sjálfur leið- angursstóri, en fylgdarmaður verður Halldór Eyjólfsson á Rauðalæk. Lagt var af stað á Framhald á bls. 23. nrsss. .......... ..... Skólastjóri Reykjanesskólans, Páll Aðalsteinsson (t.h.) og Sig urður Bjarnason, alþingismað- ur. Myndin var tekin á tröpp- um hinnar nýju heimavistar. hæðum, verða einnig geymslur og böð fyrir nemendur. Á næsta sumri verður svo Kennaraíbúðirnar í byggingu. Bægisárh ylur sprengdur upp? FYRIR rúmri viku fannst mik ið magn af dauðum silungi í svonefndum Bægisárhyl í Öxna- dalsá. Benda allai líkur til að hér hafi veiðiþjófar verið að verki og drepið silunginn, sem var mjög falleg bleikja, með sprengiefni. Ekki hefir ?tekizt að upplýsa málið enn. Fréttamaður Mbl. átti í dag tal við Herbert Sigurbjörnsson á Ytri-Bægisá og Einar Sigfússon í Staðartungu, en þeir bæir eiga land að þessum stað í ánni. Þeir kváðu mikinn silung hafa sést í hylnum miðvikudaginn 21. ágúst, en laugardaginn hinn 24. hefði maður nokkur gert aðvart um hinn dauða silung í hylnum. Herbert fór þá á vettvang og sá dauða bleikjuna fljóta þar í hundraðatali. Margar voru þá líka sokknar til botns og eitt- hvað hefir flotið niður ána. Hringsvið er mikið í hylnum og því hefir silungurinn haldizt þar svo lengi. Menn hallast eindregið að þeirri skýringu á þessum silunga dauða, að dynamit eða annað sprengiefni hafi verið sprengt í ánni af einhverjum óboðnum en stórtækum veiðimönnum. Þetta var göngusilungur, sem hrygnir að nokkru á þessum slóðum. Mikið magn hrygnir ofar 1 ánni, en hefir ekki komist upp fyrir hylinn á gotstöðvar sínar enn vegna þess hve lítið vatns- magn hefir verið í ánni að und- anförnu. Má af þessu marka, að hér er um stórfellt tjón að ræða á silungastofninum, sem iriun sennilega gæta langt fram í tímann. Sv. P. / Illt er að gera svo öllum líki. Hér hafa birzt bréf frá fólki, sem hefur verið harðánægt með hina opinberu garða í í Reýkjavík í sumar. Eins hafa birzt bréf frá fólki, sem hefur rætt um breytinguna á Austur- velli og þakkað fyrir hana, þótt sumir ættu erfitt með að sætta sig við han'a í fyrstu. Aðalatriðið er, að fleira fólk getur nú notið vallarins en áður, því að bekkjum hefur verið stórlega fjölgað. Nú birtist hins vegar bréf frá konu, sem kallar sig „Gaml an Reykvíking". Þar kveður við annan tón, og er bezt að kynnast því sjónarmiði líka: • Hallargarðurinn „Fyrir 8—9 árum var Hallar- garðurinn einhver fegursti bletturinn í Reykjavík. Ég hef séð myndir af honum í erlend- um tímaritum í íslenzkum land kynningarbókum, einnig á jóla kortum og póstkortum. Svo, þegar komið er að skoða garð- . inn, er hann svo vanhirtur, að skömm er að; það er mikið, að börn skuli ekki vera búin að eyðileggja hann meira, þegar þau sjá hirðuleysið. Ég hef tekið eftir meiri sparnaði og vanrækslu við þenn an garð ár frá ári, en nú keyrir fram úr hófi, þegar hinni fallegu myndastyttu með gos- brunninum hefur ekki einu sinni verið komið í lag. Nú er ekkert hirt um steinabeðið, sem fyrst var allt með allavega blómum og jurtum og nöfnin á þeim smáspjöldum, sem fólk hafði auðsjáanlega gaman af að athuga. • Austurvöllur Það var afsakanlegt, þó að ekki hefði unnizt tími til að sinria þessum garði fyrir 17. júní, þar sem þeir höfðu svo mikið að gera að steinleggja Austurvöll, úr því það er svona mikill sperringur að vera alltaf að reyna gera eitthvað úr þess- um litla velli, mér fannst hann þó skömminni til skárri með öllu því hrúgatildri og rafljós- um, sem voru þar fyrir nokkr- um árum. Þessar breiðu gangstéttar með þessum skörpu hornum, sem ganga inn í grasflötinn, eru auðvitað ágætar fyxir þá sem þurfa að stytta sér leið yfir völlinn, manni finnst það anzi sniðugt fyrst, en svo verð- ur það ákaflega leiðingjarnt. Það væri auðvitað bezt að ryðja styttunni alveg í burtu, svo að bllstjórar gætu líka stytt sér leið yfir völlinn, eða kannske að Austurvöllur verði bara gerður allur að bílastæði næst í stórborgum erlendis eru svona litlir fletir innan um verzlunarbyggingar miðbæj- anna látnir vera mjög einfald- ir, aðeins vel hirtir, svo að þeir séu sem mest hvíld fyrir augu og taugar. Gamall Reykvíkingur",

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.